Dagur - 30.04.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 30.04.1992, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 30. apríl 1992 - DAGUR - 9 Tónlist Passíukórinn í Akureyrarkirkju Sunnudaginn 26. apríl efndi Passíukórinn til tónleika í Akur- eyrarkirkju undir stjórn Roars Kvam. Einsöngvarar með kórn- um voru Elísabet E. Eiríksdóttir, sópran, Guðlaugur Viktorsson, tenór, og Michael Jón Clarke, baritón. Fyrsta verkið á tónleikunum var Oh, Sing unto the Loard eftir G. F. Hándel. Verkið skiptist í sex hluta og er skrifað fyrir kór, tvo einsöngvara og litla hljóm- Sumarbúðir KFUM og KFUK: Innritun hafín - fímm hópar munu dvelja í búðunum í sumar - sjö og tíu daga í senn Sumarbúðir KFUM og KFUK við Hólavatn í Eyjafirði verða reknar með svipuðu sniði og undanfarin ár og hófst skrán- ing þátttakenda þann 24. aprfl síðast liðinn. Dvalartíminn hefst síðan 6. júní og verða búðirnar starfræktar til 24. júlí. Sumarbúðastjóri verður Sigfús Ingvason, guðfræðing- ur. Að þessu sinni verður bæði boðið upp á tíu og sjö daga dval- artíma. Gert er ráð fyrir að 24 börn verði í hverjum hóp og verða drengir og stúlkur til skipt- is í sumarbúðunum en ekki verð- ur boðið upp á blandaða hópa að þessu sinni. Rútuferðir eru inni- faldar í dvalargjaldi og vegna hagstæðra samninga við Flugleið- ir bætast einungis 2500 krónur við dvalargjaldið verði barnið að koma með flugi. Færst hefur í vöxt að foreldrar á höfuðborgar- svæðinu vilji notfæra sér sumar- dvölina að Hólavatni fyrir börn sín og var því leitað eftir sam- starfi við Flugleiðir í því sam- bandi. Skráning þátttakenda fer fram í Félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð mánudaga og miðvikudaga á milli klukkan 17.00 og 18.00 fram til 6. júní en aðeins á miðvikudögum eftir þann tíma en þá fer skráning einnig fram í sumarbúðunum sjálfum við Hólavatn. sveit. Hljómsveitin skilaði hlutverki sínu vel. Leikur hennar í fyrsta þætti verksins, forleiknum, var mjög áheyrilegur, og undirleikur hljómsveitarinnar féll vel að flutningi kórsins. Hann stóð einnig allvel fyrir sínu, en leið nokkuð fyrir það hve fáliðaður hann er og það, að hlutföll radda eru ekki sem æskilegust. Sérlega var eftirtektarvert, hve vel karla- raddir, sem ekki voru nema þrjár, komust frá sínum hlut. Tónn þeirra var yfirleitt jafn og þéttur og gaf góða undirstöðu. Einsöngvarar í þessu verki voru Elísabet F. Eiríksdóttir og Guðlaugur Viktorsson. Bæði fluttu hlutverk sín af þrótti og ákveðni sér í lagi í einsöngsþátt- um sínum. Heldur lakari var frammistaða þeirra í dúett í fimmta þætti verksins. Þar var sérstaklega upphafið nokkuð óákveðið og hikandi. í öðrum hluta tónleikanna flutti Michael Jón Clarke tvo ein- söngsþætti, A Simple Song og I Go On, úr Mass eftir Leonard Bernstein. Michael Jón Clarke er sívaxandi söngvari og sýndi í flutningi sínum nýjar og skemmtilegar hliðar á getu sinni sem túlkandi. Sérlega hrífandi var flutningur hans á A Simple Song. Michael Jón Clarke gæddi þetta fjölbreytta smáverk lífi og undirstrikaði innihald þess af inn- lifun. í