Dagur - 05.05.1992, Síða 10

Dagur - 05.05.1992, Síða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 5. maí 1992 Enska KNATTSPYRNAN Þorleifur Ananíasson Luton sogaðíst niður í 2. deild - sigurhátíð á Elland Road - kveðjuleikir Lineker og Walker - Ipswich og Middlesbrough í 1. deild Hinni eiginlegu deildakeppni lauk á Englandi um helgina og nú er aðeins eftir úrslitakeppni í neðri deildunum þremur um sæti í næstu deild fyrir ofan. Lítið var um mikilvæga leiki í 1. deild þar sem efstu sætunum hafði þegar verið ráðstafað og aðeins spurning um hvort Cov- entry eða Luton fylgdu Notts County og West Ham í 2. deild. En það var mikil og spennandi keppni í 2. deild og margir mikilvægir leikir þar á dag- skrá. En þá eru það leikir helg- arinnar. ■ Það var sannkölluð hátíðar- stemmning á Elland Road þar sem Englandsmeistarar Leeds Utd. mættu liði Norwich. Liðinu var afhentur bikarinn fyrir leik og á sunnudaginn hélt borgarstjórn Leeds félaginu veglega veislu. Leikurinn sjálfur var ekkert sér- stakur, en heimamenn höfðu þó ávallt undirtökin og luku keppn- istímabilinu taplausir í deildinni á heimavelli. Sigurmark Leeds Utd. og eina mark leiksins var glæsilegt, Rodney Wallace skor- aði á 27. mín. eftir frábæran ein- leik. Ekki urðu mörkin fleiri, en bæði Eric Cantona og Gary Speed voru þó nærri því að bæta við mörkum fyrir Leeds Utd. og John Lukic varði glæsilega frá Robert Fleck sem fékk eina færi Norwich í leiknum. Endirinn varð því ánægjulegur á glæsilegu keppnistímabili hjá Leeds Utd. og ekki spillti fyrir að Cantona skrifaði undir þriggja ára samn- ing við Leeds Utd. fyrir leikinn, en félagið þarf aðeins að greiða £800.000 til viðbótar þeim £100.000 sem greiddar voru í vet- ur fyrir kappann. ■ Það brutust út fagnaðarlæti meðal stuðningsmanna Coventry eftir leikinn gegn Aston Villa þegar fréttist af tapi Luton og þar með hafði Coventry haldið sæti Úrslit 1. deild Arsenal-Southampton 5:1 Aston Villa-Coventry 2:0 Everton-Chelsea 2:1 Leeds Utd.-Norwich 1:0 Manchester Utd.-Tottenham 3:1 Notts County-Luton 2:1 Oldham-Manchester City 2:5 Q.P.R.-Crystal Palace 1:0 ShefTield Wed.-Liverpool 0:0 West Ham-Nottingham For. 3:0 Wimbledon-Sheffield Utd. 3:0 2. deild Bristol Rovers-Charlton 1:0 Derby-Swindon 2:1 Ipswich-Brighton 3:1 Leicester-Newcastle 1:2 Millwail-Southend 2:0 Piymouth-Blackburn 1:3 Port Vale-Grimsby 0:1 Portsmouth-Barnsley 2:0 Sunderland-Cambridge 2:2 Tranmere-Oxford 1:2 Watford-Bristol City 5:2 Wolves-Middlesbrough 1:2 Úrslit i vikunni: 2. deild Blackburu-Sunderland 2:2 Brighton-Portsmouth 2:1 Charlton-Tranmere 0:1 Middlesbrough-Grimsby 2:0 Sunderland-Swindon 0:0 sínu í 1. deild þrátt fyrir 2:0 tap gegn Villa. Cyrille Regis náði forystu fyrir Villa með skalla strax eftir 20 sek. og Tony Daley lagði upp síðara markið fyrir Dwight Yorke. Coventry átti aldrei möguleika í leiknum og sigur Villa hefði hæglega getað orðið stærri. ■ Luton hefur undanfarin ár bjargað sér frá falli á undraverð- an hátt og um tíma