Dagur - 21.08.1992, Blaðsíða 13

Dagur - 21.08.1992, Blaðsíða 13
I Föstudagur 21. ágúst 1992 - DAGUR - 13 Nýtt kítti í túpum frá Málningu Málning hf. hefur sett á markað nýtt kítti í fjórum tegundum til notkunar í iðnaði og til heimilis- nota. Þéttiefnið heitir Kraft kítti og fæst í 310 ml. túpum eins og annað hefðbundið kítti á mark- aðnum. Kraft kíttið er í fjórum mis- munandi gerðum. Kraft Akrýl og Kraft Sílikon annars vegar sem eru í plasttúpum og hins vegar úreþan efnin Kraft Úreþan S-20 og Kraft Úreþan S-40 sem er sér- staklega sterkt og ætlað til meiri átaka, sprunguviðgerða í stein o.fl. Þau eru í áltúpum. Kraft kíttinu er ætlað að keppa við dýrari kítti á markaðnum, enda hér á ferðinni hágæða vara, þaulprófuð og reynd hérlendis og erlendis. Að sögn Hjartar Bergstað sölustjóra hjá Málningu er ætlað að Kraft kíttið verði á betra verði en mörg sambærileg þéttiefni á okkar markaði. Erling Erlingsson auglýsinga- teiknari hannaði umbúðirnar sem um margt eru frábrugðnar öðrum kíttistúpum. Hönnunin er nýstár- Erling Erlingsson hönnuður umbúðanna og Hjörtur Bergstað sölustjóri hjá Málningu mcð sýnishorn af framleiðslunni. leg, létt og einföld, með áherslu á letur og texta, sem eru einkenni umbúðanna. Allar eru túpurnar hvítar en stórt vöruheiti í lit skil- ur á milli þeirra. Túpurnar eru með viðeigandi varúðarmerkjum og nauðsynlegum notkunarleið- beiningum auk strikamerkis. Hjörtur segist binda miklar vonir við þetta nýja kítti og eiga von á góðum viðbrögðum frá iðn- aðarmönnum sem kunna gott að meta. Kraft kíttið fæst í öllum helstu byggingavöruverslunum í fimm litum hver tegund, en litirn- ir eru: glært, hvítt, grátt svart og brúnt. Notkunarleiðbeiningar liggja frammi á sölustöðum. Sókn í stað samdráttar aðgerðir í atvnmumálnm - ályktun þingflokks og landsstjórnar framsóknarmanna Þingflokkur og landsstjórn Framsóknarflokksins hélt sam- eiginlegan fund á Egilsstöðum þann 14. ágúst sl. Á fundinum var m.a. samþykkt ályktun sú sem hér fer á eftir: „Meiri átök eru nú framundan í íslenskum stjórnmálum en verið hafa um langan tíma. Þau stafa af þeirri samdráttar- og gjaldþrota- stefnu sem ríkisstjórn Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks rekur. Þessi stefna hefur nú þegar leitt til stöðnunar, samdráttar og gjaldþrota margra fyrirtækja. Almennt atvinnuleysi er ört vax- andi í fyrsta sinn í marga áratugi með þeim alvarlegu afleiðingum sem það hefur í för með sér. Ábyrgðar- og úrræðaleysi Ríkisstjórnin neitar að horfast í augu við þá erfiðleika sem hún hefur skapað og leggur allt sitt traust á bjargráð erlendis frá með samningum um Evrópskt efna- hagsvæði. Allt einkennist þetta af ábyrgðar- og úrræðaleysi. Ef starfsskilyrði íslensks atvinnulífs verða ekki leiðrétt, verður eng- inn hagur af opnari markaði í Evrópu. Þingflokkur og Lands- stjórn framsóknarmanna telur mikilvægt að eiga gott samstarf við aðrar Evrópuþjóðir. Fundur- inn áréttar þau skilyrði sem mið- stjórn Framsóknarflokksins sam- þykkti sl. vor fyrir stuðningi við samninginn um Evrópskt efna- hagssvæði. Þjóðarsáttin rofín Þjóðarsáttin milli aðila vinnu- markaðsins og ríkisvaldsins, sem ríkisstjórn undir forystu Fram- sóknarflokksins kom á við gerð kjarasamninga árið 1990, skilaði þjóðinni stöðugleika í efnahagsmálum og nánast engri verðbólgu. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur rofið þessa þjóðarsátt með stefnu sinni í efnahags- og kjara- málum. Hún byggir á því að ráða kjörunum með atvinnuleysi og nota gjaldþrotin til stórfelldrar eignatilfærslu í þjóðfélaginu. Þessum stjórnarháttum hafnar Framsóknarflokkurinn algjörlega og lýsir ábyrgð á hendur þeim stjórnmálaflokkum sem þannig starfa. Þegar Alþingi kemur sam- an mun þingflokkur framsókn- armanna berjast gegn þessari samdráttar- og stöðnunarstefnu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Þingflokkur og Landsstjórn framsóknarmanna hvetja til sóknar í stað samdráttar. Sam- stillt átak ríkisvalds, atvinnurek- enda og launþega þarf til þess að þjóðin megi vinna sig út úr þeim vanda sem að steðjar og hefja nýja framfarasókn. Nauðsynlegar aðgerðir Eftirfarandi aðgerðir eru því nauðsynlegar sem fyrsta skref í þeirri framfarasókn: • Starfsskilyrði atvinnuveganna verði lagfærð með fjárhagslegri endurskipulagningu. Tryggt verði að raungengi krónunnar sé skráð í samræmi við getu útflutnings- atvinnuveganna. Raungengi þarf að