Dagur


Dagur - 22.05.1992, Qupperneq 4

Dagur - 22.05.1992, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Föstudagur 22. maí 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31. PÓSTHÓLF 58. AKUREYRI. SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585). JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON. JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (iþróttir). ÓLI G. JÓHANNSSON. ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON. SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960. fax 95-36130). STEFÁN SÆMUNDSSON. ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON. ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR. HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Velferð og stétt- leysi í þátíð íslendingar hafa löngum getað hrósað sér af stéttlausu þjóðfélagi. Við höfum fullyrt að hér á landi búi ein þjóð í einu landi, hér sé enginn aðall og engin lágstétt; allir íslendingar hafi jafnan aðgang að velferðarkerfinu, hvort sem um er að ræða aðstöðu til náms eða þjónustu heil- brigðiskerfisins. Þetta er ekki lítið til að stæra sig af enda hafa íslendingar löngum verið stoltir af þjóðfélaginu sínu og réttilega sagt að íslenska velferðarsamfélagið sé eitt- hvert fullkomnasta og réttlátasta velferðarsamfélag í víðri veröld. Nú bendir því miður margt til þess að íslendingar neyð- ist til að dásama fyrirmyndarríkið sitt í þátíð. Stéttaskipt- ing hefur vaxið hratt síðustu árin og engin tilraun hefur verið gerð til að sporna við fótum. Munur hæstu og lægstu launa er nú allt að fjórtánfaldur og hefur haldist á því bili í nokkur ár. Félagsmálaráðherra fullyrðir að um fimmtungur tekjulægsta fólksins hafi um 50 þúsund krónur í mánaðar- laun á meðan fimmtungur tekjuhæsta fólksins beri fjórtán sinnum meira úr býtum. Þetta þýðir að hluti þjóðarinnar hefur vart til hnífs og skeiðar á sama tíma og hluti þjóðar- innar verður stöndugri með hverju árinu sem líður. Bilið milli þessara hópa breikkar stöðugt. Félagsmálaráðherra hefur einnig leitt líkur að því að undandráttur frá skatti nemi minnst 18 milljörðum króna árlega hér á landi. Það er sem sagt líklegt að ákveðnir þjóðfélagshópar komist hjá að greiða skatta af um um 18 þúsund milljóna króna tekjum árlega og ríkissjóður verði þar með af 6-7 milljarða króna skatttekjum, sem ella færu til samneyslunnar. Skattsvikar- arnir sitja þess í stað einir að þessum gríðarlegu fjármun- um. Ljóst er að skattsvikararnir eru ekki í hópi hinna almennu launamanna heldur er þar fyrst og fremst um að ræða sjálfstæða atvinnurekendur og ýmsa hópa iðnaðar- manna, sem eru í aðstöðu til að skammta sjálfum sér þau laun sem fram koma á skattskýrslu. í nýútkominni áfangaskýrslu svokallaðrar fjármagns- skattanefndar kemur fram að dreifing eigna í þjóðfélaginu er mjög misjöfn. Kemur það fæstum á óvart í ljósi þess sem að framan er sagt. Samkvæmt skattframtölum frá 1990 eiga til dæmis 204 hjón og 48 einhleypingar eignir upp á 50 milljónir króna eða meira. Á hinn bóginn er eignastaða 3.266 hjóna og ríflega 4.000 einhleypinga neikvæð um meira en eina milljón króna. í sömu skýrslu kemur fram að 267 hjón og 81 einhleypingur voru með eignatekjur á bilinu 2-10 milljónir króna á árinu 1990. Á sama tíma voru tæp- lega 44.000 hjón og ríflega 79.000 einstaklingar með eigna- tekjur undir 50 þúsund krónum. Þetta segir sína sögu um hina ört vaxandi stéttaskiptingu hér á landi. Sú ríkisstjórn sem nú situr hefur stigið mörg óheillaskref í þá átt að auka stéttaskiptingu enn frekar. Hún hefur ekki enn skorið upp herör gegn skattsvikum. Hún hefur horft aðgerðalaus upp á vaxandi atvinnuleysi. Hún hefur beitt miskunnarlausum niðurskurði í velferðarkerfinu og innleitt gjaldtöku á öllum sviðum þess. Nú þarf almenningur að