Dagur


Dagur - 30.06.1992, Qupperneq 7

Dagur - 30.06.1992, Qupperneq 7
Þriðjudagur 30. júní 1992 - DAGUR - 7 Samskipadeildin - UBK-KA 2:1: „Algert einbeitingarleysi 66 - sagði Gunnar Gíslason, besti maður KA-liðsins í gær KA-menn fóru ekki neina frægðarför til Reykjavíkur í gærkvöld en þá heimsóttu þeir Breiðablik í Samskipadeildinni í knattspyrnu. Blikarnir, sem ekki höföu hlotið stig, gerðu sér lítið fyrir og unnu verö- skuldaðan sigur á gcstunum 2:1. Staðan í hálfleik var 1:1 og það var Árni Hermannsson sem gerði mark KA en Reynir Björn Björnsson og Sigurjón Kristjánsson skoruðu mörk hciinamanna. „Þettá er ekkert nenta einbeit- ingarleysi og ekkert annað um það að segja," sagði Gunnar Gíslason, þjálfari KA, eftir leik- inn. Blikarnir voru mun betra lið- ið í leiknunt, fengu fullt af færum og virtust ekki eiga í teljandi vandræðum með ósannfærandi KA-liðið. Gestirnir urðu fyrir mikilli blóðtöku á 15. mínútu en Staðan 7. umferð: Þór-Valur 1:1 ÍA-Víkingur 2:2 Fram-ÍBV 3:1 UBK-KA 2:1 KR-FH 4:1 Fram 7 5-0-2 15:7 15 l*ór 7 4-3-0 9 :3 15 ÍA 7 4-3-0 10:5 15 KR 7 4-2-1 14:7 14 Valur 7 2-3-2 8 :9 9 FH 7 2-3-2 9:11 9 Víkingur 7 2-1-4 7:13 7 KA 7 1-4-2 10:11 6 ÍBV 71-0-6 5:13 3 UBK 7 1-0-5 3 :11 3 Markahæstir: Valdimar Kristófcrsson, Fram 7 Bjarni Sveinbjörnsson, Þór 4 Ormarr Örlygsson, KA 4 Gunnar Már Mósson, KA 4 Ragnar Margcirsson, KR 4 Árni Hermannsson geröi mark KA- manna í gær. þá þurfti Gauti Laxdal að yfir- gefa völlinn vegna meiðsla. Hné- skel losnaði og færðist upp í fæti Gauta, svipað og Daninn lenti í í Svíþjóð. Vörn KA var eins og gatasigti í leiknum þrátt fyrir að Gunnar Gíslason liafi spilað mjög vel. Vignir Baldursson, þjálfari Breiðabliks, sagði eftir leikinn að sínir menn hafi spilað með hjart- anu í þessum leik og það hafi skilað sér. „Nú erunt við kontnir yfir ákveðinn þröskuld og héðan í frá verður ekkert gefið eftir, sagði Vignir.“ Blikarnir áttu fyrri hálfleikinn framan af og voru töluvert sterk- ari. KA-menn áttu þó eitt og eitt færi og í einu slíku kom mark þeirra. Árni Hermannson fékk þá boltann, á 31. mínútu, eftir góða fyrirgjöf frá Páli Gíslasyni og afgreiddi boltann í netið. Á 40. mínútu munaði litlu að Gunnar Már Másson bætti við öðru marki fyrir KA. Hann fékk dauðafæri eftir varnarmistök hjá Blikununt en markvörður þeitra hirti boltann af tánum á honum. Blikarnir jöfnuðu svo þegar 1 mínúta var til leikhlés. Sigurjón Kristjánsson átti þá glæsilega sendingu á Reyni B. Björnsson sem þrumaði boltanum í þverslá og inn. Glæsilegt mark og staðan 1:1 í leikhléi. Síðari hálfleikur var líkur þeint fyrri. Blikarnir sótu meira en KA fékk eina og eina sókn inn í milli. Á 50. rnínútu einlék Pavel Vandas upp allan völlin og gaf á Ormarr Örlygsson sem var dauðafrír. Hann var þó ekki nógu fljótur að átta sig og missti boltann aftur fyrir endamörk. Sigurjón Krist- jánsson átti fastan skalla að KA- markinu á 59. rnínútu en Haukur í markinu varði vel. Sigurmark UBK kom síðan á 61. mínútu eft- ir slærn varnarmistök hjá KA. Þeir misstu boltann í eigin teig og Arnar Grétarsson var ekki seinn að átta sig, náði boltanum og sendi á Sigurjón Kristjánsson sem átti ekki í vandræðum með að