túlkun sinni naut hann undirleiks Richards Simm á píanó, sem reyndar var raf- magnshljóðfæri. En lipurð Richards á hljómborðið og næm- leiki hans fyrir því, sem hann var að flytja eyddi að mestu leyti þeim óþægindum, sem jafnan fylgja því, þegar óekta tónn slíkra hljóðfæra kemur fyrir í flutningi vandaðrar konserttón- listar. Lokaverk tónleikanna var Misa Criolla eftir Ariel Ramirez. Verkið skiptist í Kyrie, Gloría, Credo, Sanctus og Agnus Dei. Það byggir á takti og tóntaki argentínskra þjóðlaga og alþýðu- dansa. Það er skrifað fyrir kór, einsöngvara og litla hljómsveit, en í henni eru slagverkshljóðfæri áberandi og gegna höfuðhlut- verki. Hljómsveitinni tókst yfirleitt nokkuð vel að laða fram þann anda, sem við hæfi er í undirieik þessa verks. Kórinn átti góða spretti og komst oft merkilega nærri þeim opna og heiða tóni, sem við á í flutningi Misa Criolla. Best stóð hann sig í Kyrie og Agnus Dei, sem var endurtekið sem aukanúmer og var mun betra í seinna skiptið. Einnig gerði kór- inn vel í Gloriunni einkum í síð- asta hluta hennar og sérstaklega í lok tónleikanna, þegar þessi hluti var endurfluttur sem aukalag. Hins vegar virtist kórinn ekki vera búinn að ná nægilegu valdi á köflunum Credo og Sanctus. Flutningur þeirra var hikandi og óákveðinn. Einsöngvarar í flutningi Misa Criolla voru Elísabet F. Eiríks- dóttir, Guðlaugur Viktorsson og Michael Jón Clarke. Öll áttu þau góða hluti í flutningi sínum. Hins vegar gætti þess nokkuð, að ekki var nóg birta í söng þeirra og einnig brá fyrir þvinguðum tónum einkum hjá Guðlaugi Viktors- syni. Haukur Ágústsson. Lionsklúbburinn Hængur á Akureyri, afhcnti fyrir skömmu Félagi hjartasjúklinga á Eyjafjarðarsvæðinu, tvær VHF-talstöðvar af Yeasu gerð. Talstöðvamar hyggjast fclagsmenn nota á rcglubundnum gönguferðum félagsins og mun Securitas á Akureyri hlusta á stöðvarnar á meðan þær era í notkun. Á myndinni tekur Þorsteinn Svanlaugsson við talstöðvunum úr hendi Einars Sveins Ólafssonar, formanns verkefnanefndar Lionsklúbbsins Hængs. Mynd: Goiii Það eni margir góðir á söluskrá og í salnum Toyota Hilux, diesel, mikið endurn. Árgerð 1982. Verð kr. 730.000 stgr. Daihatsu Choure 4x4, 5 gíra, árg. 1987. Ekinn 40.000 km. Verð kr. 320.000 stgr. Toyota Corolla GTi 1985, 3 dyra. Ekinn 104.000 km. Verð kr. 480.000 stgr. ★ Toyota Corolla Turing XL 900, 4x4, árg. 1990. Ekinn 52.000. Ásett verð kr. 1.250.000. ★ Nissan Sunny Twincam, 5 gíra, 3 dyra. Ekinn 53.000 km. Ásett verð kr. 900.000. ★ Subaru Justy J12, 5 gíra, 3 dyra, 4x4, hvítur. Ekinn 45.000. Verð kr. 480.000 stgr. ★ Toyota Corolla, Spes Ceries, SC 1987. Ekinn 47.000 km. Verð kr. 520.000 stgr. ★ Honda Civic GL, sóllúga, m. rafm., árgerð 1989. Ekinn 52.000. Verð kr. 870.000. Mótorhjól og fjórhjól á staðnum. ÞÓRSHAMARHK BÍLASALA Glerárgötu 36, simi 11036 og 30470 Kreditkortaþjónusta Greiðsluskilmálar Nýir og sólaðir á alla bíla Ódýrar, vandaðar sportfelgur Cooper hjólbarðar UMBOÐ Á AKUREYRI: Höldur hf. HJÓLBARÐAVERKSTÆÐI TRYGGVABRAUT14 - SÍMI21715 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.