Dagur - 30.04.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 30.04.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 30. apríl 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLIG. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Óskiljanleg viðbrögð við sjálfsagðri kröfu Sú ákvörðun ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar, að taka forræði umfjöllunar um samninginn um Evrópskt efnahagssvæði, EES, úr höndum utanrík- ismálanefndar Alþingis og fela það nefnd „sérfæð- inga“ utan þings, er vægast sagt hæpin. Ekki verð- ur betur séð en að þessi ákvörðun sé brot á þing- skaparlögum. í þeim er kveðið á um að utanríkis- málanefnd skuli vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiriháttar utanríkismál enda skuli ríkisstjórn- in ávallt bera slík mál undir nefndina. Kjarni EES- samningsins fjallar um samskipti íslands við aðrar þjóðir og grundvallarþættir hans um þjóðréttarleg- ar skuldbindingar íslendinga. Því heyrir umfjöllun um samninginn tvímælalaust beint undir verksvið utanríkismálanefndar Alþingis og í hæsta máta óeðlilegt að svipta hana forræði í málinu. Rétt er að minna á að ríkisstjórnin tók þessa gerræðislegu og vafasömu ákvörðun eftir að formaður utanríkis- málanefndar, sjálfstæðismaðurinn Eyjólfur Konráð Jónsson, hafði opinberlega lýst efasemdum sínum um ágæti samningsins og sagt að hann bryti hugs- anlega í bága við ákvæði íslensku stjórnarskrárinn- ar. Stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi hafa nú sameinast í kröfu um að samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði verði lagður undir þjóðaratkvæða- greiðslu í haust. í tillögu stjórnarandstöðunnar er gert ráð fyrir að sumarið verði notað til að skoða samninginn sem allra best og kynna ítarlega hvað í honum felst og láta síðan fara fram um hann þjóð- aratkvæðagreiðslu að hausti, sem fyrr segir. Þessi krafa er í senn eðlileg og réttmæt, þar sem saming- urinn getur óneitanlega skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar. Hitt vegur jafnvel enn þyngra að marg- ir telja að í samningnum um EES felist að meira eða minna leyti framsal á fullveldi íslands. Á þeim for- sendum er þjóðaratkvæðagreiðsla um samninginn beinlínis nauðsynleg. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við þessari sjálfsögðu kröfu stjórnarandstöðunnar eru allt annað en trú- verðug. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráð- herra, lýsti því yfir í utandagskrárumræðu um EES saminginn á þriðjudaginn að ef samningurinn hlyti náð fyrir augum hinnar fjögurra manna sérfræð- inganefndar, sem ríkisstjórnin skipaði til höfuðs utanríkismálanefnd í málinu, teldi ríkisstjórnin enga ástæðu til að bera samninginn undir þjóðar- atkvæði. Þessi afstaða ríkisstjórnarinnar er óskiljan- leg. Fyrst skipar hún sérstaka utanþingsnefnd í málið - í annarlegum tilgangi að því er virðist — og ætlar síðan að láta nefndina ráða því hvort EES- samningurinn verður borinn undir þjóðaratkvæði eða ekki! Ekki verður betur séð en að ríkisstjórnin ætli að „keyra“ EES-samninginn í gegn á Alþingi af fullri hörku í stað þess að reyna að ná sem víðtækastri sátt um málið. Það er ills viti og vekur upp ótal spurningar um heilindi og skynsemi stjórnarherr- anna. BB. Alabaster air mail Ef tímabil stríðsáranna er skoðað sérstaklega, koma þar fyrir tvö fyrirbæri í stimplun flugbréfa, sem engan veginn eru fullrann- sökuð ennþá, en þó nokkuð er samt vitað um. Þarna á ég við það sem ég vil gefa nefnið Alabaster og svo hitt sem ég vil nefna Fam. Það fyrra var viðbragð Breta og á upptök sín á íslandi, sem viðbragð við framsókn Þjóðverja á vígstöðv- um á Norðurlöndum. Hitt er upprunnið hjá Bandaríkjamönn- um og stafar frá því að flugleiðir almenns flugs til Suður-Evrópu og Frakklans lokast. Ef við skoðum aðeins fyrst, það sem ég hefi nefnt Alabaster, þá er þarna um að ræða dulnefn- ið fyrir hernám íslands. Það hét í gögnum herstjómarinnar, „Oper- ation AIabaster.