Dagur - 21.08.1992, Blaðsíða 15

Dagur - 21.08.1992, Blaðsíða 15
Föstuöagur 21. ágúst 1992 - DAGUR -15 ÍÞRÓTTIR Mjólkurpunktar Undanúrslitaleikur Mjólk- urbikarins er á sunnudaginn klukkan 15.00. ■ Flugleiðir og Flugfélag Norðurlands bjóða upp á ódýrari fargjöld til Reykjavík- ur vegna leiksins og Sérleyfis- bílar bjóða upp á rútuferðir. ■ Miðaverðið á leikinn er 1100 krónur í stúku en í stæði kostar 700 krónur fyrir full- orðna í stæði og 300 fyrir börn. ■ Miðar fást í KA-heimilinu frá og með deginum í dag. Einnig verður hægt að kaupa miða í Valsheimilinu og í Kringlunni. ■ Valur hefur unnið Mjólk- urbikarinn tvö síðustu ár og í bæði skiptin þurfti tvo leiki til þess að knýja fram úrslit. FH var mótherjinn í fyrra. Fyrri leikurinn var framlengdur eft- ir að staðan hafði verið jöfn 1:1 eftir venjulegan leiktíma en í síðari leiknum vann Valur 1:0. ■ Um Mjólkurbikarinn er nú keppt í 7. sinn en þetta i 33. árið sem keppt er í bikar- keppninni. Valur hefur 10 sinnum tekið þátt í úrslitaleik og 7 sinnum unnið. ■ KA-menn hafa einu sinni áður leikið til úrslita, þá í liði ÍBA sem vann bikarinn 1969. ■ Gunnar Már Másson skor- aði mark Vals í fyrri leiknum en Ágúst Gylfason í þeim síð- ari. ■ Þrír leikmenn KA-liðsins hafa leikið úrslitaleik í bikar- keppni hér á íslandi: Gunnar Már Másson fyrir Val, Ormarr Örlygsson og Gauti Laxdal fyrir Fram og að auki hefur Haukur Bragason setið á vara- mannabekk í tveimur slíkum. Gunnar Gíslason, þjálfari hef- ur spilað bikarúrslitaleik í handbolta á íslandi en var meiddur í úrslitaleik um bikar- inn sem lið hans í Svíþjóð spil- aði. ■ Árni Hermannsson er eini leikmaður KA, svo vitað sé, sem leikið hefur undir dul- nefni í knattspyrnuleik. Hann spilaði með áhugamannaliði SC Freiburg í deildarkeppni árið 1991 og lék undir nafninu Kai Hagge. ■ Gunnar Már Másson er eini leikmaðurinn sem sækir nafn og viðurnefni í íslend- ingasögurnar. Hann kom frá Val og er því nefndur Gunnar frá Hlíðarenda. ■ Ormarr Örlygsson er einnig til í bókmenntunum og sá er talsvert yngri en Gunnar á Hlíðarenda og kemur fyrir í sögu Gunnars Gunnarssonar, Sögu Borgarættarinnar. Hvort þetta hjálpar þeim KA-félög- um eitthvað í baráttunni skal ósagt látið en það getur varla skemmt fyrir. ■ Tölfræðingar KA hafa reiknað út að KA eigi mun betri möguleika á því að vinna bikarinn en Valur. Ástæðan ku vera sú að KA hefur aldrei tapað úrslitaleik í bikarnum. ■ ívar Bjarklind, hinn efni- legi leikmaður með KA, er yngstur í hópnum, Gunnar Gíslason elstur og Gunnar Már Másson er þyngstur. ■ Steingrímur Birgisson hef- ur notað sjúkra„tape“ í því- líku magni í sumar að enginn í liðinu kemst með hælana þar sem hann hefur tærnar, hvað þá annað. Einhver nefndi 30 kílómetra í því sambandi en það fékkst hvergi