Dagur - 30.06.1992, Síða 6

Dagur - 30.06.1992, Síða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 30. júní 1992 SUMARHAPPDRÆTTI BLINDRAFÉLAGSINS 1992 DREGIÐ 23. JÚNÍ. Vinningsnúmer eru: 15712 18794 13666 14990 17673 21357 6761 12954 19914 24453 24759 891 2729 5060 5656 6214 9030 18840 21213 22168 22252 22554 BLINDRAFÉLGIÐ HAMRAHLÍÐ 17. Upplýsingar í símsvara 91-38181 Takið eftir! íslensk hjón með fjögur börn, búsett í úthverfi Wash- ingtonborgar, óska að ráða til sín heimilishjálp. Börnin eru 2ja(x2), 4ra og 8 ára, og er starfið einkum fólgið í umönnun um þau yngstu sem og léttum húsverkum, en móðirin er einnig heimavinnandi. Allt umhverfi er mjög öruggt, mjög góð aðstaða er til hvers kyns íþróttaiðkunar og námskeiða - menntun- ar. Laun eru bærileg. Æskilegt er að viðkomandi sé a.m.k. 22ja ára, hafi bílpróf, sæmilegt vald á ensku og hafi unnið með börnum. Reglusemi er algert skilyrði og meðmæli nauðsyn- leg. Ráðningartími er frá júlílokum í u.þ.b. eitt ár. Nánari upplýsingar veitir Kristín S. Árnadóttir í síma 22519. Sýslumaðurinn á Akureyri Frá og með 1. júlí nk. flyst afgreiðsla sýslu- mannsins á Akureyri á 1. hæð, að Hafnar- stræti 107. Afgreiðsla sjúkratrygginga sem verið hefur að Gránufélagsgötu 4, flyst miðvikudaginn 1. júlí nk., að Hafnarstræti 107, Akureyri, 1. hæð að norðan. Frá sama tíma verður símanúmerið 26900. Sýslumaðurinn á Akureyri. „M0RALTU innihurðír Við höfum tekið að okkur umboð fyrir „MORALT“ innihurðir frá Þýskalandi. Hurðirnar eru yfirfelldar og með pakkningum, vel hljóðeinangrandi og vandaðar. Eigum á lager sléttar hurðir og hurðir fyrir gler. Spónn: limba, beyki og hvítur askur. Karmabreiddir 10-18 sm. Verð frá kr. 19.656 hurð, karmur, skrá og hengsli. Byggingavörudeild KEA Hótel Vertshús - lítið hótel í hjarta byggðarinnar. Hótel Vertshús á Hvammstanga: Framtíðarverkefni að koma Hvammstanga á ferðamannakortið - hótel- og veitingarekstur nauðsynlegur í 700 manna byggð, segja Birna Lárusdóttir og Gísli Jónsson, hótelhaldarar Birna Lárusdóttir og Gísli Jónsson í öðrum veitingasal hótelsins. Á Hvammstanga er lítið en notalegt hótel í hjarta byggðar- innar. Hótelið var byggt á árinu 1985 og í því eru sex tveggja manna herbergi og tveir veitingasalir. Fyrir um einu og hálfu ári festu Birna Lárusdóttir og Gísli Jónsson kaup á hótelinu og hafa rekið það síðan. Þau sögðu að reksturinn byggðist mikið upp á þjónustu við heimabyggðina - bæði hvað gistiaðstöðu varðar og einnig sem veitinga- og samkomustaður. Hótelgestir væru annars vegar fólk er ætti erindi til Hvamms- tanga vegna starfa sinna en einn- ig væri nokkuð um ferðamenn, einkum yfir sumartímann. Þau lögðu áherslu á að hótel- og veit- ingarekstur væri nauðsynlegur í 700 manna byggð en ferðaþjón- usta væri auk þess nauðsynleg bæði til þess að styrkja rekstrar- grundvöllinn og einnig til þess að fá ferðamenn til þess að koma við á Hvammstanga. Þótt Hvamms- tangi sé aðeins um sex kílómetra leið frá norðurleiðinni væri það nægilega langt til þess að fólk æki frafnhjá. Það átti sig jafnvel ekki á að þarna sé verulega þéttbýlis- byggð að finna sem væri þess virði að skoða. Gísli sagði að nýleg og mjög góð sundlaug væri á Hvamms- tanga og hefði hún dregið nokk- uð af ferðamönnum á staðinn. Einnig liafi verið útbúin mjög góð tjaldstæði. Hann sagði jjað langtíma markmið að koma Hvammstanga betur inn á kort ferðamanna en nokkuð hefði þegar áunnist í því efni. Hann kvaðst myndu auglýsa Hvamms- tanga og hótelreksturinn í útvarpi í sumar. Slíkar auglýsing- ar höfði til ferðamanna því marg- ir hefðu útvarpið opið á ferðalög- um. Hann benti einnig á mögu- leikann til þess að fara fyrir Vatnsnes og koma við - jafnvel gista á Hvammstanga í leiðinni. Gísli sagði að reksturinn hefði gengið þokkalega vel þann tíma sem þau hafi verið á Hvamms- tanga og þótt það sé langtíma markmið að koma byggðinni fyr- ir alvöru á ferðamannakortið þá væri það engu að síður framtíðar- verkefnið. ÞI Framhaldsskólinn á Húsavík: Gróðursett og grillað við Botnsvatn „Kolin voru ekki einu sinni orðin heit þegar við vorum búin að gróðursetja allar plönturnar, þær hefðu mátt vera fleiri. En þetta var mjög gaman og verður örugglega árvisst hér eftir,“ sagði Anton- ía Sveinssdóttir, ritari Fram- haldsskólans á Húsavík, aðspurð um griil- og gróður- setnigarfcrð starfsfólks skólans. Það var sl. miðvikudag sem kennarar og annað starfsfólk Framhaldsskólans á Húsavík ásamt börnum sínum hélt í gróð- ursetningarferð suður fyrir Botnsvatn. Gróðursettar voru 720 plöntur af furu og birki og gekk verkið fljótt og vel. Síðan var haldin grillveisla, og að sögn Antoníu voru það sannkallaðir meistarakokkar sem grilluðu pylsur, kótelettur og lærissneiðar niður í liðið. IM

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.