Dagur - 06.10.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 06.10.1992, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 6. október 1992 - DAGUR - 7 Blak, 1. deild: KA náði ekki að klára dæmið - tapaði 2:3 fyrir Þrótti Reykjavík Það munaði einungis hársbreidd að KA næði að leggja Þrótt. Þeir kræktu þó í 2 stig þrátt fvrir tap. íslandsmótið í blaki hófst á föstudagskvöldið með tveim leikjum í 1. deild karla. HK og Þróttur Neskaupstað áttust við í Digranesi og sigruðu HK- menn 3:0. Þróttarar frá Reykjavík komu hins vegar í heimsókn í KA-húsið. Alls þurfti 5 hrinur til að fá fram úrslit í þeim leik og á endanum voru það gestirnir sem fóru með sigur af hólmi, unnu síð- ustu hrinu 15:9. Samkvæmt hinum nýju reglum um stiga- gjöf þar sem gefið er fyrir hverja unna hrinu, fá Þróttarar 3 stig en KA-menn 2. Stefán Jóhannesson þjálfari KA. Eins og eðlilegt er virkuðu bæði lið taugaspennt í byrjun en KA-menn byrjuðu mun betur og höfðu yfir 10:7 eftir skamma stund. Þá skoruðu Þróttarar 4 stig í röð og komust yfir en með góðri baráttu í lokin náði KA að vinna sigur í hrinunni. Næsta hrina var svipuð. KA byrjaði mun betur. Komst í 11:4, en þá hætti allt að ganga upp hjá liðinu meðan Þróttarar röðuðu inn stigum. Þessi hrina var í raun hin skemmtilegasta í leiknum. Bæði lið sýndu góða takta. Bar- áttan var góð og mikil stemmning jafnt innan vallar sem utan. Þróttur náði að jafna 11:11 eftir mikil átök en með góðum enda- spretti náðu KA-menn að vinna 15:11. Þriðja hrina virtist ætla að ganga alveg eins og hinar tvær. KA byrjaði mjög vel og komst í 5:0 og 10:6., Síðan náði Þróttur að jafna 11:11 og nú bjuggust flestir við að KA mundi hrista af sér slenið og sigra, enda höfðu þeir til þess góða möguleika. Staðan var 14:13 fyrir KA og hefði þeim nægt eitt stig til að sigra í leiknum 3:0. Það tókst hins vegar ekki og Þróttarar unnu hrinuna. Við þetta mótlæti var sem allur vindur væri úr KA- mönnum og fjórðu hrinunni töp- uðu þeir 15:9 eftir að hafa haft yfir 7:3. Oddahrinunni töpuðu þeir með sama mun og það voru því gestirnir sem fögnuðu sigri í leikslok þrátt fyrir að hafa verið undir 2:0. „Einbeitingin brást hjá okkur,“ sagði Stefán Jóhannes- son þjálfari KA og var af skiljan- legum ástæðum fremur óhress með úrslitin. Bjarni Þórhallsson fyrirliði tók í sama streng og sagði hávörnina hafa verið ákaf- lega lélega. Leifur Harðarson Þróttari var hins vegar ánægður. „Þetta var jafn og spennandi leik- ur og sýnir hvað deildin í vetur verður spennandi. Liðin eru að ég held jafnari en verið hefur lengi. Við vorum lengi í gang og spiluðum undir getu lengi framanaf, en þetta hafðist á úthaldinu,“ sagði Leifur. KA-menn geta nagað sig í handarbökin. Þeir höfðu tækifæri til að klára dæmið en tókst það ekki. Liðið virtist ekki ná upp stemmningu eftir að sigurinn hafði gengið þeim svo naumlega úr greipum í 3. hrinu. Uppgjaf- irnar fóru allt of oft forgörðum hjá KA. Einnig skoruðu Þróttar- ar 15 stig úr uppgjöfum, meðan KA-menn skorðuðu 5. Bjarni Þórhallsson var bestur KA- manna og einnig átti Stefán Magnússon góðan leik, sérstak- lega í 3. hrinu. Ólafur H. Guð- mundsson stóð uppúr liði Þróttar og „gamla brýnið“ Jason ívars- son kom inná á mikilvægum augnablikum og virtist hleypa kjarki í sitt lið. HA Stig KA: Bjarni Þórhallsson 12, Stefán Magnússon 8, Gunnar Svanbergsson 7, Magnús Aðalsteinsson 