Dagur - 05.05.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 05.05.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 5. maí 1992 Miðstj órnarfundur Framsóknarflokksins: Víðs 1] arri fer að tekist hafi að ná fram öllum fyrirvöru m „Nú er Ijóst að öll EFTA- ríkin, að Islandi undanskildu, hafa sótt eða hyggjast sækja um aðild að Evrópubandalag- inu. Innan fárra ára standa Islendingar einir eftir af EFTA-þjóðunum. Ég tel víta- vert að undir þessum kringum- stæðum hafi ríkisstjórnin ekki hafíð könnun á því hvar við stöndum. Ég er þeirrar skoðunar að hægt sé að breyta EES-samningnum og hefja tvíhliða viðræður við Evrópu- bandalagið,“ sagði Steingrím- ur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, m.a. í lokaorðum sínum á miðstjórn- arfundi flokksins, sem haldinn var í Reykjavík um helgina. Svo sem fram kemur í frétt annars staðar í blaðinu samþykkti miðstjórnarfundurinn ályktun þar sem fram kemur að fram- sóknarmenn eru mótfallnir aðild íslendinga að hinu evrópska efnahagssvæði, nema að fimm veigamiklum skilyrðum uppfyllt- um. I ályktuninni er einnig ítrek- uð sú afstaða framsóknarmanna að EES-samningurinn verði vandlega og hlutlaust kynntur fyrir þjóðinni og síðan borinn undir þjóðaratkvæði. Samþykkt miöstjórnarfundarins í samþykkt miðstjórnarfundarins um hið evrópska efnahagssvæði segir m.a.: „Á undanförnum flokksþing- um og fundum miðstjórnar hafa framsóknarmenn rætt ítarlega og ályktað um þátttöku íslendinga í hinu evrópska efnahagssvæði. Framsóknarmenn leggja áherslu á aðild að alþjóðlegu samstarfi. Þeir vilja að íslendingar stuðli með því að friði og bættu mann- VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐÁHVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 1 . 2.751.275,- Z. 4af5* $ 3 159.490,- 3. 4a15 143 5.771,- 4. 3af 5 4.249 453,- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.979.795.- upplvsingar:SImsvari91-68151 1lukkulIna991002 i - sem settir voru í upphafi EES-viðræðnanna lífi um heim allan og beiti sér gegn hverri þeirri vá sem að mannkyni steðjar. Framsóknar- flokkurinn styður einnig víðtækt viðskiptafrelsi, enda eru íslend- ingar mjög háðir alþjóðlegum viðskiptum. Framsóknarmenn leggjast ein- dregið gegn aðild að Evrópu- bandalaginu en studdu hins vegar þátttöku íslendinga í viðræðum EFTA-ríkjanna við Evrópu- bandalagið á sviði viðskipta, þjónustu, fjármagns- og fólks- flutninga en með þeim fyrirvör- um sem nauðsynlegir eru smá- þjóð sem vill varðveita sjálfstæði sitt og fullveldi, sérstaklega full yfirráð yfir Iandinu og auðlindum þess. Um þessa fyrirvara var full samstaða í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar og þeim var lýst af forsætisráðherra og formanni Framsóknarflokksins þegar á fundi leiðtoga EFTA-ríkjanna í Osló vorið 1989. Þeir voru síðan lagðir fram sundurliðaðir í upp- hafi viðræðnanna. Meginfyrirvar- arnir voru: 1. Engar fjárfestingar erlendra aðila í fiskveiðum og frumvinnslu sjávarafurða. 2. Engar fjárfestingar erlendra aðila í orkulindum. 3. Eignarhald erlendra aðila á landi takmarkist við nauðsyn- legt land vegna atvinnureksturs. 4. Engar yfirþjóðlegar stofnan- ir aðrar en sameiginlegur dómstóll. 