Dagur


Dagur - 05.05.1992, Qupperneq 7

Dagur - 05.05.1992, Qupperneq 7
Þriðjudagur 5. maí 1992 - DAGUR - 7 Örn Sölvi Halldórsson. Öm Sölvi vann á Hellu Örn Sölvi Halldórsson, Golfklúbbi Sauðárkróks, geröi sér lítið fyrir og sigraði í keppni án forgjafar á opnu golfmóti sem fram fór á Iiellu um helgina. Örn Sölvi lék 18 holurnar á 74 höggum, Hjalti Pálmason, GR, varð annar á 75 og Björg- vin Sigurbergsson, GK, þriðji á 76. Hann sigraði Rósant Birgisson, GL, í bráðabana um það sæti. í keppni með forgjöf sigraði Friðjón Þorleifsson, GS, á 67 höggum nettó, Örn Sölvi varð annar á 69 og Sæbjörn Guðna- son, GK, þriðji á 69. Árangur Arnar Sölva er glæsilegur því 222 kylfingar tóku þátt í mótinu. Þeir komu víðs vegar að af landinu, m.a. stór hópur frá Akureyri. -bjb/JHB Kúluvarp: Guðbjörg með íslandsmet Ung frjálsíþróttakona frá Skagaströnd, Guðbjörg Gylfadóttir, hefur á síðustu viku tvíbætt íslandsmetið í kúluvarpi á mótum í Banda- ríkjunum. Guðbjörg setti fyrra met sitt fyrir skömmu þegar hún kast- aði 15,75 m og um helgina bætti hún metið um 21 cm, kastaði 15,96. Veldi írisar Grönfeldt frá Borgarnesi hefur staðið óhaggað í kúluvarpinu undan- farin ár og hún var með lang- besta árangurinn á síðasta ári. Guðbjörg var þá í 2. sæti en hefur æft vel í Bandaríkjunum í vetur og tekið miklum fram- förum. Skíði: Öldungamóti aflýst Öldungamóti íslands á skíðum, sem fram átti að fara í Hlíðarfjalli um helgina, var aflýst vegna ónógrar þátttöku. Skíðavertíðinni er þar með lokið þar sem þetta átti að verða síðasta mót vetrarins. Hlynur Birgisson hefur hér sloppið inn fyrir vörn KA og vippar yfir Hauk Bragason í markinu en framhjá. Hlynur skoraði síðan jöfnunarmark Þórs. Mynd: JHB Knattspyrna: KA vann Tactic-mótið KA varð sigurvegari á hinu árlega Tactic-móti í knatt- spyrnu sem lauk á Akureyri á laugardag. KA nægði jafntefli gegn Þór í síðasta leik mótsins og úrslitin í þeim leik urðu 1:1. Það var Ormarr Örlygsson sem náði forystunni fyrir KA í fyrri hálfleik en Hlynur Birgisson jafn- aði metin fyrir Þór í seinni hálf- leik. Þórsarar áttu meira í leikn- um en liðið hefur átt í vandræð- um með að skora mörk upp á síð- kastið. Áður höfðu KA-menn sigraði Leiftur 1:0 en Þór og Leiftur gert 1:1 jafntefli. Þá hafði Tindastóll sigraði Þór 2:1 en Tindastóll dró sig síðan út úr mótinu eins og áður hefur komið fram. JMJ-mótið er í fullum gangi og á miðvikudaginn sigruðu Dalvík- ingar KA 2:1. Á sunnudaginn fóru fram tveir leikir, Þór sigraði Völsung 2:1 og Magni sigraði Dalvík 3:2. Staðan er þessi: Magni 2 1-1-0 4:3 4 Þór 2 1-1-0 3:2 4 Dalvík 2 1-0-1 4:4 3 KA 10-0-11:2 0 Völsungur 1 0-0-1 1:2 0 Leik KA og Völsungs, sem fram átti að fara í kvöld, hefur verið frestað til sunnudags. Næstu leikir í mótinu eru Dalvík-Völs- ungur og KA-Magni á fimmtu- daginn kl. 19. Körfuknattleikur: Keppni í 1. deild breytt Á ársþingi KKÍ, sem fram fór um helgina, var sam- þykkt að breyta keppnisfyr- irkomulagi í 1. deild karla þannig að á næsta tímabili verður leikið eins og í úrvalsdeildinni, þ.e. í tveim- ur riðlum og úrslitakeppni fjögurra efstu liða. Kolbeinn Pálsson var endurkjörin formaður en hann var einn í kjöri. Stjórnin var einnig öll endurkjörin. Íslandsglíman: Jóhannes glímukóngur - Arngeir Friðriksson veitti honum harða keppni Jóhannes Sveinbjörnsson, HSK, varð um helgina glímu- kóngur íslands en þá fór Íslandsglíman fram í íþrótta- húsi Kennaraháskólans. 