Dagur - 21.08.1992, Side 2

Dagur - 21.08.1992, Side 2
2 - DAGUR - Föstudagur 21. ágúst 1992 Fréttir Framhaldsskólinn á Húsavík: Almenn verknámsbraut - áhugi á samstarfi hjá fyrirtækjum og stofnunum í haust verður hleypt af stokk- unum nýrri námsbraut við Framhaldsskólann á Húsavík sem hlotið hefur heitið Almenn verknámsbraut. Ætlunin er að nemendur fái þjálfun og fari í starfskynningu hjá stofnunum og fyrirtækjum á Húsavík en forstöðumönnum þeirra var kynnt nýmælið á fundi í fyrra- dag og var hugmyndinni vel tekið að sögn Guðmundar Birkis Þorkelssonar skóla- meistara. Meðalnámstími á brautinni er eitt skólaár og hafa nokkrir nemendur þegar verið skráðir. FuIInægjandi árangur í þessu námi veitir rétt til inngöngu á starfs- og iðn- brautir áfangaskólanna. „Á fundinn mættu um 20 manns frá fyrirtækjum og stofn- unum hér á staðnum og þeir sýndu þessu heilmikinn áhuga en við ætlum okkur að koma nemendum í samband við atvinnulífið,“ sagði Guðmundur Birkir Þorkelsson skólameistari í samtali við Dag. Guðmundur Birkir sagði að nemendur á öðrum brautum gætu tekið valáfanga í náms- greinum á Almennri verknáms- braut auk þess sem nemendur gætu stundað þar fullt nám. „Það eru t.d. alltaf einhverjar einingar til ráðstöfunar á brautum til stúdentsprófs en auk .þess gætu valáfangar hiklaust nýst í iðn- náminu enda eru áfangarnir að hluta til sniðnir að iðnnáminu. Starfsmenn skólans eru komnir vel á veg með að undirbúa Almenna verknámsbraut; við höfum t.d. samið og unnið tölu- vert af námsefni," sagði Guð- mundur Birkir en kennarar við framhaldsskólann munu kenna á nýju námsbrautinni. Almenn verknámsbraut er ekki síst ætluð nemendum sem vilja fá hagnýta menntun til að komast sem fyrst út í atvinnulífið og þeim nemendum sem ekki hafa nægan undirbúning til að takast á við hefðbundið áfanga- nám. Að sögn Guðmundar Birkis kemur námsbrautin í stað svo- kallaðs fornáms en það er bókleg upprifjun sem ekki hefur gefist nógu vel. Meðal verklegra námsgreina á Almennri verknámsbraut eru Atvinnufræði, Matreiðsla og heimilishald, Samskipti og tjáning, Verkleg málmsmíði, Trésmíði, Verslun og þjónusta og Viðhald og nýlagnir og eru áfangarnir flestir miðaðir við að nemendur komi úr tíunda bekk án þekkingar á viðkomandi sviði. Auk þeirra eru nokkrir bóklegir áfangar kenndir. GT „Og nú er Davíð búinn að sparka Eykon. Hvar skyldi hann bera niður næst?“ Mynd: Golli Biskupsvísitasía: Súkkulaði að gömlum sið - biskup íslands lætur vel af móttökum Húnvetninga Biskup íslands hr. Ólafur Skúlason er nú að Ijúka vísitasíu sinni í Húnavatns- og Strand- arsýslum. Alls mun biskup heimsækja 28 kirkjur í 9 presta- köllum og enda ferð sína í Aðalfundur Stéttarsambands bænda að Laugum í Reykjadal: Þingeyingar boða til bænda- hátíðar í tengslum við fundinn markmiðið að endurvekja gamla hefð Aðalfundur Stéttarsambands bænda verður haldinn að Laugum í Reykjadal í S-Þing- eyjarsýslu dagana 27.