Dagur - 05.05.1992, Síða 11

Dagur - 05.05.1992, Síða 11
Þriðjudagur 5. maí 1992 - DAGUR - 11 Tónlist Kórarnir fimm sungu nokkur lög sameiginlega. Mynd: IM Fyrsta landsmót kvennakóra Merkilegur menningar- og lista- atburður gerðist í Aðaldal dag- ana 2. til 3. maí. Haldið var fyrsta landsmót kvennakóra í Hafralækjarskóla og í félags- heimilinu Ýdölum. Mótið sóttu fimm kórar víða að af landinu og voru þátttakendur rétt tæplega eitt hundrað og fimmtíu. Undir- búningur mótsins var í höndum stjórnar Kvennakórsins Lissýjar í Suður-Þingeyjarsýslu. Því lauk með tónleikum, sem haldnir voru sunnudaginn 3. maí í Ýdölum. Fyrsti kórinn, sem fram kom einn, var Kvennakórinn Ljósbrá úr Rangárvallasýslu undir stjórn Margrétar Runólfdóttur. Kórinn er lítill, ekki skipaður nema tólf konum. Hann flutti tvö lög, bæði án undirleiks, og skilaði þeim mjög bærilega. Góður agi var í kórnum, tónninn merkilega þétt- ur miðað við smæð hans og hljómar yfirleitt hreinir. Hins vegar kom fyrir, að tónar lágu heldur ofarlega fyrir raddgetu kórsins og urðu því óáheyrilegir. Næst kom fram Kvennakór Siglufjarðar. Hann var skipaður tuttugu og átta konum og er söngstjóri hans Elías Þorvalds- son. Kórinn flutti þrjú lög. Flutn- ingur hans var yfirleitt allgóður og gjarnan yfir það. Sérlega tókst vel gríska lagið Nú lækkar sól og einnig hlutar syrpu úr söngleikn- um West Side Story, sem kórinn flutti af ákveðni og umtalsverðu öryggi. Fyrir kom, að í söng kórs- ins skorti snerpu og einnig gætti þess nokkuð, að efstu tónar lágu heldur ofarlega, svo að þeir urðu sárir. Freyjukórinn í Borgarfirði undir stjórn Bjarna Guðráðsson- ar var næstur. Undirleikari hans var Fríða Lárusdóttir. í kórnum eru tuttugu og fimm konur og flutti hann fjögur lög. Flutningur kórsins var yfirleitt áferðarfalleg- ur og fór vel yfir það stig sérstak- lega í hollenska þjóðlaginu Fisk- markaðurinn við texta eftir Þór- dísi Sigurbjörnsdóttur, sem kór- inn flutti án undirleiks af öryggi og fallega. Einnig var góður flutningur á Do, re, mí í syrpu laga úr Söngvaseið Rodgers og Hammersteins. Hins vegar hafði kórinn ekki nóg tök á öðrum hlutum syrpunnar. Þar, og á nokkrum öðrum stöðum, urðu hljómar á stundum nokkuð óhreinir og innkomur ekki nógu nákvæmar. Einnig var kórinn of nærri mörkum getu sinnar hvað tónhæð snerti. Kvennakór Suðurnesja undir stjórn Sigvalda Snæs Kaldalóns var þriðji á dagskránni. Kórinn flutti fimm lög. Best tókst fyrsta lagið, Kvöldljóð, sem kórinn réði vel við og túlkaði af innileika. í öðrum lögum kórsins gætti þess nokkuð, hann náði ekki nógu vel tónhæð. Einnig urðu langir liggj- andi tónar gjarnan flatir og líflitl- ir og fyrir kom, að nokkurs aga- leysis virtist gæta til dæmis í sambandi við innkomur og af- slætti. Fimmti og síðasti kórinn var heimakórinn, Kvennakórinn Lissý. Hann var skipaður fimm- tíu og fimm konum. Söngstjóri hans er Margrét Bóasdóttir. Kór- inn flutti fimm lög. Hljómur kórsins var þéttur og agi góður. Flutningur hans var yfirleitt mjög áheyrilegur og iðulega meira en það. Svo var til dæmis með lagið Við eigum samleið eftir Sigfús Halldórsson við Ijóð Tómasar Guðmundssonar og einnig lag Gunnars Reynis Sveinssonar, I nótt dreymdi mig hamingjuna, við texta Þ. Þorgeirssonar, sem kórinn flutti án undirleiks af öryggi og næmni. Hins vegar gætti þess nokkuð, að kórinn réði ekki alveg nógu vel við hæstu tóna og einnig kom rétt aðeins fyrir, að innkomur voru ekki nógu góðar, svo sem í laginu í grænum mó eftir Sigfús Halldórs- son við texta Gests Guðfinnsson- ar. Allir kórarnir sameinaðir sungu þrjú lög í upphafi tónleik- anna og önnur þrjú í lokin. Söngstjórarnir stjórnuðu hver sínu lagi, nema söngstjóri heima- kórsins, Margrét Bóasdóttir, sem stjórnaði fyrsta og síðasta laginu. Söngur sameinaða kórsins var góður og hreinn. Eftirtektarvert var, hve vel tókst undirleikslaus flutningur lagsins Hver á sér fegra föðurland, eftir Emil Thor- oddsen við ljóð Huldu, sem Mar- grét Bóasdóttir stjórnaði. Þá nýttist vel geta kórsins til