Dagur - 05.05.1992, Page 8

Dagur - 05.05.1992, Page 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 5. maí 1992 ÍÞRÓTTIR Metþátttaka á 10. Hængsmótinu - ÍFR með flesta þátttakendur og flest verðlaun „Ég er mjög ánægður enda gekk mótið þrælvel. Við feng- um mun fleiri keppendur en nokkru sinni áður þrátt fyrir að tvö félög, sem hafa verið með undanfarin ár, sæu sér ekki fært að koma og mér sýnist þátttakan vera farin að slaga upp í íslandsmótið,“ sagði Gunnlaugur Björnsson, for- maður mótsnefndar 10. Hængsmóts fatlaðra í íþróttum sem fram fór í íþróttahöllinni á Akureyri á föstudag og laugar- dag. 121 keppandi mætti til leiks um helgina en skráðir keppendur hingað til hafa flestir verið 106. Keppt var í boccia, lyftingum, borðtennis og bogfimi. Flestir keppendur komu frá íþróttafé- lagi fatlaðra í Reykjavík og það félag krækti einnig í flest verð- Gunnlaugur I laugardag og Hængsmótið: Urslit BOCCIA-SYEITAKEPPNI Þroskaheftir 1. Eik C 2. Snerpa A 3. ívar B Hreyfíhamlaðir 1. Akur A 2. ÍFR A 3. Akur B BOCCIA-EINSTAKLINGSKEPPNI Þroskaheftir 1. Þór Jóhannsson Snerpu 2. Aðalsteinn Friðjónsson Eik 3. íris Gunnarsdóttir Snerpu 4. Ólafur Guðnason Ægi 5. Valdimar Sigurðsson Eik 6. Kristbjörn Oskarsson Völs. Hreyfíhamlaðir 1. Sigurrós Karlsdóttir Akri 2. Elvar Thorarensen Akri 3. Elma Finnbogadóttir ÍFR 4. Björn Magnússon Akri 5. Hjalti Eiðsson ÍFR 6. Tryggvi Haraldsson Akri LYFTINGAR Þroskaheftir 1. Magnús P. Korntopp ÍFR 2. Gunnar Örn Erlingsson Ösp 3. Jón E. Guðvarðarson Ösp 4. Ólafur Viggó Lárusson Ösp Hreyfíhamlaðir 1. Þorsteinn Sölvason ÍFR 2. Jón Stefánsson Akri 3. Reynir Kristófersson ÍFR 4. Ólafur Sigurgeirsson ÍFH 5. Ólafur Ólafsson ÍFR BORÐTENNIS Opinn flokkur kvenna 1. Sigurrós Karlsdóttir Akri 2. Hulda Pétursdóttir NES 3. Sigríður Geirsdóttir ÍFR 4. Lilja Geirsdóttir ÍFR Opinn flokkur karla 1. Elvar Thorarensen Akri 2. Jón Heiðar Jónsson ÍFR 3. Viðar Árnason ÍFR 4. Kjartan í. Kjartansson ívari 5. Jón Stefánsson Akri BOGFIMI Konur 1. Stefanía Eyjólfsdóttir ÍFR 2. Björk Jónsdóttir ÍFR Karlar 1. Leifur Karlsson ÍFR 2. Jón Eiríksson ÍFR 3. Óskar Konráðsson ÍFR 4. Ragnar Sigurðsson ÍFR 5. Pálmi Jónsson Akri Opinn flokkur karla 1. Gunnlaugur Björnsson Akri 2. Þröstur Steinþórsson ÍFR 3. Jón Heiðar Leifsson ÍFR 4. Ólafur Stefánsson ÍFR 5. Ingi Páll Snæbjörnsson ÍFR 6. Steindór Gunnlaúgsson Akri laun á mótinu. Eftir að keppni lauk síðdegis á laugardag var haldið veglegt lokahóf á laugar- dagskvöldið í veitingasal Fiðlar- ans við Skipagötu þar sem afhent voru verðlaun og heiðursgestur mótsins, Ellert B. Schram, for- seti ÍSÍ, flutti hátíðarræðu kvöldins. Síðan var stigin dans fram á nóttu. En Gunnlaugur kom víðar við sögu en í skipulagningunni því hann sigraði í opnum flokki karla í bogfimi. „Það kom mér nú mjög á óvart því ég ákvað hálf- tíma fyrir mót að vera með. Ég skaut illa og gleymdi meira að segja einni ör en það bjargaði mér að hinir voru líka langt frá sínu besta. Leifur Karlsson, sem hlaut hæsta skor allra keppenda, hafði mikla yfirburði yfir okkur í opna flokknum," sagði Gunn- laugur. Magnús Korntopp: Erfitt að gera upp á milli greina Magnús Paul Korntopp er lit- ríkur íþróttamaöur úr IFR sem jafnan vekur mikla athygli á íþróttamótum fatlaöra. Hanri sigraði í lyftingakeppni þroska- heftra annað árið í röð en tókst þó ekki að slá Islandsmet eins og hann gerði í fyrra. „Ég hef lítið æft að undan- förnu þar sem ég lenti í bílslysi skömmu fyrir íslandsmótið. Ég gerði ekkert í því þá, keppti á Islandsmótinu og vann það, en síðan fór að grafa í löppinni á mér og í framhaldi af því fékk ég slæma sýkingu og lá á spítala í viku. Ég lyfti 97,5 kg í dag og það er viðundandi árangur miðað við það sem á undan er gengið,“ sagði Magnús en íslandsmet hans er 102,5 kg. Magnús er fjölhæfur íþrótta- maður, stundar lyftingar, knatt- spyrnu, hokkí, frjálsar íþróttir, borðtennis og leikur sér að auki í handbolta og fótbolta. „Ég verð að fara að minnka þetta eitthvað því þetta er alveg að drepa mann. Ég er í fullri vinnu að auki og gríp svo í heimilisstörfin þannig að það er lítill tími aflögu. Mér hefur hins vegar gengið svo vel að það hefur verið erfitt að hætta í einhverju. Ég er að hugsa um að velja lyftingarnar, frjálsar og Magnús P. Korntopp. fótboltann en hvíla mig á hinu, a.m.k. í bili.