Dagur - 21.08.1992, Page 5

Dagur - 21.08.1992, Page 5
Föstudagur 21. ágúst 1992 - DAGUR - 5 Fréttir Akureyri: Umferðarfræðsla fyrir 5 og 6 ára böm Dagana 24.-27. ágúst fer fram umferðarfræðsla fyrir 5 og 6 ára börn á Akureyri. Þetta er þriðja árið í röð sem börnum á Akureyri gefst kostur á að sækja námskeið umferðarskól- ans. Að fræðslunni standa Skipu- lagsnefnd Akureyrar, lögreglan og Umferðarráð í samvinnu við grunnskólana á Akureyri, en fóstrur og lögreglumenn annast kennsluna. Hafa börnum sem fædd eru árin 1986 og 1987 verið send bréf þar sem námskeiðið er kynnt og þau hvött til að mæta. Kennslan byggist á því að leiðbeina börnunum um ákveðin atriði er varða umferðina. Lögð er áhersla á að tengja umferðar- reglurnar við aðstæður barnanna hverju sinni og fjallað er ítarlega um reglur fyrir gangandi fólk, hjólreiðar barna og hjólreiða- hjálma. Einnig er rætt um notkun bílbelta og bílstóla og nauðsyn endurskinsmerkja. Reynt er að ná sem best til barnanna m.a. með því að nota Ieikbrúður, söng og kvikmyndir. Einnig er mikið lagt upp úr því að börnin fái tækifæri til að tjá sig. Foreldrar og aðrir uppalendur eru sérstaklega boðnir velkomnir með börnum sínum enda eru þeir hvattir til að fylgja umferðarregl- um svo að börnin fái tækifæri til að tileinka sér þær. KR Söluhæsti „þýski“ bjórinn Að undanförnu hefur verið rætt um að ákveðin þýsk bjórtegund „Becks“ hverfi úr hillum ÁTVR. Hefur komið fram að bjór þessi sé söluhæsti og mest seldi bjór á íslandi. Vegna þessa vill Viking Brugg hf. benda á að Löwenbrau er og hefur verið mest seldi bjór á íslandi allt frá árinu 1989 og til þessa dags. Löwenbrau er bruggaður með einkaleyfi frá Löwenbrau verk- smiðjunum í Munchen og er því þýskur bjór. Hann hefur það þó fram yfir hinn þýskabruggaða Becks, sem og allar aðrar erlend- ar tegundir að vera bruggaður á íslandi úr okkar ómengaða vatni og skapa um leið atvinnu í land- inu. En tölur ÁTVR eru sem hér segir: Ar tegund magn % 89-92 Löwenbrau 6.360.485 ltr. 28,6 89-92 Becks 4.192.848 ltr. 18,9 Prósentustigið er hlutfall af heildarsölu á tímabilinu en hún var samtals 22.176.734 ltr. frá mars 1989 til júlí 1992. Löwen- brau hefur haft yfirhöndina öll árin en forystan var mest 1989. Fréttatilkynning Risahvönnin er nú komin í hvamminn austan viö Lystigarð Akureyrar. Mynd: GT Risahvönn breiðist út frek og getur valdið útbrotum Risahvönnin neðst í Lystigarð- inum á Akureyri hefur breiðst út og er nú komin í hvamminn austan við Eyrarlandsveg. Að sögn Harðar Kristinssonar grasafræðings er risahvönnin gjörn á að dreifa sér í órækt og verður oft nokkuð frek. „Risahvönnin eða Bjarnarkló- in inniheldur safa sem getur vald- ið útbrotum,“ sagði Hörður Kristinsson, grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Norðurlands, aðspurður um hvort plantan væri eitruð. Ekki könnuðust grasa- fræðingar hins vegar við að safinn gæti valdið þriðja stigs bruna þeg- ar hann kæmist í snertingu við húð og sól skini á en slíkt mun vera til- fellið um sum skandinavísk frændsystkini risahvannarinnar. Skák Gausdal International: Gylfi og Jón Garðar ofarlega Jón G. hársbreidd frá alþjóðameistaratitli Jón Garðar Viðarsson og Gylfi Þórhallsson úr Skákfélagi Akureyrar tóku þátt í