Dagur - 10.04.1992, Blaðsíða 7
Föstudagur 10. apríl 1992 - DAGUR - 7
y Frá bökkum Simcoe-vatns með Ernu og George Patten:
„Eg er heppin að eiga manu sem er veiðimaður"
Dagur var að kvöldi kominn.
Fyrsti dagur Heimsmeistara-
mótsins í ísdorgi hafði ekki
skilað árangri sem erfiði og
keppendur voru vonsviknir.
Eftir heitt bað sem ekki veitti
af var rölt á barinn tii að hitta
félagana yfir glasi. Á barnum
hitti ég strax Georg Patten, en
hann hafði fylgt mér allan dag-
inn úti á ísbreiðum Simcoe-
vatns og reynst mér vel. Georg
sat þarna á barnum í hópi ihn-
fæddra veiðimanna og hann
bauð mér strax sæti. Umræður
félaganna við hringborðið
snérust um veiðar og aftur
veiðar. Eftir tvö glös stóð Patt-
en upp og benti mér að koma.
Við gengum út í kvöldhúmið
og frostið beit í kinnar.
„Ég nenni ekki að hanga þarna
inni. Miklu nær er að þú komir
með mér heim og þar getur þú
sagt mér frá íslandi og eitthvað
get ég frætt þig um ísveiðar á
Simcoe-vatni. Já, það er miklu
nær að þú þyggir drykk hjá mér
og ekki sakar að þú takir hákarls-
bita með.“
Ég þáði boðið með þökkum og
greip með mér vænan hákarls-
bita, sem ég átti í veiðitöskunni
minni í snjóbílnum.
Það er einhver frumkraftur
í þessum manni
Eiginkona George tók á móti
okkur og var hin elskulegasta.
Þar sem veiðiguðirnir ráða ríkjum við Cree-vatn.
Mér var vísað til arinstofu og
bjarminn frá eldstónni flökti um
stofuna. Á arinhillunni var fjöldi
bikara er heimiíisfaðirinn hafði
unnið til á löngum veiðimanns-
ferli og á veggnum til hliðar við
arininn hékk stór uppstoppaður
regnbogasilungur. Af öllu mátti
ráði að veiðar áttu hug húsbónd-
ans allan. Georg var fljótur að
hafa fataskipti og kom strokinn
með wiskyflösku í hönd. Frúin
kom með kristalsglös og ís og við
settumst við arineldinn. „Mikið
skelfing er heitt hérna við arin-
inn. Já, ólíkt því sem var í dag úti
á ísnum þar sem frostið fór í 42
gráður,“ hugsaði ég með mér og
glitrandi wisky við arineld var
ekki slæmt hlutskipti. Georg
hámaði í sig hákarlinn. Það var
einhver frumkraftur í þessum
manni. Hann minnti mig á gaml-
an sjóhund sem var með mér á
togara heima á íslandi.
Umræðurnar snérust strax um
silungs- og laxveiði. Fiskurinn
stóri á veggnum glotti og George
sagði: „Hann var erfiður þessi
enda stór. Þrjátíu og átta punda
regnbogasilungur gefur sig ekki
fyrr en í fulla hnefana,“ og síðan
sagði George mér mergjaða sögu
af baráttunni við fiskinn stóra er
hékk á veggnum. „Ég hafði eng-
an áhuga á að láta stoppa þann
stóra upp. Nei, það var sonur
minn sem lét gera þetta þeim
gamla til heiðurs. Strákurinn er
löngu floginn úr hreiðrinu. Hann
er atvinnuflugmaður og flýgur
hjá flugfélagi á vesturströnd-
inni.“
George og Erna vildu fræðast
um ísland og ég sagði þeim frá
öllu er kom upp í hugann.
George sem er ættaður frá
Nýfundnalandi, kominn af sjó-
mönnum í marga ættliði, var
mikið í mun að fræðast um litla
landið í austri. Faðir hans hafði
sagt honum frá íslenskum sjó-
mönnum á Nýfundnalandsmið-
um og nokkuð var hann lesinn
um land og þjóð.
Veiðin skiptir mig engu
Mjög fljótt snérust umræðurnar
um stangveiði jafnt að sumri sem
vetri. Þar sem undirritaður er
ekki vanur ísdorgveiðimaður gat
ég lítið frætt þau hjón um þá hlið
mála en hinsvegar sagði ég þeim
frá lax- og silungsveiði í ám og
vötnum á Islandi að sumri til. Af
öllu mátti ráða að þau hjón hefðu
mikinn áhuga á að koma til
íslands til veiða, en þegar ég
sagði þeim hvað stangveiðidagur
á Islandi kostaði, þá hristu þau
hjón höfuðið og þótti dýrt.
