Dagur - 05.05.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 05.05.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 5. maí 1992 Fréttir Aðalfundur Rastar, samtaka um eflingu landbúnaðar og byggðar í landinu: Framleiðsluréttur verði með lögum staðfestur á hvem bújörð Aðalfundur Rastar, samtaka um eflingu landbúnaðar og byggðar í landinu, sem haldinn var í Hrafnagilsskóla sl. sunnu- dag, samþykkti ályktun þar sem hvatt er til að möguleikar landsins til búvöruframleiðslu verði nýttir sem kostur er og jafnframt verði opinber stuðn- ingur við landbúnaðinn ekki minni en við aðrar atvinnu- greinar. Einnig er hvatt til að framleiðslustjórnun verði skip- að með lögum og horfið verði frá „því löglausa og óstöðuga tilskipana- og skriffinnskukerfi sem núverandi framleiðslu- stjómun er,“ eins og segir í samþykkt fundarins. Jafnframt er í samþykktinni hvatt til að framleiðsluréttur verði með lögum staðfestur á hverri bújörð eða lögbýli með hliðsjón af landkostum og gæð- um jarðarinnar. Ónýttur fullvirð- isréttur verði nýttur til jöfnunar en þó verði óheimilt að afsala rétti til búvöruframleiðslu varan- lega af bújörðum. Þá segir í sam- þykktinni: Sigurður Líndal, lagaprófessor: Verulegir gallar á stjóm búvöruframleiðslimnar - segir Alþingi ekki valda því hlutverki sínu að setia landsmönnum lög Sigurður Líndal, lagaprófessor, kemst að þeirri niðurstöðu í nýútkominni skýrslu sinni um stjórnkerfi búvöruframleiðsl- unnar og stjórnskipan Islands að verulegir gallar séu á fram- kvæmd stjórnunar búvöru- framleiðslu hér á landi. Alþingi valdi tæplega því mikilvægasta hlutverki sínu að setja landsmönnum lög. Sig- urður fjallar ýtarlega í skýrslu sinni um lög og reglugerðir sem sett hafa verið á undan- förnum árum um þessi efni og beinir hann sérstaklega sjón- um sínum að því atriði hvort löggjafinn hafi framselt vald umfram heimildir til hags- munahópa og stjórnkerfisaðila og heimilað þeim að setja reglugerðir um framkvæmd laga. Skýrsla Sigurðar er gefin út af Úlfljóti, tímariti laganema, í samvinnu við Röst, samtök um eflingu landbúnaðar og byggðar í landinu. Röst hélt aðalfund sinn í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðar- sveit sl. sunnudag og kynnti Sigurður þar skýrslu sína. Með því að rekja í skýrslu sinni efni laga og reglugerða um búvöruframleiðslu segist Sigurð- ur leitast við að sýna fram á að stjórnvöldum hafi verið falið vald sem löggjafanum beri til að ákvarða atvinnufrelsi og eigna- Sigurður Líndal í ræðustól á aðalfundi Rastar í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarð- arsveit sl. sunnudag. réttindi. „Ákvæði þessara laga og reglugerða veita valdhöfum ekk- ert aðhald og þegnunum enga vernd - í fáum orðum - löggjöfin tryggir ekki tilhlýðilega framkvæmd. Eins og fyrr sagði hefur ekki verið kostur að kanna hvernig henni er háttað í reynd. Það væri mjög umfangsmikið verkefni svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Enginn dómur verð- ur því á hana lagður umfram það sem ráða má af sjálfum reglun- um,“ segir Sigurður í inngangi skýrslu sinnar. Nokkrar umræður urðu á aðal- fundinum um skýrslu Sigurðar og lék fundarmönnum forvitni á að vita hvort bændur geti farið í mála- Mynd: JÓH ferli ef þeir telji sig hafa skaðast af framkvæmd búvörustjórnunar sem ekki standist lög. Sigurður svaraði