Dagur - 21.08.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 21.08.1992, Blaðsíða 7
Föstudagur 21. ágúst 1992 - DAGUR - 7 H*- I i r i * Hvað er að gerast? Prentsýning í Minjasafninu Sumarsýning Minjasafnsins á Akur- eyri þetta sumarið er helguð prent- listinni og ber yfirskriftina „Prent- verk á Akureyri - brot úr sögu prent- listar og bókagerðar“. Sýningin er opin daglega frá kl. 11.00-15.00 og stendur yfir til 15. september. A sýningunni má sjá ýmis tæki úr tveimur elstu prentsmiðjum bæjar- ins, Prentsmiðju Björns Jónssonar og Prentverki Odds Björnssonar. Leitast er við að segja brot úr sögu þeirra og um leið að gefa innsýn í handverk sem nú er að mestu horfið. Hefðbundnar fastasýningar eru einnig í Minjasafninu og kennir þar ýmissa grasa. Ljósmyndasýning á vegum safnsins stendur yfir í Lax- dalshúsi til 1. september. Eru þar sýndar myndir Hallgríms Einarsson- ar auk mannamynda af Þjóðminja- safninu. í Laxdalshúsi er einnig til sýnis stutt kynningarmyndband sem nefnist „Gamla Akureyri“. Golf að Jaðri Um helgina verða haldin tvö golf- mót að Jaðri. Á laugardag fer fram Lacostemót og er þar keppt í einum opnum flokki með og án forgjafar. Bautamótið verður síðan haldið á sunnudag og verður þar keppt í karla- og kvennaflokki með og án forgjafar. 1000 andlit í Sjallanum Hljómsveitin 1000 andlit leikur í Sjallanum á laugardagskvöld. Sveit- in var stofnuð í vor og hefur leikið um allt land í sumar við góðan orðstír en hún hefur þá sérstöðu að í henni eru þrjár söngkonur. Sigrún Eva Ármannsdóttir er aðalsöng- kona hópsins og hefur sér til aðstoð- ar tvær bakraddasöngkonur. í Kjallaranum leikur trúbadorinn Óskar Einarsson fyrir gesti á fimmtudags- og laugardagskvöld en á nýju Sjallakránni á föstudags- kvöld. Frítt er inn á Sjallakrána föstudagskvöld. Ensk barrokk- tónlist Guðrún Skarphéðinsdóttir blokk- flautuleikari og Nina Haugen orgel- leikari halda tvenna tónleika norðanlands í næstu viku. Þcir fyrri verða mánudaginn 24. ágúst í Akur- eyrarkirkju og hefjast þeir kl. 20.30. Síðari tónleikarnir verða í Reykja- hlíðarkirkju á þriðjudagskvöldið kl. 21.00. Efnisskráin tengist öll að ein- hverju leyti tónlist frá Englandi á 17. og 18. öld. Leikin verða verk eftir ensk tónskáld m.a. Henry Purcell, Matthew Locke og Andrew Parcham. Á efnisskránni eru einnig verk eftir önnur tónskáld sem annað hvort störfuðu í Englandi eða höfðu mikil áhrif á þróun enskrar tónlist- ar. Útimarkaður í Reistarárrétt Ungmennafélag Skriðuhrepps og Möðruvallasóknar gengst á laugar- dag fyrir útimarkaði í Reistarárrétt í Arnarneshreppi. Markaðurinn hefst kl. 13.00 og stendur eitthvað fram eftir degi, eftir því sem aðsókn og sala leyfir. Nánast allt milli himins og jarðar verður til sölu á markaðn- um og kemur sölufólkið víða að. Bandarískar einþrykkimyndir Laugardaginn 22. ágúst verður opn- uð sýning á úrvali bandarískra ein- þrykkimynda í Myndlistaskólanum á Akureyri. Sýningin kemur til íslands frá Þýskalandi og fer héðan m.a. til Grikklands og Austurríkis. Sýningin á Akureyri verður opin daglega frá kl. 14.00 til 18.00 fram til 5. september. Fundur um Náttúruvernd Aðalfundur Náttúruverndarsam- taka Austurlands verður haldinn nú um helgina. Fundurinn fer fram í Arnardal á Brúaröræfum. Á laugar- dag verður