Dagur - 03.07.1992, Síða 3

Dagur - 03.07.1992, Síða 3
Föstudagur 3. júlí 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Gísli Eyland, stöðvarstjóri Pósts og síma á Akureyri, færði Erni Johansen, blómvönd við komuna til Akureyrar í gærmorgun. Með þeim á myndinni er Ársæll Magnússon, umdæmisstjóri. Mynd: kk Póstflutningar milli Reykjavíkur og Akureyrar: Fyrsta ferðin tók níu klukkustundir - og gekk mjög vel í alla staði „Ferðin tók um níu klukku- tíma og gekk mjög vei í alla staði,“ sagði Örn Johansen, póstflutningaverktaki í samtali við Dag í gærmorgun. Örn var þá að koma úr sinni fyrstu póstflutningaferð á milli Reykjavíkur og Akureyrar og var að losa kjaftfullan bfl sinn við bögglapóststofuna á Akur- eyri. Örn lagði af stað frá Reykjavík um kl. 21.30 í fyrrakvöld og kom til Akureyrar um 6.30 í gærmorg- un. Hann kom við á átta stöðum á leiðinni, þar sem hann tók póst og skilaði af sér pósti, líkt og félagi hans Gunnar Guðmunds- son, sem var á suðurleið frá Akureyri á svipuðum tíma. Ekið verður á milli Akureyrar og Reykjavíkur fimm sinnum í viku og til að byrja með munu tveir menn starfa við aksturinn. Aðspurður sagðist Örn ekki kvíða vetrarakstrinum, hann væri vanur slíkri keyrslu og því hvergi banginn. Hins vegar mætti búast við því að ferðirnar á milli taki lengri tíma yfir erfiðustu vetrar- mánuðina. Eins og komið hefur fram, var ákvörðun um póstflutningana tekin að loknu útboði þar sem bárust um 100 tilboð. Að lokinni athugun var ákveðið að ganga til samninga við Örn Johansen en tilboð hans hljóðaði upp á 33,5 milljónir króna fyrir tveggja ára tímabil. Jafnframt var gerður viðbótarsamningur við Örn þannig að endanlega samnings- upphæð hljóðaði upp á 37 millj- ónir króna. -KK Fjórtán milljóna króna ríkisstyrk úthlutað til áhugaleikfélaga í ár: „Barátta okkar beinist að því að ríkið hækki þessa styrki“ - segir Kolbrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra leikfélaga Á fundi sínum á Tjörn í Svarf- aðardal um liðna helgi gekk stjórn Bandalags íslenskra leikfélaga frá tillögum til menntamálaráðuneytisins um skiptingu þeirra 14 milljóna króna, sem eru á fjárlögum þessa árs til að styrkja starfsemi áhugaleikfélaga í landinu. Þessir fjármunir koma til greiðslu í lok ágúst til þeirra áhugaleikfélaga sem settu upp verk á síðasta leikári og sóttu um fyrirgreiðslu. Leikfélög á Norðurlandi fá drjúgan hluta af því fé sem til ráðstöfunar er, enda var leikstarfsemi mjög öflug í landsfjórðungnum á Iiðnum vetri. „J>að fjölgar alltaf þeim áhuga- leikfélögum í landinu sem starfa. Þau voru 50 leikárið 1990 til 1991 en 56 það leikár sem er nýliðið. Hins vegar eiga 80 félög aðild að Bandalagi íslenskra leikfélaga. Á liðnu leikári settu þessi 56 leik- félög upp 81 verkefni, en árið áður voru þau 75. Leikstarfsemin hefur því aukist ár frá ári, en styrkur ríkisins til starfsemi áhugafélaga hefur hins vegar ekki hækkað að sama skapi,“ sagði Kolbrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra leikfélaga. Við úthlutun fjárins er farið eftir þeirri meginreglu að metn- aðarfullt íslenskt leikverk gefi viðkomandi leikfélagi 100% styrk, sem í ár er 216 þúsund krónur. „Þetta er sama krónutala og í fyrra, en þegar ég hóf störf hjá Bandalaginu vorið 1989 nam styrkurinn 258 þúsund krónum. Ólafsfirðingafélagið: Búið að skipuleggja sumar- bústaðasvæði í landi Hólkots í framtíðinni er gert ráð fyrir að rísi fjöldi sumarbústaða í landi Hólkots í Ólafsflrði. Búið