5. Heimild til að takmarka fólksflutninga til landsins. Auk þessa hefur áhersla verið á það lögð að ekki komi til greina að skipta á aðgangi að auðlindum landsins fyrir aðgang að markaði. Þegar samningar hófust var og fullyrt að landbúnaðarafurðir væru utan samningsins, ekki síst að kröfu EB. í þeim samningum, sem nú hafa staðið í þrjú ár, um myndun hins evrópska efnahagssvæðis, Steingrímur Hermannson í ræðustóli á miðstjórnarfundinum. Hann gagn- rýndi ríkisstjórnina harðlega fyrir framgöngu hennar í samningaviðræðunum um EES. Mynd: BB hafa aðeins full yfirráð yfir fiski- miðunum fengist viðurkennd skýlaust. Yfirráð yfir orkulindum landsins eru því aðeins virt að opinberir íslenskir aðilar einir hafi rétt til virkjana, enda er þá ekki þegnum hinna ýmsu aðildar- ríkja mismunað. Fjárfesting erlendra aðila í landi er hins veg- ar á engan hátt takmörkuð í samningnum. Heimild til að tak- marka fólksflutninga til landsins er óbein og óljós. Samkomulag virtist um það að hafna yfirþjóðlegum stofnunum öðrum en sameiginlegum dóm- stóli. Hann hefur nú verið felldur út og er meðferð deilumála óljós. Sömuleiðis virðast áhrif EFTA- ríkjanna á ákvarðanir EB afar takmörkuð, þótt þær varði EES, og jafnvel kunni að reynast erfitt fyrir EFTA-ríkin að hafna slík- um ákvörðunum. Einnig eru efa- semdir um gildi samningsins gagnvart íslensku stjómar- skránni. Af þessu má sjá að víðs fjarri fer að tekist hafi að ná fram öll- um þeim fyrirvörum sem settir voru í upphafi viðræðnanna. Auk þess hefur verið fallist á að veita erlendum þjóðum heimild til fiskveiða í fiskveiðilögsögu landsins. Loks hefur listi yfir þær landbúnaðarafurðir, sem falla skulu undir ákvæði um frjáls við- skipti, stöðugt lengst án þess að hagsmuna íslendinga hafi verið gætt, að því er virðist. Jafnframt er það staðreynd að grundvöllur hins evrópska efna- hagssvæðis hefur gjörbreyst frá því samningar hófust. Öll EFTA- ríkin, önnur en ísland og Lichten- stein, hafa ákveðið að sækja um aðild að EB. Það vekur upp þá mikilvægu spurningu hver staða íslands verður þá og hvers virði samningurinn. Ekki verður heldur fram hjá því litið að þegar er hafinn sterk- ur áróður fyrir inngöngu íslands í Evrópubandalagið. Áðildin er boðuð með þeirri blekkingu að fá megi viðurkennda sérstöðu íslands og yfirráð yfir fiskimiðum landsins. Engu er skeytt um aðra hagsmuni þjóðarinnar eða yfir- lýstan samruna ríkja Evrópu- bandalagsins í eitt samveldi með vaxandi miðstýringu og minnk- andi áhrifum smáríkjanna. Þótt ekki verði lagst gegn opinskárri umræðu um aðild að Evrópubandalaginu má niður- staðan vera öllum augljós. Aðild að Evrópubandalaginu hlýtur að leiða til afsals sjálfstæðis og full- veldis íslensku þjóðarinnar. Jafn- vel umsókn gæti orðið til þess að fóturinn festist í gildrunni og verði ekki til baka dreginn. Þegar um þátttöku íslendinga í samstarfi Evrópuþjóðanna er að ræða er mikilvægast að koma í veg fyrir að íslendingar sogist inn í Evrópubandalagið," segir í samþykkt miðstjórnarfundarins. Lagst gegn aðild að EES, nema... í ályktun miðstjórnarfundarins um evrópska efnahagssvæðið er sem fyrr segir lagst gegn aðild íslands að því, nema allir þeir fyrirvarar