Dagur - 30.04.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 30.04.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 30. apríl 1992 Viðamikil rannsókn hafm á lífríki sjávar í Eyjafirði: „Tilgangurinn að kanna möguleika á þorskeldi“ - segir Steingrímur Jónsson haffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun sem stjórnar rannsóknunum Nú eru að hefjast umfangs- miklar líffræðirannsóknir á lífríki sjávarins í Eyjafirði. Sýnatakan stendur yfír í allt sumar og unnið verður úr sýn- unum jafnharðan hér á Akur- eyri og í Reykjavík. Sá sem stjórnar þessum rannsóknum heitir Steingrímur Jónsson og er haffræðingur og starfsmað- ur hjá Hafrannsóknastofnun og Háskólanum á Akureyri. Að vísu blés ekki sérlega byr- lega hjá Steingrími og félaga hans, norska sjávarlíffræðingn- um Öivind Kaasa, þegar þeir ætl- uðu að hefja sýnatökuna á mánu- daginn var. Þá átti samkvæmt almanakinu að vera komið sumar en veðurguðirnir voru ekki á því og létu dólgslega. Þeir ætla að stunda sýnatökuna á tíu tonna trillu frá Hauganesi og til þess að tryggja vísindalega nákvæmni verður sjór að vera stilltur. Sýnataka í sumar - En hvað ætla þeir að rannsaka og hver er tilgangurinn með þessu? „Við ætlum að mæla hita, seltu og ljómun sjávar, taka sýni af þörungum, dýrasvifi og fiskseið- um og kanna næringarefni og súrefni í sjónum. Einnig munum við taka sýni af botnleðjunni og sjá hvaða lífverur þrífast þar. Þetta er ætlunin að gera 5-6 sinn- um í sumar. Við verðum að í nokkra daga í senn og sýni verða tekin á mörgum stöðum í firðin- um, allt frá Oddeyri út fyrir Gjögur. Úrvinnslan verður svo hér í Glerárgötu 36 og hjá Haf- rannsóknastofnun fyrir sunnan. Tilgangurinn með þessum rannsóknum er að kanna lífríkið í firðinum, tengsl þess og samspii við umhverfisþætti. Niðurstöð- urnar verður síðan hægt að nýta þegar og ef hafist verður handa við hafbeit á þorski hér í Eyja- firði.“ Steingrímur Jónsson haffræðingur. Myndir: Golli - Hvernig er þessi rannsókn til komin? „Hugmyndin er komin frá nefnd sem fyrrverandi sjávar- útvegsráðherra skipaði á sínum tíma til að kanna möguleika á eldi sjávardýra hér við land. Sjávarútvegsráðuneytið tók síð- an ákvörðun um að hefja rann- sóknir og fól Hafrannsóknastofn- un og Háskólanum á Akureyri að annast þær. Verkefnið nýtur stuðnings frá fyrirtækjum og hagsmunaaðilum í sjávarútvegi sem hafa lagt fram fé til þess.“ Norskar tilraunir lofa góðu - Hvert verður svo framhaldið á þessu? Má búast við því að hafið verði þorskeldi í stórum stíl hér í firðinum? „Um það er of snemmt að segja. En það er búið að ráða tvo sérfræðinga í tfmabundið verk- efni og eiga þeir að kynna sér möguleika á því að hefja þorsk- eldi hér við land. Þau munu væntanlega kynna sér hvað gert hefur verið erlendis á þessu sviði. Verði niðurstöður þeirra jákvæð- ar verður hafist handa sem fyrst, strax næsta vetur. Ef ráðist verð- ur í þetta tilraunaverkefni er gert ráð fyrir að það standi yfir í a.m.k. tíu ár því það er ekki hægt að veiða þorskinn fyrr en hann er orðinn 4-5 ára gamall. Svona athugun hefur aldrei verið gerð á íslandi en í Noregi hafa menn kannað hvort hægt sé að auka fiskigengd í sjó með seiðasleppingum. Þær tilraunir hafa gefið nokkuð góða raun, einkum þær sem gerðar hafa ver- ið inni á fjörðum. Þessar tilraunir hafa staðið yfir í áratug eða svo og Norðmenn hafa ákveðið að ráðast í stærri tilraunir. Við fylgjumst með þeim til- raunum og ef þær benda til þess að þetta sé mögulegt munum við hefjast handa. En auðvitað koma fleiri þættir inn í þetta en sá líf- fræðilegi, þetta er til dæmis spurning um kostnað við að ala upp seiði og hve vel þau skila sér í auknum afla. Hugmyndin er sú að klekja út þorskseiðum og ala þau upp í nokkurra sentimetra stærð áður en þeim er sleppt.