Dagur - 09.07.1992, Side 12
D&6UR
Akureyri, fímmtudagur 9. júlí 1992
Greifínn í sumarskapi
Opið virka daga frí kl. 11.30-23.30 - Um helgar frá kl. 12.00-23.30
Nxturheimsendring tril hl. 01.00
föstudags- og laugardagshvöld
Lokað var fyrir vatn í Geislagötu og Strandgötu í gær vegna bilunar á vatns-
æð á móts við Strandgötu 33. A innfelldu myndinni má sjá að vegna salttær-
ingar hefur hálfraraldar gömul lögnin látið undan þrýstingi. Myndir: Gollí/GT
Hálfraraldar gömul lögn í Strandgötu:
Lét imdan þrýstingi
- vegna tæringar af völdum seltu sjávar
Hríseyjar- og Grímseyjarferjan:
Vegagerðin mun sjá um
rekstur og samningagerð
ÖxarQarðarhreppur:
Steinar tekínn
við sveitar-
stjóratarnnnum
Steinar Harðarson tók við
starfí sveitarstjóra Öxarfjarð-
arhrepps 1. júlí sl., en hann
hefur verið ráðinn í það í árs-
leyfí Ingunnar St. Svavarsdótt-
ur.
Ingunn mun þó vinna með
Steinari þennan mánuð og koma
honum inn í starfið, en fer síðan
ásamt manni sínum, Sigurði
Halldórssyni, héraðslækni, til
Svíþjóðar þar sem þau ætla að
dvelja næsta árið. óþh
Höfði á Húsa-
vík kaupir
Kristbjörgu ÞH
Höfði hf. á Húsavík hefur
keypt Kristbjörgu ÞH-44 af
útgerðarfyrirtækinu Korra hf.
á Húsavík.
Kristbjörg er 50 brúttórúmlesta
eikarbátur með 503 ha caterpillar
aðalvél, smíðaður í Stykkishólmi
1975. Með bátnum fylgir 10
tonna kvóti. Kaupverð bátsins er
23,5 milljónir króna. Báturinn
stundar rækjuveiðar og verður
gerður út á þær veiðar fyrst um
sinn af hinum nýju eigendum
sínum. Áhöfn verður sama og
áður og skipstjóri er Heiðar
Olgeirsson. Höfði á fyrir rækju-
togarann Júlíus Havsteen og rek-
ur auk þess veiðarfæragerð. IM
Dræm veiði á
úthafskarfa
Nokkur skip hafa að undan-
förnu verið við veiðar á úthafs-
karfa suðvestur af landinu en
aflabrögð hafa verið heldur
treg.
Skipin eru að veiðum utan við
200 mílurnar suðvestur af land-
inu, allt upp í 450-500 mílur frá
landi. Mánabergið frá Ólafsfirði
lagði af stað 19. júní og er vænt-
anlegt í næstu viku. Veiðin hefur
verið misjöfn, sæmilega hefur afl-
ast á köflum en lítið veiðst á
milli. Víðir EA hefur verið við
veiðar um 450 mílur suðvestur af
Reykjanesi og gengið treglega.
JHB
Unglingalandsmót UMFI verð-
ur sett á Dalvík nk. föstudags-
kvöld kl. 19.30 með hópgöngu
íþróttamanna og því lýkur kl.
16.00 á sunnudag. Keppendur
sem eru 16 ára og yngri eru vel
á annað þúsund og er yngsti
þátttakandinn aðeins 8 ára.
Keppendur í kvennaknatt-
spyrnu og sundi eru þó allt að
17 ára og er þar farið eftir regl-
um viðkomandi sérsambanda.
Fjölmennar sveitir eru frá
Norðurlandi og einnig vekur
Lokað var fyrir vatn í einni af
aðalvatnsæðum Akureyrar í
gærmorgun vegna bilunar sem
upp kom í síðustu viku. Vatns-
laust var í húsum við Strand-
götu og Geislagötu vegna lok-
unarinnar en viðgerðin stóð
yfír til hádegis í gær. Að sögn
Guðjóns Guðbjartssonar verk-
stjóra bilaði æðin vegna þrýst-
ings og salttæringar en lögnin á
þessum hluta vatnsæðarinnar
er um hálfraraldar gömul.
