Dagur - 06.10.1992, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 6. október 1992 - DAGUR - 13
Vargfuglseyðing í Suður-Þingeyjarsýslu:
Greiðandi fyrirfmnst engiim
- „það þarf að nást sátt í málinu og taka upp ný vinnubrögð í
framtíðinni,“ segir Atli Vigfússon, fulltrúi Æðarræktarfélagsins
Húsavíkurbær hefur ítrekað
neitað að greiða reikning
vegna vargfuglseyðingar er
fram fór á tímabilinu 14. feb.
til 24. mars sl. Bæjarráð synj-
aði erindi frá Árna L. Sigur-
björnssyni, meindýraeyði, um
greiðslu reikningsins 28. júlí sl.
Á fundi Bæjarstjórnar Húsa-
víkur í síðustu viku bar Kristján
Ásgeirsson (G) fram fyrirspurn
um stöðu málsins.
Umræddur reikningur mun
nema um 209 þúsund krónum og
vera helmingur greiðslunnar fyrir
verkið. Helmingur verksins var
greiddur af Reykjahreppi, Aðal-
dælahreppi, Tjörneshreppi og
Ljósavatnshreppi, samtals rúm-
lega 200 þúsund krónur.
Það var fulltrúi Æðarræktar-
félagsins sem fór fram á að varg-
fugli yrði eytt á svæðinu og var
verkið unnið með samþykki heil-
brigðisfulltrúa sýslunnar. Er Árni
Logi kom með reikning fyrir eyð-
ingunni vísaði heilbrigðisfulltrúi
honum til bæjaryfirvalda með
greiðslu. Einar Njálsson, bæjar-
stjóri, segir að ekki hafi verið
haft samráð við Húsavíkur-
kaupstað um eyðingu vargfugls-
ins og vísar reikningnum til heil-
brigðiseftirlitsins. Á fundi í heil-
brigðisnefnd 27. maí var greiðslu
reikningsins hafnað og meindýra-
eyði bent á að innheimta reikn-
inginn hjá Æðarræktarfélaginu.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir
málinu á bæjarstjórnarfundinum
og að greiðslu reikningsins hefði
verið synjað í bæjarráði. Bjarni
Aðalgeirsson (B) sagði ekki hægt
annað en viðkomandi fái vinnu
sína greidda, þar sem verkið hafi
verið unnið með samþykki og vit-
und heilbrigðisfulltrúa, og vill
hann að málið verði tekið upp á
ný í heilbrigðisnefnd.
„Ég skil ekki hvernig þeir geta
þvælt sér undan að borga þetta,“
sagði Árni Logi, aðspurður um
málið.
Heilbrigðisfulltrúi, Vignir Sig-
urólason, sagði að samráð hefði
verið haft við sig um vargfugls-
eyðinguna, annað ekki. Það væri
tilkynningaskylda til heilbrigðis-
eftirlits um eyðingu vargfugls, og
hann hefði talið að verið væri að
framfylgja henni þegar leitað hafi
verið samþykkis síns. Hann sagði
að vargfuglseyðing hefði verið
felld út af fjárhagsáætlun heil-
brigðiseftirlitsins og ætlast væri til
að sveitarfélög stæðu straum að
kostnaði hennar. Vignir sagði
það sína skoðun að í raun þýddi
lítið að skjóta nokkur hundruð
fugla þegar þeir væru jafnframt
aldir upp með matargjöfum.
Atli Vigfússon, fulltrúi Æðar-
ræktarfélagsins, sagði að vinna
þyrfti að sátt í þessu máli og taka
síðan upp ný vinnubrögð í fram-
tíðinni. Hann sagði að undanfar-
in ár hefði Æðarræktarfélagið ýtt
á um vargfuglseyðingu á svæð-
inu, þar sem vargfugl hefði verið
mikið vandamál í varplöndum
æðarbænda. Hann sagði að ör
mannaskipti hefðu verið hjá heil-
brigðiseftirlitinu undanfarin
misseri, en hann hefði ekki reikn-
að með öðru en að það greiddi
"kostnaðinn eins og verið hefði
undanfarin ár þegar óskað var
eftir eyðingunni. Hann sagði að
heilbrigðiseftirlitið væri kostað af
sveitarfélögunum og æðarræktar-
bændur hefðu greitt mikla skatta
til þeirra. Æðarræktarbændur
hefðu óskað eftir því við sveitar-
félögin fjögur að þau greiddu
helming reikningsins, þegar ljóst
var hvaða breyting var á orðin
hjá heilbrigðiseftirlitinu, í von
um að heilbrigðiseftirlitið leysti
það mál er eftir stæði. „Það stóð
ekkert á sveitarfélögunum að
taka þátt í þessu að hluta, þó
ekki hafi verið rætt um það fyrir-
fram. En heildarupphæð reikn-
ingsins er mjög há að mínu mati.
Menn verða að setjast niður í
vetur og ræða málið, hver eigi að
bera kostnað og á hvern hátt eigi
að standa að þessu,“ sagði Atli,
aðspurður um málið. „Það er
ljóst að æðarbændur einir geta
ekki tekið við öllum þessum
fugli, þá verða engin vörp við
flóann. Málið er mjög mikilvægt.
