Dagur - 16.07.1992, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 16. júlí 1992
kÆ [j
STARFSMANNAFÉLAG
AKUREYRARBÆJAR
Félagsmenn í STAK
Ódýr vikuferð til Sviss nk. föstudag.
Leitið upplýsinga á skrifstofunni í síma 11599.
Stjórn STAK.
Dýralæknar
Staða héraðsdýralæknis í Hofsósumdæmi er
laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. septem-
ber 1992.
Umsóknarfrestur er til 14. ágúst 1992.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist iandbúnaðarráðuneytinu, Rauðarárstíg
25, 150 Reykjavík.
Landbúnaðarráðuneytið,
14. júlí 1992.
Akureyrarvöllur
Bæjarstjórn Akureyrar:
Umræður um jjárhagsáætlunina
- hallinn 22 milljónir króna
Allmiklar umræður spunnust
um endurskoðun fjárhagsáætl-
unar bæjarsjóðs Akureyrar á
fundi bæjarstjórnar sl. þriðju-
dag. Þótt endurskoðunin hafi
verið samþykkt samhljóða
komu fram athugasemdir frá
bæjarfulltrúum um ýmsa liði
og ábendingar um önnur vinnu-
brögð. Ekki er þó hægt að
segja að hörð gagnrýni hafi
komið frá minnihlutanum á
störf meirihlutans.
Á þessum fundi tók Sigríður
Stefánsdóttir, Alþýðubandalagi,
við fundarstjórn sem forseti
bæjarstjórnar eftir leyfi frá
bæjarstjórnarstörfum. Hún gaf
Halldóri Jónssyni, bæjarstjóra,
orðið og rakti hann breytingarnar
á fjárhagsáætluninni lið fyrir lið.
Halldór ræddi í upphafi um ný
vinnubrögð við áætlanagerð.
Hann sagði að þessi endurskoðun
væri fyrr á ferðinni en vanalega,
sem væri jákvætt og gæfi meira
svigrúm til aðgerða þótt tekju-
hliðin yrði ekki ljós fyrr en álagn-
ing lægi fyrir. Hann sagði að
tekjuáætlun hefði verið varfærin
og ekki væri hætta á skakkaföll-
um þar. Halldór sagði að stefnt
væri að því að ljúka vinnu við
fjárhagsáætlun næsta árs fyrir
áramót.
Hann sagði ennfremur að á
sfðustu árum hefði verið unnið
aó því að bæta áætlanagerð með
það að markmiði að hún endur-
speglaði raunveruleikann. Lítil
verðbólga hefði auðveldað áætl-
anagerð að þessu sinni.
SAMSKIPA
deildin
Föstudaginn 17. júlí kl. 20.00
Mœtum öll
tímanlega
og styðjum
KA-menn
til sigurs!
olis
Okkar
styrkur...
Haukur Bragason, markvörður.
Helstu breytingar
tíundaðar
Halldór rakti síðan helstu breyt-
ingarnar og minntist fyrst á band-
orminn svokallaða sem hann
sagði vera nýja skattheimtu.
Þessar álögur hækkuðu rekstrar-
gjöld bæjarins umtalsvert, þ.e.
lögguskatturinn og 3,5% skattur
vegna félagslegra íbúða, sem
þýddi um 5 milljónir.
Rekstrargjöldin hækkuðu um
20 milljónir við endurskoðun.
Þar má nefna 1,5 milljónir í fjár-
hagsaðstoð félagsmálastofnunar,
1,2 milljónir í dagvistun barna
einstæðra foreldra, rekstur nýja
leikskólans í Brekkugötu frá 1.
nóvember nk. fær 2,1 milljón og
Félagsstofnun stúdenta 3,5 millj-
ónir vegna framkvæmda.
Hækkun á fjárveitingu til Tón-
listarskólans nemur 5,5 milljón-
um og Sundlaug Akureyrar fær
700 þúsund í viðhald. Snjóleysið
fór illa með rekstur Skíðastaða
og í hann renna 5 milljónir. Á
móti kemur að snjóleysið hafði
þau áhrif að kostnaður við upp-
hitun göngugötunnar og snjó-
mokstur í bænum lækkar um 5,5
milljónir. Skátafélagið Klakkur
fær 500 þúsund vegna uppbygg-
ingar í Kjarnaskógi fyrir lands-
mót skáta á næsta ári.
Kaup á húseignum kosta bæinn
5 milljónum meira en áætlað var.
Þá er 1,5 milljónum til viðbótar
veitt til sumarvinnu skólafólks á
þann hátt að reynt verður að
koma atvinnulausum unglingum í
vinnu hjá fyrirtækjum og bærinn
greiðir laun þeirra en þarf þá
ekki að útvega verkefni eða
standa straum af kostnaði við
verkstjórn.
Gjaldfærð fjárfesting hækkar
um 6,8 milljónir en elgnfærð fjár-
festing lækkar um 5,2 milljónir.
Framlög til gatnagerðar lækka.
Framkvæmdasjóður aldraðra
skilaði 9,3 milljónum minna en
áætlað var og verður fram-
kvæmdum við sambýli að Skóla-
stíg 5 frestað fram yfir áramót.
