Dagur - 21.08.1992, Side 6

Dagur - 21.08.1992, Side 6
6 - DAGUR - Föstudagur 21. ágúst 1992 ^ Abu Garcia Veiölvörur fyrir alla Sport- vöru- deild ? ^ Bikarkeppnin 1 torfæru 1992 Keppni verður haldin á Glerárdal norðan Glerár laugardaginn 22. ágúst nk. Allir toppbílarnir skráðir til leiks s.s. Greifinn, Heimasætan, Jaxlinn, Draumadísin, Sterinn, Kjúklingurinn, Bleiki Pardusinn, Geitin, Vandamálið, Jómfrúin, Skutlan, Hlébarðinn, Fríða Grace, Pardus Killer o.fl. Keppni hefst kl. 14.00 stundvíslega. Miðaverð kr. 700 f. 12 ára og eldri, frítt fyrir yngri börn. Stál og stansar hf. VAGKHOFW 7 - 112 REYKIAVlK - SlMI 91-671412 FJALLABILAR Verðlaunaafhending í Sjallanum laugardagskvöld kl. 21.00. ★ Atríbi úr keppninni sýnd á breiðtjaldi. SJALLINN Veiðiklóin Nú styttist í að laxveiðinni Ijúki í þeim ám sem fyrst voru opnaðar í sumar. Veiði í Laxá á Ásum lýkur að venju 1. sept- ember en þrátt fyrir að hún gefi meira en í fyrra stendur hún langt að baki þeim ám sem mesta aukningu sýna milli ára. I sumum laxveiðiánum er um mánuður eftir af tímabilinu og í silungsánum líður að haust- veiðinni sem mörgum þykir mjög skemmtileg. Laxá í Aðaldal fer yfir 2000 fiska markið „Ja, þetta er nú frekar dauft,“ sagði Ingólfur Bragason, veiði- maður frá Akureyri, eftir fyrri vaktina í Laxá í Aðaldal í gær- morgun. „Hér komu 6 eða 7 !ax- ar eftir kvöldvaktina á miðviku- dag þannig að ég held að segja megi að veiðin sé mjög róleg. Þetta er þó ekkert óvenjulegt þegar komið er fram á þennan tíma. Það gengur lítið af laxi í ána en talsvert af fiski er í ánni. Við eigum 20 daga eftir af tíma- bilinu og við vonumst til að kom- ast yfir 2000 fiska á tímabilinu. Laxá 2000 Hér á svæði Laxárfélagsins eru komnir 1452 fiskar núna þannig að áin öll hefur gefið 18-1900 fiska. Að öllu eðlilegu ætti því veiðin að komast yfir 2000 fiska. Þá eru liðin nokkur ár síðan það gerðist seinast en mesta veiði í ánni er um 3200 fiskar,“ sagði Ingólfur Bragason. Fnjóskáin góð „Ég var í Fnjóskánni á miðviku- dag og fékk sjö laxa á flugu. Það er gott í þessari á,“ sagði Heiðar Ingi Ágústsson, verslunarmaður í Eyfjörð á Akureyri um veiðina í Fnjóská. Hann segir að veiði hafi verið jöfn og góð í ánni í sumar og mest hafi áin gefið 15 laxa á dag. Komnir eru á land um 380 fiskar sem Heiðar Ingi segir gott. „Jú, þetta er góð veiði. Ég held að hún hafi verið í toppi fyrir 10 árum en þá veiddust tæplega 500 fiskar á tímabilinu. Sjálfsagt nær hún því núna. Ég hef enga trú á öðru enda er mánuður eftir af tímabilinu," sagði Heiðar Ingi. Dauft yfir Hörgánni Silungsveiðin í Eyjafjarðará er góð, að sögn Heiðars. Það á ekki síst við um svæði 4 og 5. Lax fékkst á 1. svæði í ánni í vikunni en nokkrir laxar hafa veiðst í ánni í sumar. Hvað silungsveið- ina varðar er hins vegar annað uppi á teningnum í Hörgá. „Þar hefur veiðin ekki verið neitt sér- Allt til veiðan á einum stað 111EYF símar 22275 og 25222 opið á laugardögum frá kl. 