Dagur - 06.10.1992, Blaðsíða 14

Dagur - 06.10.1992, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 6. október 1992 Minning Ý Jóhann Kristjánsson Fæddur 3. september 1909 - Dáinn 7. september 1992 Alfaðir gefi þér allatíð styrk einkum efbrautin þín finnst þér svo myrk leiði þig seinast í Ijósanna-höll lífsins við enda. - Par sjáumst við öll. Ljóðmæli eftir Kristján Jónsson langafa. Haustið er komið og elsku afi okkar hefur kvatt okkur öll. Eins og haustið með aila sína liti átti afi litríka ævi við gleði og sorg. Viljum við minnast hans og þakka fyrir allar ánægjulegu stundirnar sem við áttum með honum. Afi okkar var fæddur í Svein- bjarnargerði á Svalbarðsströnd. Foreldrar hans voru Kristján Jónsson og Rannveig Jóhannes- dóttir. Systkini hans voru Hjalti sem lést ungur, Jón og Guðfinna sem enn eru á lífi. Afi bjó á Svalbarðsströnd til ársins 1963. Hann byggði húsið Sæborg á Svalbarðseyri ásamt konu sinni Svövu Einarsdóttur og eignuðust þau saman tvö börn, Trausta og Sóleyju. Þau fengu fljótt að finna fyrir sorginni, því farsæl ár þeirra saman urðu ekki mörg, þar sem ástkær eiginkona og móðir hvarf á braut. Blessuð sé minning hennar. Eftir það voru ráðskonur afa innan handar og hjálpuðu honum með börnin, en þau dvöldust einnig hjá ættingjum og vinum. Afi iagði hart að sér við vinnu Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Lokastígur2, íb. 101, Dalvík, þingl. eig. Hannes Sveinbergsson, gerð- arbeiðendur Húsnæðisstofnun ríkisins og innheimtumaður rfkis- sjóðs, 9. október 1992 kl. 13.45. Rauðamýri 22, Akureyri, þingl. eig. Halldór Bachman, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki íslands, Geislagötu 5, 9. október 1992 kl. 13.15. Ránargata 10 b, Akureyri, þingl. eig. Eyfirsk matvæli hf., gerðarbeið- endur Lífeyrissjóður verslunar- manna og Vátryggingarfélag ís- lands hf., 9. október 1992 kl. 14.00. Sandskeið 10-12, Dalvík, þingl. eig. Hallgrímur Antonsson, gerðarbeið- andi Sjóvá-Almennar hf., 9. október 1992 kl. 13.15. Sunnuhlíð 21 d, Akureyri, þingl. eig. Aðalheiður B. Vilheimsdóttir og Ein- ar Viðarsson, gerðarbeiðandi Veð- deild (slandsbanka hf., 9. október 1992 kl. 14.00. Tungusíða 6, Akureyri, þingl. eig. Rögnvaldur Sigurðsson, gerðar- beiðandi innheimtumaður ríkis- sjóðs, 9. október 1992 kl. 13.45. Ægisgata 8, Akureyri, þinal. eig. Heiður Jóhannesdóttir og Áki Sig- urðsson, gerðarbeiðendur inn- heimtumaður ríkissjóðs, Vátrygg- ingarfélag íslands hf. og (slands- banki hf„ 9. október 1992 kl. 13.45. Sýslumaðurinn á Akureyri 5. október 1992. og var hann mikið við smíðar á ströndinni og eru þau ófá hand- tökin eftir hann þar. Árið 1963 fluttust þau til Akur- eyrar, bjó afi þar hjá pabba okkar, Trausta og hans fjöl- skyldu. Þar átti Jói afi margar góðar stundir með okkur systkinunum í Einholtinu. Hann var einnig iðinn við að benda okkur á ef við vorum að gera eitthvað sem við áttum ekki að gera. Afa var mjög annt um okkur og vildi að við værum stillt og hlýðin börn. Árið 1981 flutti afi svo í sveit- ina til Sóleyjar dóttur sinnar. í sveitinni var Jói afi sæll, þar sinnti hann ýmsum léttum verkum, því hann var mikill athafnamaður og vildi alltaf hafa eitthvað fyrir stafni. Hann las mikið af bókum og voru það aðallega ævisögur og