Dagur - 22.08.1992, Page 20
Akureyri senn 130 ára:
Stefiit að fjörugu bæjar-
lffi og hæfilegri léttúð
Bæjaryfirvöld á Akureyri
munu standa fyrir hátíðarhöld-
um laugardaginn 29. ágúst í
tilefni af 130 ára kaupstaðar-
afmæli bæjarins. Ráðhústorg
verður miðpunktur hátíðarinn-
ar og verður spilað á þá mögu-
leika sem breytingarnar á torg-
inu hafa gefíð. Ekki verður
stefnt að stórhátíðardagskrá
heldur einungis fjörugu bæjar-
lífí, eins og segir í tilkynningu
frá undirbúningsnefnd.
Fjölmörg atriði hafa verið sett
á dagskrá og tímasett en vonast
er til að sem flestir sjái sér fært að
skemmta sjálfum sér og öðrum.
Sæversdómurinn:
/
Afrvjun
höndum lögmanns
Bæjarráð Ólafsfjarðar fjallaði
á fundi sínum í fyrrakvöld um
dómsúrskurð Hérðasdóms
Norðurlands eystra í vikunni
þar sem bæjarsjóður var dæmd-
ur til að greiða 7,3 milljónir
króna vegna ábyrgða á afurða-
lánum Sævers hf. Sem fyrr má
telja iíklegt af dómnum verði
áfrýjað til Hæstaréttar.
Bæjarráð samþykkti á fundin-
um að fela bæjarstjóra og lög-
manni bæjarins að taka ákvörðun
um áfrýjun og má búast við að
innan tíðar liggi fyrir hvort sú
leið verður farin eða ekki. Sam-
kvæmt upplýsingum blaðsins hef-
ur innan Búnaðarbankans ekki
verið rætt um áfrýjun á dómnum
en upphafleg krafa bankans var
að bærinn greiddi rúmar 16 millj-
ónir króna. JÓH
Verslunareigendur hafa verið
hvattir til að hafa verslanir í mið-
bænum opnar þennan laugardag
og jafnframt skorað á veitinga-
húsaeigendur að gera bæjarbúum
afmælistilboð.
Flestir ættu að geta gert sér
eitthvað til skemmtunar á
afmælisdaginn. í boði verða
íþróttir, útivist, listviðburðir,
tónleikar, skoðunarferðir og sýn-
ingar af ýmsu tagi.
Boðið verður upp á skoðunar-
ferðir í Lystigarðinn, söfn bæjar-
ins, Glerárgil, Listagilið og sér-
staka söguskoðunarferð. Lúðra-
sveit, rokkhljómsveit, blásara-
sveit, kirkjukór og harmoniku-
leikarar troða upp. Jóhann árelíuz
og fleiri listamenn verða með
dagskrá í 1929 og af íþróttum má
nefna júdósýningu, sund og
badmintonkeppni. Fyrir börnin
verður boðið upp á kassabíla-
keppni og hlaupakeppni.
„Það mundi gleðja bæði Friðrik
sáluga sjöunda og bystyrelsen, ef
Akureyringar og margir vel-
komnir gestir annars staðar frá
skemmtu sér dátt þennan dag,
með hæfilegri léttúð og ónota-
laust út í allt og alla,“ segir í til-
kynningunni frá undirbúnings-
nefnd en Dagur mun fjalla nánar
um afmælið er nær dregur. SS
Laxinn gengur enn í gildrur og vonir standa til að alls náist að fanga 10.000 laxa.
Mynd: Golli
Laxós hf. í Ólafsfirði:
7800 laxar komnír á land
- vonir standa til að þeir verði 10.000 í lok vertíðar
fyrirtækisins, Þorsteinn
Asgeirsson, segir að vonir
standi til að þeir Laxóssmenn
nái að fanga 10.000 laxa.
„í fyrra gengu 4700 laxar til
í á
í sumar hafa starfsmenn Lax-
óss hf. í Ólafsfírði heimt um
7800 laxa úr hafbeit, sem er
mun betri árangur en náðst
hefur fram að þessu. Lax geng-
ur enn í gildrur og talsmaður
stöðvarinnar. I ár hefur gengið
Súlan EA með loðnufarm til verksmiðjunnar í Krossanesi:
Kaldaskítur oglitlar fréttir af miðunum
- hráefni til þriggja sólahringa á Raufarhöfn
Súlan EA kom til löndunar í
Krossanesi á fímmtudagskvöld-
Slippstöðin:
Starfsmenn í Noregi
Þessa dagana eru starfsmenn
frá Slippstöðinni á Akureyri í
Noregi þar sem þeir eru að
Ijúka uppsetningu á vinnslu-
búnaði sem stöðin smíðaði í
nýjan frystitogara Ögurvíkur
hf.
Knútur Karlsson segist reikna
með að mennirnir þrír verði
næstu tvær vikur að ljúka verkinu
ytra. Slippstöðin er einnig að
smíða vinnslubúnað að hluta til
fyrir nýjan togara Samherja hf.
© HELCARVEÐRIÐ
Um 150 km suðsuðaustur af
Vestmannaeyjum er 986 milli-
bara víðáttumikil en heldur
minnkandi lægð sem þokast
norðnorðvestur. Heldur mun
kólna í veðri. Búast má við
nokkuð hvassri austan og
norðaustanátt með rigningu í
fyrstu, einkum austan og
norðanlands. Þegar líður á
morguninn gengur vindur til
suðaustan og sunnanáttar og
lægir mjög, einkum austan og
sunnanlands. Áfram verða
skúrir eða rigning um mestallt
land, hiti verður 6-13 stig.
sem einnig er í smíðum í Noregi.