Utgerðarpláss eins og Húsavík
ber mikla ábyrgð, því fuglinn elst
upp í skjóli matvælaframleiðsl-
unnar, í fiskúrgangi og slátur-
úrgangsgryfju. Eyðing fuglsins
skilar einhverjum svæðisbundnum
árangri um tíma, en fuglinn
flakkar á milli plássa og það kem-
ur hér fugl bæði að vestan og
austan, þannig að alltaf þarf að
vera á verði. Það þarf að standa
vel að þessu í framtíðinni, því
það er óeðlileg fjölgun á þessum
fugli,“ sagði Atli. IM
Bridgefélag Akureyrar:
Stórmóti í tví-
menningi aflýst
Bridgefélag Akureyrar hugðist
gangast fyrir stóru tvímenn-
ingsmóti 24.-25. október nk.
Mót þetta hefur þegar verið
auglýst í Mótaskrá BSI en nú
er Ijóst að af því getur ekki
orðið af óviðráðanlegum
ástæðum.
Þó ekki hafi tekist að halda
mótið að þessu sinni, þá er það
áfram á stefnuskrá félagsins að
gangast fyrir veglegu tvímenn-
ingsmóti í upphafi vetrarstarfs ár
hvert.
Þar sem mótið fellur niður að
þessu sinni, hefur BSÍ ákveðið að
Islandsmótið í einmenningi verði
fært fram um eina helgi og fari
fram 23. og 24. október nk. í
Sigtúni 9.
Vinningstólur
laugardaginn
FJÖU3I
VINNINGSHAFA
UPPHÆÐAHVERN
VINNINGSHAFA
1.
3.436.240.-
2.
92.686,-
3.
169
7.568,-
4.
6.088
490,-
Heildarvinningsupphæö þessa viku:
11.876.1
'upplýsingar:sImsvari91 -681511 lukkuUna 991002
Guðjón Ingvarsson við annan dósasöfnunarkassann.
Mynd: IM
Húsavík:
Björgunarsveitin
þiggur dósadraslið
Húsvíkingar og nærsveita-
menn geta nú slegið tvær flug-
ur í einu höggi - losað sig við
dósir og flöskur á auðveldan
hátt og styrkt gott málefni í
Ieiðinni.
Björgunarsveitin Garðar hefur
komið upp tveimur kössum til
dósa- og flasknasöfnunar, við
Olísplanið og Shellplanið. Fyrir-
hugað er að setja þriðja kassann
upp við Esso. í kassana má setja
dósir og flöskur af öllum gerðui
sem skilagjald fæst fyrir, og bæi
er hægt að koma heilu pokunum
kassana um lúgu eða einni c
einni dós um göt á hliðum þeirra
Ástæða er til að hvetja fólk t
að styrkja björgunarsveitina sei
nú er í mikilli fjárþörf, m.í
vegna fyrirhugaðra bygginga
framkvæmda. Höfum í huga a
enginn veit frá hverjum næsi
neyðarkall berst. II
Vélstjóri!
Óskum eftir að ráða vélstjóra á 70 tonna togbát
frá Bolungarvík.
Upplýsingar í símum 94-7440 á daginn og 94-7293
á kvöldin.
BIRNIR HF.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Á AKUREYRI
H jú kru narf ræði ngar
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar eftir að ráða
hjúkrunarfræðinga á eftirtaldar deildir, í fastar stöður
eða afleysingastöður:
Handlæknisdeild, Bæklunardeild, Lyfjadeild,
Gjörgæsludeild, Geðdeild, Skurðdeild.
Stöðurnar veitast frá 1. nóvember 1992 eða eftir
samkomulagi.
Deildirnar bjóða upp á aðlögun með reyndum hjúkr-
unarfræðingum, gott starfsumhverfi og áhugaverð
verkefni innan hjúkrunar.
Nánari upplýsingar gefur Rannveig Guðnadóttir
starfsmannastjóri hjúkrunar og deildarstjórar við-
komandi deilda í síma 96-22100.
Ég þakka öllum þeim,
sem glöddu mig á áttræðisafmæli mínu,
þann 29. september síðastliðinn,
með heimsóknum, gjöfum og skeytum.
Bestu kvedjur til ykkar allra,
UNNUR SIGURÐARDÓTTIR,
Bakkahlíð 29, Akureyri.
Faöir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORVALDUR HALLGRÍMSSON,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, sunnudaginn 4. októ-
ber.
Sigríður Þorvaldsdóttir, Ólafur Larsen,
Halla Þorvaldsdóttir, David Jakes,
Gunnar Þorvaldsson, Katrín Pálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTDÓR VIGFÚSSON,
Aðalstræti 7, Akureyri,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 9. október
kl. 13.30.
Kristín Stefánsdóttir,
Gerður Kristdórsdóttir,
Sveinn Kristdórsson,
Stefán Kristdórsson,
Óli Berg Kristdórsson,
Gunnar Kristdórsson,
Rúnar Kristdórsson
og aðrir vandamenn.
Móðir, tengdamóðir, amma og langamma okkar,
AUÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR,
Sólvöllum 6, Akureyri,
lést á Hjúkrunarheimilinu Seli, laugardaginn 3. október.
Hulda Baldvinsdóttir, Björn Hermannsson,
Hallgrímur Baldvinsson, Edda Valdimarsdóttir,
Héðinn Baldvinsson, Ágústa Lárusdóttir,
Gunnar Baldvinsson,
Eiður Eiðsson,
Þórlaug Baldvinsdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug við andlát og útför,
SIGURBJÖRNS FRIÐGEIRSSONAR,
Grænugötu 4, Akureyri.
Halldóra Jóhannesdóttir,
Erla Friðgeirsdóttir,
Gígja Friðgeirsdóttir.