Dagur - 03.07.1992, Page 6
6 - DAGUR - Föstudagur 3. júlí 1992
Veiðiklóin
Laxveiðin:
Sá stóri rétti
úr tveim önghim
- gott hljóð í veiðimönnum - Tvöfalt fleiri
laxar komnir á land í Laxá í Aðaldal en í fyrra
- Feitur, fallegur og lúsugur fiskur í Vatnsdalsá
Það er gott hljóðið í laxveiði-
mönnum þessa dagana. Víðast
hvar hefur veiðin verið mun
betri en í fyrra og laxinn sem
kemur á land er feitur og fal-
legur. Sem dæmi má nefna að í
Vatnsdalsá voru komnir 75
laxar á land í gær, þar af aðeins
6 undir tíu pund að þyngd.
Flestir hafa verið á bilinu 12-16
pund.
„Laxinn er feitur og lúsugur og
veiðist um alla á. Menn hafa ver-
ið að fara heim með þetta 4-7
laxa hver svo þeir eru ánægðir.
Stærsti laxinn sem hér hefur
veiðst til þessa var 22 pund. Sá
sem fékk þann lax sagðist hafa
misst annan eftir 15 mínútna
barning. Sá var enn stærri og til
marks um það sagði veiðimaður
að fiskurinn hefði rétt úr tveimur
önglum á 28 gramma Toby
spún,“ sagði Brynjólfur Markús-
son leigutaki í Vatnsdalsá.
320 laxar komnir á land
í Laxá í Aðaldal
í Miðfjarðará voru í gær komnir
110 laxar á land sem er helmingi
meira en í fyrra. Meðalþyngdin
er um 10 pund en sá stærsti er 17
pund. „Það hefur verið svolítið
kalt og mikið vatn í ánni, en nú
er veðrið að hlýna og vatnið að
sjatna í ánni svo þetta er allt á
uppleið," sagði Guðmundur
Thor kokkur í veiðihúsinu Laxa-
hvammi.
Austur í Þingeyjarsýslu er
sömu sögu að segja, þar er nóg af
fiski. Opnunin var mjög góð í
Fnjóská og þar voru komnir 20
laxar á land í gær, sá stærsti 17
Allt til veiðanna
á einum stað
símar 22275 og 25222
opið á iaugardögum frá kl. 9-12
OBÐ
Hundaáhugafólk athugið
Gullfiskabúðin verður með kynningu á
Bento hundafóðrinu og öllu sem hundurinn
þarfnast, á hundasýningu HRFÍ í
íþróttahöllinni á Akureyri sunnudaginn 5. júlí
HUNDAMATUR
PAKKNINGAR
í HENTUGUM
STÆRÐUM
Póstsendum um allt land, sími 91-11757 og símfax 91-26111
Flvolpar til sölu
Einnig verða til sölu ættbókarfærðir enskir
Springer Spaniel hvolpar undan Champion
tíkinni Contessu og verðlaunahundinum
Feorlig Shooting Star,
sem verður á sýningunni.
pund. Þar hafa menn verið að sjá
fisk upp eftir allri á svo hann er
greiniiega genginn upp.
Á veiðisvæði Laxárfélagsins í
Laxá í Aðaldal voru komnir 320
laxar á land í gær. Það er helm-
ingi meira en í fyrra og þetta er
vænn fiskur, mest á bilinu 10-20
pund. Þeir sem voru í ánni í gær
voru með 9 og 10 laxa á stöng eft-
ir morguninn.
Ofar í ánni þar sem heitir
Hraun er veiðikiúbbur 18 Dal-
víkinga með hluta af ánni á leigu.
Friðrik Friðriksson sparisjóðs-
stjóri sagði að laxveiðin færi hægt
og hljótt af stað, hins vegar væri
ágæt silungsveiði. Þeir fiskar sem
á land eru komnir hafa verið
vænir og á veiðidegi fjölskyld-
unnar sl. sunnudag fékk 10 ára
sonur Friðriks, Kolbeinn, maríu-
laxinn sinn sem reyndist vega 16
pund. Þurfti pabbi að hjálpa til
við að landa honum.
í Mýrarkvísl voru komnir sjö
laxar á land sem að sögn Krist-
jáns Jónssonar í Veiðifélaginu
Fossum er mjög gott á þessum
tíma. „Þetta hafa verið fallegir
fiskar á bilinu 9-12 pund,“ sagði
Kristján og kvaðst vera bjartsýnn
á sumarið.
