Dagur - 26.08.1992, Side 2

Dagur - 26.08.1992, Side 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 26. ágúst 1992 Fréttir Vistheimfli fyrir fótluð böm verði á Sauðárkróki - sérdeildir við grunnskólana á Sauðárkróki og Húnavöllum Nú í vor var vistheimili fyrir fötiuð böm að Egilsá í Akra- hreppi lagt niður. Skipuð var nefnd til að athuga þessi mál og gera tillögur, komst hún að þeirri niðurstöðu að vistheimili þyrftu að vera tvö til að anna þörfínni, annað í Skagafírði og hitt í Húnavatnssýslu. Fjárveit- ing fékkst hins vegar aðeins fyrir einu vistheimili og voru skiptar skoðanir um hvar það skyldi vera. í Ijós kom að fleiri fötluð börn sem þurfa á slíkri Skrifstofiitæknl ,JVÁM SEM NÝTIST‘ Innritun og upplýsingar í síma 27899 til kl. 22.00. Tölvufræðslan Akureyri FuruvöUimi 5, II. hæð, Akureyrl. Síml 27899. FLUGMÁLASTJÓRN Til leigu í flugstöð á Húsavíkurflugvelli aðstaða fyrir söluturn Upplýsingar veitir umdæmisstjóri Flugmálastjórnar í síma 96-23011 eöa flugvallarvörður í síma 96- 41253. Auglýsing Laus til umsóknar eru störf hjá fjármálaráðu- neytinu. Um er að ræða störf við tolla- og skattamál og önnur tekjumál. Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun í lög- fræði eða viðskiptafræði. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist fjármálaráðuneytinu fyrir 11. september n.k. Fjármálaráðuneytlð, 21. ágúst 1992. RARIK RAFMAGNSVEiTUR RÍKISINS ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfar- andi: RARIK 92005 22 kV rofabúnaður. Opnunardagur: Föstudagur 2. október 1992 kl. 14.00. Tilboðum skal skiia á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyriropnun- artíma og verða þau opnuð á sama stað að við- stöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með fimmtudegi 27. ágúst 1992 og kosta kr. 1.000 hvert eintak. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Laugavegi 118, 105 Reykjavík. vistun að halda eru á Skaga- fjarðarsvæðinu og því varð úr að vistheimilið verði á Sauðár- króki. Að sögn Sveins Allans Morth- ens framkvæmdastjóra Svæðis- stjórnar um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra var ákveðið að settar yrðu sérdeildir við grunnskólana á Sauðárkróki og Húnavöllum og að vistheimilið yrði þá á öðrum staðnum, en ekki báðum eins og nefndin lagði til. Þegar farið hefði verið í saumana á málinu hefði komið í ljós að mun fleiri fötluð börn sem þurfa á vistun að halda væru í Skagafirði og Siglufirði en í Húnavatnssýslum og í ljósi þess hefði verið ákveðið að staðsetja heimilið á Sauðárkróki. Foreldr- ar þeirra barna sem vistuð voru á Egilsá vildu ekki að vistheimilið yrði staðsett á Húnavöllum og beittu sér gegn því. Ástæður þess að vistheimilið að Egilsá var lagt niður voru m.a. að það þótti of langt frá skóla og þéttbýli. Sveinn Allan sagði að tvö tilboð hefðu fengist um hús- næði fyrir vistheimilið á Sauðár- króki. Verið væri að ganga frá húsnæðismálum og ráðningum. sþ Aðalfundur sauðflárbænda: Hugmyndir um beinar greiðslur án framleiðslustjómunar - komu fram í erindi Valdimars Einarssonar, ráðunauts „Sauðféð sér fyrir um helmingi af kjötneyslu þjóðarinnar. Það leggur þeim er það rækta skyldur á herðar gagnvart neytendum. En þrátt fyrir það hafa sauðfjárbændur þó fyrst og fremst skyldur gagnvart sjálfum sér og sínum stéttar- bræðrum. Þær skyldur ber okkur að rækja með því að leyta eftir sanngjörnum kjör- um og aðstöðu, hyggja að auk- inni hagkvæmni við rekstur búanna og sinna markaðs- færslu afurðanna eins og best verður á kosið. AUt þetta vinn- um við best með samræmdum átökum. Okkur eru lagðar miklar skyldur á herðar. Hætta er á að við munum kikna und- an þeim eitt og eitt, en samein- uð er von til að við getum stað- ið þær af okkur og byrjað sókn til betri tíma.