Dagur - 06.10.1992, Side 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 6. október 1992
Halldór Arinbjarnarson
Iþróttir
Körfubolti
Úrvalsdeild
Úrslit:
Tindastóll-Haukar 93:103
Grindavík-Skallagrímur 70: 75
ÍBK-Njarðvík 103: 93
Valur-KR 98: 73
Blak 1. deUd
Úrslit:
KA-Þróttur R.
HK-Þróttur Nes
Stjarnan-Þróttur Nes
Getraunir:
GoUklúbbur Akureyrar
náði 13 réttum
Meðlimir Golfklúbbs Akureyrar eru sem
kunnugt er afkastamiklir í getraunum.
Klúbburinn hefur nú um langt skeið verið
söluhæsti aðili á getraunaseðlum og nú um
helgina duttu þeir golfklúbbsmenn í lukku-
pottinn er þeir náðu 13 réttum leikjum.
Smári Garðarsson hjá GA sagði helgina
hafa verið ákaflega spennandi. Þegar leikjum
laugardagsins var lokið höfðu þeir möguleika
á 13 réttum á bæði kerfin sem spilað var með.
Úrslit sunnudagsleikja urðu þó ekki eins hag-
stæð og þeir höfðu vonað en ein röð náðist þó
með 13 réttum leikjum. í þetta sinn voru
óvenju margir með 13 rétta eða 176 og þar af
3 á íslandi. Hver um sig fær u.þ.b. 170 þúsund
í sinn hlut. Það hefur nú enn einu sinni sann-
ast hjá þeim í GA að menn vinna ekki nema
þeir spili með. HA
Knattspyrna:
Gimni Gísla
hættur með KA
- flytur til Svíþjóðar
Gunnar Gíslason, sem í sumar þjálfaði lið
KA í knattspyrnu, hefur nú staðfest að
hann muni ekki verða áfram með liðið.
Hann segist ætla að flytja til Svíþjóðar á
nýjan leik og jafnvel leika með sínu gamla
félagi Hácken.
Gunnar tók við KA-liðinu í vor en sem
kunnugt er tókst liðinu ekki að halda sér í 1.
deild. Gunnar sagðist nú vera að vinna í að
selja hús sitt hér og síðan mundi hann flytja.
Hann hefur dvalið í Svíþjóð síðan 1. deildinni
lauk og sagðist hafa átt viðræður við forráða-
menn Hácken og svo gæti farið að hann mundi
ganga til liðs við þá að nýju. Það ætti þó eftir
að koma betur í ljós en hann þyrfti til að byrja
með að fá sig góðan af öllum meiðslum.
Gunnar á mikið eftir sem knattspyrnumaður
og er fengur fyrir hvaða lið sem er að fá hann
í sínar raðir. Vonir stóðu til að hann mundi
spila með KA áfram en af því gat ekki orðið.
HA
Forsala á
leik KA og Þórs
Stórleikur verður í handboltanum á mið-
vikudaginn þegar KA og Þór mætast í 1.
deildinni. Forsala verður sama dag í Sport-
húsinu og í KA-húsinu.
Það verða án efa margir sem hafa áhuga á
leik liðanna og búast má við örtröð við miða-
sölu ef allir ætla að kaupa miða rétt fyrir leik.
Eins gæti orðið uppselt á leikinn. Það er því
sjálfsagt að notfæra sér forsöluna, bæði til að
tryggja sér miða og eins til að forðast öng-
þveiti rétt fyrir leik. Forsalan verður sem fyrr
segir á miðvikudaginn í KA-húsinu og Sport-
húsinu. HA
2:3
3:0
3:0
Arngrimur Arnarson:
Er aJlsstaðar
í fremstu röð
- miklar æfingar undirstaða góðs árangurs
Hjá mörgum íþróttamönnum
skiptist árið í tvennt. Þann
tíma sem æfingar og keppni
standa yfir og síðan er frí hinn
hluta ársins. Vertíð knatt-
spyrnu- og frjálsíþróttafólks er
til að mynda á sumrin en hand-
bolta- og skíðafólk notar vet-
urinn til keppni. Sumir taka
hins vegar þátt í öllum íþrótt-
um sem þeir komast í og eru
því að allt árið. Einn af þeim er
Húsvíkingurinn Arngrímur
Arnarson. Arngrímur er sann-
kölluð alæta á íþróttir og það
sem meira er, hann er alls stað-
ar í fremstu röð.
Arngrímur er 14 ára gamall og
stundar nám í Borgarhólsskóla á
Húsavík. Aðalsteinn Baldursson
er þjálfari Arngríms í knatt-
spyrnunni. Hann segir Arngrím
vera mikið efni og hafa flest það
til að bera sem einkennir góðan
íþróttamann. Hann var meðal
annars valinn í Knattspyrnuskóla
KSÍ þar sem hann kom einna
best út af öllum þátttakendum og
var valinn til æfinga með landsliði
U-16. Lið Völsungs keppti til
úrslita á íslandmótinu í 4. flokki
og þar fer Arngrímur fremstur í
flokki. Svo virðist sem nánast
skipti engu máli í hvaða íþróttum
Arngrímur tekur þátt. Allsstaðar
er hann meðal þeirra bestu.
