Dagur - 21.08.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 21.08.1992, Blaðsíða 9
Föstudagur 21. ágúst 1992 - DAGUR - 9 „Við erum agalega ánægðar með okkur“ - segja Hlín og Gyða, tvær Kjarnakvenna á Akureyri Einn er sá hópur kvenna hér í bæ sem er í hressari kantinum og lætur sér ekki muna um að hittast í leikfími og heilsurækt þrisvar sinnum í viku. Hópur- inn kallar sig Kjarnakonur og dregur nafn sitt af því að hann hittist gjarnan í Kjarnaskógi og hleypur saman nokkra hringi. Hópurinn, sem æfir undir stjórn Eddu Hermannsdóttur, hefur nú ákveðið að taka þátt í skemmtiskokki í Reykjavík- urmaraþoni um helgina. Blaðamaður Dags hitti þennan hressa hóp þar sem hann var að byrja á æfingu í íþróttahöllinni fyrr í vikunni og urðu Hlín Gunnarsdóttir og Gyða Haralds- dóttir fyrir svörum. „Hópurinn myndast í kringum leikfimina hjá Eddu og við sem hér erum æfum flestar þrisvar í viku allt árið um kring,“ segir Hlín og Gyða bætir við að í fyrra- sumar hafi hópurinn byrjað að hlaupa saman í Kjarnaskógi. „Stefnan var sett á Skemmti- skokkið í Reykjavíkurmaraþon- inu og þá urðum við að fá okkur boli eins og öll alvöru lið. Bolirn- ir kölluðu á nafn og þá kom upp nafnið Kjarnakonur,“ sagði Gyða og lét það svo fylgja með að hér væri lím kjarnorkukonur að ræða sem trimmuðu í Kjarna svo nafnið kæmi af sjálfu sér. Hópurinn samanstendur af konum frá rúmlega tvítugu og til tæplega sextugs og sagðist Hlín vera í síðarnefnda hópnum. „Ég hef trimmað í 20-30 ár og er búin að vera hjá Eddu frá því að hún byrjaði og svo hef ég bara fylgt hópnum," sagði Hlín. Þegar Gyða var spurð hvort hún segði sömu sögu brosti hún og benti blaðamanni á að hún væri nú ekki búin að trimma í 30 ár. Ég er búin að vera í leikfimi hjá Eddu í nokkur ár og síðustu ár hefur alltaf eitthvað verið á sumrin. Ég kom bara inn í þetta í fyrra og setti stefnuna strax á Skemmtiskokkið með stelpun- um. Mér fannst reyndar alveg ömurlegt að fara út og hlaupa og alveg hræðilega erfitt en gat ekki verið minni manneskja en hinar stelpurnar og því var bara að láta sig hafa það,“ sagði Gyða og hafði mjög gaman af, svona eftir á. Hlín sagðist aldrei hafa hlaup- ið fyrr en í fyrra þrátt fyrir að hafa trimmað í öll þessi ár. „Mér finnst alveg stórkostlegt að geta þetta. Ég var alveg viss unrt að ég gæti í fyrsta lagi aldrei hlaupið og svo að ég myndi fá í hnéin og meiða mig. Þetta er svo vel upp- byggt hjá Eddu að manni er aldrei ofboðið og þess vegna er þetta hægt,“ sagði Hlín. Þær voru báðar sammála um að það væri mjög gefandi og skemmtilegt að stunda þessa heilsurækt. „Maður hefði varla trúað því hvað maður fær mikið út úr því að hlaupa og skokka þegar örlítið er komið af stað. Maður fær vellíðan út úr því,“ sagði Gyða og Hlín bætti við að gamanið fælist að miklu leyti í því að sjá að þetta er hægt og að finna framfarirnar. JSá hópur sem fer til Reykja- Þetta eru ekk knattspyrnulið Kjarnakvenna, heldur sá fríði flokkur sem verður í cldlínunni í skemmtiskokkinu í Reykjavíkurmaraþoni um helgina. Myndir: sv víkur telur um 25 manns og segja þær stöllur að það verði reynt að nýta ferðina á annan hátt líka, fara út að borða, kanna sund- aðstöðu borgarinnar o.s.frv. Stefnan er sett á að bæta persónu- leg met frekar en að berjast um verðlaunasæti í Skemmtiskokk- inu og númer eitt er að hafa gam- anið af. SV Hlín Gunnarsdóttir og Gyða Haraldsdóttir eru hæstánægðar með lífíð í trimminu. Myndlist