Dagur - 30.04.1992, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 30. apríl 1992 - DAGUR - 5
Hjörtur E. Þórarinsson:
Hvað hefiir komið fyrir
tjömina okkar?
Ég hef fylgst milli vonar og ótta
með þeim umræðum og stundum
deilum, sem alltaf öðru hverju
blossa upp um Kísilverksmiðjuna
við Mývatn og áhrif hennar á
vatnið og íbúa þess af ríki jurta
og dýra.
Von mín er sú, að starfsemi
Kísiliðjunnar við Reykjahlíð sé
ekki sú meinvættur í lífríkinu,
sem margir eru sannfærðir um að
hún sé, og að hún verði fundin
sýkn af slíkum ákærum. Þessi
afstaða er sprottin af því, að ég,
eins og allir aðrir, sé og skil, hve
mjög hin blómlega og sérstæða
byggð í Skútustaðahreppi a.m.k.
norðanverðum er háð áframhald-
andi rekstri þessa fyrirtækis, sem
vinnur verðmætt efni til útflutn-
ings úr heimafengnu hráefni með
heimafenginni orku.
Óttinn er hins vegar sá, að það
sannist eftir allt saman, að þeir
hafi rétt fyrir sér, sem fullyrða,
að starfsemi Kísiliðjunnar sé
orsök hnignunar lífsins í Vatn-
inu, og að sú hnignun muni
ágerast uns hið einstæða og óbæt-
anlega lífríki Mývatns verði
endurminningin ein. Þannig vega
salt vonin og óttinn og ég veit
hreint ekki, hvað halda skal.
Tjörnin í Svarfaðardal
Þetta var formáli að því efni, sem
þessi grein mín á að fjalla um. Ég
veit ekki hvort hún snertir
Mývatnsmál nokkurn skapaðan
hlut. Hún fjallar þó um skylt
fyrirbæri, sem ég hefi horft á
þróast frammi fyrir augum mín-
um síðustu áratugina. Eg ætla að
reyna að lýsa fyrirbærinu í sem
allra skemmstu máli.
Svo er mál með vexti, að hér
fyrir neðan bæinn, Tjörn í Svarf-
aðardal, er lítil, grunn tjörn, sem
bærinn dregur ugglaust nafn af.
Hún er nú ca. 600 metrar á lengd
og 80-100 m á breidd, en var
stærri áður fyrr. Dýptin er ca.
hálfur til einn og hálfur meter.
Ég er fæddur 1920, (af sterka
árganginum 1920, eins og við
segjum fermingarsystkinin) og
man því mætavel, hvernig gróðr-
inum var háttað hér á engjunum
t.d. á tímabilinu 1930-50. A þeim
árum voru stör og fergin ein-
kennisjurtir vota svæðisins í
kringum Tjörnina, störin á
grynnra, ferginið á dýpra vatni,
allt að hnédjúpu vatni og meira
til. Faðir minn heyjaði ferginið í
miklum mæli bæði fyrir eigin
nautgripi og til sölu gömlum og
grónum viðskiptavinum og kýr-
eigendum á Dalvík og á Siglu-
firði. Við litum á ferginið sem
verðmæt hlunnindi á jörðinni og
faðir minn sagðist kosta okkur
börnin til náms fyrir ferginspen-
ingana, (og fyrir okkar eigin
sumarvinnu við búskapinn, vildi
ég nú bæta við). Það ferginsland,
sem við komumst ekki yfir að
nytja sjálfir, lánaði hann Dalvík-
ingum til slægna og var þá
landstærð, sem hver fékk, mæld
út í ákveðnum fjölda slægju-
múga.
Fyrrum lífrík tjörn
Tjörnin var afar iífrík. Auk skor-
dýra og snigla, sem moraði af í
vatninu var ógrynnin öll af horn-
síli. Ógleymanleg er sú sjón að
sjá, sem var ferginshlass, komið
fram á þurrkvöll á Bakkanum,
iðandi af hornsíli, sem hafði
mokast upp á „úrflutingssleð-
ann“ úr háifsokknum múgunum
ásamt með grasinu, stör og ferg-
Síðasti fcrginsslátturinn. Höfundur
slær í september 1973.
ini. Milljónir hornsíla voru í
Tjörninni allri, fullyrði ég.
Svo var það silungurinn, mest
urriði, sem að líkindum hefur
nært sig mikið á hornsílinu. Sil-
ungur var lítið sem ekkert veidd-
ur á mínum æskuárum, ekkert
nýtilegt net til á bænum og þaðan
af síður bátur til að stunda veiðar
á. En það sýndi sig hins vegar
þegar ég fékk mér nælonnetstubb
og bátskel nokkrum áratugum
síðar, að það var töluverður sil-
ungur „af báðum kynjum“ í
Tjörninni og þaðan kom margur
góður málsverður á borð fjöl-
skyldunnar.
Síðast en ekki síst ber að nefna
fuglalífið við Tjörnina. Hún er
hluti af svokölluðu Friðlandi
Svarfdæla, sem lýtur sérstökum
reglum náttúruverndarlaga sem
óvenjulega fjölskrúðugt fugla-
svæði. Tjörnin var ein af perlun-
um í þessu „andríka“ votlendi.
Gerbreytt ástand
Ég hef talað um þetta allt í þátíð.
Hvers vegna? Það er af því, að
nú er allt breytt frá því ástandi
sem var fyrir svo sem 20 árum og
ég hef lýst. Eitt sumarið tókum
við eftir því, að ferginið var farið
að hörfa. Það hörfaði ár frá ári,
hreint ótrúlega hratt, fyrst af
dýpstu vatni, síðan af því, sem
grynnra var, og skildi eftir opið
vatn. Eftir nokkur ár var það
gjörsamlega horfið, allt fergins-
landið, sem á árunum 1930-40 gaf
af sér líklega ein 10 kýrfóður af
vildisheyi. Ekkert einasta strá
eftir skilið. Gulstörin hinsvegar
stendur keik á sínum gömlu
stöðum.