Vatnsæðin liggur um Strand-
götu og kom bilunin upp á móts
við hús nr. 33 í liðinni viku.
Vinnuhópur frá Vatnsveitu
Akureyrar hófst handa við við-
gerð æðarinnar í gærmorgun.
Lokað var fyrir vatn í sumum
húsum við Strandgötu og Geisla-
götu í tæpar tvær klukkustundir
en lokar sem eru víða á aðal-
vatnsæðum bæjarins koma í veg
fyrir að vatnslaust verði í stærri
bæjarhlutum. Viðgerðin gekk
athygli góð þátttaka Vestfírð-
inga.
Keppt er í átta greinum. Sund-
keppnin fer fram í sundlauginni
að Þelamörk; hestaíþróttir og
golf í Svarfaðardal; borðtennis
og glíma í íþróttahúsinu á
Dalvík; skák í skíðaskálanum
Brekkuseli á Dalvík; knattspyrna
á Dalvík, Árskógsströnd og á
laugardeginum í Hrísey auk fyrr-
nefndra staða og frjálsar íþróttir
á nýjunt íþróttavelli á Dalvík.
greiðlega og var henni lokið um
hádegi. Gert var við lögnina með
plastlögn sem er bráðabirgða-
lausn þar til lögnin verður öll
endurnýjuð.
Að sögn Franz Árnasonar hita-
og vatnsveitustjóra eru að meðal-
tali tvær bilanir á viku í vatnsæða-
kerfi bæjarins en yfirleitt verða
þær á heimtaugum. Aðalæðin
sem gert var við í gær liggur um
Strandgötu og hafa vestari hluti
og eystri hluti hennar verið
endurnýjaðir. Lögnin sem liggur
frá Glerárgötu og niður að Hjalt-
eyrargötu er hins vegar á bilinu
50-60 ára gömul að sögn Franz
Árnasonar. Bilunin varð á lögn-
inni í elsta hluta æðarinnar sem
lét undan þrýstingi eftir tæringu
af völdum sjávarseltu undir
Strandgötu í meira en hálfa öld.
Franz Árnason segir að beðið sé
eftir því að endurnýjun á lögn-
inni komist á fjárhagsáætlun
bæjarins. GT
Þetta íþróttamót sem haldið er
af UMSE er það fyrsta sinnar
tegundar en kveikjan að því var
Meistaramót íslands í frjálsum
íþróttum 14 ára og yngri sem
haldið var á Akureyri sl. sumar
og tilgangurinn er sá að ná til sem
flestra ungmennafélaga og veita
þeim inöguleika á að kynnast og
þroska félagsandann og kynnast
keppendum í öðrum íþrótta-
greinum.
Eyfirsku sparisjóðirnir gefa
bikara til þess sérsambands eða
Aukafjárveiting aö upphæð 7
milljónir króna sem greiðast
áttu til reksturs Hríseyjar- og
Grímseyjarferjunnar árið 1991
hefur verið innt af hendi en af
hálfu Fjármálaráðuneytisins
hafði því verið lýst yfír að þessi
upphæð yrði ekki greidd fyrr
en séð yrði hvernig þessi rekst-
ur yrði í framtíðinni.
í Samgöngu- og Fjármálaráðu-
neytum hefur verið starfandi
vinnuhópur sem hefur skilað áliti
sínu til Halldórs Blöndal sam-
gönguráðherra og Friðriks
Sophussonar fjármálaráðherra.
Þar var gert ráð fyrir að stofnað
verði sérstakt rekstrarfélag sem
heimamenn, Hríseyingar og
Grímseyingar, stæðu alfarið að
og ættu en hins vegar yrði eignar-
haldsfélag þar sem ríkisvaldið
ætti meirihluta.
„Ákveðið hefur verið að
umsýsla ferjumála fari til Vega-
gerðarinnar sem verður hvorki
eignar né rekstraraðili heldur
haldi utan um reksturinn, sjái um
alla samningagerð sem nauðsyn-
leg er, sjái um aðhald með kostn-
aði og þjónustu" segir Þórhallur
Jósepsson deildarstjóri í Sam-
gönguráðuneytinu.
„Ef stofnun þessara tveggja
félaga, eignarhaldsfélags og
rekstrarfélags, verður að veru-
leika mun Vegagerðin semja við
eignarhaldsfélagið um afnot af
ferjunum og semja jafnframt við
rekstrarfélagið um að annast
rekstur, viðhald og þá þjónustu
Lögreglan á Húsavík tók upp
þrjú net si. mánudagskvöld.