er að teikna sumarbú- staðaþyrpingu fyrir um 30 bústaði og eru framkvæmdir hafnar við vegalagningu á svæðinu. Það er Ólafsfirðinga- félagið sem hefur haft for- göngu um skipulag svæðisins fyrir sumarbústaði, en félagið hefur Hólkot á leigu af Ólafs- fjarðarbæ. Að sögn Sigurðar Sigurðsson- ar, byggingaverktaka á Akureyri og brottflutts Ólafsfirðings, er miðað við að næsta sumar verði unnt að reisa fyrstu sumarbústað- ina á svæðinu, en nú er verið að ganga frá síðustu uppdráttunum til að leggja fyrir þær nefndir í Ólafsfirði sem málið heyrir undir. Að fengnu grænu ljósi frá öllum hlutaðeigandi aðilum verð- ur hægt að auglýsa sumarbú- staðalóðir í Hólkoti, en Sigurður segist vita af nokkrum brottflutt- um Ólafsfirðingum á höfuðborg- Tryggingastofnun ríkisins: Tekjutryggingaraiiki greiddur í júlí Þegar bætur almannatrygginga vegna júlímánaðar verða greiddar út, munu lífeyrisþeg- ar með tekjutryggingu fá upp- bót. Hún er í samræmi við kjarasamninga á vinnumarkaði um greiðslu láglaunabóta. Fulla uppbót kr. 9.995,- hjá ellilífeyrisþegum en kr. 10.174.- hjá öryrkjum, fá þeir sem hafa óskerta tekjutryggingu, heimilis- uppbót og sérstaka heimilisupp- bót. Tekjutryggingaraukinn skerðist í sama hlutfalli og þessir bótaflokkar hjá lífeyrisþega. Þeir sem ekki njóta tekjutryggingar fá enga uppbót. Á greiðsluseðli mun þessi uppbót ekki koma fram sérstaklega, heldur verður lögð við upphæð þessara þriggja bótaflokka. Tekjutryggingarauki greiðist á sama hátt í ágúst, 20% vegna or- lofsuppbótar og í desember 30% vegna desemberuppbótar launa- fólks. í janúar 1993 greiðist 28% tekjutryggingarauki vegna lág- launabóta. Vegna þessa geta bæt- ur almannatrygginga orðið mis- háar milli mánaða. arsvæðinu og Akureyri sem hafi hug á að reisa sumarbústað þarna. „Þetta er mjög skemmti- legt svæði og ekki sakar að stang- veiði í Ólafsfjarðarvatni verður leyfð,“ sagði Sigurður. óþh Þetta vill segja að eftir því sem fleiri leikfélög starfa, þeim mun minna kemur í hlut hvers félags. Barátta okkar beinist að því að ríkið hækki þessa styrki. Hefði styrkupphæðin frá 1989 verið framreiknuð til síðustu áramóta, þá hefðu átt að koma til út- hlutunar 17,7 milljónir króna í ár. Það þýddi að 100% styrkur í ár væri kominn yfir 300 þúsund, sem væri í einhverju samræmi við þá upphæð sem leikfélögin greiða leikstjórum fyrir sína vinnu. Þeg- ar styrkirnir lækka ár frá ári er hættan sú að leikfélögin hætti að hafa efni á að ráða sér atvinnu- leikstjóra, sem er afar bagalegt," sagði Kolbrún. Starfsemi áhugafélaganna var sérstaklega öflug á liðnu ári og nægir þar að nefna nokkur leik- félög á Norðurlandi. Á Eyja- fjarðarsvæðinu var t.d. sérstak- lega mikil gróska og sýningar fengu gríðarlega aðsókn. Nægir þar að nefna Rjúkandi ráð hjá Leikfélagi Dalvíkur (16 sýning- ar), Bör Börson hjá Leikfélagi Skriðuhrepps (16 sýningar) og rokkóperan Messías Mannssonar (28 sýningar) í uppfærslu Frey- vangsleikhússins. Þá fékk sýning Leikfélags Húsavíkur á Gauks- hreiðrinu mikla aðsókn og frá- bæra dóma. óþh Mjólkurbikarkeppnin í knattspyrnu 16 liða úrslit KA-Þór Sannkallaður stórleikur á Akureyrarvelli þriðjudaginn 7. júlí kl. 20.00 Hvor þjálfaranna fagnar sigri leikslok, Gunnar Gíslason, þjálfari KA eða Sigurður Lárusson, þjálfari Þórs? Síðast þegar liðin mættust í bikarnum þurfti framlenginu og vítaspyrnukeppni til þess að knýja fram úrslit. Hvað gerist á þriðjudaginn?

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.