Dagur - 16.07.1992, Side 13
Fimmtudagur 16. júlí 1992 - DAGUR - 13
Lesendahornið
Akureyri:
Skringilegt
bflastæði!
Vegfarandi kom með þessa mynd
á ritstjórn Dags og vildi með
henni vekja athygli á því að veg-
farendur færu síður en svo alltaf
eftir settum reglum þegar þeir
veldu bílum sínum stæði. Þessari
rútu frá Hópferðabílum Reykja-
víkur hafði verið lagt upp á þessa
graseyju við Mýrarveg á Akur-
eyri og þar var hún næturlangt
aðfaranótt 13. júlí sl.
Sumarleyfi
Vegna sumarleyfa verða skrifstofur okkar
lokaðar út júlímánuð.
Lögberg hf., lögfræði- & innheimtuþjónusta.
Málflutningsstofa Benedikts Ólafssonar.
Fasteigna- & skipasala Norðurlands er opin
eftir sem áður og er Pétur Jósefsson með
fastan viðtalstíma hér á skrifstofunni frá kl.
1.15 til 5 (13.15 til 17.00) alla virka daga og
á öðrum tímum eftir samkomulagi.
Sakna þess að heyra ekki hvatningu
Galihörð KA-kona hringdi:
„Mér finnst að það gerði ekkert
til þótt áhangendur KA færu nú
að styðja við sína menn í staðinn
fyrir að hanga einhvers staðar og
þusa með sjálfum sér yfir því sem
miður fer inn á vellinum. Mér
finnst alltaf vanta hvatninguna.
Það er einfaldlega ekki nóg að
þrjár eða fjórar hræður sitji sam-
an eins og við gerum og síðan er
fullt af fólki í kringum okkur sem
steinheldur kjafti og þusar með
sjálfu sér. Á leiknum KA-Þór í
bikarkeppninni heyrðist í einni
stúlku og einum karlmanni kalla
„áfram Þór“ og ég ásamt þrem
öðrum öskruðum „áfram KA“.
Svo vil ég nefna það að ef maður
hvetur sína menn, þá fara nærri
því um 90% gesta í stúkunni úr
hálsliðnum til þess sjá hvaða fífl
Blaðiö Feykir sem telur sig óháð
blað á Norðurlandi vestra, neit-
aði að birta Biskupsveislu á
Bakkaflöt sem kom í blaðinu
Degi 10. júní síöastliðinn. Nú
tel ég að ritskoöun sé komin í
gang hjá þeim Feykismönnum.
Það gerir mér ekkert til, en ég
hugsa að mörgum finnist þetta
leiðinlegt fyrir ritstjórnina og rit-
þetta er. Ég hef farið á nánast
hvern einasta KA-leik síðan ÍBA
var skipt upp og þetta hefur alltaf
verið svona.“
stjórann.
Að lokum sendi ég Feykis-
rnönnum kveðju sem hljóðar svo:
Ritskoðun er röng um flest,
réttlætið hún veikir.
Nú kveð ég bæði kóng og prest
og kem ekki nærri „Feykir".
Sauðárkróki, 2. júlí 1992,
Sigfús Steindórsson.
„Ritskoðun er röng um flest...“
Grasbeðja angrar íbúa Bakkahlíðar
Kona í Bakkahlíð hringdi og
kvartaði yfir því að bakkinn aust-
an Hlíðarbrautar hefði ekki verið
Brynjólfur Brynjólfsson hringdi.
„Ég var að lesa frétt í Degi um
að margir vegfarendur vissu ekki
að hámarkshraði ökutækja með
hjólhýsi eða tjaldvagn aftan í
væri 70 km á klukkustund. í
þessu sambandi vil ég segja að
þetta er að mínu mati mjög tví-
eggjað ákvæði umferðarlaga.
Aðeins 70 km hámarkshraði hef-
sleginn í sumar og því væri komið
þar kafagras sem garðeigendur í
Bakkahlíð væri hreint ekki sáttir
ur einnig hættu í för með sér því
hann skapar óhemju tíðan
framúrakstur, sem aftur skapar
mikla hættu. Ég vil benda á að
flutningabílum með tengivögnum
aftan í er undantekningalaust
ekki ekið á 70 km hraða, enda
myndi rekstur þeirra ekki ganga
upp væri þeim gert að aka á þess-
um hraða.“
við. Svör útivistardeildar bæjar-
ins væru þau að þetta svæði væri
ekki tilbúið og því væru peningar
ekki handbærir. Konan sagði að
ástandið væri síst betra upp með
Bakkahlíðinni að sunnan en á
sama tíma og allt væri á kafi í
grasbeðju vestan og sunnan
Bakkahlíðar væri samviskusam-
lega slegið og sáð í bakkann vest-
an megin Hlíðarbrautar neðan
Tungusíðu.