Besta opnun í Selá
í 5-6 ár
Austur í Vopnafirði hefur verið
skítakuldi eins og víðar á Norð-
ur- og Austurlandi. Eiríkur
Sveinsson læknir var að veiðum í
Hofsá eftir að hafa tekið þátt í
opnun Selár og þar áður
Fnjóskár. Hann sagði að það
hefði snjóað á þá í Selánni og í
gærmorgun var hitinn ekki nema
þrjár gráður. Vatnshitinn hefur
verið nokkuð breytilegur, eða frá
3-11 gráður.
„Opnunin í Selá var sú besta í
5-6 ár, við fengum 24 laxa frá
laugardegi fram að hádegi á
þriðjudag. Hann veiðist á öll
veiðarfæri og þetta er vænn
fiskur, meðalþyngdin tæp 12
pund. Byrjunin hefur ekki verið
alveg eins góð hér í Hofsá, en hér
eru komnir 20 laxar á land. Þetta
er þó að glæðast og núna er
ganga í ánni,“ sagði Eiríkur.
Silungsveiðin er að hefjast og
Fljótaáin er sögð full af fiski. Þar
voru norrænir skíðagarpar á ferð
í síðustu viku og fengu yfir 100
silunga á fjórum dögum. I Hörgá
hefur veiðin farið rólega af stað
en þó hefur orðið vart við
nýrunninn fisk allt upp undir
Bægisá. Menn hafa hins vegar lít-
ið stundað ána svo veiðin er ekki
orðin mikil.
„Fiskurinn er farinn að renna
upp og þetta brestur á um helg-
ina, þá koma göngur," sagði Ein-
ar Long í Versluninni Eyfjörð
sem selur veiðileyfi í Hörgá,
Fnjóská og Eyjafjarðará. Svip-
aða sögu er að segja af Svarfaðar-
dalsá, þar eru menn lítið farnir
að veiða en að sögn Jóns Hall-
dórssonar í Sportvík fer þetta að
byrja. „Nú er stórstreymt og áin
tær og fín svo hann hlýtur að
þjóta upp næstu daga.“ -ÞH
Sjálfsbjörg á Akureyri:
Veiðileyfi fyrir félags-
menn í Hrísatjöm
- skemmtiferðir framundan á vegum félagsins
Veiðiklúbburinn Afglapar á
Dalvík, gefur Sjalfsbjörg nokkur
veiðileyfi í Hrísatjörn á laugar-
dögum og mánudögum, eins og
undanfarin sumur. Hrísatjörn
mun vera eini staðurinn á landinu
þar sem fötluðum gefst kostur á
að renna fyrir lax og silung af
sérstakri bryggju og er fær fólki á
hjólastólum. Veiðileyfin eru
afgreidd á skrifstofu Sjálfbjargar
á Akureyri.
Nú munu Sjálfsbjargarfélagar
vera búnir að fá heimsendan
gíróseðil vegna félagsgjalda og
eru þeir hvattir til þess að gera
skil sem fyrst. Einnig er hægt að
nota gíróseðilinn sem afsláttar-
kort í yfir 30 fyrirtækjum, sem
gefa félögum umtalsverðan
afslátt af vörum og þjónustu.
Laugardaginn 11. júlí verður
farin skemmtiferð á Hofsós á
vegum Sjálfbjargar og íþrótta-
félagsins Akurs, þar sem einnig
verða Sjálfsbjargarfélagar úr
Reykjavík. Þar verður drukkið
kaffi í boði Sjálfsbjargar á staðn-
um og tekið þátt í kvöldvöku
ásamt félögum úr Reykjavík og
síðan gist þar um nóttina.
í ágúst er einnig fyrirhuguð
dagsferð í nágrenni Akureyrar.
Nokkrir félagar hafa mikinn
áhuga á að fara í veiðiferð fjöl-
skyldunnar og verður farið í slíka
ferð þegar veður og aðstæður
leyfa. Farið verður í báðar þessar
ferðir með stuttum fyrirvara.
Þeir sem áhuga hafa á að taka
þátt í einhverju af því sem er
nefnt hér að framan, geta haft
samband við skrifstofu Sjálfs-
bjargar að Bjargi, leitað nánari
upplýsinga og látið skrá sig.
Skrifstofan er opin frá kl. 12.30-
16.00 og síminn er 26888. Félagar
eru hvattir til þess að sýna sam-
stöðu og hafa samband sem fyrst.
Fréttatilkynning