lagfæra með lækkun kpstnað- ar. • Raunvextir lækki til samræmis við það sem algengast er í helstu viðskiptalöndum okkar. • Dregið verði úr kostnaði atvinnulífsins. Þar gangi stjórn- völd á undan með því t.d. að fella niður aðstöðugjald og önnur kostnaðartengd gjöld. • Þeim skattaálögum sem ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar hefur lagt á atvinnulífið verið aflétt. • Aflaheimildum Hagræðingar- sjóðs verði deilt út án endur- gjalds til stuðnings þeim byggðar- lögum sem verða fyrir mestri skerðingu á þorskveiðiheimild- um. • Eytt verði þeirri óvissu sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur skapað í sjávarútvegi. Framsóknarflokkurinn hafnar gjörbreyttu fyrirkomulagi við stjórnun fiskveiða, m.a. upptöku veiðileyfagjalds. • Nú þegar verði dregið úr atvinnuleysi. Stjórnvöld beiti opinberum aðgerðum til að draga úr sveiflum í hagkerfinu. Við núverandi aðstæður ber að flýta framkvæmdum sem hagkvæmt er að ráðast í. • Ekki verði gengið lengra í niðurskurði í landbúnaði en orð- ið er. • Opinbert fjármagn verði lagt fram til að örva framkvæmdir í nýjum atvinnugreinum og rann- sóknir og þróunarstarf í því skyni. Með þessum aðgerðum yrði stigið fyrsta skrefið til að losa þjóðina út úr þeim vítahring stöðnunar og afturhalds sem ríkisstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks hefur leitt hana í. Öflugt og samstillt átak ríkis- valds, atvinnurekenda og laun- þega er undirstaða þess að hér takist að hefja nýja framfarasókn á öllum sviðum þjóðlífsins og rjúfa þá kyrrstöðu, sem nú ríkir í efnahags- og atvinnumálum. Þá sókn er Framsóknarflokkurinn tilbúinn að leiða.“ Frá afhendingu happdrættisbfls Fornbílaklúbbs íslands. Örn Sigurðsson framkvæmdastjóri happdrættisins (til vinstri) afhcndir vinningshafanum Ársæli Árnasyni, lyklana að hinni 33 ára gömlu glæsikerru Chevrolet Impala. Fornbflaklúbbur íslands: Dregið í afinælishappdrættinu Þann 10. ágúst sl. var dregið í afmælishappdrætti Fornbíla- klúbbs íslands. Vinningur féll á miða nr. 156, en eigandi hans reyndist vera Ársæll Árnason. í vinning var bifreið að gerð- inni Chevrolet Impala árgerð 1959. Bfll þessi var keyptur frá Bandaríkjunum, sérstaklega fyrir happdrættið, af uppruna- legum eiganda. Hafði bflnum einungis veriö ekið 35 þúsund mflur, eða rúmlega 50 þúsund km, frá upphafi. Um er að ræða dýrustu útgáfu þessarar gerðar, 4ra dyra sport hardtop. Sá óvenjulegi atburður átti sér stað við framkvæmd happdrættis- ins, að allir útgefnir miðar, 1000 að tölu, seldust upp á einungis tveimur mánuðum og það tveim- ur mánuðum fyrir áætlaðan drátt- ardag. Ákveðið var því að fá leyfi til að flýta happdrættinu til 10. ágúst og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist á íslandi. Ágóði af happdrættinu rennur til áframhaldandi uppbyggingar innan Fornbílaklúbbsins, en næg verkefni eru fyrir hendi í hinum ört vaxandi félagsskap, sem nú telur rúmlega 500 félagsmenn. Markmið Fornbílaklúbbsins er að vernda gamla bíla og sögu þeirra hérlendis. Árlega bætast við bílar í flota klúbbfélaga og eru hópferðir klúbbsins orðinn árviss ánægjuauki fyrir alla landsmenn. Vikulega á þriðju- dagskvöldum eru haldnir fundir í félagsheimili klúbbsins að Skeif- unni 4 í Reykjavík og eru allir áhugamenn um gamla bíla vel- komnir þangað. Toyota Landcruiser bensín ’88, 3 d., blár, ek. 60.000. Verð 1.400.000 stgr. Daihatsu Charade IS ’86, 3 d., blár, ek. 77.000. Verð 290.000 stgr. Daihatsu Feroza EL II ’89, 3 d. svart./grá., ek. 33.000. Verð 890.000 stgr. MMC Lancer GLX ’84. Gull sans. sjálfsk., ek. 65.000. Verð 350.000 stgr. Daihatsu Charade CXFi 4WD ’91, 5 d., rauður, ek. 8.000 km. Verð 800.000 stgr. ★ Ch. Blaser SL 10 árg. '87, sjálfsk. Verð 1.350.000 stgr. skipti niður í bíl á 6-700.000. ★ Lada Sport árg. ’87, 5 gíra, ek. 47.000. Góður bíll. Verð 375.000 stgr. ★ Subaru stc. 1800 m/saml. 4x4 árg. ’85, 5 gíra, rauður, ek. 74.000. Verð 780.000 stgr., skipti niður. Subaru stc. 1800 4x4 árg. ’85, 5 gíra, vínrauður, ek. 160.000. Verð 500.000 stgr., skipti niður. Bæjarins besta útisvæði. Vantar bíla á staðinn. ÖRUGG BÍLASALA ÞÓRSHAHIAR HF. BÍLASALA Glerárgötu 36, simi 11036 og 30470 Fax 96-27635. Gróðrarstöðin Réttarhóll Svalbarðseyri, sími 11660 Höfum plöntur í garðinn og sumarbústaðalandið Opið laugard. og sunnud. frá kl. 10-18. Mánud.-föstud. Frá kr. 20-22.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.