Fjórðungssjúkrahúsið fær 4,5
milljónir og þannig mætti áfram
telja.
Samtals er gatið á fjárhagsáætl-
uninni 22 milljónir og sagði Hall-
dór að þessum halla yrði mætt
með skerðingu veltufjármuna.
Of margt undir í einu
Jakob Björnsson, Framsóknar-
flokki, tók næstur til máls og
ræddi vítt og breitt um fjárhags-
áætlunina. Hann gagnrýndi kaup
á húsum sem ekki hefðu komist í
notkun og nefndi þar slökkvi-
stöðina, Skólastíg 5 og Brekku-
götu 34. Jakob sggði í niðurlagi
ræðu sinnar að bærinn væri með
of margt undir í einu og meiri-
hlutinn væri ekki líklegur til að
breyta því. Hann sagði að vinnu-
brögð þyrftu að vera markvissari.
Jakob eyddi töluverðu púðri í
Framkvæmdasjóð sem hann taldi
vera í uppnámi og þyrfti að
endurskoða. Hann sagði að sjóð-
urinn hefði tekið á sig 500 millj-
ónir á síðustu 5 árum og það væri
há upphæð og rangt að segja að
hún hefði öll runnið til atvinnu-
lífsins. Til að mynda sagði hann
að afskrifuð bæjarsjóðsgjöld upp
á 37 milljónir væri ekki hægt að
flokka sem framlag til atvinnu-
lífsins.
Bæjarábyrgð bar líka á góma í
máli Jakobs. Hann sagði áfallnar
ábyrgðir vegna lána til atvinnu-
reksturs 54 milljónir og þetta
vekti spurningar um reglur um
bæjarábyrgð og hvort tryggingar
hefðu verið nægar.
Jakob setti líka spurninga-
merki við hlutafjárkaup og
nefndi í því sambandi að fjárfest-
ing í Krossanesverksmiðjunni
hefði farið úr böndunum.
Gísli Bragi Hjartarson, Al-
þýðuflokki, minnti á að hann
hefði bent bæjarstjórn á að hægt
væri að sækja 60 milljónir króna í
óinnheimt bílastæðagjöld í mið-
bænum. Ef það hefði verið gert
væri ekki um neitt gat að ræða
núna.
Hann vildi líka hugleiða það
hvort hagkvæmt væri að taka lán
til að ljúka við slökkvistöðina.
Það kostaði mikið að láta svona
dýrt hús standa ónotað.
Bæjarábyrgð
vandmeðfarin
Sigurður J. Sigurðsson, Sjálf-
stæðisflokki, formaður bæjar-
ráðs, svaraði röddum minnihlut-
ans. Hann vísaði ummælum
Jakobs Björnssonar um ómark-
viss vinnubrögð á bug og sagði
sömuleiðis að það væri ekki
endalaust hægt að taka lán til
framkvæmda.
Sigurður var bjartsýnn hvað
tekjuhliðina snerti, sagði hana
varlega áætlaða og líklegt að
nokkurt borð væri fyrir báru.
Um Framkvæmdasjóð sagði
Sigurður að vilji væri fyrir að
skoða markmið hans. Skuldir
sjóðsins munu ekki minnka á
þessu ári en honum verður gert
kleift að standa við skuldbinding-
ar sínar.
Sigurður sagði að bæjarábyrgð
væri vandmeðfarin og raunar
hefði sveitarfélögum verið gerður
óleikur með þessu ákvæði. Það
væri spurning að hve miklu leyti
sveitarfélög væru ábyrg ef trygg-
ingar fyrirtækja brygðust.
Sigurður sagði að þótt bærinn
væri með mörg járn í eldinum
væru þau öll innan marka þriggja
ára ætlunarinnar. Hann sagði að
útboð yrði vegna slökkvistöðvar-
innar í haust, ódýrara væri að
láta hana standa auða í stað þess
að taka lán. Leikskólinn Klöpp í
Brekkugötu væri aðeins seinna á
ferðinni en starfsemi þar myndi
hefjast í nóvember.
Halldór Jónsson, bæjarstjóri,
sagði að breytingar á fjárhags-
áætlun væru innan eðlilegra
marka og undir þau orð tóku
flestir bæjarfulltrúar og sögðust
ekki sjá nein hættumerki á lofti.
Það var helst að menn hefðu
áhyggjur af versnandi atvinnu-
ástandi og afleiðingum þess. SS
Tígulsteinn er elsta byggingar-
efni, sem menn hafa framleitt.
Það er talið, að notkun hans hafi
hafist fyrir tíu þúsundum ára. í
suma hluta Kínamúrsins var not-
aður tígulsteinn, þegar hann var
reistur fyrir 2000 árum. Þar er að
finna alít að því fjóra milljarða
tígulsteina.
Rennibekkurinn er grísk upp-
finning. Ekki er vitað hve gömul,
en talið er, að á fimmtu öld fyrir
Krist hafi grískur myndhöggvari
notað rennibekk við vinnu sína.
Annars staðar í Evrópu var fyrst
farið að nota rennibekki á mið-
öldum.