Dagur - 21.08.1992, Blaðsíða 14

Dagur - 21.08.1992, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Föstudagur 21. ágúst 1992 NAN NEYTENDAFÉLAG AKUREYRAR OG NÁGRENNIS Skrifstofa félagsins verður lokuð vegna sumarleyfa fram til mánudagsins 7. septem- ber. Vilhjálmur Ingi. Til sölu eru eftirtaldir notaðir bílar 1 á Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarsson- ar, Óseyri 5, 603 Akureyri, sími 96-22520 og eftir kl. 19 í síma 21765. Tegund Volvo C 202 PU 4x4 Daihatsu Charmant .. Nissan Pulsar...... Mazda929 .......... Toyota Thercel..... Suzuki Fox 4x4..... Subaru Coupe 1,8 .... Subaru 1,8 st. B... Subaru Legacy 1,8 ... Nissan Sunny hadsb. Daihatsu Rocky 4WD Toyota Camry 2,0 Toyota Thercel 4x4 .. Suzuki Fox 4x4..... Daihatsu Charmant .. Árg. Km Ásett Staðgr. Litur verð verð 1980 250.000 150.000 Gulur 1985 119 þ. 250.000 L.grænn 1988 84 þ. 680.000 580.000 L.blár 1985 145 þ. 400.000 300.000 L.grænn 1987 104 þ. 750.000 650.000 Rauður 1988 67 þ. 700.000 560.000 L.blár 1986 93 þ. 650.000 600.000 Rauður 1988 83 þ. 820.000 D.grár 1990 65 þ. 1.250.000 D.grár 1991 32 þ. 890.000 D.brúnn 1987 75 þ. 920.000 Grár/rauð. 1988 720.000 D.grár TILBOÐ 1987 104 þ. 500.000 1988 67 þ. 500.000 1985 119 þ. 200.000 Hægt er að fá alla þessa bíla á mjög góðum greiðslu- kjörum. Bílarnir verða til sýnis við bifreiðaverkstæð- ið laugardag og sunnudag frá kl. 14-17 báða dagana. Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Sími 22520 - Akureyri. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem veittu okkur stuðning og styrk við andlát og útför ástkærrar dóttur okkar, unnustu, systur, frænku, mágkonúog tengdadóttur, UNNAR MARÍU RÍKARÐSDÓTTUR, Kotárgerði 10, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. María Árnadóttir, Rfkarður B. Jónasson, Stefán Gunnarsson, Katrín Björg Ríkarðsdóttir, Örn Arnarson, Darri Arnarson, Ríkaröur Bergstað Ríkarðsson, Tryggvi Gunnarson, Bára Stefánsdóttir, Gunnar Tryggvason. Minning Skyndilega haust og skýlaus andartaks kyrrð. Við skynjum að nú verður ort harmljóð á hásumardegi. í Firðinum speglast fagurlit, óljós mynd afferðbúnu skipi á leið út í Ijóshvíta eilífð. Hafsjór minninga mósaík tímans svo litrík meitluð í tæran kristal oggeymd afheilum hug. Skyndilega haust og skilnaðarstund upp runnin. Skip þitt hreppir ei framar brotsjó og beljandi storm. (Aðalstcinn Ásberg Sigurðsson) Það sem mér er efst í huga nú, við andlát tengdamóður minnar, Guðrúnar Jakobsdóttur, er virð- ing og þakklæti fyrir allt sem hún var mér og mínum í þau rúmu 40 ár sem við höfðum átt samleið. Ég, unglingurinn, gerði mér kannski ekki ljóst, þegar ég kom inn í þessa stóru fjölskyldu, hvað það er mikils virði að fá þær mót- tökur sem ég fékk. Allt viðmót þeirra Guðrúnar og Árna, manns hennar, hefur verið einlægt og til- gerðarlaust alla tíð. Þau eru í mínum huga sann- kallaðar hvunndagshetjur sem hafa lokið ómældu ævistarfi. Þau eignuðust 12 börn, en tvö dóu í æsku en 10 komust upp. Það gefur auga leið að ekki hefir verið setið auðum höndum að vinna fyrir þessum hópi, fæða og klæða, en þar hafa þau verið vel samhent. Guðrún var ákaf- lega mikil snyrtikona og mikil matmamma. Það kunnu margir að meta og var mikill gestagang- ur hjá þeim hjónum. Guðrún var vinsæl kona og naut þess að vera innan um fólk og sérstaklega var hún hrifin af unga fólkinu. Hún sagði oft: „Ég vildi að ég væri 17 ára.