7 glímumenn mættu til leiks og sigraði Jóhannes alla sína and- stæðinga. Hann hefur verið nán- ast ósigrandi í vetur og ekki tap- að glímu þar til í sveitakeppninni á dögunum. Hann er verðugur arftaki Ólafs Jóhanns Ólafssonar úr KR sem ákvað að leggja beltið á hilluna eftir síðasta vetur. Jóhannes er aðeins 22 ára. Arngeir Friðriksson, HSÞ, sem er 22 ára, varð í 2. sæti á mótinu með 5 vinninga þótt hann yrði fyrir meiðslum á mótinu. Hann veitti Jóhannesi harða keppni en varð að lúta í lægra haldi. Ingi- bergur Sigurðsson, Víkverja, varð í 3. sæti með 4 vinninga og yngsti keppandi mótsins, Tryggvi Héðinsson úr HSÞ, 17 ára, í 4. sæti með 3 vinninga, Orri Björnsson, KR, í 5. sæti með 2 vinninga, Lárus Björnsson, HSÞ, í 6. sæti með 1 vinning og Stefán Bárðarson, Víkverja, í 7. sæti en hann fékk engan vinning. Kraftlyftingar: Kári með silfiir á EM Kári Elíson, Kraftlyftingafé- lagi Akureyrar, vann til silfur- verðlauna í 75 kg flokki á Evrópumeistaramótinu í kraft- lyftingum sem fram fór í Dan- mörku um helgina. Kári vann einu verðlaun Islendinga á mótinu. Kári lyfti 235 kg í hnébeygju og fór síðan upp með 250 kg en lyftan var dæmd ógild. í bekk- pressu lyfti hann 177,5 kg og reyndi við 180 kg en hafði þau ekki upp. í réttstöðulyftu fór hann upp með 275 kg og reyndi við 280 en án árangurs. Saman- lagt lyfti hann því 687,5 kg en besti árangur hans er rúmlega 700 kg. Finnskur kraftlyftingamaður hafnaði í 1. sæti Rússi í 3. sæti. flokknum og íslandsmót barna og unglinga í júdó: KA-menn langöflugastir og hlutu 27 verðlaun KA-menn kórónuðu glæsilegt keppnistímabil í júdó á íslandsmóti barna og unglinga sem fram fór í Laugardalshöll á laugardag. KA-menn unnu langflest verðlaun, 10 gull, 9 silfur og 8 brons eða samtals 27 verðlaun. Ármenningar komu næstir með 10 verðlaun alls, Heimsmeistaramótið í handknattleik 1993: f slendingar í riðli með Svíum íslendingar leika gegn heims- meisturum Svía í fyrsta leikn- um í A-heimsmeistarakeppn- inni í handknattleik sem fram fer í Svíþjóð á næsta ári en dregið var í riðla á sunnudag- inn. Auk Svía lentu íslending- ar í riðli með Ungverjum og Bandaríkjamönnuin. Leikið verður í fjórum riðlum og eru íslendingar í C-riðli en keppni í honum fer fram í Gauta- borg. í A-riðli eru Júgóslavía, Tékkóslóvakía, Austurríki og lið frá Afríku, í B-riðli Rúmenía, Spánn, Noregur og Sviss og í D- riðli Rússland, Þýskaland, Frakkland og Suður-Kórea. Þrjú efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í milliriðil og verða íslendingar að teljast eiga góða möguleika. Svíarnir verða eflaust erfiðir en íslendingar eiga að sigra Bandaríkjamenn og eiga góða möguleika gegn Ungverj- um. Heimsmeistarakeppnin 9. mars. hefst þar af 5 gullverðlaun. Þátttakendur voru 159 frá 7 félögum, KA, Ármanni, Þrótti R., Selfossi, Víkingi Ólafsvík, Grindavík og Júdófélagi Reykja- víkur. Eins og fyrr segir voru KA-menn í sérflokki á mótinu, Ármenningar komu næstir og Grindvíkingar hlutu 9 verðlaun, þar af 1 gull. Önnur félög komu töluvert langt á eftir. Keppnistímabilið hefur verið glæsilegt hjá KA og félagið er greinilega orðið það öflugasta á landinu. Þegar litið er á skiptingu íslandsmeistaratitla í öllum flokkum eru KA-menn langefstir með 16 titla, Ármenningar næstir með 11, en Grindvíkingar og Selfyssingar koma í 3. og 4. sæti með 2 hvort félag. Við þetta má bæta að KA á tvo Norðurlanda- meistara og einn keppandi frá félaginu, Freyr Gauti Sigmunds- son, hefur tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í sumar. Nánar verður sagt frá mótinu síðar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.