Dagur - 06.10.1992, Side 15
Þriðjudagur 6. október 1992 - DAGUR - 15
Hlutavelta til styrktar Soffíu Hansen
Fyrir skömmu héldu þessi ungmenni hlutaveltu á Akureyri, til styrktar Soffíu Hansen og söfnuðust alls kr.
3500. F.v. Brynjar Magnússon, Guðlaug Hermannsdóttir, Andri Kristjánsson og Tinna Dögg Magnúsdótt-
ir. Mynd: Golli
Hlutavelta til styrktar
Rauða krossi íslands
Þær Sigurbjörg Björnsdóttir og Lena Rut Ingvarsdóttir héldu nýlega
hlutaveltu á Akureyri til styrktar Rauða krossi íslands. Alls söfnuðust
3.700 krónur sem komið hefur verið til hlutaðeigandi aðila. Mynd: -kk
Mannréttindasamtökin Amnesty
International vilja vekja athygli
þína á þeim mannréttindabrotum
sem sagt er frá hér að neðan og
vonar að þú sjáir þér fært að
skrifa bréf til hjálpar fórnarlömb-
um þeirra.
Pú getur lagt fram þinn skerf til
þess að samviskufangi verði lát-
inn laus eða að pyndingum verði
hætt. Boðskapur þinn getur fært
fórnarlömbum „mannshvarfa"
frelsi. Þú getur komið í veg fyrir
aftöku. Fórnarlömbin eru mörg
og mannréttindabrotin margvís-
leg, en hvert bréf skiptir máli.
íslandsdeild Amnesty gefur
einnig út póstkort til stuðnings
því fólki sem hér er sagt frá, og
krefst einungis undirskriftar
þinnar. Hægt er að gerast áskrif-
andi að þessum kortum með því
að hringja eða koma á skrifstofu
samtakanna að Hafnarstræti 15,
virka daga frá kl. 16-18 í síma
16940 eða senda okkur línu í
pósthólf 618, 121 Reykjavík.
Suður-Afríka
Tsepo Lengwati var félagi í Afr-
íska Þjóðarráðinu og fyrrverandi
fangi á Robbineyju. Hann var
skotinn til bana að morgni 28.
janúar 1992 meðan hann var í
haldi lögreglu í þorpi suður af
Jóhannesarborg. Hann virðist
hafa verið fórnarlamb tilræðis
sem lögreglan átti þátt í.
Tsepo Lengwati var einn sjö
grunaðra um aðild að ráni þar
sem lögregluþjónn lét lífið. Fjór-
ir af hinum sjö hafa síðan látist
við grunsamlegar aðstæður.
Nóttina áður en Tsepo Lengwati
lést var hann færður úr klefa sín-
um af nokkrum lögregluþjónum
og hettuklæddum mönnum, og
honum misþyrmt. Næsta dag
lagði hann fram kæru á hendur
lögreglunni. Hann var aftur færð-
ur úr klefa sínum næstu nótt og
samkvæmt framburði lögreglunn-
ar skaut vopnaður maður á hann
í lögreglubíl í Sharpville. Lög-
reglan kvaðst hafa svarað skot-
árásinni en byssumaðurinn hafi
sloppið. Við skoðun líksins kom í
ljós að Tsepo Lengwati var með
skotsár um allan líkamann en
enginn annar í lögreglubílnum
virðist hafa særst og engin lög-
reglurannsókn virðist hafa verið
gerð á drápinu.
Síðastliðin tvö ár hafa margir
félagar Afríska Þjóðarráðsins og
skyldra samtaka orðið fórnar-
lömb árása og tilræða sem örygg-
islögreglan hefur verið bendluð
við. f maí 1992 birti dagblaðið
Weekly Mail í Jóhannesarborg
ný sönnunargögn um net leyni-
legra stöðva sem notaðar eru af
lögreglu til að yfirheyra fólk og
ráða menn til að standa að tilræð-
um og öðrum ofbeldisverkum
gegn stuðningsmönnum Afríska
Þjóðarráðsins. Þetta hefur aukið
grunsemdir um að lögreglan hafi
annað hvort myrt Tsepo Leng-
wati eða tengist því á annan hátt.
Vinsamlegast sendið kurteisleg
bréf á ensku og farið fram á að
gerð verði opinber og hlutlaus
rannsókn á kringumstæðum við
dauða Tsepo Lengwati og að hin-
ir seku verði leiddir fyrir rétt, t.d.
á þessa leið:
Your Excellency,
I wish to draw your attention
to the case of Tsepo Lengwati, an
African National Congress
member and former Robben
Island prisoner. He was shot
dead in the early hours of 28
January 1992 while in the custody
of police officers from Vander-
bijlpark. He appears to have
been the victim of targeted ass-
assination in which the police
were involved. I call for an open
and independent judicial inquiry
into the circumstances surround-
ing the death of Tsepo Lengwati
and that those responsible be
brought to justice.
Skrifið til:
President F W De Klerk
State President’s Office
Private Bag X83
Pretoria 0001
South Africa.
Kólumbía
Félagar í hinni sjálfstæðu mann-
réttindahreyfingu (CREDHOS)
sem starfar í borginni Barrancab-
ermeja í hinu stríðshrjáða héraði
Magdalena Medio hafa í auknum
Tsepo Lengwati.
mæli orðið fórnarlömb mannrétt-
indabrota sérsveita hersins.
Þrír félagar CREDHOS hafa
þegar verið myrtir: í mars 1991
var verkamaður að nafni Humb-
erto Hernández skotinn til bana
af óeinkennisklæddum mönnum.
