Dagur


Dagur - 30.06.1992, Qupperneq 2

Dagur - 30.06.1992, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 30. júní 1992 Fréttir Dalvík: Fækkað í áhöfii Björgúlfs Nokkur taugatitringur hefur verið í sjómönnum á Dalvík vegna þess að fækkað var í áhöfn togara Útgerðarfélags Dalvíkinga úr 15 í 13. Að sögn Valdimars Bragasonar fram- kvæmdastjóra er ástæðan fyrst og fremst sú að vinnuaðstaða um borð hefur batnað til muna. Vinnuaðstaðan breyttist til batnaðar er skipt var um aðgerð- arlínu á millidekki. Einnig hefur afli verið mikið lélegri á úthalds- dag og þar af leiðandi minna að gera í aðgerð. Engum var sagt upp á Björgúlfi heldur er alltaf nokkur hópur manna í afleysing- um og eins hætta menn. Hins veg- ar var meiningarmunur um það hvort þessar aðgerðir væru æski- legar vegna vinnuálags um borð en hins vegar er hér ekki um framtíðarákvörðun að ræða því forsendur geta breyst og þá fjölg- að aftur í áhöfninni. Fjölgað verður körum í fiskilest og við það batnar vinnuaðstaða enn frekar. Sjómannafélag Eyjafjarðar hefur bent á að ekki mætti fækka í áhöfn þar sem nokkuð atvinnuleysi væri viðloð- andi í sjómannastétt. Hér er ekki um brot á samningum að ræða og ekkert einsdæmi, t. d. hafa oft ver- ið færri menn í áhöfnum togar- anna Þórs á Dalvík og Arnars á Skagaströnd en 15 sem er sá fjöldi sem gengið er út frá við 28,8% skiptaprósentu en það mega vera færri. Verði hins vegar fleiri en 15 þá hækkar skiptaprósentan um 1,5% fyrir hvern mann. „Það er eðlilegt að áhafnar- fjöldinn sé eftir þörfinni um borð en ekki eftir stöðufjölda fyrir sjó- menn eins og Sjómannafélagið hélt fram,“ sagði Valdimar Braga- son. Mjög tregur afli hefur verið hjá togurum að undanförnu en togarar Útgerðarfélagsins, Björgvin og Björgúlfur, lönduðu tæpum 200 tonnum í byrjun síð- ustu viku og stór hluti af þeim afla var ufsi en þorskfiskerí hefur ver- ið afar tregt. GG I gær hófst þing 70 norrænna myndmenntakennara á Akureyri og stendur fram á föstudag. Mynd. GT Akureyri: Norrænir myndmeimtakennarar þinga Þessa dagana eru 70 norrænir myndmenntakennarar að þinga á Akureyri. Norrænir Kennaraháskóli íslands: Fjaraám hefst á vorönn 1993 Boðið verður upp á fjarnám við Kennaraháskóla íslands á vor- önn 1993, þ.e. námið hefst í janúarmánuði 1993. Hér er um þriggja ára nám að ræða. Fjarnám er almennt kennara- nám með fjarkennslusniði. Það auðveldar þeim landsbyggðarbú- um sem ekki eiga heimangengt að stunda nám við Kennaraháskól- ann en reikna má með að leið- beinendur sem stundað hafa kennslustörf, jafnvel árum saman, renni hýrum augum til þessa möguleika að ná sér í tilskil- in kennararéttindi. Kynningarfundur vegna fjar- námsins var í barnaskólanum á Húsavík í gær og verður einnig á Fræðsluskrifstofunni á Akureyri í dag, þriðjudaginn 30. júní kl. 17. GG myndmenntakennarar hafa í 25 ár skipst á að halda þessi þing sem nefnast „Nordisk Kurs“ eða NK. Þar kynna kennarar nýstárleg verkefni úr skólum og þátttakendum gefst tækifæri til að taka þátt í skap- andi vinnu. Fjórir fyrirlestrar verða á þing- inu: Sigríður Björnsdóttir, mynd- listarkennari og listmeðferðar- fræðingur mun tala um „frjálsa myndsköpun" og Páll Skúlason, heimspekingur ræðir um „list og siðfræði.