Dagur


Dagur - 16.07.1992, Qupperneq 1

Dagur - 16.07.1992, Qupperneq 1
75. árgangur Akureyri, fímmtudagur 16. júlí 1992 132. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Fyrstí loðnufannurmn tíl Raufarhafiiar - margir norskir bátar á leið á miðin eftir að fréttist um afla Svansins Loðnubáturinn Svanur RE-45 landaði 550 tonnum af loðnu hjá Sfldarverksmiðjum ríkisins á Raufarhöfn í gær og er það fyrsta loðnan sem landað er á komandi vertíð. Aflinn fékkst um 120 mflur norður af Mel- rakkasléttu og var Svanur eini íslenski báturinn á þessu svæði en einn norskur bátur var kominn þangað og von er á fleiri Norðmönnum. Engar fréttir hafa borist af því að fleiri íslensk skip væru á leið á miðin. Svanur var á síld- og makríl- veiðum við Færeyjar en þar var engin veiði svo ákveðið var að athuga með loðnu vestur í kanti en bátar sem þar voru á djúp- rækjuveiðum höfðu orðið varir við nokkuð af loðnu. Talsverð rauðáta er í loðnunni sem gerir hana erfiðari til vinnslu en verk- smiðjan á Raufarhöfn getur unn- ið um 800 tonn á sólarhring en um 500 tonn þegar loðnan er í þessu ástandi. Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvaða verð verksmiðjan greiðir fyrir loðnuna. Á svæðinu norður af Melrakkasléttu er ntikið af hval, aðallega hnúfubak, sem gerir veiðarnar miklu erfiðari því hval- urinn fer m.a. í loðnunæturnar, snýr upp á þær og eyðileggur. Gunnar Gunnarsson skipstjóri segist halda að þarna sé nokkuð um loðnu en á landleið lóðaði á loðnu allt að 60 mílum frá landi. Ríkjandi er nokkur bjartsýni meðal loðnuveiðiskipstjóra um fengsæla loðnuvertíð. Gunnar telur að hvalurinn sé þarna mjög stórtækur í fiskinum og mætti því að ósekju veiða eitthvað af hon- um til að viðhalda jafnvæginu í sjónum auk þess sem hvalurinn fari oft illa með veiðarfæri. Svan- ur RE-45 hefur 7200 tonna loðnu- kvóta. Á undanförnum árum hafa spár Hafrannsóknastofnunar um ástand loðnustofnsins fyrst og fremst byggst á mælingum á magni ársgamallar loðnu sem gerðar hafa verið í ágústmánuði og samanburði þeirra við seinni tíma mælingar á stærð sömu ár- ganga að gefnum tilteknum föst- um forsendum um náttúruleg afföll, vöxt og framlag eldri árgangs. Hafrannsóknastofun hefur lagt til að hámarksafli á vertíðinni 1992/93 verði 500 þús- und tonn þar til stærð veiðistofns- ins hefur verið mæld haustið 1992 og/eða veturinn 1993. Er það gert þrátt fyrir að heldur meiri loðnu- gengd hafi verið undanfarin ár en spár sögðu til um en undantekn- ing frá þvt' er vertíðin 1989/90. Af 500 þúsund tonna afla er gert ráð fyrir að 370 þúsund tonn komi í hlut íslendinga. GG Eins og sjá má eru hafnar framkvæmdir við byggingu verslunarhúsnæðis á lóðinni fyrir neðan Bautann og um leið hefur bílastæðum í miðbænum á Akureyri fækkað sem þessu svæði nemur. Mynd. Golii Byggingarlóðir við miðbæiiin verða notaðar undir bílastæði POB: Hefldarkröfur rúmar 100 mflljónír Að sögn skiptastjóra þrotabús Prentverks Odds Björnssonar nema heildarkröfur í búið rúmlega 100 milljónum króna og verður fjallað um þær á skiptafundi í september. Landsbanki Islands varð í gær eigandi húseignarinnar við Tryggvagötu þar sem POB er rekið en þá var gengið frá samningum milli skiptastjóra þrotabús POB og Landsbank- ans um að bankinn leysti til sín fasteignina sem veðhafl. Aðspurður um kröfur í búið sagðist Ragnar ekki gefa upp einstaka kröfuliði. „Kröfurnar losa um 100 milljónir króna,“ sagði Ragnar en boðað hefur ver- ið til fyrsta eiginlega skiptafundar þann 2. september nk. t>á verða málefni þrotabúsins í heild sinni tekin fyrir. „Fundurinn samþykkti tilboð Landsbankans um að bankinn leysti til sín fasteignina fyrir 60 milljónir króna og þegar hefur verið gengið frá samningum um það,“ sagði Ragnar Halldór Hall, hæstaréttarlögmaður og skipta- stjóri þrotabús Prentverks Odds Björnssonar, að loknum fundi kröfuhafa í Reykjavík í gær. Hinn sérstaki skiptafundur fjall- aði eingöngu um ráðstöfun stærstu eignarinnar í búinu - hús- eignarinnar við Tryggvabraut á Akureyri. Fyrir utan kostnað af skiptun- um koma næst á eftir veðkröfum þær kröfur sem þrotabúið hefur stofnað til. Næstar koma sk. for- gangskröfur sem aðallega eru kröfur um laun og launatengd gjöld en þær eru greiddar að réttri tiltölu. Síðastar koma almennar kröfur og eftirstæðar kröfur. Landsbankinn er stærsti kröfu- hafi í þrotabúinu og átti m.a. miklar veðkröfur í húseigninni við Tryggvagötu. Nú