Nú í sumar keppti hann t.d.
samtímis í knattspyrnu og frjáls-
um á Landsmóti ÚMFÍ á Dalvík.
Þá kom hann beint úr 400 m
hlaupi og í úrslitaleik í knatt-
spyrnu sem reyndar þurfti að
seinka örlítið meðan hann skipti
um föt. Síðan fór hann útaf
skömmu fyrir leikslok til að taka
þátt í 100 m hlaupi sem hann
vann. Aðalsteinn sagði æfinga-
sókn hans vera til hreinnar fyrir-
myndar og heyrði til undantekn-
inga ef hann missti úr æfingu,
sama í hverju það væri. Dagur
hafði nú fyrir skömmu samband
við Arngrím og spurði hann fyrst
í hvaða íþróttagreinum hann
keppti helst.
„A sumrin er maður mest í fót-
bolta og frjálsum en annars er ég
í þessu öllu. Aðallega handbolta
og skíðum á veturna. Núna er að
vísu frí í frjálsum en það er hand-
bolti og fótbolti þrisvar í viku og
svo þerkæfingar fyrir skíðin.
Maður er í þessu flesta daga,“
sagði Arngrímur og vildi greini-
lega ekki gera of mikið úr afrek-
um sínum. Annars sagði hann
ekki vera neitt sérstakt framund-
an í keppni á næstunni en auðvit-
að þyrfti að halda sér í formi. Lið
Völsungs tók þátt í íslandsmót-
inu í innanhússknattspyrnu á síð-
asta vetri með góðum árangri og
Arngrímur sagði vera stefnt að
því sama í vetur.
Aðspurður um sína uppáhalds
íþróttagrein var hann fljótur til
svars. „Það er fótboltinn“. Að
sjálfsögðu sagðist hann stefna á
að komast sem lengst í öllu en
fótboltinn væri samt númer eitt.
Góðan árangur þakkaði hann
fyrst og fremst miklum æfingum.
Oðruvísi væri ekki hægt að ná
árangri.
Hann taldi ólíklegt að fá tæki-
færi með meistaraflokki alveg á
næstunni en taldi heppilegast að
spila gegn sínum jafnöldrum að
sinni. „Að vísu grípur maður
auðvitað tæifærið um leið og það
gefst.“ Hann sagði að sér líkaði
mjög vel að búa á Húsavík og þar
væri hægt að stunda allar íþrótta-
greinar. Að vísu varð hann að
viðurkenna að stefnan væri sett á
að komast frá Húsavík í framtíð-
inni til þess að ná enn lengra á
íþróttasviðinu. Haldi kappinn
h« IA
• MÚT
réttvii!
Arngrímur hefur víða komið við á ferli sínum og unnið til fjölda verðlauna.
þrátt fyrir ungan aldur.
áfram á sömu braut þarf ekki að
efast um að ekki líður á löngu þar
til önnur lið fara að gefa honum
auga, hvort sem er í frjálsum eða
fótbolta. Þar með var Arngrímur
þotinn, án efa á æfingu. HA
Kristján Kristjansson:
Leggur skóna á hilluna
Kristján Kristjánsson knatt-
spyrnumaður með Þór hefur
ákveðið að leggja skóna á hill-
una og jafnvel taka sér alfarið
frí frá knattspyrnunni.
Kristján á ekki einungis glæsi-
legan feril að baki með Þór, held-
ur þjálfaði hann einnig Magna frá
Grenivík um tíma með góðum
árangri. Undir hans stjórn varð
liðið m.a. íslandsmeistari í 4.
deild. Kristján mun þó ekki vera
með nein þjálfaramál á prjónun-
um heldur hafa hug á að hvíla sig
frá knattspyrnu að sinni. HA
Á föstudaginn var undirritaður samningur milli Hummel og Sporthússins
annars vegar og 1. deildarliða Þórs og KA í handbolta hins vegar sem kveður
á um að liðin munu spila í Hummel búningum frá Sporthúsinu á þessu
keppnistímabili. Sporthúsið mun leggja liðunum til bæði keppnisbúninga og
utanyfirgalla. Gunnar Gunnarson hjá Sporthúsinu sagði að með þessu vildu
Hummel og Sporthúsið sýna stuðning við handboltann í verki. Myndin hér
að ofan var tekin þegar samningurinn var undirritaður. Á henni eru frá
vinstri: Árni Gunnarsson formaður handknattleiksdeildar Þórs, Gunnar
Gunnarsson frá Sporthúsinu og Sigurður Sigurðsson formaður handknatt-
leiksdeildar KA. Standandi fyrir aftan eru. Sævar Árnason og Ole Nilsen í
búningum Þórs, Alfreð Gíslason í KA-búningnum og I/tok Race mark-
vörður KA. Aðrir styrktaraðilar liðanna eru Sjöfn, Dagur, Kaffibrennsla
Akureyrar, Möl og Sandur, Smiðjan-Bautinn og Esso hjá KA, auk þess sem
Max leggur liðinu til sportlegan ferðagalla sem liðið klæðist á ferðalögum.
Styrktaraðilar Þórs eru Egils appelsín - Ölgerðin Egill Skallagrímsson og
Kaupfélag Eyfirðinga.