staðfest. Og Bjarki líka!! Mjólkurbikarinn: „Er bjartsýnn fyrir leilánn“ - segir Magnús Jónatansson, sem var fyrirliði ÍBA Staða KA í sumar er um margt lík baráttunni sem IBA átti í sumarið 1969 en það ár varð liðið bikarmeistari eftir að hafa lagt ÍA í úrslitaleiknum. Þarna var leikið með öðru fyrirkomu- lagið en nú er en samt þurfti tvo úrslitaleiki til þess að fá fram úrslit. Það merkilega er að leikirnir fóru fram í des- ember í frosti og hríðarbyljum. Sama ár og ÍBA varð bikar- meistari var liðið í mikilli fall- hættu og lék einmitt við Breiðablik í fallbaráttunni líkt og KA nú. Magnús Jónatansson var fyrir- liði ÍBA þetta ár og hann sagði þetta hafa verið æði skrautlegt en skemmtilegt tímabil. „Leikirnir fóru fram við mjög sérstæðar aðstæður á Melavellinum í Reykjavík. Annar leikurinn fór fram í hagléli og stórhríð og í hin- um var völlurinn ísilagður á köflum,“ sagði Magnús. Fyrri leikurinn fór 1:1 og því þurfti annan. í leikhléi þess leiks var staðan 1:0 fyrir ÍÁ og mönnum leist ekki vel á blikuna þegar þeir bættu við öðru marki þegar 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Eyjólfur hresstist þó all- nokkuð þegar nafni hans Ágústs- son jafnaði leikinn eftir að Magnús Jónatansson hafði minnkað mun- inn skömmu áður. Kári Árnason skoraði sigurmarkið í framleng- ingu. í Degi frá 1969 er marki Eyjólfs lýst svo: ...náði Kári Árnason boltanum og setti þegar á fulla ferð í átt að marki Akurnesinganna, með tvo fótfráa Skagamenn á hælunum, og á einum glerhálum svellglotta gaf hann boltann nú allt í einu aftur fyrir sig til Valsteins, sem þegar sendi hann til Eyjólfs, er skallaði hann með ágætum í vinstra horn marksins." Magnús Jónatansson segist bjartsýnn fyrir leikinn gegn Val. „Það verður að segjast að KA- liðið hefur átt mjög erfitt sumar vegna meiðsla leikmanna. Hitt er svo annað að liðið hefur ekki sýnt þann vilja og þá baráttu sem þarf í deildinni og að auki er Gunnar að koma hingað heim og kynnist nýjum strákum sem eru að leika við allt önnur skilyrði heldur en hann lék við úti. Allt þetta hjálp- ast að og kemur niður á leik liðs- ins í sumar. Þeir hafa náð upp góðri baráttu í bikarnum og ég Fyrirliðarnir Bjarni Jónsson og Sævar Jónsson með bikarinn eftirsótta. Frjálsar íþróttir: Bikarkeppní 3 2. Sunna Gestsdóttir, USAH 1,50 Vegna þess að bikarkeppni FRI í 3. deild var haldin á Akureyri hefur Dagur orðið við því að birta öll úrslitin á mótinu en ekki bara árangur norðanfólks. Urslitin eru eftir- farandi: 100 m hlaup karla: 1. Carl E. Jakobsen, USAH 11,9 2. Jón B. Bragason, HSS 12,4 3. Ingólfur Arnarson, UDN 12,5 100 m hlaup kvenna: 1. Sunna Gestsdóttir, USAH 13,8 2. Hólmfríður Jónsdóttir, UFA 14,7 3. Ása Rún Björnsdóttir, UDN 16,3 Kúluvarp karla: 1. Friðgeir Halldórsson, USAH 12,12 