Dagur - 05.05.1992, Blaðsíða 13

Dagur - 05.05.1992, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 5. maí 1992 - DAGUR - 13 Miðbær Akureyrar: Grillhúsið Café tekið til starfa Grillhúsið Café tók nýverið til starfa í miðbæ Akureyrar. Um er að ræða veitingastofu þar sem boðið er upp á ísrétti, samlokubar, báta, pylsur og grillrétti, auk hamborgaranna Sumarhús til leigu að Skarði í Grýtubakkahreppi S-Þing. Sími 33111. Gott hús á fallegum stað með öllum búnaði, heitu og köldu vatni. Landeigendur Hjördís og Skírnir. I.O.O.F. 15 17455 »Vi = Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri Strandgötu 37 b • P.O. Box 41, Akureyri • 96-27677 Opinn félagsfundur miðvikudags- kvöldið 6. maí kl. 20.30 í húsi félagsins. Strandgötu 37 b. Síðasti fundur vetrarins. Allir hjartanlega velkomnir. Stjórnin. Úr bæ og byggð Hjálparlínan, símar: 12122- 12122. Skrifstofa Geðverndarfélags Akur- eyrar Gránulelagsgötu 5 er opin mánudaga og fimmtudaga kl. 10-12 og þriðjudaga kl. 16-19, sími 27990. Fólk er hvatt til að líta inn eða hringja og nota þessa nýju þjónustu. Opið liús alla miðvikudaga frá kl. 20.00. Allir velkomnir í kaffi, spil og spjall. „Mömmumorgnar“ - opið hús í safnaðar- heimili Akureyrarkirkju. Miðvikudaginn 6. maí frá kl. 10-12. Gestaspjall: Jónas Franklín, læknir. Allir foreldrar velkomnir með börn sín. Minningarkort Rauða krossins eru til sölu í Bókvali. en þeir eru á ameríska vísu, þ.e. vel útilátnir og með miklu meðlæti. Þá er gott kaffi í boði eins og vera ber með veiting- astofur sem þessar. Friðrik Einarsson er eigandi Grillhússins Café og segir hann að auk hefðbundins opnunartíma á daginn sé nætursala úr lúgu á nóttunni um helgar þannig að segja megi að staðurinn sé starf- ræktur stærstan hluta úr sólar- hringnum um helgar. Á virkum dögum er opið milli kl. 9 og 20.00 en um helgar verður opið milli kl. 11.30 og 23.30 en jafnframt er þá næstursala eins og áður sagði. í hluta af því húsnæði sem Grillhúsið ræður yfir var starf- ræktur Didda bar áður. Friðrik segir hins vegar að hér sé um að ræða nýtt fyrirtæki og nýja eig- endur. Hann segir að borgararnir séu nokkuð frábrugðnir því sem boðist hafi áður í bænum og þar er stuðst við amerísku fyrirmynd- ina. Friðrik segir einnig mikil- vægt að hér sé um að ræða 100% nautahakk sem notað sé sem hráefni og því séu ekki notuð nein íblöndunarefni. it Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, ERNA SIGMUNDSDÓTTIR, Hlíðarlundi 2, Akureyri, lést 2. maí. Rut Ófeigsdóttir, Hólmsteinn T. Hólmsteinsson, Sigmundur E. Ófeigsson, Anna Lilja Stefánsdóttir, Soffía Ófeigsdóttir, Lárus L. Blöndal, Ófeigur Ó. Ófeigsson, Guðrún Helga ívarsdóttir, Guðmundur Sigmundsson og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, PÁLL BERGSSON, kennari frá Akureyri, Fossheiði 54, Selfossi, lést föstudaginn 1. maf. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju, föstudaginn 8. maí kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hans láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Helga Guðnadóttir. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, STEINUNN JÓNSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Hlíð, áður til heimilis að Helgamagrastræti 47, Akureyri, sem lést 23. apríl, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mið- vikudaginn 6. maí kl. 13.30. Jóhann Pétur Sigurbjörnsson, Erla Sigurðardóttir, Þórunn Sigurbjörnsdóttir, Magnús Björnsson, Jón Haukur Sigurbjörnsson, Halldóra Jónsdóttir, María Sigríður Sigurbjörnsd., Guðmundur Guðlaugsson, og barnabörn. Laust starf Mann vantar til sumarafleysinga og aðstoðar í tollgæsluna á Akureyri í 3 mánuði (júní, júlí og ágúst nk.). Upplýsingar um starfið veitir Sigurður Pálsson, deildarstjóri í tollgæslunni. Skriflegar umsóknir óskast sendar undirrituðum fyrir 15. maí nk. Bæjarfógetinn á Akureyri, 2. maí 1992. Elías I. Elíasson. Óska eftir að ráða starfsfólk í sal og eldhús Vaktavinna, helst vant starfsfólk. Upplýsingar á staðnum, ekki í síma. Ðingdao, Geislagötu 7. Hótelstörf Nýtt hótel sem verður opnað um miðjan maí- mánuð á Akureyri óskar eftir fólki í eftirtalin störf: Gestamóttöku, heilsársstarf; yfirþernu, heilsársstarf og fólk í sumarstörf þ.m.t. pilt til snúninga. Áhugasamir sendi upplýsingar um starfsreynslu og menntun á afgreiðslu Dags merkt: „Hótel Harpa“ fyrir kl. 16.00, föstudaginn 8. maí. Starf á tannlækningastofu Mig vantar aðstoð á tannlækingastofu mína í byrjun ágúst 1992, glaðlyndan og barngóðan starfsmann. Egill Jónsson, tannlæknir. Umsókn sendist í pósthólf 729 merkt: Egill Jónsson, tannlæknir „ágúst 1992“. Meö upplýsingum um: 1. Nafn. 2. Kennitölu. 3. Fyrri störf. 4. Meðmælanda, nafn - starf og síma. 5. Áhugamál. 6. Skólagöngu. 7. Maka og börn. Leikvellir Athygli skal vakin á því að opnunartími leikvalla Akureyrar hefur breyst frá því sem verið hefur undanfarin ár. Opnunartími verðurframvegis sem hér segir: Frá 1. júní til 31. ágúst frá kl. 10-12 og 13-16, frá 1. septembertil 31. maí frá kl. 13-16. Dagvistardeild. Frá grunnskólum Akureyrar Innritun 6 ára barna (fædd 1986) ferfram í grunn- skólum bæjarins miðvikudaginn 6. maí og fimmtudaginn 7. maí nk. kl. 10-12 f.h. Jafnframt verður könnuð þörf á gæslu yngri barna. Innrita má með símtali við viðkomandi skóla. Á sama tíma þarf að tilkynna flutning eldri nemenda milli skólasvæða. Nemendur sem flytj- ast í Giljahverfi skulu innrita sig í Glerárskóla. Símanúmer skólanna: Barnaskóli Akureyrar............... 24172 Gagnfræðaskóli Akureyrar ......... 24241 Glerárskóli ....................... 22253 Lundarskóli ....................... 24888 Oddeyrarskóli ..................... 22886 Síðuskóli ......................... 22588

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.