þegar bank- inn er orðinn eigandi þeirrar fast- eignar er ekkert því til fyrirstöðu að Ako-plast kaupi af bankanum hús og rekstur eins og samið var um í síðustu viku. GT Árni Ólafsson, skipulagsstjóri Akureyrarbæjar, segir að um sáralitla fækkun bílastæða verði að ræða í miðbæ Akur- eyrar vegna byggingar verslun- arhúsnæðis á planinu fyrir neð- an Bautann og Smiðjuna. Á staðfestu skipulagi er gert ráð fyrir 2-3 byggingalóðum til við- bótar sunnan við svæðið en ákveðið hefur verið að byggja ekki á lóðunum í nánustu framtíð heldur nota þær undir bílastæði. „Pað bætast við bílastæði þar sem vatnsveituskemman var og Morgunblaðshöllin sunnan við Bautann verður einnig rifin og þar gerð bílastæði. Síðan eru nánast ótakmörkuð bílastæði suður úr sem verið er að hanna. Það á reyndar eftir að setja upp framkvæmdaröð þarna en ég býst vió að frágangur á bílastæðum verði í takt við byggingu hússins. Þegar á heildina er litið verður um sáralitla fækkun stæða að ræða heldur flytjast nokkur stæði 50 m til suðurs,“ sagði Árni Ólafsson í samtali við Dag. Hann sagði að samkvæmt stað- festu skipulagi ættu að vera 2-3 byggingalóðir sunnan við, með- fram Drottningarbrautinni, en ákveðið hefði verið að nota þau Blásurasveit æskunnar frá Akureyri, undir stjórn Roars Kvam, hafnaði í þriðja sæti í sínum flokki á heimsmóti blás- arasveita ungs fólks sem lauk í Zúrich í Sviss í gær. Keppnin hófst í fyrradag og lauk sem fyrr segir í gær. Alls tóku 42 sveitir frá 20 löndum þátt í mótinu og var keppt í fjórum flokkum, úrvalsflokki, 1., 2. og sérflokki málmblásara. Blásara- svæði undir bílastæði, næstu ára- tugina a.m.k. Guðmundur Guð- laugsson, yfirverkfræðingur Akureyrarbæjar, segist vonast til að fjárveitingar fáist til að hefja framkvæmdir við bílastæði á þessu svæði á næsta ári. JHB sveit æskunnar keppti í 1. flokki og hafnaði í 3. sæti með 311,5 stig af 360 mögulegum. Sveit frá Brasilíu sigraði með 324 stig og þýsk sveit hafnaði í öðru sæti með 314 stig. Keppnin var tví- skipt þannig að sveitirnar þurftu að leika eitt skylduverkefni og eitt að eigin vali og hlaut Blásara- sveit æskunnar hærri einkunn fyr- ir skylduverkefnið en Þjóðverj- arnir en lægri í sjálfvalda verk- inu. Sveitin í fjórða sæti hlaut 304 Norðausturland: Nokkrir bændur búnirmed mjólkurkvótann Nokkrir bændur á Norðausturlandi eru að verða búnir að framleiða upp í mjólkurkvóta sinn á þessu verðlagsári en því lýk- ur 31. ágúst næstkomandi. Margir eiga enn nokkuð eft- ir af framleiðslurétti en óvíst er hvort hann dugar þeim fyrir allri framlciðslu til ágústloka. Búist er við að eftir pæstu mánaðamót fjölgi þeim sem verða búnir með kvótann og um miðjan ágúst geti þeim farið hratt fjölgandi. Þórarinn Egill Sveinsson, mjólkursamlugsstjóri á Akur- eyri, sagði að fyrstu bændurnir á Eyjafjarðarsvæðinu væru nú að ljúka við að framleiða upp í kvótann. Hann kvaðst þó ekki búast við að margir mjólkur- framleiðendur á samlagssvæð- inu færu framyfir fullvirðisrétt sinn fyrr en eftir næstu mán- aðamót og trúlega ekki fyrr en unt miðjan ágúst. Þá mætti reikna rneð að þeim bændum er lokið heföu við að fram- leiða upp í fullvirðisrétt sinn færi fjölgandi. Þórarinn sagði að eyfirskum bændum hefði tekist nokkuð vel að stýra framleiðslu sinni í samrænti viö framleiðslurétt á þessu verðlagsári og því óvarlegt að búast viö mikilli umframfram- leiðslu að þessu sinni. Hlífar Karlsson, mjólkur- samlagsstjóri á Húsavík, sagði að fyrstu bændurnir í Þing- e’yjarsýslu hefðu farið yfir kvótamarkið í júní og fyrri hluta júlí hefði þeim er farið hefðu framyfir fjölgað nokkuð. Þó mætti búast við að meirihluti mjólkurframleið- enda á svæðinu ætti eitthvað eftir af kvóta sínum út júlí og spurningin væri þvf fyrst og fremst urn hvað gerðist í ágúst. Þá myndi þeim sent ættu eftir af framleiðslurétti trúlega fara fækkandi og margir verða búnir með framleiðslukvótann áður en verðlagsárinu lyki. ÞI stig og sveitin í fimmta sæti 300 stig. „Við erum öll í sjöunda himni yfir þessari niðurstöðu. Þetta er enn ein staðfestingin á því að sveitin og stjórnandi hennar hafa náð árangri á heimsmælikvarða," sagði Erlingur Sigurðarson, einn fararstjóra sveitarinnar í samtali við Dag. Hann sagði ferðina hafa gengið mjög vel í alla staði og bað fyrir kveðjur heim. JHB Blásarasveit æskuimar í þriðja sæti á heimsmótinu í Ziirich

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.