Dagur - 22.08.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 22.08.1992, Blaðsíða 7
Laugardagur 22. ágúst 1992 - DAGUR - 7 Fréttir Verslunarstaðurinn að Gásum: „Engin hætta á ferðum - segja Guðmundur Ólafsson fornminjavörður og Halldór Pétursson jarðfræðingur u „Ég fór norður í síðustu viku vegna staðhæfinga um að rúst- irnar að Gásum væru í hættu vegna sjávarstöðuhækkunar; ég kannaði staðinn og sem bet- ur fer virðast þetta vera stað- hæfulausar fullyrðingar sem Margrét Hermanns-Auðar- dóttir hefur haft í frammi,“ sagði Guðmundur Ólafsson fornminjavörður í samtali við Dag. „Eg vísa líka algerlega á bug að Þjóðminjasafnið hafi hindrað rannsóknir Margrét- ar,“ sagði Guðmundur Ólafs- son. Halldór Pétursson, jarðfræð- ingur á Náttúrufræðistofnun Norðurlands, sagði að engin gögn lægju fyrir um sjávarstöðu- hækkun eða landsig á Norður- landi. „Það er hins vegar engin afsökun fyrir að rannsaka ekki rústirnar," sagði Halldór Péturs- son, aðspurður um hvort hætta væri á að rústirnar að Gásum færu undir vatn. „Gásir eru ekki í neinni bráðri hættu; ef eitthvert landsig er fyrir hendi gæti það numið broti úr millimetra á ári. Við værum fljót- ir að taka eftir landsigi hér á eyr- inni en það flæðir ekkert meira inn í kjallarana hér en í byrjun aldarinnar," sagði Halldór Pét- ursson og bætti við að Hörgá myndi fyrr verða til að eyðileggja rústirnar en að Gásir sykkju í sæ við landsig. „Hvað fornleifafræðilegar for- sendur varðar þá fór starfsmaður minjasafnsins á Akureyri með okkur á staðinn og við gátum alls ekki séð að þarna væri neitt í hættu; þvert á móti virðist gamla lónið frekar vera að gróa upp en að eyðast,“ sagði Guðmundur Ólafsson í samtali við Dag. „Ég talaði við ábúendur á Gás- um og þeir gátu ekki séð að þarna hefðu átt sér stað neinar breytingar á undanförnum árum annað en að þarna er mikil sina núna,“ sagði Guðmundur Ólafs- son. „Rannsóknir á vegum Þjóð- minjasafns eru ekki fyrirhugaðar að Gásum því við höfum hvorki mannskap né fjárveitingu til að stunda slíkt. Margrét hefur gert einhverjar kannanir og fékk leyfi til þess á sínum tíma; nú þarf leyfi fornleifanefndar," sagði Guðmundur Ólafsson, aðspurður um möguleika á framtíðarrann- Hlutabréfasala: 60% hlutaflár í Jarðborunum hf. selt Kaupþing hf. hóf í gær sölu á 60% hlutabréfa í Jarðborunum hf. Heildarsöluverð bréfanna er 264,8 milljónir króna. Eig- cndur Jarðborana eru Reykja- víkurborg og ríkissjóður en sala bréfanna er liður í einka- væðingaráformum þessara aðila. Hvor eignaraðili um sig selur 30% en ríkissjóður stefn- ir að því að selja á næstu árum þann hluta sem eftir verður í fyrirtækinu. Petta er í fyrsta sinn sem bréf í fyrirtæki í eigu ríkisins eða Reykjavíkurborgar eru boðin til sölu. Starfsmönnum sem unnið hafa hjá Jarðborunum í þrjá mánuði eða lengur verður gefin kostur á að kaupa hlutabréf fyrir allt að 450 þúsund krónur og greiða með jöfnun, vaxtalausum afborgunum í þrjú ár. Aðalsöluaðilar hlutabréfanna verða Kaupþing hf. í Reykjavík og Kaupþing Norðurlands hf. á Akureyri. JÓH Útibú KÞ auglýst til leigu - fáeinir Fyrir stuttu auglýsti Kaupfélag Þingeyinga rekstur tveggja úti- búa sinna til leigu og rann umsóknafrestur út 20. ágúst. Um er að ræða rekstur útibú- anna að Laugum í Reykdæla- hreppi og Gljúfrabú við Laxár- sóttu um virkjun í Aðaldælahreppi. Að sögn Hreiðars Karlssonar kaup- félagsstjóra KP sóttu fáeinir aðil- ar um og væntalega verður tekin ákvörðun í næstu viku um hverjir koma til með að leigja rekstur- inn. KR EST er verslun er nýverið var opnuð að Glerárgötu 30 á Akureyri. Um er að ræða sölu- og þjónustufyrirtæki fyrir skrifstofubúnað. Að versluninni standa fyrirtækin Bókaverslunin Edda, Skriftækni-Copyviðgerðir og Tölvuþjónust- an. Á inyndinni eru frá vinstri þeir sem standa að rekstri EST; Jón Georgs- son, Erlingur Harðarson, framkvæmdastjóri, Þorsteinn Thorlacíus og Þor- gils Guðmundsson, stjórnarformaður. Mynd: Goiii sóknum á hinum forna verslun- arstað. Aðspurður um hvort slíkt leyfi væri ekki auðfengið sagði Guðmundur: „Það fer eftir mati fornleifanefndar á umsókn hverju sinni.“ „Ég get ekki séð að þarna sé meiri hætta á ferðum en víðast annars staðar en gamlar tóftir samlagast moldinni auðvitað smám saman,“ sagði Guðmundur Ólafsson fornminjavörður að lokum. GT AKUREYRARB/tR Byggingalóðir Bygginganefnd Akureyrar auglýsir eftir áhuga- aðilum sem hefðu hug á að hefja fljótlega bygg- ingarframkvæmdir á íbúðarhúsa-, iðnaðar- og verslunarlóðum í þegar byggðum hverfum bæjar- ins, sem ýmist eru lausar nú þegar eða um það bil að falla á byggingarfresti. Skrá yfir þessar lóðir liggur frammi hjá bygginga- fulltrúa Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 1. september 1992. Akureyri 18. ágúst 1992. Bygginganefnd Akureyrar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.