“ Steingrímur og Ellert Kárason skipstjóri um borð í Gunnari Níelssyni EA. Eyjafjörður hentar vel - Hvers vegna varð Eyjafjörður fyrir valinu? „Fyrir því eru ýmsar ástæður, en mestu réð að fjörðurinn er einn sá lokaðasti af stærri fjörð- um hér við land og rannsókna- svæðið því afmarkað og ekki of stórt. Fjörðurinn hentar því vel fyrir tilraunaverkefnið. Einnig má svo bæta því við að hér í firð- inum og raunar fyrir öllu Norðurlandi eru helstu uppeldis- stöðvar ungs þorsks. Þó svo að hrygningin eigi sér stað fyrir sunnan og þorskurinn því flökku- dýr hafa merkingar bent til þess að ekki sé fjarri lagi að ætla að einhver hluti stofnsins sé stað- bundinn hér fyrir norðan. Hér hefur oft fengist fiskur sem kom- inn er að hrygningu. Ef ráðist verður í þorskeldi munum við eflaust reyna að hafa upp á slík- um fiski.“ - Sérðu fyrir þér að þetta sé framtíðin í íslenskum sjávar- útvegi? „Um það vil ég engu spá, en það gæti verið. Eins og menn vita hefur nýliðun þorskstofnsins ekki verið góð á síðustu árum hér við land. Það er hugsanlega hægt að hafa áhrif á það með þessum hætti. Það er langtímamarkmiðið með þessu verkefni,“ segir Steingrímur Jónsson haffræðing- ur. -ÞH Verkmenntaskólinn á Akureyri: Vegleg Mínerva komin út - skopmyndir af nemendum og kennurum Mínerva 1992 er komin út, stærri en nokkru sinni fyrr. Þetta er sem kunnugt er vand- að heimildarrit útskriftar- nemenda í Verkmenntaskólan- um á Akureyri og hefur komið út frá því skólinn hóf að út- skrifa nemendur. Mínerva hefur stækkað ár frá ári og er 387 blaðsíður að þessu sinni. Nemendur á fjórða ári sjá sjálfir um útgáfuna en í bókinni VMA. eru skopmyndir af öllum útskrift- arnemendum skólans og kennur- um þeirra. Hverjum og einum er fylgt úr hlaði með gamansömum texta þar sem helstu „afrek“ viðkom- andi koma fram svo og áhugamál og framtíðaráform. í þessum pistlum er slegið á létta strengi eins og vera ber en um leið eru þetta fyrstu æviminningar margra. Um skólameistara VMA, Bernharð Haraldsson, segir þetta í Mínervu: „Verkmenntaskólinn á Akur- eyri hefur borið gæfu til þess að njóta starfskrafta Bernharðs Haraldssonar. Hann er skóla- meistari og hefur auk þess lyft langþreyttum anda 4. bekkinga á hærra svið með því að kenna þeim Geos Grafis. Hann er rögg- samur, frjálslyndur og léttur í fasi, með ægilegan áhuga á félagslífi skólans. Áhugi hans á fyrirhuguðum niðurskurði stjórn- valda í skólakerfinu er mikill og því er nemendum bannað að sofa í tímum, geispa, rugga sér á stól- unum og notar hann aðeins Vw af töflunni við kennslu. Bernharð er ekki bara kennari og skólameist- Kápa Mínervu, fræðiríts menntaskólans á Akureyrí. Verk- ari heldur einnig heimsborgari og rithöfundur góður. „Litla kverið hans“ hefur reynst með eindæm- um vel og þykir eitt hið besta í sögu íslenska menntakerfisins. Heyrst í tíma: Ég splæsi kók á línuna. Einkunnarorð: Þetta er jafn- fáránlegt og köttur á kirkjuturni. Framtíðaráform: Gera „Opna daga“ að langri danskri kennslu- viku. P.S. Auk þess er hann giptur en ekki giftur." Mínverva verður til sölu í Verkmenntaskólanum og senni- lega nokkrum bókaverslunum einnig. SS Heilabilun - eiliglöp - Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga á Akureyri og nágrenni heldur fræðslufund á laugardag Stofnað hefur veríð félag áhuga- fólks og aðstandenda sjúklinga með Alzheimersjúkdóm og skylda sjúkdóma á Akureyri og nágrenni. Skammstöfun félagsins er FAASAN. Hlutverk félagsins er: 1. Að gæta hagsmuna skjól- stæðinga sinna, þ.e. sjúklinga með Alzheimersjúkdóm og skylda sjúkdóma. 2. Að efla samvinnu og sam- heldni aðstandenda ofangreindra sjúklinga, m.a. með fræðslufund- um, útgáfustarfsemi o.s.frv. 3. Að auka skilning stjórn- valda, heilbrigðisstétta og almennings á þeim vandamálum, sem sjúklingar og aðstandendur þeirra eiga við að etja. 4. Að sjúklingar með Alz- heimersjúkdóm og skylda sjúk- dóma fái þá hjúkrun og félags- lega aðstoð sem nauðsyn er á í nútímaþjóðfélagi. Fimm manns skipa stjórn FAASAN: Formaður er Guðrún Haraldsdóttir, Akureyri; varaformaður Anna Bára Hjalta- dóttir, Dalvík; gjaldkeri er Ingunn Baldursdóttir, Ákureyri; ritari er Kristinn Eyjólfsson, Ákureyri og meðstjórnandi Valgerður Jóns- dóttir, Akureyri. Fræðslufundur verður haldinn laugardaginn 2. maí nk. f Hlíð kl. 14.00. Þar segir Þóra Arnfinns- dóttir, geðhjúkrunarfræðingur, frá umönnun og aðhlynningu heilabilaðra sjúklinga í Hlíðabæ í Reykjavík. Vonast er til þess að allir þeir sem áhuga hafa á þessum málum, komi á fundinn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.