9-1 Hróðugir með veiði úr Laxá í Aðaldal þeir golffélagar Gunnar Sólnes og Jack Nicklaus. Myndin var tekin í heimsókn kylfíngsins þekkta til íslands á dögunum. Laxveiðin: í Aðaldal við laxa markið Gestur Örn Arason með Maríulaxinn sinn sem hann veiddi í TúnapoIIi í Mýrarkvísl. Fiskurinn var 6 pund og er veiðistaðurinn í baksýn. staklega góð í sumar og ekkert líkt því eins góð og í Eyjafjarð- ará. Þetta er nokkuð sem menn hafa enga skýringu á. Það er fisk- ur í ánni og þeir sem þekkja hana vel hafa veitt ágætlega en þeir sem ókunnugir eru fá ekki mjög mikið,“ sagði Heiðar Ingi. Sveiflukennt í Laxá á Asum Sólborg Pálsdóttir, veiðivörður í Laxá á Ásum, segir að nú séu komnir um 750 laxar á land en aðeins eru 10 dagar eftir af veiði- tímanum. „Þetta hefur gengið í sveiflum og fer mikið eftir veðri og vindum. Veiðin er þó betri en í fyrra þó ekki muni nema 20-30 löxum. Við höfum verið að sjá stíganda í veiðinni síðustu árin og núna verður hún augljóslega á bilinu 8-900 fiskar," sagði Sólborg. Risastökk í Mýrarkvísl „Veiðin hefur bara gengið rnjög vel í Mýrarkvíslinni og komnir um 220 fiskar á land. Það er mjög gott í ánni og við gerum ráð fyrir að þegar upp verður staðið eftir mánuð verði veiðin komin í 350- 400 fiska og það er stórt stökk frá því í fyrra,“ sagði Kristján Jóns- son hjá stangveiðifélaginu Foss- um á Dalvík en félagið hefur Mýrarkvísl á leigu. Kristján sagði að fiskurinn hafi verið vænn í sumar en smáfiskur beri veiðina uppi núna. Hann sagði að eftirspurn hafi verið mikil í leyfi í ánni og öll leyfi hafi selst upp þegar komið var fram í júlí og ljóst var orðið að veiðin yrði lífleg í sumar. „Við hefðum örugglega getað selt töluvert meira af leyfum ef þau hefðu ver- ið til,“ sagði Kristján. „Við gerum okkur bjartar von- ir fyrir næsta sumar vegna þess að í sumar hefur verið sleppt miklu af niðurgönguseiðum og ég vona að það skili sér í smáfiski,“ sagði Kristján. Stangveiðifélagið Foss- ar tekur að hálfu þátt í seiða- sleppingunum á móti veiðifélagi landeigenda. Fossar hefur haft Mýrarkvíslina á leigu í um 20 ár. 220 laxar úr Reykjadalsá Um 220 laxar eru komnir úr Reykjadalsá það sem af er sumri. Guðmundur Guðjónsson hjá Stangaveiðifélagi Húsavíkur seg- ir að mikil sveifla geti verið í veiðinni frá einu sumri til annars. „Við höfum alltaf áætlað að þessi á geti verið með um 300 laxa en hún hefur dottið niður í 111 laxa en farið upp í tæplega 700 fiska. Sveiflan er því mikil. Áin hefur venjulega gefið góða veiði strax í byrjun en núna leið einn mánuð- ur áður en kom gott skot í hana. Menn voru þess vegna farnir að örvænta,“ sagði Guðmundur. Veiði verður leyfð í Reykja- dalsá til 11. september og segir Guðmundur að hugsanlega komi á fjórða hundrað fiskar úr henni þegar upp verði staðið. Á öllu veiðitímabilinu í fyrra komu 200 fiskar á land þannig að nú þegar er veiðin komin fram úr síðasta ári. JÓH

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.