skora. Staðan orðin 2:1 og KA-menn geta nagað sig í hand- arbökin eftir þessi mistök. Gunn- ar Gíslason fékk gott færi til þess að skora á 65. mínútu en hitti boltann illa þar sent hann stóð einn á markteig. Það sem eftir lifði leiks fengu bæði lið ágæt færi til þess að skora en niðurstaðan varð sann- gjarn Blikasigur. Fyrstu stig Blik- anna á keppnistímabilinu voru í höfn og nú eru KA-menn heldur betur að verða í vondum málum í botnbaráttunni. Lið KA: Haukur Bragason, Gunnar Gíslason. Örn Viðar Arnarson, Stein- grímur Birgisson, Ormarr Örlygsson, Árni Hermannsson, Gauti Laxdal (Páll Gíslason á 15. mín.), Bjarni Jónsson, Hafsteinn Jakobsson (Halldór Kristins- son), Pavel Vandas, Gunnar Már Más- son. Lið Breiðabliks: Hajzrudin Zardaklija, Steindór Elísson (Rögnvaldur Rögn- valdsson á 77. mín.), Reynir Björn Björnsson, Úlfar Óttarsson, Pavol Kreto- vil, Jón Pórir Jónsson. Sigurður Víðis- son, Arnar Grétarsson, Grétar Stein- dórsson, Sigurjón Kristjánsson (Hilmar Sighvatsson á 75. rnín.), Valur Valsson. Gul spjiild: Örn Viðar Arnarson, Gunn- ar Gíslason og Pavel Vandas hjá KA og Reynir B. Björnsson, Sigurður Víðisson, Steindór Elísson og Úlfar Óttarsson. Dómari: Eyjólfur Olafsson. Línuverðir: Þorvarður Björnsson og Kristinn Jakobsson. HB/SV Bjarni Jónsson, fyrirliði, náði ekki að stýra sínum mönnum til sigurs í gær. Ólafsíjörður: Þríþrautarmót tun næstu helgi Þríþrautarmót verður haldið í Ólafsfirði, laugardaginn 4. júlí. IVlótið hefst við Sundlaug Ólafsfjarðar og verður byrjað klukkan 10.00. Keppt verður í ilokkum 16 ára og yngri, 17-34 ára og 35 ára og eldri. Þríþrautarmót eru að verða mjög algeng hér á landi og er það góð viðbót við aðrar keppnis- greinar. Þátttaka hefur smám saman verið að aukast og síðasta mótið á keppnistímabilinu verð- ur Islandsmótið að Hrafnagili í Eyjafirði. Mikil spenna fylgir keppni sem þessari, þar sem hver keppandi er misgóður í þeim greinum sem keppt er í. Því er það að menn skiptast yfirleitt á með að hafa forystu í keppninni. Keppnisgreinarnar eru: 750 m sund, 20 km hjólreiðar og 5 km hlaup. Fyrirtækið, Magnús Gamalíelsson hf. í Ólafsfirði, er styrktaraðili að mótinu. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir föstudag í síma 62270 og 62167. Orniarr Örlygsson var í eldlínunni með KA í gærkvöld. Hér er liann í baráttu á móti KR-ingum fyrr í sumar. Mynd: Golli Landslið íslands, U-16: Inga Dóra Magnúsd. Tindastóli, valin Landsliðiö sem tekur þátt í NM stúlkna, undir 16 ára aldri, í Danmörku, hefur verið valið. Inga Dóra Magnúsdóttir, Tindastóli var valin til farar- innar. Liðið er skipað eftir- töldum leikmönnum: Markverðir: Helga Helgadótt- ir, Stjörnunni og Elísabeth Stef- ánsdóttir, Tý. Aðrir leikmenn: Hjördís Símon- ardóttir, Val, Ásthildur Helga- dóttir, Margrét Ólafsdóttir, Katrín Jónsdóttir, Birna Alberts- dóttir, Olga Færseth, allar frá UBK, Guðrún Inga Sívertsen og Brynja Dögg Steinsen frá KR, Heiða S. Haraldsdóttir, Reyni S., Jónína Guðjónsdóttir, Þrótti N., Inga Dóra Magnúsdóttir, Tindastóli, Rósa Steindórsdóttir, Sindra, Ásgerður H. Ingibergs- dóttir og Gréta Guðnadóttir, Stjörnunni. SV

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.