Dagur - 03.07.1992, Page 8
8 - DAGUR - Föstudagur 3. júlí 1992
Skollaleikurinn fór fram yfir í Vaðlareit.
Það fyrsta - og eina - sem heyrðist þegar börnin stigu úr rútunni var fossnið-
ur.
Áður en krakkarnir fengu að njóta útsýnisins var spiluð fyrir þau áhrifamikil
tónlist.
IMeð öll skilningarvit í lagi áttu krakkarnir að fara um víðan völl og finna
orkubrautir!
Saxófóntónar boðuðu að heim
skyldi halda.
Krakkarnir stigu - í blindni - upp í
rútuna án þess að vita hvert ferðinni
væri heitið.
Um leið og bundið var fyrir augun á krökkunum máttu þau ekki mæla orð af vörum. Myndir: GT
Sumarskóli á Akureyri:
„Börnin öðlast aðra sýn á
sköpunarmættmum í sjálfum sér“
- segir Örn Ingi
„Sumarskóli hefur þann töfra-
mátt að geta leitt saman fólk
víðs vegar að af landinu sem
annars væri ekki mögulegt. Þá
gefst einnig tækifæri til að
vinna utandyra og einnig að
nýta skólahúsnæði sem alls
staðar stendur tómt á þessum
árstíma. Út um alla Evrópu
eru sumarskólar mjög vinsælir
en þeir eru með ýmsu sniði og
sumir þeirra líkjast því sem við
erum að gera hér,“ segir Örn
Ingi aðalhvatamaður og primus
mótor Sumarskólans.
Örn Ingi segir að hann finni
hjá sér mikla þörf til að standa
fyrir skóla af þessu tagi, en hann
er mjög ánægður með þátttökuna
þegar upp er staðið en í Sumar-
skólanum nú eru um 30 börn sem
koma víða að af landinu þó flest
þeirra séu eðlilega frá Akureyri
og nágrenni. Börnin velja sér
ákveðið áhugasvið eða sérsvið
sem metið er um 70% af því sem
þau gera í Sumarskólanum en
taka að öðru leyti þátt í öllu sem
fram fer í skólanum. Skólanum
er skipti í myndlist sem Örn Ingi
hefur umsjón með, leiklist sem
Ásta Arnardóttir hefur haft yfir-
umsjón með og danslist sem
Anna Ríkharðsdóttir hefur
stjórnað auk þess sem þrír
nemendur hafa verið í matar-
gerðarlist og eldað ofan í hópinn
með góðri aðstoð.
Þessu námskeiði lýkur á morg-
un og hefur þá staðið í 10 daga og
þá verður opið hús í Glerárskóla
frá kl. 10 til 22 þar sem boðið
verður upp á leiksýningar og
myndlistarsýningar. Einnig verð-
ur þar selt kaffi og kanellummur
á vægu verði. í dag verður svo
hópurinn í göngugötunni með
uppákomu. Stefnt er að öðru
Sumarskólanámskeiði í sumar og
hafa þegar borist beiðnir um
þátttöku.
Örn Ingi er spurður hvað börn-
in bera úr býtum með þátttöku í
skóla sem þessum?
„Þau hafa örugglega aðra sýn á
sköpunarmættinum í sjálfum sér
sem er listaukandi í víðustu
merkingu þess orðs og hér er
hægt að fara miklu dýpra í ýmsa
hluti en skólakerfið er fært um að
gera því hér gefst meiri tími til
sköpunar og tækifæri til að sinna
hverjum og einum þátttakanda
heldur en í almennum skóla þar
sem einn kennari þarf að sinna
allt að 30 nemendum á 45 mínút-
um. Sum þessara barna eru
„magabörn", þ.e. þau hafa tamið
sér að liggja á gólfinu og teikna
og eru mjög fær í blýantsteikn-
ingu en kunna nánast ekki að
mála en eru fljót að tileinka sér
nýja sýn í myndsköpun.“
Nýtur Sumarskólinn einhverra
styrkja?
„Nei, ekki beinna styrkja en
auðvitað er afnot af skólahús-
næðinu hér í Glerárskóla óbeinn
styrkur því aðeins er greitt fyrir
beinan kostnað sem orsakast af
dvölinni í skólanum eins og t.d.
rafmagn og hita. Upphaflega
stóð til að hafa skólann í íþrótta-
skemmunni en það reyndist of
kostnaðarsamt.
Kjartan Höskuldsson frá
Akureyri er einn af „kokkunum“
og var mjög hress með það hlut-
verk sitt. „Maður fer að þora að
gera meira heima í eldhúsinu og
prófar að gefa fólkinu heima
eitthvað af því sem eldað hefur
verið hér. Ég hef líka verið að
baka og þegar systir mín átti
afmæli þá bakaði ég tertu, það
var meiri háttar!“
Ferðalag
- með bundið fyrir augun!
Á mánudaginn fóru börnin í all-
sérstætt ferðalag sem hófst með
því að bundið var fyrir augun á
þeim og þau síðan leidd upp í
rútu sem ók sem leið lá austur í
Allir með bundið fyrir augu og
Vaðlareit. Þar fóru börnin út og
voru leidd í einfaldri röð upp í
reitinn en enginn mátti segja eitt
einasta aukatekið orð allan tím-
ann heldur urðu þau að skynja
nálægð hvers annars og hafa til-
finningu fyrir því hvert og eitt
hvað væri að gerast í kringum
þau. Eftir að bindið hafði verið
tekið frá augunum áttu þau að
upplifa samband sitt við náttúr-
una í einrúmi.
Hvaða áhrif hafði þetta sér-
stæða ferðalag á Aldísi Ösp Sig-
urjónsdóttur frá Akureyri?
„Þetta var mjög skrýtin tilfinn-
ing og ég vissi ekkert hvert við
vorum að fara en vissi þó að við
vorum einhvers staðar úti í nátt-
úrunni og m.a. heyrði ég fossnið
og datt í hug hvar við værum og
það reyndist svo vera rétt. Maður
hlustar svo mikið á t.d. fugla-
sönginn þegar bundið er fyrir
augun á manni og ýmis önnur
hljóð.“
Ómar Ágústsson kemur úr
Reykjavík. Til stóð að bróðir
hans kæmi líka en áhugi hans fyr-
ir karate varð lönguninni til dval-
ar í Sumarskóla yfirsterkari.
„Það hefur verið ofsa gaman
hérna en myndlistin er best enda
valdi ég það fag. Á ferðalaginu
með bundið fyrir augun var ég að
reyna að ímynda mér hvar ég
væri og hverjir væru í kringum
mig. Mér fannst fyrst eins og ég
væri í Reykjavík en svo heyrði ég
fossnið og fuglasöng.“ GG
þögn átti að ríkja í rútunni.