leit út fyrir að það sama yrði uppi á teningnum nú. Julian James náði forystu fyr- ir Luton í fyrri hálfleik gegn Notts County sem var þegar fall- ið í 2. deild. Þar sem Coventry var að tapa fyrir Aston Villa var útlitið gott hjá Luton, en það átti eftir að breytast í síðari hálfleik. Heppnin sneri þá baki við hinu skemmtilega liði Luton og Rod Matthews skoraði tvívegis fyrir Notts County og varð þannig til þess að senda Luton niður í 2. deild. ■ Gary Lineker lék sinn síðasta leik á Englandi er Tottenham mætti Man. Utd. á Old Trafford og 4 mín. fyrir leikslok skoraði hann fyrir Tottenham, kveðju- mark eftir sendingu Gordon Durie, en Lineker mun leika í Japan næstu árin. Markið hafði þó ekki áhrif á úrslitin því Man. Utd. sem lék mjög vel hafði þeg- ar skorað þrívegis, Brian McClair á 38. mín. og síðan tvö mörk frá Mark Hughes rétt eftir hlé höfðu tryggt sigur liðsins. Yfir 45.000 áhorfendur fögnuðu marki Lineker vel og hylltu einnig lið Man. Utd. þrátt fyrir að meist- aratitillinn hafi gengið liðinu úr greipum að þessu sinni. ■ Markalaust j afntefli varð í leik Sheffield Wed. gegn Liverpool í góðum leik þar sem Liverpool hvíldi sterka leikmenn vegna úr- slitaleiks FA-bikarsins um næstu helgi. Þrátt fyrir það var Liver- pool sterkara liðið í leiknum og heimamenn sem var vel fagnað af stuðningsmönnum sínum vegna sætisins í Evrópukeppninni næsta vetur áttu í vök að verjast. ■ Sjálfsmark John Humphrey varnarmanns Crystal Palace í fyrri hálfleik varð til þess að lið hans tapaði á útivelli gegn Q.P.R. ■ Wimbledon fór létt með Sheffield Utd. og sigraði 3:0, John Fashanu skoraði fyrsta markið og síðan bætti Robbie Earle tveim mörkum við. ■ Des Walker landsliðsmið- vörðurinn sterki hjá Nottingham For. lék sinn síðasta leik fyrir félagið á laugardag, en hann er á förum til Ítalíu. Ekki varð leikur- inn honum góður, tap gegn West Ham sem var þegar fallið í 2. deild og Frank McAvennie leik- maðurinn sem Walker átti að gæta í leiknum skoraði öll þrjú mörk West Ham. Raunar er lík- legt að þetta hafi einnig verið síð- asti leikur McAvennie með sínu félagi þar sem West Ham vill helst ekkert með hann hafa að gera. ■ David White skoraði þrjú mörk fyrir Man. City í 5:2 sigri liðsins á Oldham, Adrian Mike og Mike Sheron gerðu sitt mark- ið hvor. Það voru þeir Nick Henry og Paul Moulden sem skoruðu fyrir Oldham. ■ Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik hjá Arsenal og Sout- hampton, en í þeim síðari opnuð- ust allar flóðgáttir. Kevin Camp- bell og Ian Wright úr vítaspyrnu komu Arsenal á sporið áður en Glenn Cockerill lagaði stöðuna með eina marki Southampton. Arsenal hafði hins vegar ekki sagt sitt síðasta orð og Wright bætti við tveim mörkum og Alan Smith einu fyrir Arsenal áður en yfir lauk og liðið sigraði auðveld- lega 5:1. ■ Peter Beardsley úr vítaspyrnu skoraði í fyrri hálfleik fyrir Everton gegn Chelsea. í þeim síðari gerðu liðin sitt markið hvort, Peter Beagrie skoraði fyrir Everton og Eddie Newton fyrir Chelsea þannig að Everton hafði sigur í leiknum. 