Dagur - 03.07.1992, Síða 11

Dagur - 03.07.1992, Síða 11
Föstudagur 3. júlí 1992 - DAGUR - 11 HÉR & ÞAR Spænski ferðamannahópurínn við Bestabæ á Húsavík með Helgurnar og bflstjórann lengst til hægri. Húsavík: Brosandi Spánverjar í rigningu - „veðrið er aukaatriði“, segir Helga Jónsdóttir „Þau eru vel búin og í góðum skóm, veðrið er því aukaatriði og þau eru ákaflega hrifín af öllu sem þau sjá,“ sagði Helga Jónsdóttir, fararstjóri með hópi spænskra arkitekta sem eru á vikuferð um Isiand. í rigningunni á mánudag þegar heimamenn á Húsavík voru að leka niður af fýlu yfir veðurlag- inu, fréttist af hópi brosandi Spánverja í bænum. Þarna var mættur rúmlega 30 manna hópur, arkitektar frá Norður-Spáni, sumir ásamt mökum sínum. Á Húsavík tók Helga J. Stefáns- dóttir á móti hópnum, sýndi hon- um m.a. kirkjuna og Barna- heimilið Bestabæ, og tók síðan á móti öllum í léttan hádegisverð á heimili sínu. Helga býr í einbýlis- húsi, byggðu úr timbri, og fannst hópnum ekki síst gaman að skoða slíka byggingu. Helga Jónsdóttir er búsett í Burgos, gift spænskum arkitekt sem er í félagi arkitekta er árlega efnir til ferðalags á erlendar slóðir. Að þessu sinni varð ísland fyrir valinu, með Helgu sem túlk og fararstjóra. Hópurinn kom fyrst til Reykjavíkur og skoðaði þar 11 byggingar. Sigling á Jökulsárlóni og ferð á jökulinn verður eftirminnileg. Það viðraði heldur betur á hópinn á Akureyri í gær en þegar myndin var tekin Iceland Review er að gefa út óvenjulegt upplýsingarit sem líklegt er að verði gagnlegt fyr- ir sölustarf Islendinga erlendis. I raun er þetta meira en upp- iýsingarit, því er líka ætlað að verða skemmtilegur minjagrip- ur um íslandsferð. Hjá útgáfunni gengur þetta rit undir nafninu „passinn": Eigandi hans getur skráð þar nafn sitt og númer og ef vill - látið stimpla hann á viðkomustöðum á ferð um landið - t.d. í hótelum, eða álíka áningarstöðum. Að öðru leyti eru í „passan- um“ upplýsingar um helstu atriði varðandi land og þjóð - á lipru máli. Mynd er á hverri síðu. ■við Barnaheimilið Bestabæ á Húsavík. En af slíkri heimsókn má læra, að leita að stígvélunum og brosa svo bara við næsta rign- ingarskúr. jjvj „Passinn“ er á tveimur tungumál- um - ensku og þýsku: „Passport to Iceland" og „Pass fúr Island“. „Passinn" fæst í lausasölu hér- lendis, en það vakir ekki síður fyrir útgefanda að leggja sölu- fólki í hendur nýstárleg, hand- hæg og eiguleg kynningargögn, sem hægt væri að rétta viðmæl- endum, innifela í „ráðstefnu- pökkum“ (hver gestur fengi sinn passa), nota á kaupstefnum, og að sjálfsögðu verða ferðaskrif- stofum erlendis, sem selja íslandsferðir, þetta handhæg og ódýr kynningargögn," segir í frétt frá útgefanda. Innanlands kostar „passinn“ kr. 374,- með virðisaukaskatti. NÝstárleg gögn fyrir íslandskyrmmgu Astand fjaHvega Condition ot mountain tracks -Vegir á skyggöum svæöum eru lokaölr allri umferö þar til annaö veröur auglýst Kort nr. 7 Geflö út 2. júli 1992 NMU kort varOur gtflO út 9. |ÚU Map no. 7 Pubkshed July 2nd 1992 N*xt map wH bt pubHthtd July 9tn Vegagerö rfkisins aimn/e/j91-631500 “CV Public Roads Adminislration ormmnúmv<toutr»e) tMii Nátturuverndarráö Nature,ponservalion Council Kortið sýnir ástand fjallvega á landinu 2. júlí og eru vegir á skyggðum svæðum lokaðir allri umferð þar til annað verður auglýst. Frá síðasta korti hafa orðið töluverðar breytingar til batnaðar þrátt fyr- ir slæma veðrið í síðustu viku og eru nú tiltölulega fáir fjallvegir ennþá lokaðir. Vert er að ítreka það sem fram kom í frétt Dags í gær að einungis er fært upp á Sprengisandsleiö upp úr Bárðardal, en enn sem komið er eru leiðirnar upp úr Eyjafírði og Skagafírði lokaðar. Næsta kort verður gefið út 9. júlí nk. Borðapantanir í síma 22200. Þórsliöíii, Raufarhöfii og nærsveitir Kynning og sala húsgagna í grunnskólanum á Pórshöíh föstudaginn 5. júlí og laugardaginn 6. júlí frá kl. 10.00-22.00. AUeSVKN HÚSGAGNAVERSLUN STRANDGÖTU 7 - 9 • AKUREYRI SÍMAR 21790 & 21690 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRHILDUR JÓNSDÓTTIR, Lyngholti 6, Akureyri, lést þann 30. júní að Dvalarheimilinu Hlíð. Margrét Ásgrímsdóttir, Benjamín Antonsson, Heba Ásgrímsdóttir, Hallgrímur Skaptason, Jón Ævar Asgrímsson, Jórunn Sæmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn og faðir okkar, ÁRNI BJARNARSON, bókaútgefandi, Lyngholti 14 c, Akureyri, lést mánudaginn 29. júní. Jarðsungið verður frá Akureyrar- kirkju mánudaginn 6. júlí kl. 13.30. Þeim er vildu minnast hans er bent á Náttúrulækningafélag Akureyrar. Gerður Sigmarsdóttir, Ásdís Árnadóttir, Helga Árnadóttir, Hörður Árnason, Haraldur Árnason. HELGA JÓNSDÓTTIR frá Litla-Hvammi, Eyjafjarðarsveit, andaðist að Dvalarheimilinu Hlíð A-deild 29. júní sl. Jarðarför hennar fer fram frá Munkaþverárkirkju mánudaglnn 6. júlí kl. 13.30. Vandamenn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar, stjúpföður, tengdaföður og afa, TRYGGVA SIGURÐSSONAR. Aðalheiður Einarsdóttir, Olafur Gunnþór Tryggvason, Sigurþór Hólm Tryggvason, Aslaug Jónsdóttir, Sigurður Hrafn Tryggvason, Guðbjörg Hofland Traustad., Ellen Sigríður Svavarsdóttir, Víking Eiríksson og barnabörn.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.