Síðar í haust fará skrokkhlutar
í fyrra Malavískipið áleiðis til
Afríku en í því tilfelli munu
heimamenn sjá um að setja skip-
ið saman þegar það verður komið
að Malavívatni. Einn starfsmað-
ur frá Slippstöðinni mun þó fara
og hafa eftirlit með verkinu.
JÓH
ið. Aflinn, loðna, var 700
tonn, sem er fyrsti verulegi
farmurinn sem berst verk-
smiðjunni á þessari vertíð.
Áður hafði Guðmundur Ólaf-
ur ÓF landað slatta þar sem
skipið þurfti að koma inn
vegna bilunar.
í nótt sem leið var kaldaskítur
á loðnumiðunum. Skipin eru
dreifð um stórt svæði norður af
Sléttu. Loðnutorfurnar hafa ver-
ið smáar á svæði frá 110 mílum út
að 180 mílum. Bjarni Bjarnason,
skipstjóri á Súlunni, segir að nú
fari loðnan að síga upp að land-
inu upp í kantinn og þá megi
búast við betri veiði ef veður
verði skaplegt.
„Háberg GK og Svanur RE
lönduðu hjá Síldarverksmiðjum
ríkisins á Raufarhöfn á fimmtu-
dag. Hvort skip var með 650
tonn. Svanur liggur enn við
bryggju, en Háberg er farið til
veiða. Litlar fréttir hafa borist af
miðunum aðrar en þær að Norð-
mennirnir hafa fengið afla fyrir
norðan 70 gráðurnar og Gullberg
VE er á leið til Þórshafnar með
dágóðan afla. Við hér á Raufar-
höfn eigum hráefni til næstu
þriggja sólahringa og unnið er
dag og nótt,“ sagði Árni Sörens-
son, verksmiðjustjóri. ój
Veiðiheimildargjald til smábátaeigenda hækkar um 105,17%:
„Upphafleg markmið gleymast fljótt
þegar rfldsvaldið á í hlut“
- segir Haraldur Sigurðsson frá Núpskötlu
Sjávarútvegsráðuneytið úthlut-
aði nýverið veiðiheimildum til
smábátaeigenda með gjald-
töku. Veiðiheimildargjaldið er
krónur 11.900 og hefur hækk-
að um 105,17% milli ára.
„í þrjú ár hefur hið háa sjávar-
útvegsráðuneyti úthlutað veiði-
heimildum til smábáta með gjald-
töku. Látið var í veðri vaka þegar
lögin voru samþykkt að gjaldtak-
an yrði hófleg, sem hún var í
upphafi. Þrjú þúsund og þrjú
hundruð krónur voru teknar fyrir
tímabilið frá 1. janúar til 31.
ágúst 1991. Fyrir veiðiárið frá 1.
september 1991 til 31. ágúst 1992
var gjaldið 5.800 krónur, sem var
hækkun um 75,76%. Nú eru þeir
búnir að senda glaðninginn fyrir
fiskveiðiárið frá 1. september
1992 til 31. ágúst 1993. Gjaldið er
11.900 krónur og hefur hækkað
um 105,17% milli ára. Þar sem
ríkisvaldið nær að taka gjöld er
þróunin þessi og upphafleg mark-
mið gleymast fljótt,“ segir Har-
aldur Sigurðsson frá Núpskötlu í
Öxarfirði, sem er í forsvari fyrir
smábátaeigendur þar um sveitir.
ój
betur og 7800 laxar er besti
árangur fram að þessu. Laxinn
gekk í sumar jafnt og þétt í gildr-
urnar, en nú hefur dregið úr.
Þegar brimar hér útifyrir koma
gusur þannig að við væntum þess
að ná 10.000 löxum, sem er
forsenda þess að við náum end-
um saman. Laxinn er á bilinu 4 til
6 pund og er seldur frystur til
Þýskalands og Bretlands. í fyrra
slepptum við 290.000 seiðum og
svo var einnig í sumar. Fastir
starfsmenn Laxóss hf. eru tveir,
en yfir sumartímann eru starfs-
mennirnir fleiri, sem gefur að
skilja," sagði Þorsteinn Ásgeirs-
son. ój
Norðurland:
Þorskuriiui
brást í
júlímánuði
Aflabrögö á Norðurlandi í júlí-
mánuði voru ekki upp á marga
físka ef loðnan er undanskilin.
Heildaraflinn var reyndar
meiri en í sama mánuði í fyrra,
23.414 tonn á móti 18.942
tonnum, en þær tölur segja
ekki alla söguna.
Þorskaflinn hefur dregist veru-
lega saman. Samtals veiddu
norðlensk skip 6.913 tonn af
þeim gula í júlí, samkvæmt
bráðabirgðatölum Fiskifélags
íslands, á móti 11.759 tonnum í
júlí 1991. Hins vegar veiddist
meira af ýsu, 1.015 tonn á móti
482.
Af ufsa veiddust 2.044 tonn í
júlí á móti 2.344 í sama mánuði í
fyrra en karfaveiðar gengu betur,
1.839 tonn á móti 1.241. Þá varð
veruleg aukning í grálúðu, 1.044
tonn á móti 249.
Norðlendingar fengu enga
loðnu í júlí 1991 en 7.735 tonn í
júlímánuði síðastliðnum. Þá
veiddust 2.876 tonn af rækju á
móti 2.383 í fyrra. SS