Konan taldi það skoðun
margra íbúa þarna að ef bærinn
gæti eytt 26 milljónum í Ráðhús-
torgið, áður en holan var grafin
þar, þá væri allt eins hægt að slá
beggja vegna Hlíðarbrautar.
Tvíeggjað ákvæði umferðarlaga
Minjasafnið á Akureyri:
Hugleiðing um verð aðgöngumiða
Christel Emma Waltersdóttir á
Akureyri hafði samband við
blaðið og óskaði eftir að koma á
framfæri kvörtun vegna hárrar
verðlagningar aðgöngumiða að
Minjasafninu á Akureyri meðan
unnið væri að viðhaldi á því. Hún
sagðist hafa komið þar í lok júní
og verið gert að greiða 200 krón-
ur (fullorðinsmiði). Fyrir þessar
200 krónur hafi einungis verið
hægt að skoða hluti í tveim her-
bergjum til vinstri við afgreiðsl-
una og sömuleiðis rými inn til
hægri. Ekki hafi verið unnt að sjá
meira af safninu vegna yfirstand-
andi viðgerða. Christel Emma
taldi óviðeigandi að rukka inn
fullan aðgangseyri meðan á við-
gerðum á safninu stæði og hún
bætti við að ástæða væri til að
spyrja sig þeirrar spurningar af
hverju staðið væri í viðgerðum á
Minjasafninu þegar komið væri
fram á sumar, hvort ekki væri
eðlilegra að nýta dauðan tíma
yfir vetrarmánuði til viðhalds,
þegar fáir ferðamenn væru í
bænum.
Heiflaóskir tfl Akureyringa
frá skiptinema frá Ghana
Síðastliðið ár hefur Robert K.
Kuzoe, skiptinemi frá Ghana,
dvalið á íslandi. Robert hefur nú
haldið heim á leið á ný og áður en
hann hélt af landi brott, óskaði
hann eftir að Dagur birti nokkrar
línur eftir hann í kveðjuskyni:
„Það yar gaman að vera á ís-
landi. Ár mitt hér hefur verið
erfitt en ævintýri líkast. Ég hef
séð að margir hafa viljað tala við
mig og kynnast mér en feimnin
hefur haldið aftur af þeim. Ég hef
kynnst mörgum og lært svo ótal
niargt en eitt af því sent ég hef
lært og er ekki mjög ánægður
með er það hversu íslendingar
drekka ótæpilega mikið.
En samt sem áður hefur verið
afar skemmtilegt og ég vilja
þakka gestgjöfum mínum, Stefáni
Vilhjálmssyni og Helgu Frímanns-
dóttur, gistifjölskyldu minni á
Akureyri og gistifjölskyldum
mínum í Reykjavík og Hrísey,
svo og kennara mínum Ólafi
Rafni. Einnig öllum vinum sem
hafa gert mér lífiö skemmtilcgt á
íslandi. Heillaóskir flyt ég Akur-
eyringunt og kveð með virktum."
Robert K. Kuzoe.
Þingeyingar
Nýja skoðunarstöðin á Húsavík verður til
sýnis laugardaginn 18. júlí frá kl. 15.
Skemmtilhlaup barna og unglinga
fer fram sama dag. Upplýsingar um
hlaupið eru gefnar á skrifstofu HSÞ.
Komið og skoðið fullkomna
skoðunarstöð, fræðist um
bifreiðaskoðun og njótið kaffiveitinga.
Bifreiðaskoöun
íslands hf.
Lokað vegna jarðarfarar
Ollum skrifstofum og afgreiðslustöðum
Olíuverzlunar íslands hf. um allt land,
verður lokað, fostudaginn 17. júlí nk.
frá kl. 13.00 -16.00 vegna jarðarfarar
*
Ola Kristjáns Sigurðssonar,
forstjóra félagsins.
✓
Stjórn Olíuverzlunar Islands hf.
olis
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför,
HALLS JÓHANNESSONAR,
Eyrarvegi 3 a, Akureyri.
María Pétursdóttir og börn.