Dagur - 30.06.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 30.06.1992, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 30. júní 1992 - DAGUR - 5 Eins og alþjóð veit sigruðu Danir Þjóðverja í úrslitaleik Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu sl. föstudagskvöld. Hófið í Sjallanum hófst ekki fyrr en að leik loknum og að vonum voru Randers- búar í sjöunda himni yfir vclgengni Ianda sinna. Myndir: óskar Þór Halldórsson Á fimmta hundrað manns voru í lokahófi vinabæjavikunnar í Sjallanum sl. föstudagskvöld. Lokahóf vinabæjamóts á Akureyri í Sjallanum sl. fóstudagskvöld: Mikil ánægja erlendu þátt- takendanna með vinabæjamótið Vinabæjamótinu á Akureyri, sem stóð alla síðustu viku, var formlega slitið í Sjallanum sl. föstudagskvöld. Þrátt fyrir að veðurfarið hafi verið með ein- dæmum erfitt, var ekki annað að heyra á þátttakendum en að þeim hafi líkað vel dvölin á Akureyri og þeir dásömuðu mjög móttökur og gestrisni gestgjafanna. Forsvarsmenn vinabæjamóts- ins eru ánægðir með hvernig til tókst, þó svo að veðurguðirnir hafi gert þeim lífið leitt. Aætlanir stóðust að. flestu leyti og fram- kvæmd var eins og best verður á kosið. í lokahófinu sl. föstudagskvöld í Sjallanum færðu fulltrúar Randers, Vásterás, Lahti og Álasunds Halldóri Jónssyni, bæjarstjóra, fyrir hönd Akureyr- arbæjar, veglegar gjafir í þakk- lætisskyni fyrir gestrisni og góðar viðtökur. Randers-búar gáfu lista- verk, þátttakendurnir frá Váster- ás færðu bænum bók og kerta- stjaka, frá Álasundi barst vegg- skjöldur með merki þeirra og eft- irlíking af víkingaskipi og Lahti- búar gáfu verðlaunabók um arki- tektúr í Finnlandi. í hófi í Laug- arborg í Eyjafjarðarsveit sl. mið- vikudagskvöld færðu gestirnir tveir frá Narssaq á Grænlandi Halldóri Jónssyni að gjöf lista- verk eftir grænlenskan listamann af umhverfi Narssaq. Halldór Jónsson, bæjarstjóri, sagðist vera mjög ánægður hvernig til hafi tekist á vinabæja- mótinu. „Ég hef ekki heyrt ann- að en að erlendu þátttakendurnir hafi verið mjög ánægðir með aila skipulagningu vinabæjamótsins og það sem í boði var. Við erum líka ánægðir með hvernig til Þrátt fyrir kuldabola voru krakkarnir í hestahópnum með skemmtilega sýn- ingu sl. föstudag á flötinni fyrir neðan Samkomuhúsið. Auk hinna erlendu gesta og allra hlutaðeigandi aðila voru gestgjafar þátttak- endanna í lokahófínu. tókst, þetta gekk allt mjög vel, en vissulega hefði þetta verið léttara og auðveldara ef veðrið hefði verið bjartara og hlýrra,“ sagði Halldór. Eins og fram kom í Degi sl. laugardag hefur verið ákveðið að halda áfram þessu vinabæjastarfi Akureyrar, Lahti, Randers, Ála- sunds og Vásterás næstu fimm árin, en hins vegar voru forráða- menn bæjanna sammála um að draga úr umfangi vinabæjavik- anna og um leið að skera veru- lega niður kostnað. Fyrsta vina- bæjamótið með breyttu sniði verður að ári í Randers í Dan- mörku og búist er við að þangað fari um 20 þátttakendur frá Akureyri. óþh Síðastliðinn föstudag var opnuð í Myndlistarskólanum sýning á verkum þátt- takenda í myndlistarhópnum. Sýningin vakti verðskuldaða athygli og hefur verið rætt um að senda hana á milii vinabæjanna. AUGLYSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1977- 2.fl. 1978- 2.fl. 1979- 2.fl. 10.09.92-10.09.93 10.09.92-10.09.93 15.09.92-15.09.93 kr. 937.526,82 kr. 598.913,00 kr. 390.445,45 FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1985-1 .fl.A 1985- 1.fl.B 1986- 1 .fl.A 3 ár 1986-1.fl.A4 ár 1986-1 .fl.A 6 ár 1986-1 .fl.B 1986-2.fl.A4 ár 1986- 2.fl.A 6 ár 1987- 1 .fl.A 2 ár 1987-1 .fl.A 4 ár 10.07.92-10.01.93 10.07.92-10.01.93 10.07.92-10.01.93 10.07.92-10.01.93 10.07.92-10.01.93 10.07.92-10.01.93 01.07.92-01.01.93 01.07.92-01.01.93 10.07.92-10.01.93 10.07.92-10.01.93 kr. 53.331,38 kr. 32.107,36**) kr. 36.760,62 kr. 40.242,18 kr. 41.462,97 kr. 23.680,35**) kr. 34.072,90 kr. 35.034,79 kr. 29.181,74 kr. 29.181,74 *)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. **)Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1 og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, júní 1992. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.