5, Pétur Olafsson 3, Stefán Jóhannesson 3 og Kristján Gunnarsson 1. Stig Þróttar: Ólafur H. Guðmundsson 13, Einar Hilmarsson 10, Sigtryggur Magnússon 7, Leifur Harðarson 7, Bjarki Guðmundsson 6, Guðjón Valsson 4, Jason ívarsson 4 og Jón Ó. Valdimars- son 1. Dómnrar: Svanlaugur Þorsteinsson og Sigurður Harðarson. Haraldur Leifsson og félagar hans hjá Tindastól máttu þola tap í sínum fyrsta leik á keppnistímabilinu. Hið unga lið Tindastóls átti þó ágætan leik. Körfubolti, úrvalsdeild: Tindastóll byijaði með tapi - Vals Ingimundarsonar sárt saknað Keppni í þeim íþróttum sem stundaðar eru yfir vetrartím- ann er nú að hefjast þessa dag- ana. Nokkuð er síðan hand- boltinn fór af stað, blakið hófst á föstudaginn og á sunnudag- inn var komið að körfuboltan- um. Þá voru 3 leikir í úrvals- deildinni á dagskrá og einn þeirra var viðureign Tindastóls og Hauka í „Síkinu“ á Sauðár- króki. Hér var um hörku leik að ræða og var viðureignin bæði jöfn og spennandi. Svo fór þó að lokum að heima- menn urðu að játa sig sigraða, en lokatölur leiksins urðu 93:103. Leikurinn var jafn í byrjun en þó höfðu Haukarnir heldur frum- kvæði í leiknum og voru yfir 19:15 eftir 10 mínútna leik. Um miðjan hálfleikinn fór heldur að síga á ógæfuhliðina hjá Tindastól og Haukar juku forskot sitt. Þeg- ar 5 mínútur voru eftir til leikhlés var staðan 21:42 fyrir Hauka og útlitið orðið dökkt hjá Tindastól. Þá tóku þeir góðan sprett og náðu að minnka muninn í 5 stig fyrir hlé, 49:54. Jafnræði var með liðunum framanaf seinni hálfleik. Munur- inn hélst svipaður og í hálfleik, 7 til 10 stig og þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum var staðan 90:82 fyrir Hauka. Þrátt fyrir mikla baráttu Tindastólsmanna slepptu Haukar ekki taki sínu og sigruðu í leiknum 103:93. Bæði lið sýndu góða takta í leiknum og léku skemmtilegan körfubolta. Bandaríkjamennirnir tveir, Chris Moore og John Roads, voru yfirburðarmenn á vellinum hvor í sínu liði og voru stigahæstu menn vallarins. Hér er þó um fremur ólíka leikmenn að ræða. John Roads er nokkuð stærri en Cris Moore, en sá síðarnefndi kvikur og sterkur. Sturla Jónsson aðstoðarþjálfari Hauka sagði eftir leikinn að þeir hefðu rennt nokkuð blint í sjó- inn er þeir komu til Sauðárkróks og ekki vitað hverju þeir ættu von á, ekki síst eftir að þeir fréttu að Valur Ingimundarson yrði ekki með. „Það kom mér á óvart hvað ungu strákarnir hérna voru sterkir og sýndu mikið áræði,“ sagði Sturla. Hann taldi liðin vera jöfn að getu og keppnin milli þeirra yrði hörð í vetur. Páll Kolbeinsson sagðist vera ánægður með leik liðsins þrátt fyrir tap. Ekki síst af því að Val hefði vantað. „Ungu strákarnir stóðu sig frábærlega og liðið þarf ekki að kvíða vetrinum. Við get- um unnið hvaða lið sem er,“ sagði Páll. Bestu menn leiksins voru auk Bandríkjamannanna i tveggja þeir Ingvar Ormarsson hjá Tindastól og Jón A. Ingvars- I son hjá Haukum. GBS/HA Stig Tindastóls: Chris Moore 31, Ingvar Ormarsson 19, Karl Jónsson 12, Páll Kol- beinsson 11, Haraldur Leifsson 8, Pétur V. Sigurðsson 8 og Björgvin Reynisson 4. Stig Hauka: Johan Roads 40, Jón A. Ingvarsson 20, Pétur Ingvarsson 19, Jón Ö. Guðmundsson 9, Bragi Magnússon 9, Sigfús Gissurarson 6 og Tryggvi Jónsson 2. Ingvar Orntarsson var ásamt Chris Moore besti maður Tindastóls í leiknum á sunnudaginn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.