Dagur


Dagur - 21.08.1992, Qupperneq 16

Dagur - 21.08.1992, Qupperneq 16
Akureyri, föstudagur 21. ágúst 1992 Vélsmiðjan Oddi og Slippstöðin: Sameiningu ljúki fyrir áramót Samningur um sameiningu Vélsmiöjunnar Odda á Akur- eyri og Slippstöðvarinnar hef- ur verið samþykktur í stjórn Slippstöðvarinnar. Knútur Karlsson, stjórnarformaður Slippstöðvarinnar, segir að þessa dagana sé unnið að lausn nokkurra hnúta varðandi sam- eininguna. Knútur segir að á þessari stundu sé ekki ákveðið hvernig sameining þessara fyrirtækja gerist. „Við erum að vona að um áramót verði búið að ganga frá öllu. Varðandi starfsmannahald er ekkert byrjað að vinna en það á að vera ljóst í síðasta lagi um áramótin,“ sagði Knútur. í báðum fyrirtækjunum eru nokkrir starfsmenn á uppsagnar- fresti en þeim hafði verið sagt upp vegna fyrirsjáanlegs verk- efnaskorts. Ekki er ráðið í störf sem losna fyrr en sjáanlegt verður hvernig starfsmannahaldi verður háttað að lokinni samein- ingu. Þetta gildir t.d. um starf framleiðslustjóra Slippstöðvar- innar hf. en Jóhannes Oli Garð- arsson lét af því starfi nýverið. JÓH Smiðjan um helgina Tveir úrvalsréttamatseðlar Gunnar Gunnarsson leikur fyrir matargesti Húfan er kennd við Kýpur en krækiberin eru norðlensk. Mynd: Golli Hallarekstur hjá Mjólkursamlagi KÞ á fyrri hluta árs þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir: Verður mjög erfitt að mæta frekari samdrætti í mjólkurframleiðshmni - segir Hlífar Karlsson, mjólkursamlagsstjóri „Mér líst illa á þennan samning. Með honum er verið að semja smábændurna út úr framleiðslunni. Hér á svæðinu eru tiltölulega smáir mjólkur- bændur, meðalbúið í kringum 60 þúsund lítra og þegar þessi bú minnka þá segir sig sjálft að það hefur sín áhrif. Manni verður á að spyrja hvernig eigi að tryggja þessum mönnum að komast frá þessari fram- Ieiðslu,“ segir Hlífar Karlsson, samlagsstjóri Mjólkursamlags Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík, um samning um stjórnun mjólkurframleiðsl- unnar sem skrifað var undir um liðna helgi. Miðað við mjólkurframleiðslu- samninginn mun samdráttur hjá samlaginu á Húsavík verða milli ára um 260-300 þúsund lítrar. „Við eigum fullt í fangi þó þetta Óhappið á ÓlafsQ arð arflugvelli: Eíirn af mörgum vöQum flugmenn lenda á eigín þar sem abyrgð Engin lýsing er á Ólafsfjarðar- flugvelli frekar en á mörgum öðrum flugvöllum á landinu og að sögn Gunnars Odds Sig- urðsson, umdæmisstjóra Flug- málastjórnar, hefur aldrei staðið til að setja lýsingu á völlinn. Þegar Ólafsfjarðar- flugvöllur var notaður fyrir áætlunarflug var miðað við dagsbirtu og lýsing aldrei sett inn í fjárhagsáætlun Flugmála- - aldrei staðið til að koma upp lýsingu stjórnar. Á meðan Flugfélag Norður- lands flaug áætlunarflug til Ólafs- fjarðar var starfsmaður í hluta- starfi á flugvellinum. Honum var sagt upp þegar áætlunarflugið lagðist af. Sem hliðstætt dæmi má nefna flugvöllinn á Blönduósi. Þegar íslandsflug hætti áætlun- arflugi þangað hætti starfsmaður- inn á vellinum. „Völlunum er náttúrlega hald- ið við af Flugmálastjórn. Þeir eru Töluverðar skemmdir á Twin Otter véliimi Skemmdirnar á Twin Otter vél Flugfélags Norðurlands sem hlekktist á í lendingu á Ólafs- VEÐRIÐ í nótt átti að gera hið versta veður á landinu, norðan hvassviðri með rigningu átti að skella sér yfir landið og jafnvel var búist við stormi norvestanlands. I dag verð- ur komin suðaustan kaldi eða stinningskaldi með skúrum sunnanlands og vestan en síðdegis styttir upp norðanlands. Lítið eitt kólnar í bili um norðvestan- vert landið. fjarðarflugvelli hafa ekki verið metnar að fullu en Ijóst er að þær eru töluverðar. Trygging- ar munu bæta tjónið. Ekki náðist í Sigurð Aðal- steinsson, framkvæmdastjóra Flugfélags Norðurlands, í gær en að sögn Friðriks Adolfssonar var unnið að bráðabirgðaviðgerð á vélinni í gær og henni verður síð- an flogið til Akureyrar. Friðrik sagði að vélin færi í gagngera skoðun á Akureyri og yrði því frá í einhvern tíma. Hann sagði það bót í máli að háannatíminn væri nánast liðinn og því hefði þessi missir ekki nein vandræði í för með sér fyrir