Morgundagurinn var til
umræðu og George fór með mér
yfir kort af Simcoe-vatni þar sem
dýptartölur voru kannaðar og
margt annað er að gagni mætti
koma. Er því var lokið spurði ég
George hvernig stangveiði í
Kanada hann myndi mæla með
fyrir íslending sem ætti ekki
mikla peninga.
„Kanada býður upp á svo
margt í stangveiði. Menn sækjast
eftir ýmsu og gamanið fer ekki
eftir því hvað veiðimaðurinn á
mikla peninga til að verja til veið-
anna. Það einfaldasta og jafnvel
ódýrasta getur gefið mikla
skemmtun, ‘ og Georg benti á að
ísdorgveiöar á vötnum Kanada
væri ekki dýrt tómstundagaman.
„Ég mæli með veiðiferð í
óbyggðir Chapleau svæðisins,
sem er 185 mílur norður af
Sudbury. Þarna eru miklar
óbyggðir og fjöldi vatna yfirfull
af regnbogasilungi, aborra,
vatnaþorski og hvttlaxi svo
eitthvað sé nefnt. Til svæðisins
verður að fara með flugvél. Lent
er á einhverju vatninu og slík
ferð er langt frá því að vera dýr.
Vikudvöl í litlum veiðikofa t.d.
við Cree er hreint ævintýri. Þegar
lagt er upp í veiðiferð sem þessa
verður að hugsa vel til als sem
taka á með í ferðina. Farangur-
inn má ekki fara yfir 50 kíló á
mann. Þátttakendur í veiðiferð
til vatnanna á Chapleau-svæðinu
þurfa ekki að taka með sér mat.
Bjálkakofarnir, sem veiði-
mennirnir búa í, eru búnir eld-
unaráhöldum, borðbúnaði, eld-
stó og ísskáp sem er fullur af mat.
Um leið og flugvélin er lent á
því vatni sem viðkomandi hefur
fengið veiðileyfi í hjálpar flug-
maðurinn viðkomandi að ná
landi. Menn kasta kveðjum og þá
er flugvélin aftur komin í loftið á
leið til siðmenningarinnar," segir
George og greinilegt er að hann
hefur átt góðar stundir við vötnin
í norðri.
„í fyrra fórum við George til
Cree-vatns og vorum að veiðum í
fimm daga. Aflinn var 245 fiskar
af ýmsum stærðum og gerðum.
Veiðin skiptir mig engu. Fyrir
öllu er að komast á vit villtrar
náttúru og byggja upp sálartetr-
ið. Margmennið í stórborgunum
og gauragangurinn tekur á taug-
arnar. Ég er heppin að eiga mann
sem er veiðimaður. Saman höf-
um við átt unaðsstundir við fögur
straumvötn og stöðuvötn þar sem
veiðiguðirnir ráða ríkjum," segir
Erna og við skálum fyrir tveimur
ólíkum löndum Kanada og ís-
landi.
Tíminn hefur liðið fljótt. Ég
þakka fyrir mig og kveð. Félag-
arnir bíða heima á hóteli. Við
erum á leið til veislu í boði bæjar-
stjórnarinnar í Durham. ój
Ályktað um Málræktarsjóð
Ég hafði engan áhuga á að stoppa þann stóra upp.
Islensk málnefnd beitti sér
nýlega fyrir fundi með fulltrú-
um orðanefnda til að ræða
ýmis sameiginleg áhugamál
nefndanna og samstarf þeirra.
Fundurinn samþykti einróma
þessa ályktun:
„Fulltrúafundur 12 orðanefnda
og íslenskrar málnefndar, hald-
inn í Tæknigarði 27. mars 1992,
ályktar að vekja athygli á Mál-
ræktarsjóði, eina sjóðnum í land-
inu sem hefir það hlutverk að
styrkja íslenska nýyrðastarfsemi
og hvað eina sem verða má til efl-
ingar íslenskri tungu yfirleitt.
Málræktarsjóður, sem var stofn-
aður fyrir rúmu ári, er enn allt of
veikburða til að koma að tilætl-
uðum notum. í sjóðnum eru nú
ríflega 6 milljónir króna, en
markið er að höfuðstóll hans
verði 100 milljónir og vextirnir
notaðir til úthlutunar.
Þörfin fyrir öflugan Málræktar-
sjóð er afar brýn. Mörg stór
íðorðaverkefni eru nú í stöðnun-
arhættu ef engin fjárhagsaðstoð
fæst, og í mörgum greinum er
torvelt að koma ræktunarstarfi af
stað vegna fjárskorts. Fundurinn
skorar á alla unnendur íslenskrar
tungu og málræktar að leggja
sjóðnum lið með framlögum
hvers konar fémuna og vekur
athygli á því að allir sem það gera
fyrir lok þessa árs teljast stofn-
endur.
Loks vill fundurinn beina því
til öflugustu fjölmiðla landsins að
þeir láti ekki sitt eftir liggja við
að kynna Málræktarsjóð og þá
starfsemi sem honum er ætlað að
styrkja.“