“ Eiríkur Þorláksson, listfræðingur nefnir sinn fyrirlest- ur; „Hvað getur myndmennt fært nemendum?" Marinó Björnsson, kennari í Laugabakkaskóla og Manfred Lemke, kennari í Grunnskóla Blönduóss munu sýna niðurstöður í skólastarfi þar sem list og verkgreinar fengu aukið vægi. Þingfulltrúar dvelja í Mennta- skólanum á Akureyri og vinnu- aðstaða er í Myndlistarskóla Akureyrar. í vikunni verður farið í siglingu út í Hrísey og í dags- ferð til Mývatns, þar sem m.a. verður komið við hjá lista- manninum Hringi Jóhannessyni í Aðaldalnum. I kvöld býður bæjarstjórn Akureyrar til kvöld- verðar en þinginu lýkur með há- tíðarkvöldverði föstudaginn 3. júlí. -KK Hálaunamenn í röðum ríkisstarfs- manna fá tugþúsunda launahækkun - samkvæmt úrskurði Kjaradóms Sl. föstudag kvað Kjaradómur upp úrskurð, sem felur í sér að Iaun nokkurra hópa í æðstu stöðum hjá ríkinu hækka um tugi þúsunda. Samkvæmt úr- skurðinum eiga launin að hækka um mánaðamótin, þ.e. á morgun. Þeir sem hækka verulega í launum eru forseti Islands, forseti Alþingis, ráð- herrar, þingmenn, héraðsdóm- arar, hæstaréttarlögmenn, forseti Hæstaréttar, biskup, prófastar, sóknarprestar og forstöðumenn nokkurra ríkis- stofnana. Hækkunin er á bil- inu 40-190 þúsund krónur á mánuði. Nokkrir hópar lækka Kjaradómur: Ríkisstjómm vill endurmat Ríkisstjórnin hefur beint þeim tilmælum til kjaradóms að hann taki úrskurð sinn frá 26. júní til endurmats eða kveði upp nýjan úrskurð. I bréfi sem Davíð Oddsson, forsætisráðherra, skrifaði Jóni Finnssyni, formanni kjaradóms, í gær segir að niðurstaða dómsins stangist í veigamiklum atriðum á við þá þróun sem orðið hafi á hinum almenna launamarkaði og sé ekki í takt við framvindu íslensks efnahagslífs um þessar mundir. Mat ríkisstjórnarinnar sé að dómurinn sé til þess fallinn að skapa óróa í samfélaginu og rjúfa þá samstöðu sem náðst hafi um að vinna sig út úr þeim efna- hagslegu þrengingum sem nú sé við að glíma. JHB hins vegar í launum þar sem yfirvinnugreiðslur verða felld- ar niður. Samkvæmt dómi Kjaradóms hækka föst laun forseta Alþingis mest, eða um 190 þúsund krónur á inánuði. Forseti Alþingis fær eftir hækkunina 380 þúsund krónur í mánaðarlaun og nemur hækkunin 97%. Þingfararkaup, kaup alþingismanna, hækkar um 65 þúsund krónur á mánuði, úr 175.023 krónum í 240 þúsund krónur. Alþingismenn hljóta auk þess greiðslur vegna ýmiss kostn- aðrar og breytast þær ekki með úrskurði Kjaradóms. Laun ráð- herra hækka úr 288.818 krónum í 370 þúsund en laun forsætisráð- herra hækka úr 317.702 í 400 þús- und krónur. Laun hæstaréttardómara hækka um 101.440 krónur sam- kvæmt úrskurði Kjaradóms og verða 350 þúsund krónur. Laun forseta Hæstaréttar hækka ívið meira eða um 106.584 krónur og verða 380 þúsund krónur. Þá hækka laun forseta íslands úr 328.731 krónum í 420 þúsund krónur á mánuði. Ofantaldir hóp- ar njóta ekki annarra greiðslna, svo sem fyrir aukavinnu. Laun héraðsdómara hækka úr 171.041 krónu í 260 þúsund krónur, laun sóknarpresta úr 90 þúsund krónum í 150-180 þúsund eftir fjölda sóknarbarna en á móti eru felldar niður ýmsar aukagreiðslur aðrar en greiðslur fyrir prestverk. Laun prófasta verða á bilinu 195-225 þúsund krónur á mánuði og laun vígslu- biskupa 240 þúsund krónur. Samkvæmt úrskurði Kjaradóms fá biskup fslands, ríkissaksóknari og ríkissáttasemjari 350 þúsund krónur í mánaðarlaun; ríkisend- urskoðandi fær 340 þúsund krón- ur en ráðuneytisstjórar og skrif- stofustjóri Alþingis 305 þúsund krónur. 