-29. ágúst nk. Fundurinn verður settur kl. 13.00 fimmtudaginn 27. ágúst og gert er ráð fyrir að honum Ijúki kl. 18.00 laugar- daginn 29. ágúst. í tengslum við Stéttarsam- bandsfundinn, hefur Búnaðar- samband S-Þingeyinga, sem er gestgjafi að þessu, ákveðið að standa fyrir bændahátíð á loka- kvöldinu, í samvinnu við HSÞ. Með því að boða til bændahátíð- ar, er verið að reyna að endur- vekja gamla hefð sem lognaðist útaf uppúr 1960. Fiskistofustjóri: Þórður Ásgeirsson ráðinn Þórður Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri MBH-Baulu hf., hefur verið ráðinn fiskistofu- stjóri. Þórður sem er fæddur 31. mars 1942, lauk stúdentstprófi frá MR 1962 og lögfræðiprófi frá HÍ 1968. Hann starfaði hjá lögfræði- deild Sameinuðu þjóðanna í New York og Kýpur 1968-1970 og í sjávarútvegsráðuneytinu frá 1970-1981, lengst af sem skrif- stofustjóri. Hann var formaður Alþjóðahvalveiðiráðsins árin 1979-1981. Þórður var forstjóri OLÍS hf. 1981-1986 en frá 1987 hefur hann verið framkvæmdastjóri MBH- Baulu hf. Hann er kvæntur Guðríði M. Thorarensen frá Sel- fossi og eiga þau fjóra syni. A hátíðinni á Laugum munu heimamenn sjá um skemmti- atriðin, enda hafa Þingeyingar á að skipa úrvalsfólki á þeim vett- vangi. Kvennakórinn Lissý og karlakórinn Hreimur sjá um sönginn, Leikfélagið Búkolla í Aðaldal bregður á leik, hagyrð- ingur úr bændastétt lætur til sín taka og að sjálfsögðu verður háð bændaglíma að gömlum og góð- um sið. Bændahátíðin hefst kl. 21.00 en að lokinni dagskrá hefst dans- leikur í íþróttahúsinu, þar sem félagar í Harmonikufélagi Þing- eyinga leika fyrir dansi til kl. 03.00. Háfiðin er opin öllum áhugasömum á Norðausturlandi. -KK Árneskirkju á Ströndum á mánudag. Ferðin hefur gengið vel og móttökur frábærar að sögn biskups. Biskup hefur farið um Húna- vatnssýslur í fylgd prófastshjón- anna á Melstað, Guðna Þórs Ólafssonar og Herbartar Péturs- dóttur. Að sögn biskups hefur þeim verið tekið opnum örmum og kirkjusókn verið góð. Dag- skráin er löng og nær frá morgni til kvölds. Auk þess að heim- sækja kirkjur og predika heim- sækir biskup sjúkrahús og elli- heimili og situr boð söfnuða og heimamanna. Þrátt fyrir stranga dagskrá gaf biskup sér tíma til að skreppa á Hólahátíð sl. sunnu- dag. Það eru 16 prófastsdæmi á landinu og hefur Ólafur Skúlason vísiterað tvö á sumri frá því að hann tók við embætti. Honum telst svo til að hann geti heimsótt öll prófastsdæmin áður en hann lætur af störfum sem biskup. í haust ráðgerir biskup að vísitera Dala- og Snæfellsnesprófasts- dæmi. Þess má geta að Húna- vatnsprófastsdæmi hafði ekki verið vísiterað í 25 ár. Um gildi slíkra heimsókna sagði biskup: „Ég held að þetta sé tvíþætt, þetta er mjög nauðsynlegt fyrir biskup og ég held að það sé ekki hægt að rækja þetta embætti með því að sitja bara við skrifborð suður í Reykjavík. Maður þarf að hitta fólkið. Svo er þetta líka mikil hvatning fyrir söfnuðina.