sem fram koma hér að ofan nái fram að ganga. Niðurstaðan er því sú að ef engar veigamiklar breytingar verða gerðar á EES-samningnum á næstunni - og það er afar ólík- legt þar sem Jón Baldvin Hanni- balsson hefur þegar undirritað hann fyrir íslands hönd - telja framsóknarmenn ekki koma til greina að ísland gerist aðili að evrópsku efnahagssvæði. BB Skák Norðurland eystra: Kjördæmismóti í skólaskák lokið Akureyringar í efstu sætum Nýlokið er keppni í skólaskák á Norðurlandi eystra. Fyrst voru haldin sýslu- og kaup- staðamót þar sem sigurvegarar frá skólunum leiddu saman hesta sína og síðan var efnt til kjördæmismóts. Lítum á helstu úrslit. Á Akureyri sigraði Halldór Ingi Kárason, Lundarskóla, í yngri flokki, Birkir M. Birkisson, BÓKHALDSÞJÓNUSTA TOK BÓKHALDSKERFI Bókhaid fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Skattframtöl - VSK uppgjör. Ritvinnsla — vélritun. BIRGIR MARINÓSSON Norðurgötu 42 • Akureyri • Sími 96-21774. Síðuskóla, varð annar og Sigur- björn Haraldsson, Barnaskóla Akureyrar, þriðji. í eldri flokki var Helgi P. Gunnarsson, GA, sjálfkjörinn. í Eyjafirði sigraði Ragnar Ólafsson, Laugalandi, í yngri flokki, og í 2.-3. sæti urðu Erling- ur Guðjónsson, Hrísey, og Húni Heiðar Hallsson, Húsabakka. í eldri flokki sigraði Kristófer Mar- inósson, Hrísey, Tryggvi Her- bertsson, Dalvík, varð annar og Karl Ingi Atlason, Húsabakka, þriðji. í Norður-Þingeyjarsýslu sigr- aði Bjarki Fannar Karlsson, Lundi í Öxarfirði, í yngri flokki og Jón Þormar Pálsson, Raufar- höfn, varð annar. í eldri flokki sigraði Hjörtur Bjarki Halldórs- son, Lundi í Öxarfirði. í Suður-Þingeyjarsýslu sigraði Orri Freyr Oddsson, Húsavík, í yngri flokki og Björn Halldórs- son, Húsavík, í eldri flokki. Kjördæmismótið var haldið á Húsavík 29. apríl sl. í yngri flokki urðu úrslit þessi: 1. Hall- dór Ingi Kárason, Lundarskóla á Akureyri, 2Vi v. 2. Orri Freyr Oddsson, Húsavík, 2 v. 3. Bjarki Fannar Karlsson, Lundi í Öxar- firði, l'/i v. í eldri flokki urðu þessir efstir: 1. Helgi P. Gunnarsson, Gagn- fræðaskóla Akureyrar, 3 v. 2. Hjörtur Bjarki Halldórsson, Lundi í Öxarfirði, 2 v. 3. Björn Halldórsson, Húsavík, 1 v. Efstu menn í hvorum flokki á kjördæmismótinu unnu sér rétt N-Þingeyjarsýslu til þátttöku á íslandsmótinu í skólaskák sem fer fram í Reykja- vík 7.-10. maí næstkomandi. Til gamans má geta þess að á síðasta ári sigraði Akureyringurinn Þór- leifur Karlsson í eldri flokki á íslandsmótinu. Stjórnendur skólaskákar í kjördæminu voru Guðmundur Víðir Guðmundsson, Akureyri, Albert Sigurðsson, Eyjafirði, Stefán Benediktsson, S-Þingeyj- arsýslu, og Angantýr Einarsson, SS Hraðskákmót hjá SA: Rúnar sigraði enn og aftur Það fór eins og flesta grunaði að Rúnar Sigurpálsson neitaði að láta Amaro-bikarinn af hendi. Hann sigraði örugglega í hraðskákmóti um bikarinn, en Rúnar hefur verið nær ósigrandi í hraðskák undan- farna mánuði. Rúnar fékk ll'/i vinning af 12 mögulegum. í öðru sæti varð Þórleifur Karlsson með 10 vinn- inga, Sigurjón Sigurbjörnsson varð þriðji með 8>/2 vinning, Jakob Þór Kristjánsson fjórði með 8 vinninga og Jón Björgvins- son fimmti með 7'/2 vinning. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.