sterku alþjóðlegu móti í Noregi á dögunum, Gausdal Internat- ional. Þeir fengu báðir 5 vinn- inga úr 9 skákum og urðu í 24. sæti ásamt nokkrum öðrum keppendum en alls tóku 82 skákmenn þátt í mótinu. Þetta er mjög góður árangur hjá þeim og Ijóst að þeir hækka í stigum fyrir þetta mót og fyrra mótið sem þeir tóku þátt í á sama stað. Gylfi Þórhallsson sagði í sam- tali við Dag að Jón Garðar hefði verið hársbreidd frá því að krækja í fyrsta áfanga að alþjóða- Atskák í Noregi: Siguijón áttundi Samhliða alþjóðlega skákmót- inu í Gausdal var haldið annað mót með minni spámönnum. Þar tefldu Sigurjón Sigur- björnsson frá Skákfélagi Akur- eyrar og Smári Ólafsson frá Skákfélagi UMSE. Tefldar voru 7 umferðir eftir Monrad kerfi. Smári fékk 4Yz vinning og Sigurjón 4. Norðmað- ur sigraði í mótinu en árangur þeirra Smára og Sigurjóns er við- unandi. Sigurjón tók síðan þátt í atskákmóti um síðustu helgi og stóð sig mjög vel. Hann varð í 8. sæti með 6 vinninga af 9 mögu- legum. SS meistaratitli. Hann tefldi við tékkneska stórmeistarann Jansa í síðustu umferðinni og þurfti jafn- tefli til að ná áfanganum en því miður fyrir Jón Garðar tapaði hann skákinni. Jón Garðar tefldi við fimm alþjóðameistara og einn stór- meistara. Skákin við Jansa var sú eina sem hann tapaði. Andstæð- ingar hans voru með 2450 Elo- stig að meðaltali og ljóst að Jón Garðar hefur safnað stigum í sarpinn. Gylfi lenti á móti tveimur stór- meisturum og afrekaði það að leggja sænska stórmeistarann Ernst að velli í ævintýralegri og glæsilegri fórnarskák. Ernst var næst stigahæsti maður mótsins með 2570 stig. Gylfi tapaði hins vegar fyrir' rússneskum stórmeist- ara. Andstæðingar hans höfðu 2400 stig að meðaltali og Gylfi hækkar einnig í stigum. Árangur Jóns Garðars og Gylfa er mjög góður. Sigurvegar- inn, Savchenko frá Úkraínu, alþjóðameistari sem tryggði sér stórmeistaraáfanga, fékk 7 vinn- inga og þeir félagar voru því ekki langt undan með sína 5 vinninga hvor. Fjórir aðrir íslendingar tóku þátt í mótinu, strákar úr skák- skólanum. Einn þeirra, Matthías Kjeld, fékk verðlaun í flokki 18 ára og yngri en hann fékk 4 vinn- inga. Jón Garðar fór beint í Islands- mótið í Reykjavík þegar hann kom til landsins en tveir félagar að auki úr Skákfélagi Akureyrar, Jón Árni Jónsson og Margeir Pétursson, tefla í landsliðsflokki. SS Gylfi Þórhallsson og Jón G. Viðarsson náðu ágætis árangri á skákmótinu í Gausdal. „Sumir eru hins vegar í hrein- ustu vandræðum með risahvönn- ina sem veður uppi í görðum; það er ekkert spaug því þær eru mjög frekar eins og margar aðrar jurtir af sveipjurtaætt," sagði Hörður Kristinsson, aðspurður um ágengni risahvannarinnar þegar hún breiðist út. Risahvönn (Heracleum) getur orðið um 3 m há og er skyld hvönninni (Angelica) en einnig eru spánarkerfill (Myrrhis odorata) og skógarkerfill (Anthriscus silvestris) ættkvíslir af sveipjurtaætt. „Kerfillinn veð- ur líka um allt og eyðir því sem fyrir er enda er hann hálfgert ill- gresi,“ sagði Hörður Kristinsson um þessa freku ætt sem einnig er skyld kúmenjurtinni (Carum carvi). Garðaeigendur víða eru farnir að rækta risahvönn þrátt fyrir ákveðni hennar í órækt en varla er ástæða til að óttast hana því að sögn Elínar Gunnlaugsdóttur, grasafræðings