Dagur - 30.04.1992, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 30. apríl 1992 - DAGUR - 11
Sértilboð: Eitt símtal og við gerum þér tilboð
AKUREYRI
96-24838
Bílaleigan Örn
Flugvöllur og Tryggvabraut 1.
ÞÓRSHÖFN: Tel. 96-81175
VIÐ ÞJÓNUM ÞÉR
RVS-AVIS
Licency
X-tríóið hefur komið víða við og hér er sungið á íslenskum dögum fyrir tveimur árum. Framundan er tónleikaferða-
lag um Norðurland.
Norðurland:
Tónleikaferðalag X-tríósins
- ijörið hefst 1. maí á Þórshöfn
Hjá X-tríóinu er framundan
mikið tónleikaferðalag um
Norðurland. Hljómsveitin
verður með um tveggja tíma
dagskrá í léttum dúr og hefst
leikurinn á Þórshöfn föstudag-
inn 1. maí er tríóið treður upp
í félagsheimilinu Þórsveri.
Frá Þórshöfn liggur leið X-tríós-
ins til Raufarhafnar og verða tón-
leikar í félagsheimilinu þar 2.
maí. Daginn eftir, sunnudaginn
3. maí, verður X-tríóið í Grunn-
skólanum á Kópaskeri. Áfram
heldur tríóið, tónleikar verða í
Hrísey 8. maí, að Melum í Hörg-
árdal 10. maí og í Grímsey 16.
maí. Síðan verður hugað að frek-
ara tónleikahaldi.
Drengirnir í X-tríóinu eru
þrautreyndir til munns og handa
og er þetta fimmta starfsár sveit-
arinnar. Tónlistin sem leikin er
og sungin er af ýmsum toga.
Alþýðuskáldin eru í hávegum
höfð, spiluð eru lög við texta eftir
Jónas Friðrik og Sigurð Þórarins-
son og kunnari skáld á borð við
Davíð Stefánsson og Jón Thor-
oddsen. Frumsömdum lögum er
lætt inn á milli og eitt af trompum
X-tríósins eru léttir bragir um
menn og málefni.
X-tríóið skipa þeir Sigurður
Þórisson, Erlingur Bergvinsson
og Birgir Hrafnsson. Að sögn
Sigurðar hefur undirbúningur
fyrir tónleikaferðalagið staðið
yfir frá því í byrjun febrúar og
ætti X-tríóið að vera vel í stakk
búið til að skemmta Norðlend-
ingum á næstunni. SS
„Við leggjum lið“:
Saga, 40 ára Lionsstarfs
á íslandi komin út
Saga Lionsstarfs á Islandi í 40
ár er komin út og heitir bókin,
sem rituð er af Svavari Gests,
„Við leggjum lið.“ Bókin sem
er rúmar 450 blaðsíður er
prýdd vel á annað hundrað
mynda úr 40 ára Lionsstarfi á
Islandi.
í inngangi bókarinnar segir
höfundur m.a. „Þar sem fjörutíu
ár eru liðin frá stofnun Lions-
klúbbs Reykjavíkur þótti mér
eðlilegt að greina ítarlega frá
aðdraganda þess atburðar og þá
einnig frá stofnun klúbbsins og
því Lionsstarfi sem fram fór hér á
landi fyrstu árin þar á eftir.
Starfsár Lionsklúbba er frá 1.
júlí til 30. júní ári síðar og því er
bókin skráð með það í huga, sag-
an rakin frá starfsári til starfsárs.
Greint er frá öllum helstu atburð-
um í starfi Lionshreyfingarinnar
á íslandi og vegur vægi atburða
og verkefna fyrstu árin þyngra í
frásögninni en þeirra sem á eftir
komu. Þetta bið ég lesandann að
hafa í huga.
Sagt er frá stofnun allra klúbba
og þess getið hverjir voru í fyrstu
stjórn þeirra. Verkefni allra
klúbba er ennfremur getið hvort
Svavar Gests
VIÐ LEGGJUM LIÐ
Saga 40 ára l.ionsslarfs
á íslandi
heldur er á sviði fjáraflana eða
þjónustuverkefna en þá fyrst og
fremst hinna allra fyrstu þó viða-
meiri verkefni hafi komið við
sögu síðar hjá klúbbunum.
Myndir í bókina voru valdar
með það í huga að þær sýndu
fyrst og fremst Lionsfélaga og
Lionessur að störfum þó ekki
hefði tekist að afla slíkra mynda
frá öllum klúbbum.“
Bókin á ekki aðeins erindi til
Lionsfélaga, heldur og til allra
annarra sem vilja kynnast hinu
umfangsmikla mannúðar- og
líknarstarfi Lionshreyfingarinnar
á íslandi, eins og segir á bókar-
kápu. -KK
Opið hús
í Dansstúdíói Alice
föstudaginn 1. maí
Fríir kynningartímar.
Kynning á drykkjum frá Coca Cola.
Guerlain snyrtivörukynning frá Amaro.
Sporthúsið kynnir íþróttaskó.
Húsið opnað kl. 13.30.
Kl. 14.00, magl, rass og lœri.
KL. 14.30, þrek og þol.
Kl. 15.00, eróbikk.
Kl. 15.30, tröppuþrek.
Nú er bara að mœta
með gallann og prófa!
★
4ra vikna vornámskeið eru hafin í öllum
flokkum, einnig í dansi fyrir 7-12 ára börn
og listasmiðja barna fyrir 4ra-6 ára.
Komist í gott form fyrir sumarið.
Krakkar, komið í skemmtilega og
þroskandi tíma.
di
alicc
Sími 24979
Upplýsingar í síma
24979, frá kl. 18-20.
Tryggvabraut 22
Akureyri
E |
L.JJ
AUGLYSING
UMINNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00
1983- 2.fl. 1984- 3.fl. 01.05.92-01.11.92 12.05.92-12.11.92 kr. 55.173.33 kr. 60.818.00
*)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, apríl 1992.
SEÐLABANKI ÍSLANDS
i