Hvað þá um dýralífið? Við vit-
um lítið um skordýrin og önnur
lægra sett dýr. En hornsílið er
horfið, a.m.k. 99% af þeim. Og
silungurinn er að mestu horfinn.
A.m.k. kemur hann ekki í netið.
Því er nefnilega þannig varið, að
netið fyllist á örfáum tímum af
grænu, slímkenndu slýi, sem
breytir netinu í grænt teppi, sem
silungarnir bersýnilega forðast,
og lái þeim hver sem vill, ef þeir
eru þá einhverjir á ferli í þeirri
grænu súpu, sem Tjörnin nú er
orðin.
Þá er fuglalífið eftir. Hér vant-
ar auðvitað allar rannsóknir eins
og er líka um öll hin atriðin, sem
ég hef drepið á. En sjálfur hef ég
gert mér far um það, sérstaklega
eftir 1950, er ég hóf hér búskap,
að stúdera fuglalífið. Og ég full-
yrði, að það er stórum fátæklegra
nú en þá. Ef einhver segði mér,
að t.d. ungaendur væru aðeins
þriðjungur af þeim fjölda, sem
áður var hér á síðsumri, þá dytti
mér ekki í hug að andmæla.
Sama gildir um aðra fugla, sem
áður settu svip á Tjörnina, flór-
goðinn er horfinn, óðinshaninn
er orðinn sárafáliðáður, svanur-
inn reynir ekki einu sinni að
byggja sér hreiður lengur. Jafn-
vel grágæsin, sem til skamms
BMW
Renault
á leið um
landið
Renault 19 GTS - Renault Clio RN
tíma var hér á og í kringum
Tjörnina hundruðum saman, yrði
nú frekar talin hér í tugum á
haustdögum. Allt annað er uppi
á teningnum með vaðfuglana.
Það þarf ekki
kísilverksmiðju til...
Hvernig stendur nú á þessum
ósköpum? Varla eru það galdrar
eða gerningar. Ég skil það ekki,
en vil þó benda á vissa hluti, sem
gerst hafa í nágrenni tjarnarinn-
ar.
I. Hundrað hektarar af túni
eru á „vatnasvæði“ Tjarnarinnar.
Vel hefur verið borið á þessi tún,
bæði tilbúinn áburður og hús-
dýraáburður, hvortveggja í vax-
andi mæli framundir síðasta ára-
tug.
II. Með aukinni tækni við
mjaltir og í mjólkurhúsum hefur
notkun þvottaefna á kælitanka og
mjaltavélar vaxið. Einkaheimil-
um hefur fjölgað á svæðinu og
heimavistarskóli með 40-50
nemendum hefur risið þar og
starfað síðan um miðjan sjötta
áratuginn. Notkun þvottaefna
eykst sennilega í réttu hlutfalli
við fjölda mannfólksins.
III. Um 1960 var borað eftir
meira og heitara vatni fyrir Sund-
skála Svarfdæla, sem er á vatna-
svæðinu. Árangur varð nokkur,
vatnsmagn úr lindinni mun hafa
tvöfaldast og hitinn jókst um
nokkrar gráður, (5-7 gráður). í
Sundskálann er notað klórefni til
þrifnaðar. Afrennslisvatn Sund-
skálans fer í Tjörnina.
Ekki veit ég hvað skal halda,
hvort nokkurt samhengi er í þess-
um málum eða samband við
hnignun lífríkis við títtnefnda
Tjarnartjörn.
Og hvað kemur það við ástandi
mála við Mývatn? Ég veit það
ekki heldur. Eitt er þó víst, að
það þarf ekki eitt stykki kísil-
verksmiðju til að gjörbreyta og
spilla lífríkinu í íslensku stöðu-
vatni í byggð.
Á páskadag, 20. apríl 1992.
Höfundur er bóndi.
Millifyrirsagnir eru blaðsins.
FRUMSYNUM A AKUREYRI
Glæsilegan 2ja dyra
BMW 318is
______Við sýnum einnig:--
Nokkra glæsilega Renault bíla
Renault Clio
Rúmgóðir 3ja og 5ja dyra fjölskyldubílar sem eru
metsölubílar víða í Evrópu.
Verð frá kr. 739.000.- *
Renault Nevada
Glæsilegur 4x4 skutbíll í fullri stærð. Kjörinn til ferðalaga,
sterkur og traustur bíll sem endist vel.
Verð kr. 1.589.000.- *
Renault 19
Sportlegir 3ja, 4 og 5 dyra fjölskyldubílar sem
bjóða upp á þægindi, glæsileika og öryggi.
Verð frá kr. 925.000.- *
* Verð án ryövarnar og skráningar samkvæmt verölista í apríl 1992
Sýning: Bílavali Akureyri
föstud. 1. maí kl. 15-18 og laugard. 2. maí kl.10-17
BG Húsavík, föstudaginn 1. maí kl. 11-13
Dröfn Dalvík, sunnudaginn 3. maí kl. 12-13
Sölusk. Ólafsfirði, sunnudaginn 3. maí kl. 14-16
Esso Siglufirði, sunnudaginn 3. maí kl. 17-19
Komið og reynsluakið
Renault
Metsölubfll í Evrópu
Bflaumboðið hf.
Krókhálsi 1 - Reykjavík - Sími 91686633