“ Magnús sagði að það væri afar gaman að koma á Hængsmótin og vildi koma á framfæri orð- sendingu til Hængsmanna: „Ég vil þakka þeim kærlega fyrir þeirra mikla starf sem hefur skilað frá- bærum mótum. Þetta er svo miklu meira en keppni, maður er í góðum félagsskap og skemmtir sér stórkostlega vel og Hængs- menn eiga heiður skilinn," sagði Magnús Korntopp. Sigurrós Karlsdóttir, sigursælasti keppandinn á Hængsmótinu. Hún hlaut tvenn guilverðlaun í boccia og ein í borðtennis. Hér er hún í úrslitaleikn- um í einstaklingskeppninni í boccia en fyrir aftan hana sést í Elvar Thorarensen, sem varð að gera sér 2. sætið að góðu. Sigurrós með flest verðlaun á mótinu hlaut gull í öflum greinum sem hún keppti í Sigurrós Karlsdóttir, Akri, náði bestum árangri allra á Hængsmótinu um hclgina en hún hlaut guiiverðlaun í öll- um greinum sem hún keppti í, sveitakeppni og einstakl- ingskeppni í boccia og borð- tennis. Svar hennar var stutt og laggott þegar hún var spurð hvort hún hefði átt von á góðum árangri: „Ég geri alltaf mitt besta og það hefur gengið vel núna.“ Sigurrós hefur verið sigursæl í gegnum tíðina, byrjaði að æfa borðtennis, boccia og sund 1979 og hefur síðan rakað saman verðlaunum. Verðlaunin eru komin á annað hundrað og hún hefur m.a. sett heimsmet í sundi. í dag er hún hins vegar hætt í sundinu og einbeitir sér að boccia og borðtennis auk þess sem hún leggur stund á knattspyrnu og badminton. Hún segir boccia vera í uppá- haldi. „Það gefur mér mesta möguleika." Sigurrós er flutt til Reykja- víkur og æfir nú aðeins einu sinni í viku þar sem æfingatfmar falla saman við vinnutímann hjá henni. Árangur hennar hlýtur að teljast mun athyglisverðari fyrir vikið. Sigurrós fer til Finnlands um miðjan maí þar sem hún tekur þátt í Norðurlandamótinu í boccia ásamt Elvari Thoraren- sen og Elmu Finnbogadóttur úr ÍFR. „Þetta er sigursveitin frá íslandsmótinu, Stefán Thoraren- sen var reyndar í henni líka en kcmst ekki og Elma tekur hans sæti. Við höfum áður tekið þátt í þessari keppni en ekki tekist að vinna til verðlauna. Það.þýð- ir hins vegar ekkert annað en að vera bjartsýn og við stefnum á toppinn," sagði Sigurrós Karls- dóttir. Þorsteinn M. Sölvason: Takmarkið að lyfta 100 kg. „Ég er ánægður með sigurinn en hefði viljað lyfta meiru. Ég lyfti 90 kg en hef náð 95 kg á æfingum. En það er margt sem spilar inn í á mótunum eins og „stress“ og fleira,“ sagði Þor- steinn M. Sölvason, ÍFR, sig- urvegari í lyftingum hreyfí- hamlaðra. Þorsteinn er tvítugur og fötlun hans felst í skökkum fótleggjum. Hann æfir lyftingar þrisvar í viku og hefur gert í fjögur ár. „Ég geri þetta jafnt af heilsufarsástæðum og vegna þess hvað þetta er skemmtilegt. Þetta heltekur mann alveg þegar maður er kom- Þorsteinn M. Sölvason. inn aðeins af stað. Lyftingarnar eru góðar fyrir allan líkamann en maður verður bara að gæta þess að fara ekki of geyst því það er auðvelt að verða fyrir meiðslum í þeim.“ Að loknu Hængsmótinu tekur við undirbúningur fyrir svokallað Fjólarsmót sem er minningarmót í Reykjavík. „Maður stefnir að því að gera góða hluti þar og bæta sig eitthvað. Takmarkið hjá mér þessa dagana er að ná 100 kg og ég veit að það hefst á endan- um þótt það gæti tekið einhverja mánuði,“ sagði Þorsteinn M. Sölvason. Elvar Thorarensen hefur verið nánas um.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.