“ Þegar svo Þjóðverjar náðu Noregi öllum á sitt vald, síðla sumars 1940, töldu Bandaríkja- menn ekki lengur óhætt að fljúga venjulega flugleið frá Reykjavík til Bretlands, heldur yrði nú að fara frá Akureyri og norð-vestan við landið, síðan suður til Bret- landseyja. Þar sem enginn flutningur var á flugpósti, nema með herflug- vélum, hvorki til né frá landinu, var þessi flutningsleið á póstinum nefnd „Alabaster air mail“. í frásögn þeirri sem er að finna í safni Spellmann Kardínála, er sagt að: „Þegar Bandamenn höfðu yfirgefið Noreg opnaði breski flugherinn flugpóstþjón- ustu milli valdra flugvalla á ís- landi og Stóra-Bretlands undir dulnefninu „Alabaster“. Þessi aðgerð var hernaðarleyndarmál og hefir jafnvel enn þann dag í dag ekki verið hægt að fá allar upplýsingar um hana frá Flug- málaráðherranum breska. Senni- lega verður það ekki hægt, fyrr en upplýsingarnar eru ekki leng- ur mikilvægar að því er hernað varðar, eða öryggi ríkisins. Þessi gögn eru því ennþá trúnaðarmál. Þvf er gerð flugvéla, fjöldi þeirra og áætlun í þessu flugi óþekkt. Jafnvel er móttakandi óþekkt, (fröken Sheila Lane), ekkert heimilisfang, eða sendanda er heldur getið á bréfunum. Giskað hefir verið á að flugmaðurinn hafi sjálfur verið frímerkjasafnari og hafi hann því útbúið umslögin ALABASTER AIR MAIL Gúmmístimpillinn. sjálfur fyrir safn sitt og sent þau starfsmanni í heimastöðvum flug- hersins í Englandi." Ýmislegt hefur þó komið í ljós síðan þetta var skrifað. Konan í aðalstöðvunum í Englandi varð síðar eiginkona yfirmanns póst- mála flughersins á íslandi, sem sjálfur útbjó um 200 umslög af þessu tilefni og vélritaði á hluta þeirra með tvöfaldri undirstrik- un: „First day cover. Alabaster air mail. “ Öll þau umslög er ég þekki með þessarri vélritun, eru stimpl- uð í Reykjavík 22. X. 1940. Sum þessarra umslaga hafa einnig fengið bláan gúmmístimpil með áletruninni „Alabaster air mail“, en alls ekki öll, en öll umslög sem send eru frá Reykjavík með stimpli þann 24. X. 1940 og einnig frá Seyðisfirði með sömu dag- setningu, hafa hins vegar fengið gúmmístimpilinn, sem virðist því ekki hafa verið tilbúinn í upp- hafi. Að þetta sérstaka flug var tek- ið upp virðist því vera staðreynd. Auk þess mun hafa verið hægt að senda bæði almennan póst og póst frá herstyrk Breta á íslandi með þessum flugpósti. Sá er gekk frá póstinum til sendingar, en rit- hönd hans er á utanáskrift allra bréfanna, hefir orðið uppi- skroppa með venjuleg umslög og gripið til þess að nota bresk þjón- ustuumslög, en þar sem ekki er um þjónustupóst að ræða verður hann að frímerkja þau. Þetta hefir gert það að verkum að sumir hafa viljað halda því fram að þetta hafi í raun aldrei verið annað en leikur einhvers safnara. Þá var því lengi haldið fram að aðeins væru til örfá umslög. Það er alrangt. Mér sem þetta skrifar er kunnugt um yfir tuttugu stk. Bakstimplun nokk- urra umslaga sannar að þau voru flogin þann 22. október, sem þá er upphafsdagur þessa póstflugs og því rétt áritunin með ritvél- inni. Bréfin frá 24. október gætu þannig verið með næstu ferð á eftir. Allavegana hefir verið send- ur póstur frá Reykjavík, Seyðis- firði og Akureyri með þessum sérstaka pósti á hinni nýju flug- póstleið. Næst segjum við svo frá F.A.M. póstinum. Sigurður H. Þorsteinsson. Vio.. (\J< f/ (rU-Jí, Fyrsti dagur flugsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.