“ Þetta voru lokaorð Arnórs Karlssonar, formanns Lands- sambands sauðfjárbænda, er hann flutti skýrslu sína á aðal- fundi samtakanna sem haldinn var á Flúðum í gær og fyrradag. Arnór kom víða við í skýrslu sinni og benti meðal annars á að eitt veigamesta mál sauðfjár- bænda um þessar mundir væri framkvæmd nýgerðs búvöru- samnings og hugsanlegra breyt- inga á honum. Hann sagði að enn væri beðið eftir tillögum sjö- mannanefndar um hagræðingu og endurskipulagningu á vinnslu- og sölustigi sem átt hafi að liggja fyrir í ágúst fyrir einu ári. Þá gerði Arnór útflutningsmálin að umræðuefni og minnti á að allt frá því farið var að tala um gerð þess búvörusamnings er taka á gildi nú um mánaðamótin hafi verið ljóst að sauðfjárframleiðsl- an yrði löguð eftir innanlands- markaði. Hins vegar hefði gengið illa að fá þau verð erlendis er skiluðu einhverju til framleið- enda án útflutningsbóta. Þrátt fyrir það hefði orðið vart áhuga til að íeita nýrra markaða og síðan rakti Arnór tilraunir Erlendar Garðarsonar hjá Kaup- sýslunni og Guðmundar Hall- dórssonar á Húsavík, sem sett hefur sér það markmið að selja nokkurt magn af kindakjöti og öðrum afurðum til Færeyja á hærra verði en gilt hefur á þeim markaði að undanförnu. Arnór sagði lýkur á að Færeyjamarkað- urinn væri sá besti, sem nú sé fáanlegur fyrir lambakjöt erlend- is og sennilega muni kjör þar batna vegna skattbreytinga sem eiga sér stað um næstu áramót. Þá greindi Arnór T^arlsson frá því að á síðastliðnum vetri hefði verið stofnað fagráð í sauðfjár- rækt sem hafi það markmið að efla rannsókna- og þróunarstarf í sauðfjárræktinni og greindi frá því að nú þegar hefðu borist 27 umsóknir og ábendingar um verkefni. Arnór sagði að mikill áhugi væri á framþróun í sauð- fjárrækt sem komi fram í góðum viðbrögðum við auglýsingu eftir styrkjum tengdum starfsemi fag- ráðsins. ÞI Búfræðingarnir sem útskrifuðust frá Hólum fyrir 50 árum. Frá vinstri: Jón R. Hjálmarsson, Ragnar Benediktsson, Sæmundur Jónsson, Konráð Gíslason, Friðbjörn Þórhalisson, Gísli Pálsson, Hróar B. Laufdal, Jens Jónsson, Björn Gunnlaugsson, Friðgeir Ágústsson, Helgi Jónasson og Olafur Kr. Þórðarson. 50 ár frá útskrift á Hólum - hópurinn hafði forgöngu um uppsetningu vegaskiltis Nú um helgina kom saman hópur manna á Hólum í Hjaltadal af því tilefni að 50 ár voru liðin frá því að þeir út- skrifuðust sem búfræðingar frá bændaskólanum. í tilefni þess- ara tímamóta höfðu þeir for- gang um uppsetningu skiltis við veginn inn í Hjaltadal. Upphaflegi hópurinn sem út- skrifaðist frá skólanum voru 22 og þar af eru þrír látnir. Síðast- liðinn laugardag hittust 12 menn úr þessum hópi við nýja vega- skiltið, en á því er kort og upplýs- ingar um Hjaltadal. Höfðu bú- fræðingarnir forgöngu um upp- setningu þess og gáfu það að hluta. Hópurinn gisti á Hólum og haldin var veisla á laugardags- kvöldið. Að sögn ætluðu þeir að skemmta sér saman og rifja upp gamlar minningar og ef til vill taka lagið og vonuðust til að skólaskáldið Jens Jónsson myndi varpa fram nokkrum stökum. Þess má geta að af þessum hópi eru þrír enn starfandi við búskap. sþ

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.