Dagur - 30.06.1992, Side 3

Dagur - 30.06.1992, Side 3
Þriðjudagur 30. júní 1992 - DAGUR - 3 f Fréttir Skólaheimili fyrir andlega og líkamlega fótluð börn: Flyst M Egilsá að Húnavöllum tyrir næsta skólaár Stórauhin þjónusta í póstjlutningum í vetur 6 börn en þörf er á rými fyrir fleiri börn. „í tillögum nefndarinnar sem lagði starfsemina á Egilsá niður er gert ráð fyrir tveimur vistheim- ilum sem kæmu í stað skólans á Egilsá. í nefndinni sátu fulltrúar frá Svæðisstjórn málefna fatlaðra, Fræðsluskrifstofunni á Blönduósi og ráðuneytunum. Eins og málin standa nú er líklegast að aðeins verði byggt eitt vistheimili," segir Karólína Guðmundsdóttir hjá Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Norðurlandi vestra. Ekki hefur komið til álita að halda áfram starfseminni á Egilsá. Lausn þessa verkefnis er í hönd- um tveggja ráðuneyta, þ.e. Menntamálaráðuneytisins sem sér um menntun barnanna og Fé- lagsmálaráðuneytisins sem hefur lausn vistheimilismálsins á sinni könnu. Margrét Margeirsdóttir hjá Félagsmálaráðuneytinu segir að búið sé að taka á leigu húsnæði í nágrenni Húnavallaskóla sem vistheimili og hefjist starfsemi þar í haust um leið og almenn skóla- starfsemi. Ekki sé fyrirhugað að vistheimili verði tekið í notkun á Sauðárkróki enda megi segja að starfsemin að Egilsá flytjist að Húnavöllum en dagskólinn á Sauðárkróki sé hrein viðbót enda eru ekki fyrir hendi nein fjárfram- lög til vistheimilis á Sauðárkróki. Ákvörðun um flutning skóla- heimilis á Egilsá til Húnavalla er fyrst og fremst félagslegs eðilis, en talið var eðlilegra að andlega og líkamlega fötluð börn hefðu meiri samskipti við heilbrigð börn en möguleiki er á með því að halda áfram óbreyttri starfsemi á Egilsá. Úr Framkvæmdasjóði fatlaðra hafa verið veittar 2 millj. króna til að kaupa innbú í væntanlegt húsnæði vistheimilis við Húna- vallaskóla. GG „Það hefur ekki fengist neinn peningur til að reka sólar- hringsvistun fyrir andlega og líkamlega fötluð börn við skól- ana á Sauðárkróki og Húna- völlum en reynt hefur verið að fá Félagsmálaráðuneytið til að taka það að sér en engin af- dráttarlaus svör fengist þaðan. Einnig hafa foreldrar þessara fötluðu barna þrýst á um svör en engin fengið,“ segir Bryndís Guðmundsdóttir kennari á Egilsá. Skólaheimili fyrir fötluð börn sem rekið hefur verið að Egilsá í Akrahreppi, Skagafirði, var lok- að eftir að skóla lauk nú á vordög- um og stafar það af breyttri verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga en sveitarfélögin hafa nú fengið þetta verkefni og Ijóst að mörg þeirra eru þess alls ekki umkomin aðrekaslík heimili. ÁEgilsávoru Hraðari póstsendingar milli landshluta. „Fuglinn er tákn um frjálsa hugsun og háfleyga,“ segir Guðmundur Ármann m.a. í greinargerð með merkinu. Menningarsamtök Norðlendinga: Guðmundur Ármann hannaði merki samtakanna Guðmundur Ármann, mynd- listarmaður á Akureyri, hefur hannað merki fyrir Menning- arsamtök Norðlendinga og var það samþykkt á aðalfundi MENOR nýlega. Eins og sjá má er fugl í grunni merkisins og í greinargerð höfundar segir að fuglinn sameini tvo þætti sem eigi við um samtök- in; verksviðið (menninguna) og landshlutann (Norðurland). „Flugið er tákn um frjálsa hugsun og háfleyga. í öðru lagi er fuglinn tákn Norðurlands í skjaldar- merki íslands. í Landnámu greinir frá fugli einum svo stórum að vængirnir girtu fyrir firði og vörnuðu konungsmönnum land- töku á Norðurlandi,“ segir Guð- mundur Ármann í greinargerð sinni. Listamaðurin skar merkið í dúk og segir hann að það gæti verið til í tveimur útgáfum, ann- ars vegar í lit og hins vegar í svart-hvítu. Guðmundur segir í greinargerðinni að í skjaldar- merkjasögu íslands sé sérstakur ljósblár litur nokkuð áberandi og eitt elsta skjaldarmerki íslands skarti ljósbláu. óþh Hinn 1. júlí hefjum við flutning á pósti að næturlagi, landleiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar. Sendingar sem verða póstlagðar íyrir kl. 16:30 á viðkomustöðum póstbílanna verða tilbúnar til afliendingar á viðkomandi póststöðvum næsta virkan dag. Ennfremur mun póstur að norðan halda viðstöðulaust áfram frá Reykjavík til staða á Suðurlandi og Suðurnesjum. Sama gildir um póst frá Akureyri til staða við Eyjafjörð og á Norðausturlandi. Viðkomustaðir póstbílanna eru: Akureyri, Varmahlíð, Sauðárkrókur, Skagaströnd, Blönduós, Hvammstangi, Brú, Borgarnes, Akranes og Reykjavík. PÓSTUR OG SÍMI Viö spörum þér sporin

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.