2. deild ■ Ipswich hafði þegar tryggt sér sigur í deildinni og mark úr víta- spyrnu frá Steve Whitton strax í upphafi gegn Brighton lagði grunn að 3:1 sigri. ■ Middlesbrough tryggði sér annað sætið og um leið sæti í 1. deild eftir nauman 2:1 sigur gegn Wolves. Andy Mutch náði for- ystu fyrir Wolves í síðari hálfleik og Nicky Mohan varnarmaður Middlesbrough var rekinn útaf. En liðið gafst ekki upp og þeir John Gittens og Paul Wilkinson tryggðu liðinu sigur í leiknum undir lokin. ■ Derby vann Swindon 2:1, Tommy Johnson og Paul Kitson gegn marki Micky Hazard. ■ Leicester tapaði óvænt heima gegn Newcastle, Gavin Peacock náði forystu fyrir Newcastle og síðan skoraði Steve Walsh varn- armaður Leicester bæði mörkin. ■ Steve Claridge gerði bæði mörk Cambridge, en Don Good- man og David Rush skoruðu fyrir bikarúrslitalið Sunderland. ■ David Speedie skoraði þrennu fyrir Blackburn eftir að David Smith hafði náð forystu fyrir Plymouth. ■ David Mehew skoraði sigur- mark Bristol Rovers gegn Charl- ton í leik sem tafðist vegna óláta stuðningsmanna Charlton sem þoldu illa að sjá lið sitt missa af lestinni. ■ Derby, Leicester, Cambridge og Blackburn munu leika um eitt laust sæti í 1. deild, en Plymouth, Brighton og Port Vale féllu niður í 3. deild. Þ.L.A. Lokastaðan 1. deild Lccds Utd. 42 22-16- 4 74:37 82 Manchester Utd. 42 21-15- 6 63:33 78 Sheflield Wed. 42 21-12- 9 63:50 75 Arsenal 42 19-15- 8 81:46 72 Manchester City 42 20-10-1261:48 70 Liverpool 42 16-16-10 47:40 64 Aston Villa 42 17- 9-16 48:44 60 Nottingham For. 42 18-11-13 60:58 59 Shefíield Utd. 42 16- 9-1765:6357 Crystal Palace 42 14-15-13 53:61 57 QPR 42 12-18-1248:47 54 Everton 4213-14-1552:50 53 Wimbledon 4213-14-1553:5253 Chelsea 42 13-14-15 50:60 53 Tottenham 42 15- 7-20 58:63 52 Southampton 42 14-10-18 39:55 52 Oldham 42 14- 9-19 63:67 51 Norwich 42 11-12-19 47:63 45 Coventry 4211-11-20 36:45 44 Luton 4210-12-2138:7142 Notts County 42 10-10-22 40:62 40 West Ham 42 9-10-23 37:59 38 2. deild Ipswich 46 24-12-10 70:50 84 Middlesbrough 46 23-11-12 58:41 80 Derby 46 23- 9-14 69:51 78 Leicester 46 23- 8-15 62:55 77 Cambridge 46 19-17-10 65:47 74 Blackburn 46 21-11-14 70:53 74 Charlton 46 20-11-15 54:48 71 Swindon 46 18-15-13 69:55 69 Portsmouth 46 19-12-15 65:51 69 Watford 46 18-11-17 51:48 65 Wolves 46 18-10-18 61:54 64 Southend 46 17-11-18 63:63 62 Bristol Rovcrs 46 16-14-16 60:63 62 Tranntere 46 14-19-13 56:56 61 Millwall 46 17-10-19 64:71 61 Barnsley 46 16-11-19 37:57 59 Bristol City 46 13-15-18 55:71 54 Sunderland 46 14-11-21 61:65 53 Grimsby 4614-11-2147:6153 Newcastle 46 13-13-20 66:84 52 Oxford 46 13-11-22 66:73 50 Plymouth 46 13- 9-26 42:64 48 Brighton 46 12-11-23 56:77 47 Port Vale 46 10-15-21 42:59 45 Eric Cantona hefur hér betur gegn leikmanni Arsenal og á laugardag tók Leeds Utd. við meistaratitlinum af Arsenal og Cantona gerði samning við Leeds Utd.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.