Dagur - 30.04.1992, Blaðsíða 16

Dagur - 30.04.1992, Blaðsíða 16
Hádegistilboð alla daga Súpa og salatbar ásamt okkar nýbökuöu brauöum fylgja öllum aöalréttum og pizzum Frí heimsendingarþjónusta allan daginn Alvöru veitingahús VEITIHIGAHUSID Glerárgötu 20 • 26690 Kísiliðjan í Mývatnssveit: Atta milljóna rekstrartap í fyrra Kísiliöjan í Mývatnssveit var gerð upp með um átta milljón króna tapi árið 1991 og er það í fyrsta sinn í mörg ár sem ekki er hagnaður af rekstri fyrir- tækisins. Þetta kom fram á aðalfundi Kísiliðjunnar sem haldinn var á Hótel Reynihlíð í gær. Róbert B. Agnarsson, sem ráðinn hefur verið bæjar- stjórí í Mosfellsbæ, lét af störf- um sem framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar en við stöðunni tók Friðrik Sigurðsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri Isno. Á árinu 1991 voru samtals framleidd 23 þúsund tonn af full- unnum kísilgúr, eða 12% minna en árið áður. Mest hefur verk- smiðjan framleitt 29,4 þúsund tonn árið 1985. Framleiðsla síð- astliðin fimm ár hefur að meðal- tali verið 25 þúsund tonn á ári. Á árinu 1991 var samtals flutt út 23,3 þúsund tonn og er þar um að ræða 6% samdrátt frá fyrra ári. Mest hefur verksmiðjan flutt út 27,7 þúsund tonn 1985. Útflutn- ingur kísilgúrs hefur að meðaltali Sinubrunar bannaðir eftir daginn í dag: Grimmt tekið á brotum Frá og með morgundeginum, 1. maí, er sinubruni með öllu bannaður. Nokkuð hefur verið um sinubruna að undanförnu enda jörð þurr á láglendi eftir snjóléttan, eða nánast snjó- lausan, vetur. Frumvarp til nýrra laga um sinubrennslu hefur ekki verið afgreitt frá Alþingi en styðjast verður þá við bókstaf eldri laga. Kristján Theódórsson, hrepp- stjóri Eyjafjarðarsveitar, segir að samkvæmt lögum þurfi bændur að biðja um leyfi hreppstjóra til sinubrennslu fram til 1. maí en aðeins tveir bændur hafi í vor beðið um slíkt leyfi. Engu að síð- ur hefur talsvert verið um sinu- brennslu í sveitinni í vor. „Ég held að við munum taka grimmt á þessu þegar bann verð- ur komið í gildi. Við byrjuðum svolítið í fyrra að reka horn í síðu þeirra sem brenndu þá og vænt- anlega verðum við ekki blíðari núna,“ sagði Kristján. JÓH Hafnirnar á Dalvík og í Ólafsfirði: Bæjarstjórnimar sam- þykktu samemingu Bæjarstjórnir Dalvíkur og Ólafsfjarðar hafa samþykkt hugmyndir hafnarstjórna beggja staða um sameiningu hafnanna á Dalvík og Ólafs- firði. Stefnt er að því að undir- ritaður verði stofnsamningur um Hafnarsamlag Dalvíkur og Ólafsfjarðar er taki giidi í byrj- un næsta árs. Bjarna Kr. Grímssyni, bæjar- stjóra í Ólafsfirði, og Kristjáni Þór Júlíussyni, var falið af bæjar- stjórnunum að ganga frá stofn- samningi um sameiginlegt hafn- arsamlag, sem lagður verður fyrir bæjarstjórnirnar til samþykktar í sinni endanlegu mynd. Áður en gengið verður endan- lega frá stofnsamningnum verður gerð úttekt á fjárhagsstöðu hafn- arsjóðanna, sett upp fram- kvæmdaáætlun fyrir hafnirnar o.fl. óþh verið 24 þúsund tonn á ári síð- ustu fimm árin. Innanlandssala á árinu var 50 tonn. Rekstrartekjur á árinu 1991 námu, að frádregnum útflutnings- kostnaði, 372,6 milljónum en voru 414,7 milljónir árið 1990. Lækkun rekstrartekna milli ára er 10%, en tekjur á selt tonn kísilgúrs lækkuðu um 4,4%. Gengisþróun var óhagstæð Kísil- iðjunni. Rekstrargjöld án fjármagns- gjalda voru 397 milljónir króna, en voru 382 milljónir 1990. Hækkun rekstrargjalda milli ára er 3,7%. Hækkun á hvert tonn kísilgúrs var 10% en á sama tíma hækkaði byggingarvísitala um 8%. Mesta hækkun einstakra kostnaðarliða var 42% hækkun á verði jarðgufu frá 1. jan. ’91. Þannig hækkaði jarðgufureikn- ingurinn um 8,7 milljónir króna milli ára, en það er Landsvirkjun sem selur Kísiliðjunni jarðgufu úr Bjarnarflagi. Tap Kísiliðjunnar fyrir fjár- munatekjur og fjármagnsgjöld voru 24,5 milljónir króna 1991 en árið áður var hagnaður 31,9 milljónir. Tap fyrir tekjuskatt var 7,2 milljónir árið 1991 en hagn- aður 18,4 milljónir árið 1990. Tekjuskattur nam 800 þúsundum og er Kísiliðjan því gerð upp með átta milljón króna tapi, í fyrsta sinn um langt skeið. Árin 1983-90 