heimildarit, einnig hlustaði hann mikið á útvarp og hafði mjög gaman af fallegum söng. Þegar við eldri systkinin uxum úr grasi og stofnuðum okkar eig- in heimili fylgdist afi alltaf vel með því hvað við höfðum fyrir stafni. Þegar við komum í heimsókn í Garðshorn stóð afi oftast úti á tröppum með bros á vör og opinn faðminn og tók á móti okkur. Oft fórum við í berjamó hjá þeim og kom afi þá ætíð með upp í móa, einhverja stund. Síðan fengum við kaffi og kökur og vildi afi þá frétta eitt og annað af okkur í fjölskyldunni. Sólrún Inga sem er yngst af okkur systkinunum varð oft eftir í sveitinni og naut hún þá, ásamt frændsystkinum sínum, samvist- anna við afa. Afi var mikið til sjós og hafði alltaf áhuga fyrir sjómennsku. Pabbi okkar er einnig fyrir sjó- sókn og er mikið á sjó. Mikki Jói og Þyrí voru oft með pabba. Afi hringdi þá reglulega til Þyríar á Dalvík þar sem hún bjó um tíma, til að spyrja hvernig hefði gengið, svo talaði hann um hvernig veðurspáin ætti að vera. Hann vildi taka þátt í þessu með okkur þótt hann væri ekki á staðnum. Hann afi okkar var mjög lag- inn við að yrkja ljóð og hafði gaman af að setja saman falleg ljóð til barnabarna sinna þegar honum fannst tilefni til. Það var líka mjög gaman að fá kort frá afa, sem hann færði okk- ur við ýmis hátíðleg tækifæri, hann komst svo fallega að orði og stundum var skemmtilegum ljóð- um bætt við, sem andinn blés honum í brjóst. Með þessum orðum kveðjum við Jóa afa með söknuði og þökk- um fyrir samverustundirnar sem við áttum með honum. Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þyrí Margrét, Anna Svava, Mikael Jóhann og Sólrún Inga. SERVAS-samtökin: Alþjóðleg samtök ferðalanga „SERVAS-samtökin eru alþjóð- leg samtök fólks, sem vill stuðla að auknum skilningi milli ein- staklinga og þjóða, styrkja tengsl og vinna gegn hleypidómum og vanþekkingu. SERVAS er borið uppi af fjölda einstaklinga, sem með opnum huga leitast við að hjálpa og miðla upplýsingum til erlendra gesta er að garði ber. SERVAS-meðlimir bjóða að- stoð og fyrirgreiðslu, þar á meðal gistingu á eigin heimilum, ef aðstaða er til þess. Þessi fyrir- greiðsla er að jafnaði gagnkvæm. SERVAS-meðlimur liðsinnir með því að mæta fólkinu, ræða við það og veita því upplýsingar og þannig auðvelda því að kynn- ast menningu þjóðarinnar og umhverfinu, sem við hrærumst í. Viðkomandi öðlast um leið kynni af menningu og viðhorfum gestsins. Kynnin og ánægjan verða gagnkvæm. SERVAS-meðlimir eru skráðir hjá samtökunum í viðkomandi landi. Það býður upp á mikla möguleika fyrir ferðafólk til að kynnast öðrum, vítt um heims- byggðina, en SERVAS starfar í flestum löndum heims. SERVAS hefir ráðgefandi stöðu og viður- kenningu sem alþjóðlegur félags- skapur hjá Félagsmálaráði Sam- einuðu þjóðanna (UN Economic and Social Counsel). Á íslandi eru nú starfandi fjór- ir meðlimir, tveir á Reykjavíkur- svæðinu og tveir norðanlands. Við viljum vekja athygli á þessu Hótel Harpa: ísberg kynnir ýmsan búnað Fyrirtækið ísberg er með sýn- ingu á búnaði fyrir hótel, veit- ingahús og mötuneyti á Hótel Hörpu á Akureyri um þessar mundir. I gær var sýning fyrir félagsmenn í Sambandi veit- inga- og gistihúsa. I dag kl. 17 hefst sýning fyrir aðra veitingamenn, starfsmenn í mötuneytum og fleiri í þessu fagi á Norðurlandi eystra. Sýning á söluvörum ísbergs er í tengslum við þing Sambands veitinga- og gistihúsa. SS starfi. Starfið laðar að, veitir ánægju, skapar kynni, leiðir til vináttutengsla og það virkar gagnkvæmt. Þeir sem láta í té aðstoð geta notið aðstoðar fyrri gistivina og annarra meðlima samtakanna, vítt um veröldina. Frekari upplýsingar um sam- tökin veitir Jóhann Jakobsson, Pósth. 