farið um Brúardali undir leiðsögn kunnugra en á sunnudag verður sjálfur aðalfundurinn haldinn. Allt áhugafólk um náttúru- vernd er hvatt til að mæta. Rútuferð verður frá söluskála KHB á Egils- stöðum kl. 18.30 á föstudagskvöld. Sjóstangveiðimót Sjóstangveiðimót á vegunt Sjóstang- veiðifélags Akureyrar fer fram í dag og á morgun. Haldið verður til veiða frá Dalvík og reiknast árangur keppenda til stiga í keppninni um íslandsmeistaratitil. Fjöldi glæsi- legra verðlauna er í boði. Hestalþóttir við Akureyri Bikarmót Norðurlands í hesta- íþróttum fer fram um helgina á nýj- um hringvelli norðan hesthúsa- byggðar við Lögmannshlíð ofan Akureyrar. Keppt er um svokallað- an Dagsbikar. Dagskráin hefst kl. 9.00 á laugardag en 9.30 á sunnu- dag. Borgarbíó um helgina Sýningar á íslensku kvikntyndinni Veggfóður - erótísk ástarsaga hefjast í kvöld hjá Borgarbíói á Akureyri. Myndin verður sýnd í A-sal kl. 21.00 og 23.00 alla helgina. Með aðalhlutverk fara: Baltasar Kormák- ur, Steinn Á. Magnússon og Ingi- björg Stefánsdóttir. Handritshöf- undar eru Júlíus Kemp og Jóhann Sigmarsson. I B-sal er verið að sýna myndina Delerious kl. 21.00 en Once upon a crime með John Candy kl. 23.00. Torfærukeppni á Glerárdal Bikarkeppnin í torfæru 1992 verður haldin á Glerárdal norðan Glerár laugardaginn 22. ágúst. Allir helstu torfærubílarnir eru skráðir til leiks. Keppnin hefst stundvíslega kl. 14.00. Húsavík: Dagskrá í Safnahúsinu Laugardaginn 22. ágúst kl. 17 verð- ur dagskrá í Safnahúsinu á Húsavík í tengslum við myndlistarsýningu Þorgerðar Sigurðardóttur. Margrét Bóasdóttir, sópransöng- kona, og Ragnar L. Þorgrímsson flytja sönglög eftir þingeysk og þýsk tónskáld. Sigurður Ingólfsson les úr nýútkominni ljóðabók sinni, Heim til þín. Þetta er þriðja Ijóðabók Sigurðar en hann stundar nú frarn- haldsnám í bókmenntafræði í Frakklandi. Aðsókn að sýningu Þorgerðar hefur verið mjög góð. íþróttir KNATTSPYRNA Föstudagur 3. deild karla: Tindastóll-Magni Dalvík-Grótta Ægir-KS Völsungur-Þróttur N. Úrslit yngri flokka Laugardagur: 2. deild karla: Leiftur-Víðir Úrslit yngri flokka Krakkaniót KEA Sunnudagur 1. deild kvenna: Þór-Höttur Úrslit yngri flokka GOLF Akureyri: Lacostemót 22 ágúst, 18 h m/án forgj Bautamótið 23. ágúst, 18 h með forgj Dalvík 22.-23. ágúst: Opna Samskipamótið, 36 h Húsavík 22. ágúst: Grímsævintýri Mývatnssveit 21.-22. ágúst: Ágústinótið, 36 h m/án forgj Blönduós 22.-23. ágúst: Tryggingamiðstöðin, opið 36 h m/án forgj FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Dalvík: Aldursflokkamót UMSE Laugar: Ágústmót HSÞ Feykivellir: Unglingamót UMSS. kl. 18.30 kl. 18.30 kl. 18.30 kl. 18.30 kl. 14.00 kl. 11.00 kl. 14.00 NISSAN Súninp á Húsavíh 09 flhureuri IMÝR UMBOÐSAÐILI HÚSAVÍK Nú um helgina verður sýning frá kl 14-17 á Húsavík hjá nýjum umboðsaðila, VÍKURBARÐAIMUM, Haukamýri 4 VIÐGERÐAÞJÓIMUSTA verður áfram hjá TRYGGVA GUÐMUIMDSSYIMI Haukamýri 1 SÝIMIIMG Á AUKUREYRI UM HELGIIMA frá kl 14-17 hjá Sigurði Valdimarssyni. I Til sýnis og reynsluaksturs eru SUBARU LEGACY, NISSAN PATRQL, NISSAN TERRANO, NISSAN SUNNY 3 dyra, NISSAN SUNNY skutbíll. ÍEIdni bílar metnir á staðnum ; ~~l . Ingvar rj ■ 1 Helgason hf. L:-=:—5L_/ Sævarhöföa 2 sími 91-674000

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.