í Lystigarðinum, hefur þar ekki orðið vart við óþægindi í húð af völdum safa úr risahvönn. GT Protabú Serkja á Blönduósi: Framleiðslu- tækin seld á sjö milljónir - verða sett upp í Uruguay Skriflegir samningar liggja nú á boröi bústjóra þrotabús Serkja á Blönduósi, Þorsteins Hjaltasonar, um kaup á fram- leiðslutækjum verksmiðjunn- ar. Söluverð er tæpar 7 millj- ónir. „Báðar vélarnar eru seldar til Brasilíu, en þær verða settar upp í Uruguay. Kaupverðið, tæpar sjö milljónir, er mjög gott, sér- staklega þegar litið er til þess að hæst var boðið hér innanlands krónur ein og hálf milljón. Kaup- andinn tekur vélarnar niður og ber kostnaðinn af því verki sem og flutningskostnaðinn til Suður- Ameríku. Samningurinn er undir- ritaður og staðfestingargjald á að berast á næstu dögum. Banka- ábyrgð verður veitt fyrir kaupun- um um mánaðamótin október/ nóvember, en þá fara vélarnar,“ sagði Þorsteinn Hjaltason. ój Launavísitalan hækkar um 0,1% Launavísitala fyrir ágústmán- uð hefur verið reiknuð út hjá Hagstofu íslands. Launavísitalan er reiknuð mið- að við meðallaun í júlí sl. Er hún 130,2 stig eða 0,1% hærri en í fyrra mánuði Samsvarandi launavísitala sem gildir við útreikning greiðslu- marks fasteignaveðlána tekur sömu hækkun og er því 2.848 stig í september 1992. KR Bridds Vísa-bikarkeppnin: Dregið í þriðju umferð Dregið hefur verið í þriðju umferð í Visa-bikarkeppni Bridgesambands Islands og er frestur til að Ijúka umferðinni til mánudagsins 13. september. Eftirtaldar sveitir mætast í þriðju umferðinni og á sveitin sem talin er upp á undan heima- leik: 1. Gísli Hafliðason, Rvk - Málningarþjónustan Self. 2. Sigfús Þórðarson, Selfossi - Nýherji, Rvk. 3. Gunnl. Kristjánsson, Rvk. - Eðvarð Hallgrímss. Rvk. 4. Guðlaugur Sveinsson, Rvk. - Tryggvi Gunnarsson, Ak. 5. Stefanía Skarphéðinsd. Skógum - Suðurlandsvídeó, Rvk. 6. Eiríkur Hjaltason, Rvk. - Guðmundur Eiríksson, Rvk. 7. Símon Símonarson, Rvk. - Magnús Ólafsson, Rvk. 8. VÍB, Rvk. - Raftog, Rvk. Fjórir síðustu leikimir í annarri umferð voru spilaðir í síðustu viku. Sveit Símonar Símonarson- ar sigraði sveit Tryggingamið- stöðvarinnar Rvk. 150-54 og sveit Raftogs sigraði sveit Roche Rvk. með eins impa mun í æsispenn- andi leik 98-97. Þá sigraði sveit Eiríks Hjaltasonar sveit Arneyj- ar, Sandgerði 127-34 og sveit Tryggva Gunnarssonar sigraði sveit Arnórs Ragnarssonar, Garði 115-62. -KK Ólympíumótið að heQast í dag, föstudag, fer landsliðið í bridge til Salsomaggiore á Ítalíu til að taka þátt í Olympíumóti í bridge. Mótið stendur í tæpa viku. Alls taka 60 þjóðir þátt í mót- inu sem hefst sunnudaginn 23. ágúst. Spilað verður í tveimur riðlum og fjórar efstu þjóðirnar úr hvorum riðli spila síðan til úrslita fjóra síðustu daga mótsins. Spilaðir eru 20 spila leikir, þrír á dag. Mótinu lýkur laugardaginn 5. september. Landslið íslands skipa: Guð- laugur R. Jóhannsson, Guð- mundur Páll Arnarson, Jón Bald- ursson, Sigurður Sverrisson, Þor- lákur Jónsson og Örn Arnþórs- son. Fyrirliði án spilamennsku er Björn Eysteinsson. Upplýsingar um gang mótsins verður hægt að fá á skrifstofu Bridgesambands íslands í síma 91-689360 (Sveinn Rúnar) frá kl. 13.00 til 17.00.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.