2. Gunnar Gunnarsson, UFA 11,62 3. Bjarni f>. Sigurðsson, HSS 10,34 Kúluvarp kvenna: 1. Guðrún Pétursdóttir, USAH 10,56 2. Drífa Matthíasdóttir, UFA 8,12 Hástökk kvenna: 1. Elísabet Jónsdóttir, UFA 1,55 1500 m hlaup karla: 1. Konráð Gunnarsson, UFA 4:45,3 2. Bjöm Björnsson, USAH 4:47,8 800 m hlaup kvcnna: 1. Jóna F. Jónsdóttir, USAH 2:35,6 2. Hildur Bergsdóttir, UFA 2:35,7 Spjótkast karla: 1. Friðgeir Halldórsson, USAH 50,78 2. Hallgrímur Matthíasson, UFA 45,58 3. Jón B. Bragason, HSS 41,88 Spjótkast kvenna: 1. Sunna Gestsdóttir, USAH 30,42 2. Ása R. Björnsdóttir, UDN 24,82 3. Sigríður Hannesdóttir, UFA 21,44 Langstökk karla: 1. Friðgeir Halldórsson, USAH 6,61 2. Kristinn P. Bjarnason, HSS 6,24 3. Gunnar Gunnarsson, UFA 6,09 Hástökk karla: 1. Ingólfur Arnarson, UDN 1,85 2. Anton Hjartarson, USAH 1,80 3. Bjarni Þ. Sigurðsson, HSS 1,80 4x100 m boðhlaup kvenna: 1. SveitUSAH 52,1 2. Sveit UFA 55,5 Hótel Áning rallý - Sauðárkrókur um helgina Bflaklúbbur Skagafjarðar mun halda Hótel Áning rallý 1992 á laugardaginn 22. ágúst. Ræst verður frá Hótel Aningu kl. 8.00 og haldið að Þverárfjalli. Fyrsta sérleið er Þverárfjall í vestur og verður fyrsti bíll ræstur klukkan 8.25. Þaðan er ferjuleið að þjóðvegi 741, Neðribyggð. Síðan er ekið Þverárfjall í austur. Leiðin verður svo endurtekin. Eftir hádegishlé sem hefst klukkan 12.30 verða eknar leiðir sem ekki hafa verið eknar áður í rallýkeppnum. Klukkan 13.30 verður ræst frá Hóel Áningu og haldið í Viðvíkursveit, nánar til- tekið að Bakka og ekið að Kolkuósi. Fyrsti verður ræstur inn á þá leið kl. 13.45. Næst verður farið fram í Deild- ardal og ekinn gamall hringvegur þar, tvisvar sinnum. Síðan verður ekið að Kolkuósi og ekið til baka að Bakka. Áætluð keppnislok eru kl. 17.00. Áhorfendum er bent á Áhorf- endaleiðabók em liggja mun frammi í verslunum á Sauðár- króki og víðar. Nánari upplýsing- ar eru veittar í simum 95-35771 (Katrín) og 95-36120 (Árni). Fréttatilkynning . defld 100 m boðhlaup karla: 1. Sveit HSS 110 m grindahlaup karla: 1. Friðgeir Halldórsson, USAH 2. Ingólfur Arnarson, UDN 3. Sigurður Magnússon, UFA 100 m grindahlaup kvenna: 1. Sunna Gestsdóttir, USAH 2. Elísabet Jónsdóttir, UFA Kringlukast kvenna: 1. Guðbjörg Gylfadóttir, USAH 2. Drífa Matthíasdóttir, UFA 3. Berglind Vésteinsdóttir, UDN 400 m hlaup karla: 1. Kristinn Bjarnason, HSS 2. Freyr Ævarsson, UFA 3. Rafn I. Finnsson, USAH 400 m hlaup kvenna: 1. Jóna F. Jónsdóttir, USAH 2. Hildur Bergsdóttir, UFA Stangarstökk karla: 1. Friðgeir Halldórsson, USAH 2. Gunnar Gunnarsson, UFA 5000 m hlaup karla: 1. Konráð Gunnarsson, UFA 2. Björn Bjömsson, USAH 3. Ragnar Bragason, HSS Kringlukast karla: 1. Jón B. Bragason, HSS 2. Finnbogi Harðarson, UDN 3. Magnús Björnsson, USAH Langstökk kvenna: 1. Sunna