“ Hún var stolt af stóra barnahópnum sín- um og öllum niðjum. Hún fylgd- ist vel með gleði og sorgum þessa stóra hóps. Guðrún var fríð kona, smávax- in og dökk á brún og brá. Þau voru glæsileg hjón hún og Árni. Hún var ráðdeildarsöm og hennar einkunnarorð voru að það ætti ekki að eyða meiru en aflað væri. Og svo að bera sig vel og láta aldrei bilbug á sér finna. Fyrir tveimur árum lést Árni, eftir að hafa verið heilsulítill um árabil; útslitinn maður. Hafði Guðrún annast hann af stakri prýði og undir lokin kannski meira af vilja en mætti. Eftir and- lát hans var eins og fótunum væri kippt undan tilverunni hjá henni. A vordögum síðastliðnum flutti hún á Hlíð, dvalarheimili fyrir aldraða. En það hafði hún þráð eftir að hafa verið þar í þrjár vikur síðasta haust. Þar fannst henni svo mikið öryggi. En hún naut þessa öryggis ekki lengi, laugardaginn fyrir sjó- mannadaginn datt hún og lær- brotnaði. Hún gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsinu og stóð sig eins og hetja. Aftur var hún komin á Hlíð, en veiktist innvortis og átti ekki afturkvæmt, nema á sjúkradeild- ina, þar sem hún háði erfitt dauðastríð. Ég trúi að hún hafi verið hvíldinni fegin að lokum. Börnin hennar reyndust henni vel, en ég held að á engan sé hall- að þótt ég nefni þær Sigríði og Huldu sérstaklega sem önnuðust hana frábærlega. Þá ber að þakka starfsfólkinu á Hlíð fyrir góða umönnun og einnig starfsfólki sjúkrahússins fyrir góða aðhlynn- ingu. Enda talaði Guðrún oft um hvað allt þetta fólk væri sér gott. Eitt sinn þegar við Óðinn son- ur hennar sátum hjá henni þegar hún var orðin mjög veik sagði hún: „Dúlla, þegar ég dey þá ætla ég til Ameríku." En drauminn um þá ferð hafði hún átt síðan hún var barn. Ég trúi því að elsku amma Gunna, eins og okkur var svo tamt að kalla hana, komist að lokum til sinnar Ameríku. Ég bið góðan Guð að blessa hana og vísa henni leiðina heim. Gunnþóra Árnadóttir. Margar góðar minningar skjóta upp kollinum þegar Álice vin- kona okkar er farin. Vinskapur okkar hófst þegar við byrjuðum að stunda dans undir hennar leiðsögn á unglings- aldri. Dansstúdíó hennar varð fljótt okkar annað heimili og þ.a.l. átti Alice stóran þátt í upp- eldi okkar á þessum árum. Hún hafði ekki áhrif á okkur með siðaprédikunum heldur einungis með því að vera hún sjálf. Hún var okkur fyrirmynd. Hjörtu okkar fyilast af þakklæti í hennar garð fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur og var okkur. Við munum sakna Alice sárt, en minning hennar mun verða ljós í lífi okkar. Elsku Haddi, Katrín Mist og aðrir ástvinir megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Til Alice: „Því að hvað er það að deyja annað en að standa nakinn blæn- um og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sín- um og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.“ (Úr Spámanninuni). Kata, Kittý og Ágústa. Bílasala • Bílaskipti Honda Prelude 2,0i árg. 87. Ekinn 82.000. Verð 950.000. Mazda 626 GLX 2000 árg. 87. Ekinn 81.000. Verð 630.000. MMC Lancer hlaðbakur 4x4 árg. 91. Ekinn 16.000. Verð 1.150.000. MMC Galant 1600 GL árg. 90. Ekinn 25.000. Verð 900.000 Saab 9000i árg. 87. Ekinn 105.000. Verð 1.250.000. Toyota 4-Runner árg. '90. Ekinn 40.000. Verð 2.150.000. Hikið úrval af bílum i sýningarsal 09 á sýningarsvxði Símar 241 19 og 24170 MMC Lancer station 4x4 árg. 91. Ek. 40.000. Verð 1.000.000. PÍIASAUWW \ Möldur hf. BÍLASALA við Hvannavelli I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.