“ sþ Norrænt lestrarþing í Bergen: Tveir þátttakendur frá Norðurlandi - næsta þing á íslandi eftir tvö ár Nýlega var haldiö þriggja daga Norrænt lestrarþing í Bergen undir yfirskriftinni „Tid for læsning“ um lestur og ritun Skoðanaskipti Tómasar Inga Olrich og Steingríms Hermannssonar um jarðakaup útlendinga: „Ríkisstjóm Steingríms mistókst, - og fyrirvarinn gufaði upp,“ segir Tómas Ingi Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar mistókst að fá samþykkta fyrirvara um landa- kaup í samningaviöræðunum um EES að sögn Tómasar Inga Olrich, alþingismanns Sjálf- stæðisflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra. „Hafi enginn fyrirvari verið settur um landa- kaup í upphafi viðræðna þá eru það líka fréttir,“ sagði Tómas Ingi um ummæli Steingríms Hermannssonar í Degi í gær. „Mér finnst skýring Steingríms Hermannssonar á þessu máli staðfesta mitt álit; Steingrímur Hermannsson stýrði ríkisstjórn þegar samningaviðræður fóru gang og upphaflegir fyrirvarar voru settir af hálfu íslendinga í Osló 1989. Hafi verið settir fyrir- varar um landakaup á þeim tíma þá er ljóst að þeim fyrirvara var hafnað síðla árs 1990; á mæltu máli þýðir þetta að fyrirvaranum hafi ekki verið haldið til streitu. Ég orða það svo að fyrirvarinn hafi gufað upp og sé ekki betur en að Steingrímur Hermannsson staðfesti það,“ sagði Tómas Ingi Olrich í samtali við Dag. „Það er athyglisvert að í opnu bréfi Steingríms til Hjörleifs Guttormssonar í Tímanum 8. febrúar 1991 undir fyrirsögninni Evrópskt efnahagssvæði - Ótti á misskilningi byggður segir Steingrímur í ræðu sinni í Osló 1989, þar sem hann lagði grund- vallarlínuna í stefnu Islendinga við upphaf samningaferilsins um EES: ,Við verðum ætíð að hafa stjórn á náttúruauðlindum íslands’. Ég reikna með að fyrir- vari um landakaup hafi komið fram í máli Steingríms þar en sá fyrirvari er síðan horfinn 1991,“ sagði Tómas Ingi Olrich. „Það er vandalítið að rök- styðja það með tilvitnunum í þingræður þriggja ráðherra í ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar að sú ríkisstjórn sýndi tilburði í þá veru að fá slíka fyrirvara samþykkta en mistókst það,“ sagði Tómas Ingi að lokum. GT auk þess sem fjallað var um áherslur í skólastarfí. Fimm fulltrúar frá íslandi sátu þingið og þeirra á meðal voru Anna Guðmundsdóttir, aðstoðar- skólameistari í Hrafnagils- skóla, og Anna Lilja Sigurðar- dóttir frá Fræðsluskrifstofu Norðurlandsumdæmis eystra. Að sögn Önnu Lilju Sigurðar- dóttur voru haldnir átján fyrir- lestrar á þinginu en fyrirlesarar voru fræðimenn frá öllum hinum Norðurlöndunum fjórum. í vor stóðu sérkennarar á Norðurlandi einmitt fyrir fyrirlestri um lestrar- erfiðleika sem Daninn, Tove Krogh, hélt á Akureyri. Ráðstefnan er þáttur í norrænu samstarfi á sviði skólastarfs og er sú 11. sinnar tegundar. Gerð var grein fyrir ýmsum nýjustu rann- sóknum á sviði lestrar- og skrift- arkennslu. M.a. voru kynntar rannsóknir og niðurstöður um orsakir lestrarörðugleika og skriftarvanda og lausnir þar að lútandi. Dagur mun fjalla nánar um þann þátt í næstu viku. í Bergen var ákveðið að næsta Norrænt lestrarþing yrði haldið á íslandi að tveimur árum liðnum. GT

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.