Dagur - 15.10.1992, Side 9

Dagur - 15.10.1992, Side 9
8 - DAGUR - Fimmtudagur 15. október 1992 Fimmtudagur 15. október 1992 - DAGUR - 9 Spurning VIKUNNAR Finnst þér vera komin _______kreppa?______ Almar Björnsson: „Já, það finnst mér. Launin eru minni en við getum ekki talað um atvinnuleysi meðan vinnur erlent verkafólk á landinu." Lovísa B. Kristjánsdóttir: „Já, er það ekki? Að minnsta kosti finnst mér ástandið vera þannig hér á Akureyri, lítið um byggingar og fólk virðist eiga erfitt. Samt furða ég mig á þessum utanlandsferöum en kannski lítur fólk á þær sem sparnað en ég held að það sé hæpið þegar upp er staðið." Ágúst Þorleifsson: „Nei, það finnst mér ekki. Þessi barlómur og vesöld er komin út í öfgar og það þarf endilega að fara að fá eitthvað jákvætt. Ég er hættur að hlusta á fréttir vegna þess að mér ofbýður. Við verðum að taka okkur tak og hugsa jákvætt." Gísli Ólafsson: „Nei, mér finnst það ekki. Ástandið hefur oft verið erfiðara en það er núna. Að vísu er þröngt fyrir dyrum margra en það er ekki beinlínis kreppa." Jón Þorsteinsson: „Já, heldur betur. Okkur sjó- mönnum er verið að boða lækk- un skiptaprósentu og talað um gengisfellingu. Þaö á greinilega ein stétt að halda öllu uppi.“ Frá Borgarrétt í Eyjaijarðarsveit: Allir á réttri leið í ræktunarstarfinu! Um langt árabil hafa kynbóta- og keppnishross úr Eyjafírði vakið athygli. Því gætti til- hlökkunar hjá undirrituðum þegar hann hélt til Borgarrétt- ar um síðustu helgi. Nær fímm hundruð hross voru rekin til réttar þennan laugardagsmorg- un. Já, hrossaeign bænda úr Saurbæjarhreppnum gamla er mikil. Magni bóndi í Árgerði stendur vígreifur og styðst við staf þar sem hann stjórnaði sínum mönn- um við réttarstörfin. Tryggvi gamli frá Sandhólum er mættur sem fyrr. Ungu mennirnir eru þarna einnig. Ármann í Litla- Garði á margt hrossa og þau bera yfirsvip þess ágæta stóðhests Garðs sem er hestagull. Jónas sveitarstjóri í Hrísey og bóndi í Litla-Dal hefur í mörgu að snúast ásamt Kristínu konu sinni. Haus- arnir eru margir og í hópnum frá Litla-Dal má sjá margt hestefnið. Hestamenn frá Akureyri og Reykjavík spá mikið í hópinn. Stórknapi úr Reykjavík muldrar með sjálfum sér: „Hver veit nema annar ísak leynist í hópnum?“ Og menn gjóa einnig augum hrossin þeirra Adda og Bínu frá Gerði. Hver kannast ekki við Náttfara frá Ytra-Dals- gerði og allan þann ættboga? Addi og Bína eiga blóðið og allt- af er þess von að annar höfðingi sem Náttfari komi frá Ytra-Dals- gerði. Hrossin frá Ytra-Dalsgerði hafa allavega ekki svikið mig. Klúbbur gamli hefur veitt margar unaðsstundir og ekki verður Vöttur síðri, sonur Krumma frá Ytra-Dalsgerði. Matthías bóndi að Brún við Akureyri er mættur með sitt fólk. Brúnarbóndinn rekur hrossastóð sitt upp frá Hvassafelli. Ræktun- arstörf Matthíasar hafa borið ríkulegan ávöxt á síðari árum. Trúlega eru þeir fáir bændurnir sem eiga annað eins val stóðhesta og hryssurnar í Brúnarstóðinu eru afbragð. Kristinn Hugason og Hugi gamli eiga hross á Djúpárdal hvert sumar. Hrossin eru gjörvu- leg en um hæfileikana veit ég ekki. - Já, hverjum finnst sinn fugl fagur og það má heyra í Borgarrétt að allir eru á réttri leið í ræktunarstarfinu. Texti: Óli G. Jóhannsson Myndir: Örn Ólason

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.