í janúar síðastliðnum var ritari
CREDHOS Blanca Valero de
Durán drepin af óeinkennis-
klæddum byssumönnum fyrir
utan skrifstofu samtakanna. Þrír
lögreglumenn sem voru vitni að
árásinni sinntu, að sögn, ekki
hrópum hennar um hjálp né
reyndu að elta árásarmennina
uppi. í júní var svo annar starfs-
maður CREDHOS, Julio Berrio,
drepinn af óþekktum byssu-
mönnum.
í framhaldi af yfirlýsingu for-
ingja í hernum í febrúar, þar sem
hann tengdi starfsemi CRED-
HOS við skæruliðahreyfingar,
jukust hótanir sérsveita hersins á
hendur CREDHOS. í júní
sluppu þrír félagar hreyfingarinn-
ar naumlega við meiðsl, þegar
nokkrir vopnaðir menn réðust
með skothríð á bifreið þeirra. í
bílnum var m.a. forseti CRED-
HOS Jorge Gómez Lizarazo.
Þeir voru nýkomnir frá viðræðum
við ættingja fjögurra manna, sem
höfðu verið drepnir daginn áður
af óþekktum byssumönnum.
Starfsemi hreyfingarinnar til
varnar mannréttindum í Magda-
lena Medio hlaut alþjóðlega
viðurkenningu árið 1991 þegar
henni voru veitt Lettelier-Moffit
verðlaunin frá Institute of Politic-
al Studies í Bandaríkjunum. Síð-
ustu mánuði hefur CREDHOS
opinberlega fordæmt fjölgun
brota sem framin eru af sérsveit-
um hersins og almennum her-
mönnum í Barrancabermeja og
nágrenni, s.s. pyndinga, aftaka
án dóms og laga og „manns-
hvarfa". CREDHOS hefur einn-
ig bent á mannréttindabrot sem
framin eru af skæruliðasveitum á
svæðinu. Ríkisstjórn Kólumbíu
hefur fordæmt árásirnar á
CREDHOS og hefur lofað
nákvæmum rannsóknum. Samt
sem áður hafa hinir seku enn
ekki verið fundnir og leiddir fyrir
rétt.
Vinsamlegast sendið kurteisleg
bréf á ensku og farið fram á að
öryggi þeirra sem láta sig mann-
réttindabrot varða verði tryggt og
höndum komið yfir þá sem ný-
lega réðust á félaga í
CREDHOS, t.d. á þessa leið:
Your Excellency,
I write to you out of concern
for members of the independ-
ent Regional Human Rights
Committee (CREDHOS) based
in the town of Barrancabermeja,
who have increasingly been the
victims of human rights violat-
ions by paramilitary forces.
Three of them have already been
murdered and others have been
threatened or attacked. How-
ever, those responsible have not
yet been identified and brought
to justice. I urge you to guaran-
tee the safety of human rights
monitors and to bring to justice
those responsible for the recent
attacks on CREDHOS members.
Skrifið til:
President César Gaviria
Trujillo
Palacio de Narino
Santa Fe de Bogotá
Colombia.
Sýrland
Mustafa Khalifa er 44 ára stað-
fræðingur sem verið hefur í haldi
síðustu tíu árin án ákæru eða
réttarhalda. Hann er talinn vera í
haldi í Saidnaya fangelsinu, að
sögn án nauðsynlegrar læknis-
hjálpar. Hann er samviskufangi.
Mustafa Khalifa var handtek-
inn í janúar árið 1982 af leyni-
þjónustu sýrlenska hersins fyrir
meinta aðild að Kommúnista-
flokknum. Hizb al-’Amal al-
Shuyuí. Flokkurinn er einn
margra ólöglegra pólitískra sam-
taka, sem hafa það markmið að
auka lýðræði í landinu og að póli-
tískir fangar verði leystir úr
haldi. Hundruð félaga og stuðn-
ingsmanna flokksins hafa mátt
sæta varðhaldi án ákæru eða
réttarhalda, pyndingum og ann-
arri illri meðferð. Allt að 200
félögum flokksins, m.a. sam-
viskuföngum, er nú haldið í fang-
elsi án ákæru eða réttarhalda.
Mustafa Khalifa er kvæntur og
á eina dóttur. Eiginkona hans
Sahar al-Buni, sem er 33 ára
verkfræðingur, var í haldi án
ákæru eða réttarhalda frá 1987 til
ársloka 1991. Hún var látin laus
ásamt 60 öðrum samviskuföngum
sem allir voru konur, og fangels-
aðar höfðu verið í tengslum við
Kommúnistaflokkinn. Tveir
bræðra hennar eru einnig taldir
vera í haldi, annar frá 1986 hinn
frá 1987, án þess að vera ákærðir
né koma fyrir dómara, sömuleið-
is vegna meintrar aðildar að
Kommúnistaflokknum.
Vinsamlega sendið kurteislega
orðað bréf á ensku og farið fram
á að Mustafa Khalifa verði látinn
laus skilyrðislaust og án tafar,
t.d. á þessa leið:
Your excellency,
I appeal to you for the release
of Mustafa Khalifa, a topograp-
her who has been in detention
without charge or trial for over
10 years, for alleged membership
of the Party for Communist Acti-
on Hizb al-’Amal al-Shuyui. He
is reported to be held in Saidnaya
Prison where he is said to have
been without proper medical
attention. He is a prisoner of
conscience and I urge you to
release him immediately and
unconditionally.
Skrifið til:
President Hafez al-Assad
Presidential Palace
Damascus
Syrian Arab Republic.