Grafík í Safíiahúsinu Laugardaginn 15. ágúst opnaði Þorgerður Sigurðardóttir sýningu í sýningarsal Safnahússins á Húsavík. Á sýningunni eru fjöru- tíu grafíkverk og akrýlverk unnin með ýmiss konar tækni, dúkristu, ætingu o.s.frv. og litun á bakhlið glers. I mörgum grafíkverkanna notar listamaðurinn liti til þess að auka á styrk þeirra og tjáningu. Verkin á sýningu Þorgerðar eru mörg hver afar skemmtilega unnin. Þau sýna glögglega, að hún hefur gott vald á þeim miðlum, sem hún notar við tján- ingu sína í þeim verkum, sem eru á þessari sýningu. Línur eru sterkar og ákveðnar en þó gjarn- an fínlegar og formbygging í flestum verkanna vel grunduð og markviss. Notkun lita er smekk- leg og verkar lífgandi og lyftandi í verkunum. Nokkur verkanna á sýningu Þorgerðar drógu að sér athygli undirritaðs umfram önnur. Þar er fyrst að nefna seríu, sem ber heit- ið Við jökulröndina. Þetta eru þrjár myndir, nr. 1 til 3, unnar í svartar, fínlegar línur á gráhvítan bakgrunn. Sérlega er mynd núm- er tvö skemmtilega gerð og slá- andi um það mótív, sem lista- maðurinn er að fást við. í fjórum myndum, númer 5 til 8 notar Þor- gerður djarflega liti, einkum í myndum nr. 5, Kvöldskin og nr. 8, Áningarstaður, þar sem hún beitir gullnum blæ á áhrifamikinn hátt og gefur myndunum allt að því ójarðneskan blæ. Tvær myndir, nr. 16 og nr. 32 bera heitið Turnar öræfanna og eru aðskildar með rómverskum I og II. í þessum myndum hefur lista- manninum tekist einkar vel að draga fram form með sterkum og ákveðnum línum, sem verka lað- andi á áhorfandann. Hið sama gildir um myndir nr. 25 og 26, sem bera heitið Við Ófærufoss II og III. Myndgerð Þorgerðar er stíli- seraður natúralismi. Víða gengur hún talsvert langt í stíliseringu sinni, en langoftast þó af fullri smekkvísi og án þess að missa sjónar á því myndefni, sem hún er að fjalla um. Þetta gefur verk- unum tón, sem er sannur og ljúfur. í sýningarskrá segir Þorgerður Sigurðardóttir að myndirnar, sem eru á sýningu hennar í Safnahúsinu á Húsavík, séu „eins konar óður til sköpunarverksins og skapara himins og jarðar“, og einnig, að í verkunum sé að finna taug er tengi hana við uppvaxtar- árin á Norðurlandi, en hún er uppalin á Grenjaðarstað í Aðal- dal. Þessi orð eiga vel við verkin á sýningu Þorgerðar. Þau eru Ijúfleg kveðandi um fegurð ver- aldarinnar og hlý kveðja til heimahaganna. Sýning Þorgerðar stendur til 25. ágúst. Haukur Ágústsson. Greinasafii um fisk- veiðistjómun 1992 Stjórn fiskveiða við ísland er eitt umdeildasta hagsmunamál þjóð- arinnar og því er samantekt úr dagblöðum og tímaritum mikil- vægur upplýsingabrunnur um þetta málefni. Miðlun hf. - Fjöl- miðlavaktin heldur áfram útgáfu greinasafns um fiskveiðistjórnun sem hófst árið 1989. Nú kemur út greinasafn fyrir fyrri hluta árs 1992 (janúar-júní). Bókin er ítarleg heimild um ólík sjónarmið, því í henni eru birtar allar greinar, ritstjórnar- greinar, viðtöl og fréttir úr fjöl- mörgum blöðum. Efni er raðað í tímaröð, sem ásamt aðgengilegri skrá yfir allar greinar og höf- unda, auðveldar uppflettingu á þeim ummælum eða greinum sem óskað er. Bókin um Fiskveiðistjórnun 1992 (fyrri hluti) kostar kr. 5.700 og fæst, ásamt eldri bókum, aðeins á skrifstofu Miðlunar hf. (Frcttatilkynning) Harmonikusnillingarnir Örvar Kristjánsson, Grettir Björnsson og félagar í fullri þenslu og feikna stuöi laugardagskvöld.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.