Dagur - 30.04.1992, Blaðsíða 15

Dagur - 30.04.1992, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 30. apríl 1992 - DAGUR - 15 ÍÞRÓTTIR Jón Haukur Brynjólfsson Golf: Þrír Akureyringar keppa á skólamóti á St. Andrews Þrír ungir kylfíngar frá Akur- eyri, þeir Sigurpáll Sveinsson, Orn Arnarson og Ríkarður Ríkarðsson halda til Skotlands um miðjan maí þar sem þeir taka þátt í alþjóðlegri skóla- JMJ-mótið: Jafiit hjá Þór og Magna JMJ-mótið í knattspyrnu hófst á Akureyri á þriðju- dagskvöldið en þá gerðu Þór og Magni jafntefli, 1:1. Leikurínn fór fram á Sana- vellinum og skoraði Axel Vatnsdal fyrir Þór í fyrri hálf- leik en Olafur Þorbergsson jafnaði fyrir Magna skömmu fyrir leikslok. KA og Dalvík áttu að mætast í gær en úrslit lágu ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. Næstu leikir í mótinu verða á sunnudaginn kl. 16 en þá mætast Þór og Völsungur á Þórsvellinum og Magni og Dalvík á KA-vellinum. ~ BÍökí íslandsmót öldunga á Siglufirði í dag hefst á Siglufírði íslandsmót öldunga í blaki. 42 lið alls staðar að af land- inu mæta til leiks og verða keppendur um 370 talsins. Mótið, sem hefst í dag kl. 14, er það 17. í röðinni. Keppni lýkur seinni partinn á laugardag og um kvöldið verð- ur lokahóf á Hótel Höfn. Keppt verður í tveimur flokkum, öldungaflokki 30-40 ára sem verður deildaskiptur og öðlingaflokki 40 ára og eldri. 5 lið mæta frá Siglufirði og 37 önnur víðs vegar að. „Þetta eru geysilega skemmtileg mót og eru ekki síst hugsuð til að fólk komi saman og kynnist. Því er ekki að neita að veislan á Hótel Höfn er stór þáttur af mótinu og það er hætt við að þar verði þröng á þingi og mikið fjör,“ sagði Runólfur Birgisson, „öldungur“ mótsins eða móts- stjóri með öðrum orðum. Víðavangshlaup UMSE 2. maí Hið árlega Víðavangshlaup UMSE verður haldið laug- ardaginn 2. maí kl. 14. Umf. Reynir sér um mótið og eru keppendur beðnir að mæta til skráningar við skóla- húsið í Árskógi ekki seinna en kl. 13.30. Tekið verður tillit til frammistöðu keppenda í hlaupinu þegar valdir verða keppendur á Víðavangshlaup íslands sem fram fer í Hafnar- firði 9. maí. Keppt verður í flokkum 10 ára og yngri 11-12 ára og 13-14 ára af báðum kynjum, 15 ára og eldri kvenna, 15-18 ára drengja og 19 ára og eldri karla. Frjálsíþróttanefnd vill koma á framfæri áskorun til félaga að mæta með öflug lið til leiks. keppni í golfi. Þeir félagar, sem keppa fyrir Verkmennta- skólann á Akureyri, tryggðu sér þátttökurétt sem fuiltrúar Islands með góðri frammi- stöðu í skólamóti á íslandi sl. haust. Keppnin fer fram á hin- um heimsfræga St. Andrews golfvelli. Þeir félagar hafa æft stíft í all- an vetur í Golfbæ Davids á Akur- eyri en David Barnwell verður fararstjóri þeirra í Skotlandsferð- inni. Lið frá 16 þjóðum taka þátt í mótinu og segjast strákarnir stefna að því að hafna í einu af fimm efstu sætunum. Það yrði frábær árangur því geysilega sterk lið verða meðal keppenda á mótinu og segjast þeir búast við að þau sterkustu komi frá Sví- þjóð og Ástralíu. Fjölmargir keppendur á mótinu eru með í kringum 0 í forgjöf en Sigurpáll og Orn hafa 4 í forgjöf og Rík- arður 7. Fyrirkomulagið á keppninni verður þannig að hver keppandi leikur 36 holur og síðan er árang- urinn lagður saman. Eins og fyrr segir fer keppnin fram á St. Andrews golfvellinum þar sem allar aðstæður eru ólíkar því sem þekkist hérlendis. Strákarnir viðurkenna að það muni há þeim að þeir geta lítið spilað úti á vet- urna og því megi búast við að önnur lið komi betur undirbúin. Hins vegar eru Örn og Sigurpáll nýkomnir heim úr æfingaferð til Englands sem eflaust á eftir að koma þeim til góða þegar á hólm- inn verður komið. Strákarnir þurfa sjálfir að standa undir kostnaði við flug- ferðirnar en þegar á staðinn verð- ur komið verður allt greitt fyrir þá. Verkmenntaskólinn á Akur- eyri og fyrirtæki í bænum hafa heitið þeim stuðningi. Þeir félag- ar vildu koma á framfæri þakk- læti til þessara aðila. SS/JHB Milan Rozaneck og Ivan Jonas hafa lokið störfum sínum fyrir Tindastól. Köríuknattleikur: Ivan og Milan ekki áfram hjá Tindastól - Valur til Bahamaevja í haust Öruggt er að Ivan Jonas leikur ekki áfram með körfuknatt- leiksliði Tindastóls á næsta keppnistímabili. Þá er einnig Ijóst að Milan Rozaneck verð- ur ekki áfram hjá Tindastól en hann þjálfaði liðið ásamt Val Ingmundarsyni á síðasta tíma- bili. Þórarinn Thorlacius, formaður körfuknattleiksdeildar