Dagur - 10.04.1992, Page 2

Dagur - 10.04.1992, Page 2
2 - DAGUR - Föstudagur 10. apríl 1992 Fréttir Þjónusta íslandsbanka við húsfélög: Fimintíu húsfélög á Akureyri komin í viðskipti í mars fyrir rúmu ári bauð Akureyrarútibú íslandsbanka húsfélögum fjölbýlishúsa sér- staka greiðslu- og bókhalds- þjónustu. Af bankans hálfu var ákveðið að þjónustan yrði einskorðuð við útibúið við Hrísalund. Geir Þórðarson fulltrúi hjá íslandsbanka í Reykjavík segir að Akureyrar- útibúið hafi náð einstökum árangri á því ári sem liðið er. „Fimmtíu húsfélög eru komin í viðskipti á Akureyri og þeim fjölgar dag frá degi. Aukning þessarar þjónustu innan Is- landsbanka er hvergi meiri en á Akureyri.“ Aðalheiður Alfreðsdóttir, full- trúi í íslandsbanka við Hrísa- lund, segist hafa fylgst með þeirri þjónustu er íslandsbanki veitti húsfélögum í Reykjavík og sér hefði orðið ljóst strax að slíkri þjónustu yrði að koma á á Akur- eyri. „Tölvuútbúnaður mjög full- kominn var keyptur og þjónustan boðin í mars á liðnu ári. Strax í upphafi fengum við góð við- brögð. Stjórnir húsfélaga sáu strax þá kosti sem þjónustan veit- ir. Við spörum gjaldkerum hús- félaga mörg sporin jafnframt sem allt öryggi eykst til muna í öllu er lýtur að peningavafstri húsfélaga. Mánaðarlega fá húsfélögin út- skrift á færslum og ársreikningur er yfirgripsmikill og aðgengileg- ur. Þjónusta þessi er íslands- banki veitir er ekki kostnaðar- söm. Mánaðargjald er fast og miðast við fjölda íbúða í fjölbýl- ishúsinu. Þannig er gjaldið 550,00 krónur fyrir eins til níu íbúða húsfélag, 1100,00 krónur fyrir tíu til tuttugu íbúða húsfélag og séu íbúðirnar fleiri en tuttugu þá er gjaldið 1650,00 krónur. Auk þessa kostar hver gíróseðill sem sendur er út krónur 65,00,“ sagði Aðalheiður Alfreðsdóttir og hún bætti við: „íslandsbanki býður nú húsfélögum á Akureyri, sem ekki eru í viðskiptum, fría þjónustu til reynslu fram í júlí. Þeir sem nú þegar eru komnir í viðskipti eru ánægðir og ekki síð- ur við sem vinnum að þessum málum í bankanum. Undirtekt- irnar hafa verið á einn veg, góðar.“ ój Stjórnsýslumiðstöð á Sauðárkróki: Kauptilboð í gömlu kjörbúðina - beðið eftir ákvörðun Byggðastofnunar Gert hefur verið uppkast að kauptilboði í gömlu kjörbúð- ina á Sauðárkróki, með það fyrir augum að fasteigninni verði breytt í stjórnsýslumið- stöð. Bæjarstjórn Sauðárkróks og Héraðsnefnd Skagfirðinga hafa hvor fyrir sig samþykkt að gera tilboð í húsið, en beðið er eftir ákvörðun Byggðastofnun- ar um þátttöku. Samkvæmt því uppkasti að kauptilboði sem þessir þrír aðilar hafa gert, er reiknað með að eignarhlutföll verði þau, að Byggðastofnun eigi 40%, Sauð- árkróksbær 30% og Héraðsnefnd Skagfirðinga 30%. Tilboðið sjálft hljóðar upp á 23,5 milljónir króna, en reiknað er með að verja þurfi allt 47 milljónum króna til endurbóta og breytinga á húsinu. Umrædd fasteign, Skagfirð- ingabraut 21, er í eigu Kaupfé- lags Skagfirðinga og í fyrstu stóð til að kaupfélagið myndi áfram eiga hlut í húsinu ef af kaupunum yrði. Nú hefur hinsvegar verið ákveðið að eignaraðilar verði einungis þrír og hafa Héraðs- nefnd Skagfirðinga og bæjar- stjórn Sauðárkróks samþykkt að gera kauptilboð samkvæmt upp- kastinu. Stjórn Byggðastofnunar frestaði aftur á móti ákvörðunar- töku um eignaraðild í stjórn- sýslumiðstöðinni á fundi sínum í vikunni. Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, segir að ákvörðun muni þó liggja fljót- lega fyrir, enda er, í tilboðsupp- kastinu, gert ráð fyrir að fasteign- in verði afhent nýjum eigendum þann 1. maí nk. SBG Starfsmenn Kjörmarkaðs KEA í Hrísalundi hafa komið fyrir þessu risa páskaeggi í versluninni. Fjóra menn þurfti til þess að koma páskaegginu upp á stallinn. Ungu mennirnir á myndinni sýndu egginu greinilega mikinn áhuga og víst er að fleiri eiga eftir að gera það einnig. Mynd:Goiii Miðlun með landbúnaðarvélar: Þórshamar hf. býður bændum að skrá notuð tæki til sölu - fáum talsvert að fyrirspurnum, segir Ágúst Hilmarsson h Undirbúningur er hafínn aö miðlun með notaðar landbún- aðarvélar á Akureyri. Fyrir- tækið Þórshamar hf. hefur nú sent út fyrirspurnir til bænda á Akureyri: Tvö innbrot framin í fyrrinótt Tvö innbrot voru framin á Akureyri í fyrrinótt. Minni háttar skemmdir voru unnar á báðum stöðum og nokkrum þúsundum króna í peningum stolið. Að sögn Árna Magnússonar, varðstjóra í