Dagur - 30.04.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 30.04.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 30. apríl 1992 FÉLAGAR! FÉLAGAR! Allsherjar atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu ríkissáttasemjara vegna kjarasamninganna, fer fram á félagssvæði neðangreindra félaga þriðjudaginn 5. maí og mið- vikudaginn 6. maí, sem hér segir: Grenivík, Ólafsfirði, Hrísey, Dalvík, Akureyri, Gamlaskólahúsinu skrifstofu Einingar skrifstofu Einingar skrifstofu Einingar skrifstofum félaganna, Skipagötu 14 frákl. 13-20 frá kl. 13-20 frá kl. 13-20 frákl. 13-20 frá kl. 10-22 Félagar fjölmennið og takið virkan þátt í atkvæðagreiðslunni. Verkalýðsfélagið Eining, Félag verslunar- og skrifstofufólks, Iðja, félag verksmiðjufólks, Trésmiðafélag Akureyrar. SJALLINN Fimmtudagur: Opið hús til kl. 03.00. Fóstbræðurnir Jón Axel Ólafsson og Gunnlaugur Helgason verða í diskótekinu og leika lög eins og gert var í gamla daga. Hvernig væri að rifja upp gömlu góðu og einu sönnu diskóstemmninguna? Föstudagur og laugardagur: Hljómsveitin Suðusveitin og Björgvin Halldórsson Björgvin Halldórsson, gítar, söngur Magnús Kjartansson, hljómborð Asgeir Oskarsson, trommur Vilhjálmur Guðjónsson, gítar Finnbogi Kjartansson, bassi Jón Axel og Gulli í diskótekinu Kjallarinn: Fimmtudagur: Opið til kl. 03.00 Karaoke alla helgina. Nýjar plötur. B Vill þjóðin FFS-samninginn? - hugleiðing í tilefni miðstjórnarfundar Tilkynnt hefur verið að fundur miðstjórnar Framsóknarflokks- ins um helgina eigi einkum að fjalla um samninga um aðild Islands að ríkjasamtökum þeim sem ganga undir nafninu Evrópskt efnahagssvæði. Mörgum sýnist þessi nýju ríkjasamtök sakleysið sjálft. Þeim er það e.t.v. ekki láandi, því að kerfisáróðurinn íslenski hefur dregið upp þá mynd af mál- inu að samningurinn um EES sé eðlilegur og sjálfsagður milli- ríkjasamningur um viðskiptamál, að vísu nokkuð nýstárlegur að því leyti sem nútímaaðstæður, þróun heimsmála og „nýskipan" þeirra (eins og það er kallað) krefjist þess að íslendingar verði ekki útundan í Evrópu, taki á sig nokkrar skyldur til þess að ein- angrast ekki. Þannig er talað. En sakleysi EES-samnings er ekki sem sýnist. Áróðurinn fyrir samningnum er ekki jafnágætur sem hann hefur verið fyrirferð- armikill í þjóðfélagsumræðunni síðustu 2-3 ár. í þessum áróðri er mörgu leynt um eðli hins nýja ríkjabandalags (EES), sem ætl- unin er að ísland gerist aðili að. Ellegar að málefnið er fegrað með viðsjárverðum orðum, sem oftar en ekki eru notuð x óskýrri eða brenglaðri merkingu. Þar gnæfir hæst sá tísku- boðskapur að pólitískt fullveldi þjóðar sé einskis virði, ef ekki framfarahindrun, að stjórnskip- un, sem reist er á þjóðlegu sjálf- stæði, sé gamalt, rómantískt húmbúkk og löngu újelt. Alþjóðahyggja sem þannig er boðuð dæmir að sjálfsögðu „þjóðríkið“ dautt. Þess í stað á að kröfu slíkrar alþjóðahyggju að efla stjórnskipulag af sambands- ríkisættinni (bandaríkjakyns) þar sem „sameiginlegu málin“ (svo notað sé orðalag frá þeim tímum þegar ísland var hluti Danaveld- is) lúta að vísu sterkri miðstjórn, en einstakir hlutar stórveldisins njóta í staðinn yfirburða stærðar- innar um markað og athafna- semi, búseturétt og það öryggi sem fylgir því að vera í skjóli þeirra sem nokkurs mega sfn. Einkenni sambandsríkis Það skal að vísu viðurkennt að sambandsríkjaskipulag getur ver- ið með ýmsum hætti. Á því getur verið stigsmunur, en eðlismunur enginn. En hvað koma þessar hug- leiðingar um „þjóðríki" og „sam- bandsríkjaskipulag" því við að stjórnvöld eru að gera milliríkja- samning um samskipti íslands við Evrópubandalagið? Er ekki verið að gera nauðsynlegan milliríkja- Ingvar Gíslason. samning um viðskiptastöðu íslands óháð öllum stjórnskipun- arbreytingum eða stjórnmála- kvöðum? Nei, svo einfalt er þetta mál ekki. Sérstakt tilefni þess að ég rita þessa grein er það að miðstjórn Framsóknarflokksins hefur verið kölluð saman til þess að móta afstöðu til samnings um aðild íslands að ríkjasamtökum, sem hafa í sér fólgin augljós einkenni sambandsríkjaskipulags. Samn- ingurinn um EES er ekki venju- legur milliríkjasamningur um viðskiptamál. Þegar svo stendur á verður miðstjórn Framsóknar- flokksins að sýna