túlkun- ar í formi styrkbreytinga í laginu Chi puo vederla úr óperettunni Anna Bolena eftir G. Donizetti, sem Bjarni Guðráðsson stjórn- aði, og skemmtilegur var líka sá þróttur, sem kórinn náði undir stjórn Sigvalda Snæs Kaldalóns í flutningi lagsins Kvennaslagur eftir Sigfús Einarsson við ljóð Guðmundar Guðmundssonar. Aðalundirleikari kóranna á píanó var Ragnar Þorgrímsson. Væntanlega hefur undirbúnings- tími fyrir tónleikana verið naum- ur, en nokkuð var um ónákvæmni í leik Ragnars. Almennt studdi hann samt vel við flutninginn og gaf honum lit og aukið líf. Tónleikarnir voru mjög vel sóttir og góður rómur var gerður af frammistöðu kóranna. Af því var ljóst, að Þráinn Þórisson, skólastjóri á Skútustöðum í Mývatnssveit, mælti fyrir munn viðstaddra, er hann flutti stutt þakkarávarp í tónleikalok og benti á það, að þeir væru menn- ingarsögulegur stórviðburður. Það voru þeir sannarlega. Þeir voru lok fyrsta landsmóts kvenna- kóra, sem haldið hefur verið hér á landi. Það vekur því nokkra furðu og einnig spurningar um fréttamat fjölmiðla, að fulltrúar þeirra voru næsta fáir mættir. Það virðist vera frétt, sem er verð þess að lagt sé í umtalsverð- an kostnað, ef einhver úr Reykja- vík fer út fyrir bæjarmörkin og heldur ræðu á baráttudegi verka- lýðsins. Það er ekkert við það að athuga, að greint sé frá slíku, en það er einkennilegt, að það skuli ekki vera frétt verð sömu eða jafnvel minni fyrirhafnar, þegar hálft annað hundrað kvenna kemur saman til þess að iðka menningu og list og hafa flestar lagt á sig löng ferðalög, jafnvel allt sunnan úr Rangárvallasýslu, á eigin kostnað. Þó má heita víst, að sá atburður er líklegri til þess að gleymast ekki, til þess að marka varanleg spor og til þess að verða uppspretta afreka í þjóðlífinu, en ræðan. Haukur Ágústsson. Heilræði Varúð! Geymið lyf þar sem börn ná ekki til Sumarbúðirnar við Vestmannsvatn Innrítun er hafin og er virka daga kl. 17-18.30. Síminn er 96-27540. STARFSMANNAFÉLAG AKUREYRARBÆJAR auglýsir kosningu um miðlunar- tillögu ríkissáttasemjara Kosningin veröur á skrifstofu STAK þriðjudaginn 5. maí og miövikudaginn 6. maí kl. 10-20 báða dag- ana. Stjórn STAK. Einmenningskeppni Firmakeppni Einmenningskeppni Bridgefélags Akureyrar, sem jafnframt er firmakeppni félagsins, verð- ur í kvöld og hefst stundvíslega kl. 19.30 í Hamri. Allir spilaáhugamenn velkomnir. Bridgefélag Akureyrar. '■ Auglýsing frá i; menntamálaráðuneytinu Auglýst er eftir umsóknum um störf námstjóra í grunnskóladeild mennta- málaráðuneytisins. Um er að ræða þrjár stöður sem ráðið er í til tveggja ára til að sinna sérstökum verkefnum. Verkefnin fela einkum í sér að afla upplýsinga um stöðu mála á neðangreindum sviðum, gera tillögur um umbætur og fylgja þeim eftir. Enn- fremur felst í starfi námstjóra að fylgjast með námi og kennslu í grunnskólum landsins, skóla- þróun, eftirlit, miðlun upplýsinga svo og ráðgjöf. 1. Unglingastigið (ein staða). Megináhersla er lögð á nám og kennslu í þremur efstu bekkjum grunnskóla og tengsl grunnskóla og framhalds- skóla. 2. Neytendafræðsla, hollusta og heimilisfræði (ein staða). Áhersla er lögð á almenna hollustu og heilbrigði, að efla neytendafræðslu á sem flestum sviðum grunnskólanáms svo og að fylgja eftir uppbyggingu heimilisfræðikennslu. 3. Náttúrufræði, einkum eðlis- og efnafræði (ein staða). Áhersla er lögð á nám og kennslu eðlis- og efnafræði í grunnskólum. Verkefnið felur einnig í sér að fylgjast með og efla líffræði- kennslu, umhverfisfræðslu, tækni og vísindi. Auglýst er eftir fólki sem hefur menntun í upp- eldis- og kennslufræðum og reynslu af störfum í skólakerfinu. Störfin krefjast frumkvæðis, sjálf- stæðra vinnubragða og skipulagshæfni. Mjög reynir á samstarf við aðra. Ráðið er í þessar stöður frá 1. ágúst 1992. Um laun og kjör fer samkvæmt launakerfi ríkis- ins. Umsóknarfrestur er til 25. maí nk. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Sölv- hólsgötu 4, 150 Reykjavík.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.