290 þúsund króna mánðarlaun hljóta: Dómsstjóri í héraðsdómi Reykjavíkur, forstjóri ríkisspítal- anna, landlæknir, lögreglustjór- inn í Reykjavík, Póst- og síma- málastjóri, rektor Háskóla ís- lands, ríkisskattstjóri, sendiherr- ar og vegamálastjóri. 270 þúsund króna mánaðarlaun greiðast til dómsstjóra utan Reykjavíkur, flugmálastjóra, forstjóra Haf- rannsóknastofnunar og Land- helgisgæslu, orkumálastjóra, raf- magnsveitustjóra ríkisins, ríkis- lögmanns, skattrannsóknastjóra, tollstjórans í Reykjavík, svo og „Mér fínnst þetta faránlegt og algerlega siðlaust. Við höfum fengið mjög harkaleg viðbrögð frá vinnuveitendum við okkar kröfum og þau skilaboð að þjóðarbúið þoli engar hækkan- ir. Öllum leiðréttingum til okkar hefur verið hafnað og svo kemur allt í einu þessi dómur upp á allt að 100% hækkun vegna þess að verið er að taka inn einhverjar leiðrétt- ingar og nýjar viðmiðanir,“ segir Kári Arnór Kárason, for- maður Alþýðusambands Norðurlands um úrskurð kjaradóms. Kári Arnór segir menn vera til sýslumannanna á Akureyri, í Hafnarfirði, Keflavík, Kópavogi og Reykjavík. Mánaðarlaun hérðasdómara og formanns yfirskattanefndar verða 260 þúsund krónur. 250 þúsund krónur verða greiddar rektorum Tækniskólans og Kennaraháskóla íslands, toll- gæslustjóra, verðlagsstjóra svo og sýslumönnunum í Borgarnesi, Stykkishólmi, Vestmannaeyjum, á Akranesi, Blönduósi, Eskifirði, Húsavík, Hvolsvelli, ísafirði, Keflavíkurflugvelli, Sauðár- króki, Selfossi og Seyðisfirði. Aðrir sýslumenn fá 230 þúsund krónur á mánuði; einnig yfirdýra- læknir. Þá fá yfirskattanefndar- menn 210 þúsund krónur í mán- bæði hissa og reiða vegna úrskurðarins og varla trúa sínum eigin eyrum. Hann segir þó verkalýðshreyfinguna vera í þeirri stöðu að geta varla gert neitt nema mótmæla úrskurðin- um. „Við erum með bundna samn- inga og getum engin áhrif haft á úrskurð kjaradóms. Það er í verkahring stjórnvalda. Við mót- mæluin þessu hins vegar harka- lega og höfum skorað á ríkis- stjórnina að láta þetta ekki við- gangast. Þá hefur kjaradómur lýst því yfir að hann sé tilbúinn til að endurskoða úrskurðinn að fengnum tilmælum frá ríkis- stjórninni. Ég ætla bara að vona aöarlaun. í atkvæði meirihluta Kjara- dóms segir um hina almennu launahækkun að ekki verði hjá því komist að breyta og lagfæra launakerfi dómsins því verulegs ósamræmis hafi gætt milli heild- arlauna og þeirra launa sem Kjaradómur ákveður, vegna greiðslu yfirvinnu, fastrar eða mældrar. Með dómnum sé því í raun verið að fella kaupauka inn í mánaðarlaunin og samræma hlutina. í sératkvæði Jóns Þor- steinssonar hrl. segir að hækkun sú, sem meirihluti Kjardóms hafi ákveðið, sé „langt úr hófi miðað við aðstæður í þjóðfélaginu" og um það bil þrisvar sinnum meiri en hann geti fallist á. BB. að það verði niðurstaðan en að öðrum kosti verður -auðvelt að stilla upp kröfum fyrir næstu samninga. Það er ekki langt í þá og fólk verður ekki búið að gleyma þessu,“ sagði Kári Arnór Kárason. í gær sendi miðstjórn Alþýðu- sambands íslands Davíð Odds- syni, forsætisráðherra, orðsend- ingu þar sem hún lýsir furðu sinni á „fráleitri niðurstöðu Kjara- dóms.“ í bréfinu segir að við þessar aðstæður séu aðeins tveir kostir, „annars vegar að allir launamenn fái tilsvarandi launa- hækkanir og hins vegar að ákvörðun kjaradóms ganei til baka.“ JHB Úrskurður Kjaradóms: „Fáránlegt og algerlega siðlaust“ - segir formaður Alþýðusambands Norðurlands

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.