málefninu þá alúð sem alvara þess krefst. Hér má ekki hrapa að niðurstöðunni. Svo vel þykist ég þekkja til þingflokks framsóknarmanna að þingmönnum sé ekki annað ætl- andi en vilja móta afstöðu sína í svo afdrifaríku máli í fullum sam- ráðum við flokksmenn. Slíkur vilji ætti að vera þeim mun frekar vakandi að mikil andstaða hefur komið fram gegn EES-samningi í þeim landshlutum og héruðum, sem Framsóknarflokkurinn á mestu fylgi að fagna. Þetta ætti þingmönnum Framsóknarflokks- ins að vera ljóst. Týndir fyrirvarar Ekki er ætlun mín að lengja þessi skrif úr hófi. Þó tel ég rétt að minna á það til upprifjunar, að hugmyndin um Evrópskt efna- hagssvæði er komin nokkuð á fjórða ár. Efni hennar ætti ekki að vera neinum nýnæmi. Hug- mynd þessi hefur verið umræðu- efni árum saman. Kjarnaatriði EES-samnings hefur lengi legið fyrir. Höfundur EES-hugmynd- arinnar, eða sá sem fyrstur setti hana fram opinberlega (jan. 1989), er Jacques Delors aðal- framkvæmdastjóri Evrópubanda- lagsins. Hann hugsaði sér EES sem aukaaðild að Evrópubanda- laginu, er hentaði iðnríkjum Frí- verslunarsamtaka Evrópu (EFTA), þ.e. Austurríki, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, hugsanlega Sviss, en tæplega ís- landi. Delors bauð raunar annan kost um samskipti EFTA-landa við EB, þ.e. áframhaldandi fríversl- unarsamning. Sá kostur hentar íslendingum, enda hefur það ver- ið almenn skoðun framsóknar- manna frá fyrstu tíð. Sú skoðun fékk aldrei að njóta sin í raun. Mál réðust þannig í ríkisstjórn undir forsæti formanns Fram- sóknarflokksins að látið var und- an kröfu formanns Alþýðu- flokksins, sem fór með utanrík- ismál, að ísland tæki fullan þátt í samningum EFTA-ríkja um EES. Upphaflega var sú ákvörð- un bundin skilyrðum (svo kölluð- um fyrirvörum) sem þurrkuðust smám saman út í samningaferlin- um. Þegar upp er staðið að liðn- um löngum samningstíma liggur fyrir samningur um fyrirvara- lausa aðild íslands að nýjum ríkjasamtökum sem bera í sér eðliseinkenni sambandsríkis, byggðum á hreinfederaliskum hugmyndum. Ef samningur þessi hlýtur lög- fulla staðfestingu hefur ísland efnislega gerst aukaaðili að Evrópubandalaginu. Þar með er fsland orðið aðili að sérstöku ríkjasambandi með eigin stjórn- skipun, stjórnsýslu og dómskerfi (sérstökum yfirþjóðlegum valda- stofnunum). M.ö.o.: íslensk þjóð hefur skert fullveldi sitt sem þessu nemur. Efnahagsbandalag Enginn vafi þarf að leika á því að Evrópska efnahagssvæðið er hugsað sem „efnahagsbandalag“ með fjórfrelsi Rómarsáttmálans að grundvelli og yfirþjóðlegu stjórnkerfi. Hér er ekki um „frí- verslunarsamtök" að ræða á borð við EFTA. Stjórnmálamönnum er engin þörf á því að kalla eftir áliti „sérfræðinga" um saman- burð í þessu efni. Hér verður pólitískt mat að ráða. Sama gildir raunar um mat á því, hvort EES- samningurinn brjóti gegn ákvæð- um stjórnarskrár. Stjórnmála- menn verða að hafa manndóm í sér að leggja á það sitt eigið mat, ekki síst stjórnarandstaðan. Ef rétt þykir að kveðja „sérfræð- inga“ til ráðgjafar, sem ekki er nema sjálfsagt, verður stjórnar- andstaðan að eiga völ manna sem hún getur treyst. Hvergi nema á íslandi reyna stjómmálamenn að dylja pólitískt og efnahagslegt eðli Evrópska efnahagssvæðisins né leyna því að EES er almennt hugsað sem áfangi að fullri aðild að EB. Þá er spurningin: Vill íslenska þjóðin blanda sér í þessa risa- vöxnu samrunaþróun meginlands- ríkja Evrópu? Eru íslendingar svo settir að þeim sé nauðsyn að kasta sér út í þjóðahaf megin- lands Evrópu? Hafa íslenskir ráðamenn haft umboð kjósenda til þess að reka utanríkispólitík af þessu tagi? Ég svara þeirri spum- ingu neitandi. Ég geri mér jafn- framt vonir um að miðstjórn Framsóknarflokksins svari henni neitandi. Ég ætla að treysta því að minn gamli þingflokkur láti þá neitun koma fram í afstöðu sinni á Alþingi. EES-samningurinn er ekki lagður fram til breytinga heldur staðfestingar. Leit að „málamiðlun“ mun engan raun- hæfan árangur bera. Ingvar Gíslason. Útsala á hornsófum, spegllflísum og speglum ★ Aukin staðgreiðsluafsláttur af öðrum vörum. AueeMii HÚSGAGNAVERSLUN STRANDGÖTU 7 - 9 • AKUREYRI SÍMAR 21790 & 21690 Höfundur er fyrrverandi ráðherra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.