Akureyrarlögregl- unni, barst tilkynning um inn- brotin í gærmorgun en ekki er vitað nákvæmlega hvenær þau voru framin. Um er að ræða inn- Innheimtumál í Þingeyjarsýslu: Hvergi verið lokað ennþá „Það er ekki búið að loka neinsstaðar ennþá, en aðgerðir eru í gangi. Við getum ekki Beiðni um gjaldþrot P0B Gunnar Sólnes, lögfræðingur Landsbanka ísíands, lagði í gær fram beiðni til bæjar- fógetaembættisins á Akureyri um gjaldþrotaskipti Prent- verks Odds Björnssonar. Ekki var búið að taka afstöðu til beiðninnar síðdegis í gær, en búist er við að það verði g$rt í dag. óþh sinnt því að hóta öllum í einu, en við vorum í gær á Raufar- höfn og Þórshöfn,“ sagði Hall- dór Kristinsson, sýslumaður Þingeyinga, aðspurður um inn- heimtuaðgerir vegna ógreidds virðisaukaskatts og staðgreiðslu hjá embættinu í gær. Sýslumaður sagði að þegar hefðu 20-30 fyrirtæki fengið hót- anir um lokun, þar á meðal fyrir- tæki á Húsavík, þessar aðgerðir væru yfirstandandi og eftir væri að fara í nokkur sveitarfélög í sýslunni. „Þessar aðgerðir okkar hafa borið verulegan árangur,“ sagði Halldór, en aðspurður um upphæðir skuldanna sagði hann þær bæði vera stórar og smáar. IM brot í Glerárskóla og hins vegar í Hvammshlíðarskóla. í báðum til- fellum fóru þjófarnir inn um glugga og unnu minni háttar skemmdir. Á öðrum staðnum höfðu þeir 4000 kr. upp úr krafs- inu og 2500 kr. á hinum. Samkvæmt upplýsingum Árna síðdegis í gær var ekki upplýst hverjir voru að verki en hann átti von á að málið gæti skýrst von bráðar. Árni sagði lögregluna ekki hafa vissu fyrir að um sömu aðila hafi verið að ræða í báðum innbrotunum. JÓH á Bílasölu Þórshamars Eyjafjarðarsvæðinu um hvort þeir hafí áhuga á að selja not- aðar vélar og tæki og kjósi að notfæra sér þá þjónustu sem boðið er upp á. Einnig er áformað að senda fyrirspurnir til bænda í Þingeyjarsýslu og jafnvel er mögulegt að miðlun- in nái einnig að einhverju leyti til Skagafjarðar. Starfsemi af þessu tagi er nú þegar fyrir hendi á Hvammstanga og einnig er hafín miðlun með landbún- aðartæki á Suðurlandi. Ágúst Hilmarsson, hjá Bíla- sölu Þórshamars, sagði að kveikj- an að þessari starfsemi væri fyrir- spurnir sem borist hefðu um not- aðár landbúnaðarvélar og tæki á síðasta sumri. Þórshamar hf. annaðist sölu á nýjum landbún- aðarvélum og því hefðu menn sett sig í samband við fyrirtækið varðandi notuð tæki. Ágúst sagði að um tilraun væri að ræða. Starfsemin væri fyrst og fremst hugsuð sem miðlun. Vélar og tæki yrðu skráð hjá Þórshamri, sem siðan vísaði á viðkomandi eigendur tækjanna í sveitum en ekki væri áformað að taka notað- ar landbúnaðarvélar í umboðs- sölu eins og þegar um bíla er að ræða, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn. Ágúst sagði að hvers- konar landbúnaðatæki yrðu tekin á skrá og engu minni áhersla lögð á minni tæki, til dæmis heyvinnu- vélar, heldur en stærri vélar á borð við dráttarvélar. Hann benti á að tölverður markaður væri fyr- ir notaðar landbúnaðarvélar. Bæði hefðu frístundabændur og hestamenn áhuga fyrir að kaupa vélar sem væru í sæmilegu ásig- komulagi og einnig hefðu margir bændur áhuga fyrir slíku. Ágúst sagði að skammt væri síðan að fyrstu fyrirspurnirnar varðandi notuð tæki til sölu hefðu verið sendar til bænda og enn væri ver- ið að senda þær út þannig að marktæk viðbrögð væru ekki komin fram en þó hefðu nokkri bændur þegar haft samband við Þórshamar vegna þessara mála. ÞI íþróttafélagið Þór: Aðstaðan í Hamri er fyrir alla Aðalsteinn Sigurgeirsson, for- maður íþróttafélagsins Þórs hafði samband við Dag vegna fréttar í Degi í gær um kaup félagsins á líkamsrækarstöð Stjörnuræktarinnar. Þar var m.a. haft eftir honum að einn liður í kaupunum væri sú við- leitni að skapa sem besta æfíngaaðstöðu fyrir keppnis- fólk félagsins. Aðalsteinn sagði mistökin vera sín en til að fyrirbyggja misskiln- ing sem greinilega hefði komið upp, vildi hann árétta, að aðstað- an í Hamri væri fyrir alla félags- menn, svo og aðra þá sem áhuga hafa á því að nýta sér aðstöðuna. „Við erum að koma upp mjög góðri aðstöðu í Hamri og er stefnt að því að hún verði tilbú- in 6. júní nk. á afmælisdegi félagsins. Auk líkamsræktar- stöðvarinnar verða þarna heitir pottar, gufubað og ljósalampar og geta allir sem áhuga hafa nýtt sér þá aðstöðu sem í boði verður,“ sagði Aðalsteinn. -KK

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.