því til að slík málaferli gætu komið til en þá yrði að finna eitt skýrt dæmi til að höfða mál út frá og yrði slíkt mál væntanlega prófmál. Hann taldi heldur ekki óhugsandi að gjafsókn fengist í slíku máli, þ.e. að ríkissjóður beri kostnað af málarekstrinum. Einum fundarmanni lék forvitni á að vita hver sé sekur um að hafa komið á framleiðslustjórnun sem ekki standist Iagalega og svaraði Sigurður því þá til að ef nefna ætti einn sekan aðila þá væri það löggjafinn sjálfur; Alþingi. JÓH Hótel Blönduós: Reksturiim í hendur einstaklinga Meirihlutaeign Söiufélags I félags Húnvetninga í Hótel Austur-Húnvetninga og Kaup- | Blönduósi var fyrir skömmu Fiskmiölun Noröurlands á Dalvík - Flskverb á markaöi vikuna 26.04-02.051992 Tegund Hámarks- verð Lágmarks- verð Meðalverö (kr/kg) Magn (kg) Verömæti Grálúða 84 50 81,90 844 69.122 Hlýri 37 37 37,00 12 444 Hrogn 90 79 80,41 109 8.765 Keila 21 21 21,00 17 357 i.dða 280 280 280,00 26 7.280 Rauðmagi 65 60 64,13 345 22.125 Skarkoli 58 40 48,54 782 37.960 Steinbítur 57 37 48,08 296 14.232 Ufsi 43 37 38,18 818 31.232 Undirmál þ. 61 55 58,87 1.098 64.639 Ýsa 117 90 101,79 1.648 167.742 Þorskur 92 63 80,12 26.228 2.307.077 Samtals 84,75 32.223 2.730.975 Dagur birtlr vikulcga töfiu yflr fiskveri hjá Fiskmiðlun Noröurlands á Dalvík og greinir þar frá veröinu sem fékkst í vikunni á undan. Þetta er gert í ijósi þess aö hlutverk fiskmarkaöa i verö- myndun íslcnskra sjávarafuröa hefur vaxiö hrööum skrefum og þvi sjálfsagt aö gera lesendum blaösins kleift aö fylgjast meö þrðun markaösverðs á fiski hér á Noröurlandi. seld einstaklingum og tóku nýir eigendur við rekstri hótelsins þann 1. maí sl. Eignarhlutur samvinnufélag- anna nam 57 af hundraði, en næststærsti hluthafinn er Blöndu- óssbær með rúm 30%. Að sögn Guðsteins Einarssonar, kaup- félagsstjóra, hefur lengi staðið til að selja hlut samvinnufélaganna í hótelinu. Ástæðuna segir hann vera þá, að hagkvæmara sé að reka hótel af þessari stærðar- gráðu sem fjölskyldufyrirtæki, en sem hluta af jafnstóru fyrirtæki og samvinnufélögin í Austur- Húnavatnssýslu eru. Hjónin Ásrún Ólafsdóttir og Gunnar Richardsson keyptu hlut samvinnufélaganna í hótelinu og að sögn þeirra verða litlar breyt- ingar gerðar á rekstrinum til að byrja með. Hún segir að áherslan verði lögð á góða þjónustu jafnt við heimamenn sem ferðafólk, en miklar breytingar séu ekki á döf- inni í bráð. SBG „Viðurkennt verði og að fullu bætt það tjón sem löglaus fram- leiðslustjórnun hefur bakað ein- stökum bændum. Tryggt verði með lögum að einstaklingsrétt- indum bænda verði ekki ráðstaf- að af félagasamtökum eða órétt- bærum aðilum og þeim samtök- um sem með fyrirsvar fara fyrir bændastéttina verði gert að sækja til þess umboð til bænda en verði ekki veitt slfkt vald með lögum svo sem nú er. Leitast verði við með nýrri löggjöf að einfalda félags- og stjórnkerfi landbúnað- arins. Allt vald sem lýtur að eign- ar og atvinnuréttindum verði tek- ið úr höndum stjórnvalda eða stjórnskipulega óréttbærum aðil- um enda verði þessum réttindum skipað svo með lögum að slík afskipti verði óþörf. Sjömanna- nefnd verði þegar leyst frá störf- um enda axli Alþingi þá stjórn- skipulegu skyldu sína að setja atvinnugreininni lög og stjórn- völd sjái svo um að þau fái rétta framkvæmd. Verð búvara til neytenda verði