greiða mun meira fyrir lyf og heilbrigðisþjónustu en áður hefur tíðkast, námslán eru veitt eftir á og endurkrafin með raunvöxtum og þannig mætti lengi telja. Allar þessar aðgerðir miða að því að skerpa andstæðurnar. Það er stutt í að stéttleysi íslensku þjóðarinnar og vel- ferðarkerfið góða heyri sögunni til. Við sækjum hratt í þau víti annarra þjóða sem við ættum að varast. BB. Á ferð í Hrísey: Bragðlaukamir kitlaðir í Brekku Steinunn Sigurjónsdóttir og Smári Thorarensen eru eigendur Veitingahúss- ins Brekku í Hrísey. Þau eru fyrir miðju á myndinni. Á vinstri hönd er Harpa Smáradóttir sem annast veitingasalinn. Tii hægri er matreiðslumaður- inn, Elís Árnason, sem jafnframt er meistari í kjötiðn. Mynd: ój Vor er í lofti, sunnudagur, og það rignir. Ég er á leið út Arn- ameshreppinn á leið til Hrís- eyjar ásamt eiginkonunni. Lengi hefur staðið til að skreppa til Hríseyjar. Fyrir mörgum árum kom ég í Hrísey til að fanga efni í málverk. Oft hef ég siglt fram hjá Hrísey sem háseti á Kaldbak EA á leið á miðin fyrir austan eða vestan. Hrísey er vinalegur staður og íbúarnir um 270. Ferjan Sævar bíður okkar á Litla-Árskógssandi. Fjöldi farþega er með í þessari ferð. Eyjaskeggjar eru að ferma börn sín og gestir streyma að. Þaralykt slær fyrir vitin er við siglum frá Litla-Árskógssandi og krían er komin. Æðarfugl- inn er búinn að para sig og Kaldbakur kúrir í norðrínu hvítur og mikilúðlegur. Já, það er vor í lofti og hafflötur lygn. Sævar skríður inn í höfnina í Hrísey eftir 15 mínútna sigl- ingu. Hrísey hefur breyst frá því ég var hér síðast. Gömlu bryggju- húsin eru horfnir. Eyjaskeggjar hafa tekið til hendinni og fínpúss- að staðinn. Fermingaveislur bíða farþega og fáir eru á stjái. Við hjónin röltum um og undirritaður leitar fanga í málverk. Nokkrar skissur eru teknar og ég verð að segja með sanni að lítið er til fanga. Rigningin gerir listmálar- anum erfitt fyrir og að uppá- stungu konunnar höldum við til veitingahússins Brekku. Brekka sem sjúkrahús Brekka á sína sögu sem flest hús. Húsið var reist á árunum 1932 til 1934 af Tryggva Jónatanssyni og fjölskyldu. Hríseyingum þótti húsið stórt og kölluðu það „Greifahöllina". Tveimur vikum eftir að Tryggvi og fjölskylda fluttu í nýja húsið varð mikill jarðskjálfti í Hrísey, sem kennd- ur er við Dalvík. Ekki skemmdist húsið utan þess að stromurinn gaf sig. Árið 1936 kom upp tauga- veikifaraldur í Hrísey. Margir veiktust í eyjunni, en aðeins einn maður lést. Brekka var notuð sem sjúkrahús, því þar voru stof- ur stórar. Tryggvi og fjölskylda bjuggu í húsinu áfram í strangri einangrun og fengu að fara út hvítklædd að næturþeli, þannig að fólk gæti varast þau vegna plágunnar. Á árunum 1943 til 1981 var húsið notað sem íbúðarhús og þrjár fjölskyldur bjuggu í Brekku á þessu tímabili. Árið 1981 eignað- ist útgerðarfyrirtækið Borg hf. Brekku og notaði húsið sem verbúð. í þrjú ár gekk fiskverka- fólk um sali en árið 1984 hófst rekstur veitingahúss í „Greifa- höllinni“. Árið eftir var byggt við húsið. Maturinn lofar meistarann Hjónin Steinunn Sigurjónsdóttir og Smári Thorarensen reka Veit- ingahúsið Brekku, sem getið hef- ur sér gott orð fyrir góðan mat. Með hverju árinu fjölgar þeim sem heimsækja eyjuna og máls- verður að Brekku þykir ómiss- andi sé eyjan heimsótt. í fyrra tóku sér far með Sævari 54.000 farþegar, fjórum þúsundum fleiri en árið áður. Þau hjón tóku á móti okkur og yfir ölkrús spjölluðum við um daginn og veginn og líf eyjar- skeggja. Ibúum Hríseyjar hefur ekki fækkað á síðari árum og sjósókn og úrvinnsla sjávarfangs er lifibrauðið. Lítið hefur verið byggt af húsum á síðari árum. „Verkamannabústaðir voru reist- ir hér fyrir 10 árum og tvö einbýl- ishús hafa risið hér síðan. í dag er hreppurinn að byggja 5 íbúða dvalarheimili