Netunum hafði verið lagt í
sjóinn undan bakkanum sunn-
an Húsavíkurhafnar. Netin
voru ómerkt og hefur eigandi
þeirra ekki fundist. Lögreglan
tók netin í sína vörslu en í þeim
voru nokkrir silungstittir,
þorskar og einn lax.
Bannað er að net liggi í sjó á
þessum tíma, eða frá föstudags-
kvöldi til þriðjudags. Þar að auki
er skylt að merkja slíkar neta-
lagnir.
félags sem flesta verðlaunapen-
inga hlýtur í hverri keppnisgrein
og þrír efstu í hverri grein fá verð-
laun. Allir þátttakendur fá sér-
staka viðurkenningu auk lykla-
kippu með landsmótsmerkinu á.
Heiðurgestir mótsins eru sr.
Pétur Þórarinsson í Laufási og
kona hans Ingibjörg S. Sigur-
laugsdóttir og einnig mun Ingi
Björn Albertsson, formaður
íþróttanefndar ríkisins, heiðra
mótið með nærveru sinni. GG
sem veitt yrði á skipunum. Að
öðru leyti yrði þetta ekki tekið úr
höndum heimamanna.
Með því að hafa þetta innan
Vegagerðarinnar verður meira
svigrúm til að bregðast við
breyttum aðstæðum en í dag þarf
að fara í gegnum fjáraukalög ef
slíkt á að ganga eftir. Einnig er sá
möguleiki fyrir hendi að aðeins
sé um eitt hlutafélag að ræða sem
á skipið og þá semur Vegagerðin
við það félag um alla þætti rekst-
rarins eins og t.d. er á Breiða-
firði.“
Talsmenn Vegagerðarinnar og
Samgönguráðuneytisins munu
fljótlega ræða við heimamenn um
fyrirkomulag rekstrarins.
„Vegir eru ekki lagðir nema
eftir ítarlegt samráð við heima-
menn, landeigendur o.fl. og svip-
uð vinnubrögð verða viðhöfð í
ferjumálinu. Leitað verði eftir
sem mestri þjónustu með sem
minnstum tilkostnaði" sagði Þór-
hallur Jósepsson.
Á síðasta ári voru 4929 farþeg-
ar fluttir með ferjunni Sæfara og
56457 farþegar Sævari en á fyrstu
fimm mánuðum þessa árs hefur
farþegafjöldinn heldur aukist
miðað við sama tímabil 1990 og
1991. Til samanburðar má geta
þess að með Herjólfi fóru á síð-
asta ári 44170 farþegar milli Þor-
lákshafnar og Vestmannaeyja og
fyrstu fimm mánuði þessa árs er
farþegafjöldinn svipaður og
sömu mánuði næstu tvö ár þar á
undan. GG
Lögreglunni var tilkynnt um
netalögnina við fjöruna. Húsa-
víkurbær á landið sem netalögnin
lá fyrir og hægt er að sækja um
leyfi til netaveiða til bæjaryfir-
valda. Nokkrir aðilar hafa leyfi til
veiða þarna, en verða að sjálf-
sögðu að hlýta almennum lögum
og reglum um slíkar veiðar. IM
íbúðirnar við Huldugil
á Akureyri
Samið við
Trétak hf.
Samið hefur verið við Trétak
hf. á Akureyri um að Ijúka
smíði fjögurra íbúða við
Huldugil fyrir húsnæðisnefnd
Akureyrar en fyrirtækið átti
lægsta tilboðið í verkið þegar
það var boðið út fyrir nokkru.
Fjölnismenn voru með íbúð-
irnar í byggingu þegar fyrirtækið
varð gjaldþrota í síðasta mánuði
og höfðu þá lokið 30-40% af
verkinu. Samkvæmt samningnum
ber Trétaki að skila íbúðunum
15. febrúar nk.
Fyrirtækið bauð 21.615.606 kr.
í verkið en kostnaðaráætlun
hljóðaði uppá 22.408.790 kr.
JHB
Unglingalandsmót UMFÍ á Dalvík:
A aimað þúsund keppendur í 8 íþróttagreinum