Dagur - 06.10.1992, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 6. október 1992 - DAGUR - 5
rNorðurlandsmót n
í karaokesöng
hefst fimmtudaginn 8. október í Kjallaranum
Keppnin verður sex fimmtudagskvöld í október og
nóvember og komast tveir keppendur áfram á
hverju kvöldi og syngja þeir til úrslita föstudags-
kvöldið 27. nóvember
Sigurvegarar á úrslitakvöldinu syngja sem fulltrúar
Norðurlands á íslandsmeistaramótinu í karaoke-
söng sem haldið verður í Glæsibæ 4. desember
Vegleg verðlaun ■ Skráning í keppnina í sima 22770
SJALLINN
UÍÐ MM m tWMDl ufil
UTf. Ri, itoT 06 mnm
mm m 3 m 7 m
S Til H M
TOiitm, ^rÍNiwá i M Wí
Em kl u.
Langar þig að
íbjörguni
björgunarsveitin á Akureyri býí
eim sem áhuga hafa á að starfa
rgunarsveit á kynningarfund i ]
sveitarinnar að Galtalæk á
miðvikudag 7. okt. kl.
um 17 ára og eldri sem
almennum björgunarstt
eiðum og ferðalogum
björgunarstörfum er boðið ti
kynna sér málið nánar.
Myndarleg terta var á borðum í tilefni dagsins. Á innfelldu myndinni er ung-
ur piltur að virða fyrir sér listaverkið Garðar og Náttfari.
Borgarhólsskóli á Húsavík:
Nýbyggingm formlega tekin í notkun
Borgarhólsskóli, er hið nýja'
nafn sem grunnskólanum á
Húsavík var valið og tilkynnt
var um er nýbygging við skól-
ann var formlega tekin í notk-
un einn laugardaginn í sept-
ember. Vegleg veisla var hald-
in í skólanum og húsnæðið
opið almenningi til sýnis. Talið
er að 4-500 manns hafi heim-
sótt skólann í tilefni dagsins og
gætt sér á myndarlegri tertu.
Einar Kolbeinsson hlaut verð-
laun fyrir tillöguna um nafnið en
alls sendu 17 þátttakendur inn til-
lögur um níu nöfn. Auk Einars
voru fjórir þátttakendur með til-
lögur um nafnið Borgarhóls-
skóla, það voru; Þorvaldur Már
Guðmundsson, Sigurður Sigur-
jónsson, Filippía Þóra Guð-
brandsdóttir og Kristbjörn Ósk-
arsson. Aðrar tillögur um nöfn
voru: Húsaskóli, Víkurskóli,
Garðaskóli, Garðarsskóli, Borg-
arskóli, Grunnskólinn á Húsa-
vík, Grunnskólinn Húsavík og
Vetrarbraut. Viðbyggingin er
alls 1269 fm að gólffleti, 4297 rm
og 450 fm að grunnfleti á þremur
hæðum. í byggingunni er bóka-
safn, sérlega skemmtilega hann-
að á tveimur hæðum og myndar
efri hæðin svalir yfir hluta neðri
hæðarinnar. Bókasafnið er bjart,
rúmgott og vistlegt, þar ríkir and-
rúmsloft sem laðar að. Arnheið-
ur Eggertsdóttir er kennari á
safni skólans og er hún ákaflega
ánægð með hið nýja ríki sitt.
Skólanum barst nýlega bókagjöf
frá Sigurði Gunnarssyni, fyrrver-
andi skólastjóra. Er þar um að
ræða barna- og unglingabækur,
bæði á íslensku og norðurlanda-
málum, auk gamalla kennslu-
bóka. Mikill fengur var að þess-
ari gjöf fyrir skólann.
í nýbyggingunni eru einnig
kennslustofur, skrifstofur, aðstaða
fyrir starfsfólk og geymslur. Tals-
verðar lagfæringar og endurbæt-
ur voru gerðar á eldri hluta
skólans. Alls er bókfærður kostn-
aður við byggingaframkvæmdirn-
ar 100 milljónir króna, en kostn-
aður við hvern fermetra í ný-
Halldór Valdiinarsson skólastjóri og Arnheiður Eggertsdóttir kennari á
skólabókasafni. Myndír: im
Einar Kolbeinsson tekur við viðurkenningu vegna nafnsins sem skólanum
var valið. Þorvaldur Vestmann afhendir.
byggingunni er rúmlega 70 þús-
und krónur, vel innan marka
kostnaðaráætlunar.
Sigríður Sigþórsdóttir, arki-
tekt, teiknaði viðbygginguna, en
á Tækniþjónustunni á Húsavík
voru burðarþolsteikningar unnar
og Vigfús Sigurðsson, tækni-
fræðingur sá um eftirlit með
framkvæmdum. Aðalverktakar
við byggingaframkvæmdirnar
voru Fjalar hf. og síðan Jónas
Gestsson við lokaáfangann. Borg
hf. sá um breytingar á eldra hús-
næði.
Glerlistaverk, Garðar og Nátt-
fari, er í gluggum milli eldri og
nýrri hluta byggingarinnar. Var
listaverkið formlega kynnt við
athöfnina en höfundur þess er
Sigríður Ásgeirsdóttir, glerlista-
kona. Einar Njálsson, bæjarstjóri
á Húsavík, afhenti arkitek húss-
ins og listamanni blóm í tilefni
Glermyndin er tvöföld, með
glæru öryggis- og eldvarnargleri
milli mynda. Myndin sem snýr
fram í aðalanddyri skólans heitir
Garðar og er unnin út frá loft-
mynd af umhverfi Húsavíkur-
hafnar, en myndin sem snýr inn í
nýbygginguna er unnin út frá
loftmynd af Náttfaravíkum. Sam-
settar mynda myndirnar flókið
samspil ljóss og íita, sem virkar
nokkuð ruglingslegt í fyrstu, en
venst síðan ágætlega. Listskreyt-
ingasjóður ríkisins styrkti að
stærstum hluta kaupin á lista-
verkinu. IM
Uppsalaætt
Ættarmótið verður haldið 10. október kl. 20.00 í Lóni.
Mætum öll vel og stundvíslega.
Ættarráð.