Tinda- stóls, sagði í samtali við Dag að fenginn yrði erlendur leikmaður í stað Ivans en ekkert yrði gert í þeim málum fyrr en ljóst væri hvort Pétur Guðmundsson yrði áfram hjá liðinu. „Það eru svona 50% líkur á því og þá er líklegt að Einar Einarsson verði einnig áfram hjá okkur,“ sagði Þórar- inn. Tindastóll hefur framlengt samning sinn við Val Ingimund- arson og mun hann því þjálfa og leika áfram með liðinu. Af Val er það að frétta að hann sigraði í troðslukeppni í Njarðvík um síðustu helgi þegar fram fór afmælisleikur milli UMFN og landsliðsins. Valur lék með Njarðvíkingum í leiknum sem lögðu landsliðið með eins stigs mun eftir framlengdan leik. Um leið fór fram keppni í troðslum og 3 stiga skotum og sigraði Val- ur í troðslukeppninni og Birgir Mikaelsson í 3 stiga keppninni. Að launum hlutu þeir ferð á mikla körfuknattleikshátíð á Bahamaeyjum í haust þar sem haldið verður upp á 100 ára afmæli körfuknattleiksins. Þar verða allir bestu körfuknattleiks- menn heimsins samankomnir og munu Bandaríkjamenn leika gegn heimsliðinu sem m.a. verð- ur með Teit Örlygsson innan sinnan raða. Þá keppir Valur í troðslukeppni og Birgir í 3 stiga skotkeppni. Um síðustu helgi fór fram upp- skeruhátíð yngri flokka hjá Tindastól þar sem haldið var upp á frábæran árangur félagsins í vetur, m.a. íslands- og bikar- meistaratitil í stúlknaflokki. Sagt verður frá hátíðinni síðar. Sigurpáll Sveinsson, Örn Arnarson og Ríkarður Ríkarðsson. Mynd: Golli íþróttir fatlaðra: 10. Hængsmótið um helgina Hængsmótiö 1992, það 10. í röðinni, verður haldið í íþrótta- höllinni á Akureyri á föstudag og laugardag. Mótið er fyrir fatlaða íþróttamenn og verður keppt í boccia, borðtennis, bogfími og lyftingum. 118 keppendur mæta til leiks. Mótið verður sett á morgun kl. 13, kl. 13.30 hefst sveitakeppni í boccia og kl. 16 einstaklings- keppni. Á laugardagsmorgun hefst dagskráin með keppni í undanúrslitum sveitakeppni í boccia kl. 9 og hálftíma síðar undanúrslitum í einstaklings- keppni. Lyftingar hefjast kl. 11, bogfimi kl. 12, borðtennis kl. 13 og úrslit í boccia kl. 14. Gunnlaugur Björnsson, for- maður mótsnefndar, segir mun meira verða lagt í mótið en venjulega vegna 10 ára afmælis- ins. „Lionsklúbburinn Hængur mun t.d. gefa 10 veglega farand- bikara sem veittir verða sigurveg- urum í öllum flokkum í öllum greinum og íslenskur skinnaiðn- aður hf. gefur stóran bikar sem stigahæsta félagið hlýtur. Allir mótsgestir verða leystir út með gjöfum og um kvöldið verður lokahóf sem verður óvenjuveg- legt. Þar verður Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, heiðursgest- ur og flytur hann hátíðarræðu kvöldsins. í tilefni afmælisins var einnig hannað sérstakt merki og nú notum við í fyrsta sinn tölvu til að draga til keppni og skrá úrslit í boccia.“ Gunnlaugur segir að klúbbfé- lagar leggi gífurlega vinnu í undirbúning mótsins en hún sé mjög gefandi. „Og það er rétt að fram komi að fleiri leggja hönd á plóginn því kraftlyftingamenn hafa séð um dómgæslu í lyfting- unum allt frá upphafi og fyrirtæk- in sem auglýsa í mótaskránni hafa flest verið með frá upphafi. Þessir aðilar eiga þakkir skildar," sagði Gunnlaugur. Þrjú félög verða nú með í mót- inu í fyrsta sinn, þ.á m. Gáski úr Skagafirði sem er nýstofnað og sendir 14-15 keppendur. Innanhússmeistaramótið í sundi: Ágætt hjá Óðinsmönnum Óðinsmenn frá Akureyri náðu ágætum árangri á Innanhúss- meistaramóti íslands í sundi sem fram fór í Vestmannaeyj- um fyrr í mánuðinum. Rut Sverrisdóttir setti m.a. þrjú íslandsmet í flokki sjónskertra og Ómar Árnason var valinn efnilegasti sundmaður mótsins. Rut setti þrjú met, ekki tvö eins og áður hefur verið sagt, synti 200 m baksund á 2:54,87, 100 m baksund á 1:20,33 og 400 m fjórsund á 6:08,30. Athygl- isvert er að hún komst í 8 manna úrslit í þessum greinum þar sem hún keppti við ófatlað sundfólk. Þorgerður Benediktsdóttir setti sex Akureyrarmet kvenna og stúlkna í þremur greinum, synti 400 m fjórsund á 5:25,21,50 m skriðsund á 29,22 og 200 m skriðsund á 2:15,00. Þorgerður hlaut silfurverðlaun í 400 m fjór- sundinu. Þá setti Baldur Már Helgason Akureyrarmet karla og pilta þegar hann hafnaði í 3. sæti í 200 m baksundi á 2:21,65 en þetta eru fyrstu verðlaun hans á meistaramóti. Ómar Árnason var kjörinn efnilegasti sundmaður mótsins en hann hafnaði m.a. í 4. sæti í þremur greinum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.