Flugfélag Norðurlands og raunar væri engin pressa á að koma vél- inni í gagnið sem fyrst. SS opnir fyrir einkaflugvélar og leiguflugvélar og þá verða við- komandi flugrekstraraðilar að vera ábyrgir fyrir umferð um völlinn. En þótt ekki sé þjónusta á staðnum verður flugstjóri vélar sem fer til dæmis frá Reykjavík eða Akureyri til Ólafsfjarðar að fá heimild hjá flugstjórn og hann fær þær veðurupplýsingar sem til staðar eru fyrir svæðið,“ sagði Gunnar Oddur. Hann sagði að flugstjórinn þyrfti sjálfur að meta aðstæður á þessum flugvöllum og venjan væri að fara einn hring yfir völl- inn og ganga úr skugga um hvort nokkur umferð væri á brautinni, en stundum hafa hross gengið laus á fáförnum völlum eða börn verið að leik. Samkvæmt þessu hefur flug- stjóri Twin Otter vélar Flugfélags Norðurlands sem hlekktist á í lendingu sl. þriðjudagskvöld lent á ábyrgð flugféiagsins og byggt á eigin mati á aðstæðum, svo sem venja er. Eins og sagt var frá í gær flaug hann hring yfir völlinn áður en vélin kom inn til lending- ar en í lendingunni skall á dimm regnskúr. Rannsókn málsins er í höndum Loftferðaeftirlitsins og ekkert hægt að fullyrða um til- drög óhappsins að svo stöddu. Komið hefur fram að til eru í geymslu í Ólafsfirði brautarljós eða lugtir sem hægt er að setja á flugbrautina. Gunnar Oddur sagði að þetta væri neyðarbúnað- ur og aðeins ætlaður til þess að lýsa brautina í neyðartilfellum, s.s. ef sækja þyrfti fársjúkan mann um miðja nótt. Sums stað- ar væri notast við bílljós í slíkum tilfellum. Þessar lugtir væru hins vegar aldrei notaðar í áætlunar- eða leiguflugi enda ekki viður- kenndur búnaður. SS bætist ekki ofan á. Við höfum verið að skera niður og erum samt með halla eftir fyrstu sex mánuðina á þessu ári upp á tæpar 4 milljónir þó tekist hafi að draga úr öllum rekstrarkostnaði. Sá dagur kemur að við komumst ekki lengra í niðurskurði á kostn- aði og það er stutt í hann. Það verður því mjög erfitt að mæta þessum samdrætti,“ sagði Hlífar. Hlífar segir að þegar fyrir liggi að einhverjir bændur hverfi úr framleiðslunni leiki vafi á að bókunin með samningi um stjórnun mjólkurframleiðslunn- ar, þar sem fjallað er um rétt bænda til atvinnuleysisbóta, verði mjólkurbændum mikil stoð. Með bókuninni er lýst yfir að samningsaðilar séu sammála um að skilgreina beri rétt bænda til atvinnuleysisbóta og launa- tryggingar vegna gjaldþrota í samræmi við álagt trygginga- gjald. Hlífar segir að þarna verði að koma betri trygging. Hlífar segist hafa trú á að nú komi upp sú staða að minnstu bændurnir neyðist til að hætta en margir verði í þeirri aðstöðu að geta hvorki lifað né dáið. Hvað stærstu búin varðar segir hann líklegt að þau taki á sig skerðing- una en bíði þar til framleiðslu- réttur bjóðist á lágu verði. JÓH ú I 2' 1 ****** Starfsmaður Stíga- móta á Sauðárkróki - 40% þeirra sem leituðu til Stígamóta 1991 voru utan af landi Á síðasta ári voru 40% þéírra sem leituðu til Stígamóta vegna kynferðislegs ofbeldis utan af landi. Starfsemi Stíga- móta er á höfuðborgarsvæð- inu, en starfsmennirnir hafa farið út á land og haldið þar fyrirlestra og boðið þolendum ofbeldis að leita til sín. Þessa dagana er starfsmaður Stíga- móta á Sauðárkróki og verður þar í nokkra daga. Að sögn Ásgerðar Sigurðar- dóttur starfsmanns Stígamóta ei mikið um það að þolendur kyn- ferðislegs ofbeldis utan af landi leiti þangað. Ef vel ætti að vera þyrftu Stígamót að hafa starfs- fólk víða um land. Eins og er er starfsemin að mestu bundin við Reykjavík, en á Akureyri starfar annar hópur af svipuðum toga. Stígamót hafa haldið fyrirlestra úti um land og einnig veitt ráð- gjöf á helstu útihátíðasvæðum um verslunarmannahelgina undanfarin tvö sumur. Það er full þörf fyrir þessa starfsemi því með aukinni umræðu fjölgar þeim sífellt sem leita til Stígamóta. Ásgerður vildi koma því á fram- færi að ef fólk treystir sér ekki til að hringja í uppgefið símanúmer Á Sauðárkróki geti það hringt beint til Stígamóta í Reykjavík og fengið þar milligöngu til starfsmanns samtakanna á Sauð- árkróki. sþ

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.