var samfelldur hagnaður á rekstri Kísiliðjunnar. Heildareignir Kísiliðjunnar eru taldar 842 milljónir, sicamm- tímaskuldir nema 41 milljón en langtímaskuldir 787 þúsund krónum. Eiginfjárhlutfall er um 95%. Veltufjárhlutfall er 8.8. IM f Mynd: Golli Skemmdir unnar á tröppum Akureyrarkirkju í gær var lögreglunni á Akur- eyri tilkynnt um skemmdir er unnar voru á kirkjutröppunum aðfaranótt miðvikudagsins. Svo virðist, sem sést á myndinni, að mótorhjóli hafi verið ekið niður tröppurnar. Er hjólið hefur far- ið fram af hverjum palli hefur það tekið niðri og brotið úr pall- brúninni. Leiðin niður kirkju- tröppurnar er „vörðuð" á þenn- an hátt. Lögreglan hefur málið til úrvinnslu þar sem talið er að viðgerð sé kostnaðarsöm. ój Þrotabú P0B á Akureyri: Þrír vilja kaupa prentsmiðjuna - viðræður í gangi við Landsbankann Þrír aðilar eiga nú í viðræðum við Landsbankann um kaup á eignum þrotabús Prentverks Odds Björnssonar á Akureyri. Bankinn, sem á um 70% af kröfum í búið, keypti rekstur og lausafé prentsmiðjunnar og rekur hana nú undir nafninu Prentverk POB. í Óskastundinni á Stöð 2: „Ekki öruggur fyrr en ég heyrði úrslitin“ segir Stefán Helgason, munnhörpuleikari „Ég er mjög ánægður. Þetta var bara svipað og leiksýning, maður er að hengjast og svo tekur maður andköf og gerir þetta,“ sagði Stefán Helgason, munnhörpuleikari frá Húsavík sem sigraði í kraftakeppninni í Óskastund Stöðvar 2 sl. þriðju- dagskvöld. Stefán var í gær staddur á hóteli í Reykjavík er Dagur ræddi við hann og hafði frestað heimferð sinni um tvo daga meðan hann væri að skoða atvinnutilboð sem hon- um höfðu borist í framhaldi af keppninni. Stefán sagðist ekki hafa verið öruggur með sigur í keppninni. Þegar Óskastundarþættirnir voru sýndir í vetur var hann að leika gæslumann í Gaukshreiðrinu heima á Húsavík og sá því fæsta keppinauta sína koma fram. „Það eina sem ég vissi var að ég var eini hljóðfæraleikarinn í kraftakeppninni og var ekkert öruggur fyrr en ég heyrði úrslit- in.“ Stefán hefur aðeins tvisvar komið fram og spilað opinber- lega á krómatíska munnhörpu heima á Húsavík. í annað skiptið lék hann með Guðmundi heitn- um Ingólfssyni á jasskvöldi. Hann segist þó hafa átt það til að draga oftar upp bluesmunnhörp- una sem hann lék á í lok þáttar- ins. Það var ekki fyrr en 1985 sem Stefán fór að leika á munnhörpu, en þá uppgötvaði hann Toots Thilemann, munnhörpuleikara sem hann telur þann besta í heimi. „Ég varð svo hrifinn að mér datt í hug að reyna við þetta Stefán Helgason. og er bara sjálfmenntaður.“ Stefán hefur samt leikið á hljóðfæri fyrir Húsvíkinga frá því hann var smápatti. Innfæddir muna eftir honum með harmoniku á stúkuböllunum í barnaskólan- um fyrir rúmlega 30 árum, þó maðurinn sé aðeins fertugur. Eft- ir að Bítlarnir komu fram í sviðs- ljósið hefur Stefán spilað á trommur með mörgum húsvísk- um hljómsveitum. Stefán staðfesti aðspurður að hann hefði fengið mörg atvinnu- tilboð í framhaldi af þátttöku sinni í keppninni en vildi ekki ræða frekar um þann þátt á þessu stigi, en viðurkenndi að hann væri að skoða boðin betur. „En það er ekki það að mig langi að flytja suður,“ sagði sigurvegar- inn. IM Jakob Bjarnason hjá Lands- bankanum sagði að starfsemin væri óbreytt hjá prentsmiðjunni en verið væri að skoða reksturinn og endurskipuleggja hann. „Það eru viðræður í gangi um áframhaldið en við förum rólega af stað. Við stefnum að því að selja reksturinn sem fyrst en auð- vitað er húsið líka inni í mynd- inni enda er þetta prentsmiðju- hús,“ sagði Jakob, en Lands- bankinn leigir húsnæðið af þrota- búinu. Kröfur í þrotabú POB nema um 120 milljónum króna og þar sem Landsbankinn er langstærsti kröfuhafinn sá hann sér hag í því að kaupa reksturinn svo hann stöðvaðist ekki og freista þess að endurskipuleggja hann og selja innan fárra mánaða. Flestir starfsmenn POB voru í framhaldi af því endurráðnir tímabundið. Jakob sagði að það myndi væntanlega skýrast á næstu vik- um hvort viðræður við áhuga- sama kaupendur leiddu til ein- hverrar niðurstöðu. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.