ákveðið með samningum af fulltrúum fram- leiðenda, vinnsluaðila, seljenda og neytenda. Forgangur íslenskr- ar framleiðslu á innanlandsmark- að verði tryggður enda verði rekstrarskilyrði ekki lakari en í samkeppnislöndum okkar. Út- flutningsbætur verði að nýju teknar upp og þeim beitt með söluhvetjandi hætti en ekki sölu- letjandi eins og verið hefur til þessa. Ríkisvaldið geri það sem unnt er til að auðvelda sölu búvara erlendis og tryggt verði með lögum að einstök fyrirtæki geti ekki hindrað að slíkir samn- ingar takist,“ segir í samþykkt fyrsta aðalfundar Rastar. JÓH Áskorun til félagsmálaráðherra: Köimun verði gerð á flárhagsstöðu bænda Aðalfundur Rastar, samtaka um eflingu landbúnaðar og byggðar í landinu, var haldinn í Hrafnagilsskóla í Eyja- fjarðarsveit um helgina. Fund- urinn samþykkti meðal annars áskorun á félagsmálaráðherra þar sem lagt er til að gerð verði tafarlaust könnun á fjárhags- stöðu bænda. Samþykkt aðalfundarins er svohljóðandi: „Aðgerðir stjórnvalda í land- búnaðarmálum á undanförnum árum hafa haft afar alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir fjölmarga bændur og búa margir í bændastétt undir fátæktarmörk- um og er slíkt blettur á íslensku þjóðfélagi. Því er brýnt að tafarlaust verði gerð athugun á fjárhag bænda og brugðist verði við í réttmætu samræmi við niðurstöðu hennar. Ljóst er að ráðherra félagsmála getur ekki litið framhjá því hrikalega ástandi sem ríkir í bændastétt og látið það afskiptalaust." JÓH Þormóður rammi hf.: Ákveðið að auka hlutafé um a.m.k. 50 milljómr Ákveðiö var á aðalfundi Þormóðs ramma hf. á Siglu- flrði sl. laugardag að bjóða út hlutafé í fyrirtækinu, að lág- marki 50 milljónir króna og að hámarki 100 milljónir króna. Óttar Proppé, stjórnarformað- ur Þormóðs ramma, segir að stjórn fyrirtækisins hafi verið fal- in sala á þessu hlutafé og frestur verið gefinn til næsta aðalfundar til að ljúka hlutafjáraukningunni. Á aðalfundinum var samþykkt að greiða hluthöfum 10% arð og er þetta í fyrsta skipti í sögu fyrir- tækisins sem það er gert. Hagnaður af rekstri Þormóðs ramma á síðasta ári nam um 85 milljónum króna og segir Óttar að rekstrarhorfur fyrir þetta ár séu vel þokkalegar. „Það er að vísu ýmislegt sem bendir til þess að þetta ár verði ekki alveg eins og gott og það síðasta. Það eru ákveðin spurningamerki með afurðaverðið,“ sagði Óttar. Sunna, hið nýja skip Þormóðs ramma, aflaði mjög vel í sinni fyrstu veiðiferð og hún lofaði góðu fyrir framhaldið. Skipið var á rækjuveiðum og bar um 100 tonn að landi, þar af voru um 45 tonn fryst fyrir Japansmarkað. óþh Sigluijörður: Framtak með lægsta til- boðið í gerð gangstétta Þrjú tilboð frá aðilum á Siglu- fírði bárust í gerð gangstétta á Siglufirði, en tilboð voru opn- uð í gær. Framtak sf. bauð lægst, tæpar 12,6 milljónir króna, en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 16,4 milljónir króna. Hellusteypan og Ólafur Magnússon buðu sameiginlega 17,7 milljónir króna og Bás sf. 18,9 milljónir króna. Björn Valdimarsson, bæjar- stjóri á Siglufirði, segir að tilboð- in verði yfirfarin og komi ekkert óvænt upp á verði gengið til samninga við Framtak sf. Umræddar gangstéttir eru við Hafnargötu, Hlíðarveg, Þormóðs- götu, Hólaveg, Hverfisgötu, Suðurgötu og Hvanneyrarbraut. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.