fyrir aldraða. Fólk vill flytja til eyjunnar, en húsnæði vantar. Hér er gott mannlíf,“ segir Smári og matsveinn húss- ins ber ilmandi Hríseyjarsúpu á borð. Matreiðslumaður Veit- ingahússins Brekku er Elís Árna- son. Elís er jafnframt kjötiðnað- armaður og Smári segir að það komi sér vel því allt nautakjöt sem borið er á borð í Brekku er unnið í eyjunni. „Við notum Galloway-kjötið, sem við fáum í Einangrunarstöðinni. Sæði úr 5 nautum af Galloway-kyni var flutt inn til Hríseyjar árið 1976 og nú er stofninn orðinn nær hreinn. Skepnurnar eru stórar og gefa gott kjöt. Þannig er lundin helm- ingi þyngri en í íslensku nautun- um," segir kokkurinn Elís og spyr hvemig við viljum hafa kjöt- ið steikt eftir að pöntun hafði verið gerð. Maturinn lofar meistarann og kjötið var vel framreitt. Svangur ferðamaður er ekki svikinn af máltíð í Brekku sem kitlar bragð- laukana. Eftirrétturinn, djúp- steiktur banani í viðeigandi sósu á skreyttum diski sem og kaffi og líkjörstár fullkomnaði máltíðina. Forskot á sæluna Veitingasalurinn í Brekku er vist- legur og tekur 80 manns í sæti. Hvert sumar er örtröð ferða- manna í eyjunni sem lítur við í vertshúsinu. Starfsmenn eru 10 til 12. Mér er hugsað til þess að mikið áræði hafi þurft til að opna þennan stað í byrjun og Smári viðurkennir að blint hafi verið rennt í sjóinn. „Við höfum farið hægt og ekki rasað um ráð fram. Við höfum reynt að meta aðstæð- ur hverju sinni og afkoman er all góð. Sumarið er annatími, en þess fyrir utan sinnum við veisl- um. Klúbbar og ýmis félög nýta sér aðstöðuna hér yfir vetrartím- ann. Allar helgar síðustu tvo mánuðina hafa verið fullbókað- ar. Við bjóðum upp á gistirými hér í Brekku og einnig svefn- pokapláss í Barnaskólanum. Á föstudaginn opnum við fyrir gesti sumarsins. Þið hjónin tókuð for- skot á sæluna,“ segir Smári og glottir í skeggið. Já, það er ekki ofsögum sagt af móttökunum í Brekku. Tíminn hefur liðið fljótt. Sævar er búinn að fara eina ferð til lands og síð- asta ferð er klukkan ellefu. Við þökkum fyrir okkur og göngum út í vorrigninguna. í garðinum sunnan undir vegg kúra fjórar rjúpur. Rjúpan á griðland í Hrís- ey og hátt uppi í tré er ber við kirkjuturninn syngur þröstur vor- inu óð. ój Landsbankahlaupið fer firam á morgun Landsbankahlaupiö, hið sjö- unda í röðinni, fer fram á morg- un, Iaugardag, og hefst kl. 11.00. Framkvæmd hlaupsins verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Eins og áður er hverjum afgreiðslustað á land- inu falið að sjá um framkvæmd hlaupsins í samvinnu við full- trúa Frjálsíþróttasambands íslands. Öll börn fædd árin 1979, 1980, 1981 og 1982 geta tekið þátt í hlaupinu, óháð búsetu. Eins og verið hefur hlaupa tveir og tveir árgangar saman, skipt eftir kyni. Þannig eru fjögur hlaup á hverj- um stað. Drengir fæddir 1979 og 1980, drengir fæddir 1981 og 1982, stúlkur fæddar 1979 og 1980 og stúlkur fæddar 1981 og 1982. Þannig eru í raun fjórir riðlar. Aldurshópar hlaupa mislangt, börn fædd 1979 og 1980 hlaupa 1.500 metra en börn fædd 1981 og 1982 hlaupa 1.100 metra. Veitt verða þrenn verðlaun, gull/ silfur/brons í öllum hlaupunum fjórum, samtals 12 verðlauna- peningar. Einnig verða dregin út nokkur númer þátttakenda og hljóta vinningshafarnir Kjörbók með 4.000 kr. innistæðu. Þess utan fá allir þátttakendur bol og viðurkenningarskj al. Á Akureyri má að venju búast við mikilli þátttöku en á síðasta ári tóku hátt x 600 börn þátt í hlaupinu. Hlaupið hefst við afgreiðslu bankans í Strandgötu 1 og eru þátttakendur beðnir að mæta þar kl. 10.00, eða klukku- stund áður en hlaupið hefst. Blásarasveit æskunnar, undir stjórn Roars Kvam, leikur við bankann frá kl. 10.00. Að hlaup- inu loknu verður boðið upp á veitingar. -KK

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.