1164, 121 Reykjavík. S. 91-22848/652170.“ (Fréttatilkynning) Frá fyrsta fundi nýkjörins starfsmenntaráðs félagsmálaráðuneytisins 17. september sl. Fv. Halldór Grönvold skrifstofustjóri, Erling Aspelund starfs- mannastjóri, Sjöfn Ingólfsdóttir, formaður starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar, Gylfi Kristinsson, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu, Bolli Árna- son rekstrartæknifræðingur og Halldóra J. Rafnar menntamálafulltrúi. Ljósmynd: Róbert Ágústsson. Félagsmálaráðherra skipar starfs- menntaráð félagsmálaráðimeytísins Félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur skipað starfsmenntaráð félagsmálaráðu- neytisins til næstu tveggja ára. Skipun ráðsins er í samræmi við ný lög sem samþykkt voru í maí sl. um starfsmenntun í atvinnulíf- inu, nr. 19/1992. í starfsmennta- ráði félagsmálaráðuneytisins eiga sæti: Fulltrúar Alþýðusambands íslands: Guðmundur Gunnars- son, formaður Félags ísl. raf- virkja og Halldór Grönvold skrif- stofustjóri Landssambands iðn- verkafólks. Fulltrúi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja: Sjöfn Ingólfsdóttir, formaður Starfs- mannafélags Reykjavíkurborgar. Fulltrúi Vinnumálasambands samvinnufélaganna: Erling Aspelund starfsmannastjóri. Fulltrúar Vinnuveitendasam- bands íslands: Bolli Árnason rekstrartæknifræðingur og H^ll- dóra J. Rafnar menntamálafull- trúi. Fulltrúi félagsmálaráðherra í starfsmenntaráðinu er Gylfi Kristinsson, deildarstjóri í félags- málaráðuneytinu. Á fyrsta fundi nýskipaðs starfsmenntaráðs var hann kosinn formaður þess til eins árs. Verkefni starfsmenntaráðs félagsmálaráðs er m.a. að úthluta styrkjum til starfsmenntunar og vera stjórnvöldum til ráðuneytis um stefnumótun og aðgerðir á sviði starfsmenntunar. Ráðið skal hafa samráð við og efla frumkvæði fræðslunefnda atvinnulífsins. Félagsmálaráðuneytið auglýsti í ágúst sl. í fyrsta skipti eftir umsóknum um stuðning við verk- efni á sviði starfsmenntunar í atvinnulífinu sbr. framangreind lög. Umsóknarfrestur rann út 10. september sl. Samtals bárust umsóknir um stuðning við 75 við- fangsefni frá 44 aðilum. Sótt var um stuðning að upphæð samtals um 120 milljónir króna. Sam- kvæmt fjárlögum er gert ráð fyrir að verja 48 milljónum til starfs- menntunar á vegum félagsmála- ráðuneytisins. Það er tæplega fjórföldun frá árinu 1991. F élagsmálaráðuneytið, 22. september 1992. MENOR kynna Aðalstein Svan Hér má sjá myndlistarmanninn Aðalsteín Svan Sigfússon á Súlnabergi og er eitt verka hans í bakgrunni. Menningarsamtök Norðlendinga hafa endurvakið listkynningar sem voru áður í samvinnu við Alþýðubankann á Akureyri en verða nú í samvinnu við Súlnaberg og Byggðastofnun á Akureyri. Aðalsteinn Svanur sýnir 11 málverk á Súlnabergi og 8 í húsnæði Byggðastofnunar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.