Gestsdóttir, USAH 2. Elísabet Jónsdóttir, UFA 1500 m hlaup kvenna: 1. Ingunn m. Björnsdóttir, USAH 2. Sigríður Á. Einarsdóttir, UFA 3. Barbara Guðbjartsdóttir, UDN Þristökk karla: 1. Friðgeir Halldórsson, USAH 2. Bjarni Þ. Sigðursson, HSS 3. Gunnar Gunnarsson, UFA 1000 m boðhlaup kvenna: 1. Sveit USAH 2. Sveit UFA 1000 m boðhlaup karla: 1. Sveit USAH 2. Sveit HSS 3. Sveit UFA Staðan: 1. USAH 2. UFA 3. HSS 4. UDN 49,7 16,9 19,0 21,0 16,9 18,4 35,42 22,40 17,38 57.4 58.4 58.5 64,1 67,5 3,30 3,10 18:06,1 18:35,0 20:26,1 38,76 34,54 33,94 5,36 4,70 5:43,4 6:04,6 6:07,8 13,70 12,64 12,09 2:28,1 2:45,6 2:12,7 2:19,2 2:22,6 92 stig 67 stig 33 stig 24 stig vona svo sannarlega að þeir klári dæmið,“ sagði Magnús og bætti við að KA-liðið hefði í raun allt að vinna og engu að tapa. SV Og svo var spáð Blaðamaður hafði samband við nokkra menn sem léku með ÍBA 1969 og fékk þá til þess að spá í leikinn. Magnús Jónatansson: Ég held að KA vinni eftir venjulegan ieik- tíma, 1:0. Gunnar Már Másson skorar að vanda. Eyjólfur Ágústsson: Flann fer 2:1 fyrir KA og Gunnar Már og Pavel skora. Kári Árnason var ekki á landinu en Katrín dóttir hans spáði 2:1 fyrir KA fyrir hans hönd og sagði úrslitin ráðast í framlengingu. Samúel Jóhannsson: Ég vil ekk- ert spá en held að þetta geti orðið þungur leikur fyrir Val sem þó getur farið alla vega. Þormóður Einarsson: Ég er bjartsýnn maður að eðlisfari og spái því KA sigri, 2:1. Pavel og Gunni Már skora. Frjálsar íþróttir: Norðlendingar erlendis Síðastliðinn mánudag héldu 12 frjálsíþróttakrakkar til Finn- lands til þess að keppa en þau höfðu náð tilsettum lág- mörkum sem landsliðsnefnd FRÍ hafði sett fyrir sumarið. Fyrsta mótið var í Hámmel- inna í þokkalegu veðri og náðu íslendingarnir mjög góðum árangri. Þeir Haukur Sigurðsson, HSH, og Atli Guðmundsson, UMSS, bættu báðir sinn árangur í 100 m hlaupi. Haukur hljóp á 11,25 sek. og Atli á 11,30 sek. Sigurbjörn A. Arngrímsson, HSÞ, bætti sig í 1500m hlaupi og hljóp á 4:10,83. Sunna Gestsdótt- ir, USAH, hljóp 100 m á 12,41 sem er hennar annar besti tími. Snjólaug Vilhelmsdóttir, UMSE, náði einnig sínum öðrum besta tíma þegar hún hljóp á 12,45. 6. flokkur: Krakkamót KEA Krakkamót KEA í knatt- spymu verður haldið á félgs- svæði Þórs á laugardaginn 22. ágúst. Um er að ræða mót sem er fyr- ir íþróttafélög á félagssvæði KÉA og er það 6. flokkur félaganna sem keppir. Mótið er haldið til skiptis hjá félögunum á svæðinu og nú er komið að Þór. Reiknað er með allt að 150 krökkum til þátttöku á mótinu sem byrjar klukkan 11.00 á laugardag og lýkur með grillveislu, í boði KEA, um kvöldið. Grillaðar verða pylsur og drukkin Blanda og Kókómjólk. Mótið hefur ver- ið haldið fra 1985. Fréttatilkynning

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.